Vísir - 25.06.1963, Page 13

Vísir - 25.06.1963, Page 13
V í S IR . Þriðjudagur 25. iúní 1983. toBiHiwrah rma.miEwja;.*_. ‘ .‘Jt&mm 13 SUMARBÚSTAÐUR TÍL LEIGU Sumarbústaður í Bústaðahverfi 2 herbergi, eldhús og kjallari, með olíukyndingu er til leigu gegn húshjálp. Tilboð merkt „Bústaðahverfi" sendist blaðinu. I SKRÚÐGARÐAÚÐUN Skrúðgarðaúðun, tekið á móti pöntunum í sfma 20884 Ágúst Eiríksson garðyrkjumaður. PLÖNTUR TIL SÖLU Til sölu góðar plöntur af Birki Greni og Lerki og baunatré. Finnur Árnason garðyrkjumaður Laufásveg 52 Sími 20078. AFGREIÐSLUSTÚLKUR Röskar og ábyggilegar afgreiðslustúlkur helzt vanar óskast nú þegar í kjörbúð. — Heimakjör, Sólheimum 33, sími 37750. BÍL - VARAHLUTIR Varahlutir í Ford ’46 dekk 550x18, drif, mótor, gírkassi, mælar, reiðar og fleira til sölu. Ennfremur drif úr Bradford ’46 ásamt fleiru. Höfða- borg 41 sími 13976. SUMARBÚSTAÐUR TIL SÖLU Sumarbústaður á Stokkseyri til sölu. Sími 16095 og Syðri-Seli Stokks- eyri. SUMARDVÖL BARNA Getum bætt við nokkrum börnum til sumardvalar nú þegar, að Hvammi í Landssveit, Rangárvallasýslu, sími Meiritunga. Drangeyjarferð NEMI - PÍPULAGNIR 17— 20 ára piltur, búsettur í Kópavogi óskast til náms í pípulögnum. Tilbcð er greini nafn, aldur og menntun, leggist inn á afgreiðslu blaðs- ins merkt „Pípulagnir”. BIFVÉLAVIRKJAR Til sölu mikið af alls kyns verkfærum ásamt 2 verkfæraskápum. Uppl. að Laugarnesveg 38 kj. eftir kl. 7. GRAMMOFÓNN - TIL SÖLU Steró-radiogrammofónn (Grundig) til sölu. Uppl. að Dunhaga 19 kl. 7—9 e.h. í kvöld. BARNALEIKTÆKI Smíðum ýmis konar barnaleiktæki, sölt, rennibrautir o. fl. Einnig snúru- staura, ýmsar gerðir. Athugið úrval sýnishorna. — Málmiðjan, Barða- vogi 31, sími 20599. Opið til kl. 7 e. h. alla virka daga. Hreinsum apaskinn, rússkinn og aðrar skinnvörur EFNALAUGIN björg Sólvollagötu 74. Simi 13237 Bormahlið 6. Sími 23337 Frh. af bls 9: ert illt í hug, og það var ekki fyrr en einn bátsverja hrópaði: „Sjáið þið flekaveiðarnar!" að upp fyrir mér rann ljós, ný öm- urleg staðreynd, sem ég hafði skoðað sem óraunverulega sögu- lega heimild aftan úr miðalda- grárri forneskju, en væri löngu úr sögunni, gleymt og grafið og það væri gjörsamlega útilokað og óhugsandi að fyrirbæri sem þetta þekktist í nútíma þjóðfé- lagi. Ég hafði lesið um fleka- veiðar við Drangey í Lærdóms- listafélagsritunum á seinni hluta 18. aldar og þá voru þær í raun- inni sjálfsagðar. Ríkti hungur í landinu og önnur vopn eða aðr- ar veiðiaðferðir voru ekki til- tækilegar. Drangey var í þá daga forðabúr Skagfirðinga og fuglinn og eggin úr hennikomust á nær hvert einasta býli í hérað- inu. Það hefur vafalaust bjarg- að lífi fjölda fólks fyrr og síð- ar. Viðhorfin í dag eru önnur. Hver sem nennir að rétta út hendina hefur gnægð matfanga og miðalda veiðiaðferðir og dýra pyndingar eru ekki lengur rétt- lætanlegar. Ómannúðlegar pyndingar. Þarna sáum við fuglinn berj- ast um á flekanum, vitstola af hræðslu og þrá eftir frelsi, þar til allur máttur var þrotinn þá kúrði hann sig niður og hreyfði sig ekki þótt báturinn kæmi al- veg upp að flekanum. Flekaveiðar eru mér vitanlega hvergi stundaðar nema við Drangey. í aðaldráttum eru þær þannig, að þrem flekum er fest saman, hver þeirra um metri á lengd og hálfur metri á breidd. Þeir eru tengdir saman með þunnum fjölum. Boruð eru göt á flekana og í gegnum þessi göt er þrætt snæri. Þegar fuglinn sezt á flekana og gengur eftir þeim dregst snærið til og snar- ast að fótum hans, þannig að hann situr fastur áður en var- ir. Áður var það venja að skilja einn fugl eftir hverju sinni og var honum ætlað það hlutverk að lokka aðra fugla til sín á flekann. Þessi fugl var kallað- ur bandingi. Nú mun lögum sam kvæmt vera bannað að hafa bandingja á flekunum og við skulum vona að því lagaákvæði sé hlýtt. Hins vegar sé ég ekki að það skipti nokkru megin- máli, hvort þessi eini fugl er látinn kveljast lengur eða skem- ur á flekanum á meðan fleka- veiðar eru yfirleitt leyfðar. Að- ferðin öll er í einu orði sagt hroðaleg. Verst af öllu er þó þegar hvassviðri kemur á. Þá er ekkj unnt að vitja um flek- ana, jafnvel ekki dægrum eða dögum saman, fuglarnir drukkna, þeir svelta, stundum slitna fæturnir af þeim eftir jl l?!JÍ Sápa fyrir þurra húð Sápa fyrir feita húð Sápa fyrir normal húð Nærir og hreinsar húðina. SNYRTIVORUBUÐIN Laugavegi 76 . Sfmi 11275 snörurnar eða þá að gráðug veiðibjalla ræðst á vamarlaus- an fuglinn og rífur hann á hol. Þótt veður sé sæmilegt eru oft harðir straumar, ýmist svokall- að austur- eða vesturfall, við Drangey og þeir draga fleka- niðurstöðurnar oft og einatt á haf, þannig að fuglinn drukknar. Uppfinning Hólamanna Sagt er að það hafi verið Hólasveinar, sem fundu upp flekaveiðina. Sáu þeir tré eitt á reki við Drangey og var þétt- setið svartfugli. Kom þeim þá til hugar að unnt myndi að finna upp einhverja þá aðferð, sem fengi fest fuglinn við tréð. Flekaveiðar byrjuðu oftast 4 —5 vikur af sumri og stóðu a. m. k. fram í 12. viku sumars, stundum lengur, jafnvel fram- undir slátt. Lengst af var bæði fugl, og egg, sem aflaðist við Drangey, eign Hólastóls. Miklu meiri var eftirtekjan talin af flekaveiðunum heldur en við bjargsigið. Óþriflegar kveðjur. Litlar heimildir eru um magn fugla- og eggjatöku við Drangey fyrr en á síðustu áratugum. Þor- valdur Thoroddsen getur þess að árið 1893 hafi nær 162 þús- und fuglar veiðzt við Drangey en tveim árum síðar aðeins 47 þúsund. Hver eftirtekjan hefur orðið hin síðustu ár er mér ekki kunnugt um, en vafalaust mjög miklu minni en áður. Bæði er það að flekaveiðar eru ekki stundaðar af sama kappi og áð- ur, enda færri um það, svo líka hitt að fýl hefur fjölgað ört í Drangey síðustu áratugina og það hefur fælt svartfuglinn I burt. Samlífi svartfugls og fýls hefur aldrei verið gott. Svart- fuglinn er einn þrifalegasti fugl sem um getur, en fýllinn hins vegar sá sóðalegasti. Einkum kvarta sigmennirnir undan fýln um þegar hann gubbar lýsinu upp úr sér framan í mennina. Þykja það óþrifalegar kveðjur. Bílakjör Nýir bílar, Commer Cope St. BIFREIÐALEIGAN, Bergþórugötu 12. Slmar 13660, 34475 og 36598. LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR SUMARFERÐ VARÐAR SUNNUDAGINN 30. JÚNÍ 1963 Ekið verður að botni Kollaf jarðar, að Laxá í Kjós og staðnæmst í Hvalfjarðarbotni. Síðan verður ekið hjá Ferstiklu um Dragháls að sunnan og að Grund í Skorradal. Frá Grund er svo ekið yfir Skorradalsháls, neð- anverðan fyrir mynni Flókadals og að Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal, þaðan upp Hálsasveit og að Húsa- felli, þar verður staðnæmst, snæddur miðdegisverður og staðurinn skoðaður. Þá verður ekið áfram að Kal- manstungu hjá Gilsbakka, um Hvítársíðu og upp Lundareykjadal og Uxahryggi um Þingvelli til Reykja- víkur. KUNNUR LEIÐSÖGUMAÐUR VERÐUR MEÐ í FÖRINNI. Farseðlar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu (uppi) og kosta kl. 250,00 (innifalið í verðinu er miðdegisverður og kvöldverður). - Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishúsinu kl. 8 árdegis, stundvíslega. STJÓRN VARÐAR. ra mMiL œ

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.