Vísir - 24.06.1963, Page 8
8
V í S I R . Mánudagur 24. júní 1963
VtSIR
Utgefandi: BlaSaútgáfan VlSIR.
R'tstjðri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjðri: Þorsteinn ó. Thorarensen.
Ritstjömarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og ’^greiðsla Ingðlfsstræti 3.
Askriftargjald er 65 krónur á mánuði.
I lausasölu 4 kr. eint. — Siml 11660 (5 llnur)
Prentsmiðja Visis. — Edda h.f.
Ný stefna
Kjarasamningarnir, sem gerðir voru við verka-
Iýðsfélögin norðanlands eru eitt merkasta sporið í
vinnumálum, sem stigið hefir verið. f fyrsta lagi vegna
þess, að þá samþykktu báðir deiluaðilar að láta fara
fram hlutlæga rannsókn á greiðslugetu atvinnuveg-
anna. 1 öðru lagi vegna þess, að skynsemin var látin
ráða við samningsgerðina en ekki pólitísk skemmdar-
starfsemi. Önnur félög launþega hafa siðan gert kjara-
samninga á sama grundvelli og norðlenzku verkalýðs-
félögin og þannig hefur verið komið í veg fyrir víð-
tækar vinnudeilur.
Það er gleðiefni öllum sanngjömum mönnum, að
vinnufriðurinn hefir þannig verið tryggður og kjara-
bætur fengnar fram sem öruggt er að reynast ekki
einungis pappfrskjarabætur, sem svo oft áður. En þó
em ekki allir ánægðir. Samningamir em harmsefni
forseta ASÍ, sem hafði í hótunum við þjóð sfna dag-
inn eftir kosningar. Og þeir era líka harmsefni for-
ystu Framsóknarflokksins. Sú forysta ól þá von í
brjósti, að launadeilur yrðu til þess að fella ríkisstjóm-
ina fljótt eftir kosningar. f gær kemur Tíminn upp
um þessi vonbrigði og segir, að „óréttsýn og óbilgjöm
ríkisstjóm“ hafi hvað eftir annað teflt vinnufriðnum
í tvfsýnu. Það séu samvinnufélögin, sem hafi annazt
björgunarstarfið og tryggt vinnufriðinn.
Ekki er hægt að hafa öllu rækilegar endaskipti
á sannleikanum en hér er gert. Ríkisstjórnin hefir
einmltt lagt á það megináherzlu að kjarabætur yrðu
launþegum raunhæfar og að þær næðust á sem frið-
samlegastan hátt. Og það era ævintýramenn fram-
sóknar, sem hafa blásið til upphlaups og vandræða
á vinnumarkaðnum. Sú saga er öllum kunn.
En þótt nauðsynlegt sé að leiðrétta slíkar rang-
færslur er ástæðulaust að einblína á liðna atburði.
Hitt er mikilvægara, að ný stefna hefir verið mörkuð
i kjaramálum. Stefna, sem mikil fyrirheit felast í.
Vinnudeilur hafa verið hér erfiðari og óbilgjamari en
með flestum öðram þjóðum. Engum hefir verið það
til hags, allra sízt launþegum. Það er því kominn tími
til að snúa við á þeirri braut.
Valhöll
Hér I blaðinu er skýrt frá því í dag f máli og mynd-
um, hverjar breytingar hafa orðið á móttöku gesta
á Þingvöllum. Gistihúsið þar var veglegt á sínum tíma,
en það fullnægði ekki lengur kröfum tímans. Þing-
velli heimsækja þúsundir manna, innlendir og erlend-
ir, á hverju sumri. Þar þarf veitingasala að vera með
menningarbrag og öll aðstaða á þann hátt, sem sæm-
ir hinum fornfræga sögustað.
De Gaulle
gefíð eins ákveðið í skyn og I
ræðum á þessu ferðalagi um
fjóra landshluta (departments) í
Mið- og Vestur-Frakklandi, að
nú dragi að leikslokum Á stund
um fannst mönnum sem De
Gaulle minnti á hinn „deyjandi
svan“ í þessum ræðum sínum,
— væri með öðrum orðum byrj-
aður á kveðjusöngnum.
1 einni ræðunni kvað hann
svo að orði, að þetta væri lík-
lega í seinasta sinn, sem hann
gæti heilsað upp á almenning,
en alls staðar varð honum all-
tíðrætt um aldur sinn, en hann
er nú 72 ára, og hann talaði um
vaxandi fjölda ungra manna,
sem fengju það hlutverk að
halda áfram starfinu við styrka
forustu. Hann talaði hvað eftir
annað um tímann, sem kæmi,
þegar hann væri allur og geng-
inn, þörfina á traustum þjóð-
arstofnunum, og traustri forustu
— og þjóðareiningu
Og hann lýsti hinu hörmu-
Iega ástandi, sem var í
landinu, þegar hann tók
við, — þegar hver hönd-
in var upp á móti annarri, fjár-
hagur og efnahagslíf í öngþveiti,
og allt í hönk á vettvangi stjórn
málalífsins og stjórnarskipti
vikulegir viðburðir, að ekki sé
meira sagt
tni3 J3l9 (119 efíftt íwimC‘70 ‘1.
<-ismi án De Caulle'
Fyrir um það bil viku lauk
De GauIIe Frakklandsforseti enn
einni ferðinni um borgir og
byggðir landsins, en hann hefur
farið hverja slíka ferðina af
annarri, einkum seinustu tvö ár-
in, til þess að kynna skoðanir
sínar og treysta fylgi sitt, og
ekkert skeytt um neinar hætt-
ur, en margoft hafa honum ver-
ið brugguð banaráð, og stund-
um að því er virðist ekki mun-
að nema hársbreidd, að banatil-
ræði heppnuðust.
En tilgangurinn með ferðalög-
um De Gaulle um landið er
ekki einvörðungu að kynna skoð
anir sínar og afla þeim fylgis,
en þær eru i seinni tfð að fá á
sig, ef svo mætti segja, annan
blæ, því að hann leggur
æ meiri áherzlu á að búa svo
í haginn, að því verki, sem
hann hefur unnið svo kapp-
samlega að, verði haldið áfram
eftir hans dag. Hann vinnur
þannig markvisst að því, að
Gaulle-isminn iíði ekki undir
lok, er hans nýtur ekki leng-
ur við, — en hann veit — og
fer ekki dult með það, að óð-
um líður að lokum valdatlma
hans sjálfs.
Fréttaritarinn H. Giniger
komst svo að orði, er De Gaulle
nýlega var heim kominn úr
fimm daga ferðalagi um landið:
De Gaulle forseti er nú kom-
inn aftur til Parísar, eftir að
hafa ferðazt undangengna fimm
daga um landið, til þess að und-
irbúa þjóðina undir að taka við
eftirmanni hans.
Aldrei fyrr hefur forsetinn
Á þessu ferðalagi var De
Gaulle að fá þjóðina, segir Gin-
iger, til þess að , .aðhyllast
Gaulle-isma án De Gaulle", þ.
e. að hún sameinaðist til stuðn-
ings við stefnu hans áfram, er
hann héldi ekki lengur um
stjórnvölinn.
Forsetakjör á að fara fram
1965, en forsetinn gaf í skyn,
að hann mundi ekki bjóða sig
fram, heldur skipa eftirmann.
Allar ræðurnar á ferðalaginu
voru tilmæli um að fallast á
þann eftirmann, sem hann skip-
aði, þvf að það væri eina leiðin
til þess að Gaulle-isminn yrði
áfram við lýði í Frakklandi, og
hann lýsti yfir hvað eftir ann-
að, að hann treysti því að það
væri þetta, sem þjóðin vildi.
Upplýsingabæklingur um Island
mR
Islendingavinafélagið í Ham-
borg undir formennsku Oswalds
Dreyer Eimbcke ræðismanns,
byrjaði nýlega- að gefa út fjöl-
ritaðar upplýsingar um ísland
i samvinnu við Germaniu á ís-
landi.
Er þarna að finna sitt af
hverju fréttnæmt frá íslandi,
meðal annars ýmislegt úr þjóð-
arbúskapnum. Þá eru birtar
fréttir þýzkra dagblaða um ís-
lendinga og íslenzk málefni.
Meðal þess, sem er í fyrsta
upplýsingabréfinu, er stutt grein
um 17. júní, þjóðhátíðardaginn,
um ýmsa menningarlega starf-
semi í Reykjavík að undanförnu,
um kosningarnar til Alþingis,
fiskirannsóknir íslenzkra sér-
fræðinga o. fl.
Þetta er góð hugmynd og lofs-
vert framtak, sem óhætt er að
þakka.