Vísir - 22.06.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 22.06.1963, Blaðsíða 4
Kvennasífta Eigum við von á þessari sjón? Þótt karlmenn eigi ekki beinlfnis heima á kvennasíðu þá getum við ekki látið þennan káta náunga fram hjá okkur fara án þess að veita honum eftirtekt, því að ekki ber á öðru en að hann sé kominn inn á yfirráðasvæði kvenþjóðarinn- ar — hann er 1 sundbol. En er þetta nú kvenfatnaður? Nei, það er sama að segja um þetta og síðu kjólana, þetta er gamalt fyrirbæri, sem er aftur- gengið og hinir „vísu“ í Paris segja að sé nýjasta tízka meðal karlmanna. Fyrir nokkrum áratugum sást varla karimaður í Laugunum f öðru en sundbol og þótti það þvf ekki merkilegt. En svo komu sundskýlurnar og þá urðu þeir sem Iétu sjá sig í sundbol svo „púkó“ að þeir höfðust varla við í vatninu fyrir háð- glósum þeirra sem fylgdu tízk- unni. Svo eru karlmenn að tala um það að það sé einungis kven- fólkið sem láti tízkuna teyma sig á asnaeyrunum! Nú, úr því að sundbolir eru auglýstir sem nýjasta sundfata- tfzkan meðal karlmanna verður þess vart Iangt að bíða að „Potturinn“ í Laugunum verði fullur af herramönnum í sf- röndóttum sundbolum úr krep- Ætla síðir kjólar „að slá í gegn"? Sfðu kjólamir em að risa úr þeim dvaia, sem þeir hafa legið í undanfarin ár — sumum til mik- illar óánægju, öðmm til gieði. Hvemig stóð á þvf að stuttu kjólamir náðu alveg yfirhöndinni sem kvöldkjólar? Jú, ein af ástæð- unum var sú að síðir samkvæmis- kjólar urðu yfirleitt að vera úr svo ffnum og skrautiegum efnum að verð þeirra reyndist mörgum um megn og einnig var notkun þeirra mjög takmörkuð. En nú er þessu ekki svo varið, segir í fréttum frá hinum „vfsu“ f USA. og Frakklandi. Nú þarf síði kjóllinn ails ekki að vera mjög stórkostlegur og ,,fín“ samkvæmi em alls ekki Iengur nauðsynleg — án þeirra er hægt að gatslíta kjóln- um. Sem dæmi um hina síðu kvöld- kjóla sumarsins má nefna: Kjóll úr þunnu, léttu efni, t. d. næloni eða öðm gerfiefni. Köflótt bómuil- arpils og falleg blússa (að vísu ekki kjóll). Kjólar eins og þeir sem Scarlett O’Hara klæddist í kvikmyndinni „Á hverfanda hveli". Sekkur úr krepefni með mjóum hlýfum yfir axlirnar. Það má af þessu sjá, að marg- úegir mega kjólamir vera — sérhver hlýtur að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Þessir kjólar eru þegar komnir ofarlega á metsölulistana og eink- um em Bandaríkjakonurnar hrifn- ar. Þær láta ekkert tækifæri eftir klukkan 17 ónotað til að klæðast síðum kjól, jafnvel þótt herrarnir séu ekki í dökkum fötum. Þessir síðu kjólar eru kvenlegir og rómantískir, þær bandarísku féllu fyrir þeim, en nú er eftir að vita hvort þær f Evrópu — og við — gera það. Við vitum vel að Evrópukonur taka ekki öllum nýj- ungum Bandaríkjakvenna jafn vel, t. d. hafa Bermudabuxurnar aldrei náð fótfestu hjá þeim. En við skulum vona að okkur geðjist að þessu, því að það er reglulega spennandi að breyta til og fá sér síðan kjól — og margar ungu stúlkurnar, sem voru börn þegar sfðu kjólarnir lögðust f dvala verða áreiðanlega spenntar að prófa þá — og húrra fyrir þeim, sem ríða á vaðið og mæta í sfðum kjól. VISIR . Laugardagur 22. júní 1963 Nú mátar hver sem betur get- ur í tízkuhúsum Parísar — og reyndar um alian heim — þvf að sumarleyfin standa fyrir dyr- um og þá þarf að hressa upp á fatabirgðirnar. Fátt er eins skemmtilegt og að pakka niður nýjum fötum — jú, eitt er skemmtiiegra .nefnilega að taka þau upp og klæðast þeim ein- hvers staðar víðsfjarri hinu venjulega hversdagslega um- hverfi. Þeir í París segja, að það sé ótrúlega mikill áhugi fyrir síðu pilsunum og kjóiunum, sem hanga á slám tízkuhúsanna, og það ber ekki á öðru en að stúlk- umar hér á myndunum séu í hæsta máta ánægðar með það, sem þær eru að máta. viHHmnnHm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.