Vísir - 26.06.1963, Blaðsíða 7
VÍSIR . Miðvikudagur 26. júní 1963.
7
Indriði Waage
IN MEMORIAM
'C'g hafði mikið heyrt talað um
Indriða Waage, meðan ég
átti heima norðanlands, sem
einn hinn hæfileikamesta af
yngri leikurunum í Reykjavík
um og eftir 1920. Fyrst sá ég
hann 1926 um borð i Botniu,
er ég var á förum til útlanda.
Lítið varð þó úr kynningu þá.
En mér fannst það liggja ein-
hvern veginn í loftinu, að við
ættum eftir að vinna saman i
leiklistinni hér í höfuðstaðnum.
Hvað og varð.
Mín fyrstu verulegu kynni af
I. W. voru í Villiönd Ibsens sem
ég sviðsetti með L. R. 1927 á 100
ára afmæii skáldsins. Lék hann
þar aðalhlutverkið. Duldist mér
þá ekki að hér var maður á ferð-
inni, sem mundi verða einn af
máttarstólpum þessarar listar á
íslandi.
Undarleg rangsnúin atvik hög-
uðu þvi þó svo, að engin nánari
kynni tókust með okkur, fyrr en
mörgum árum síðar.
I. W. var þá þegar orðinn einn
af aðalleikurum Leikfél. Rvíkur,
og aðalleikstjóri. Þeim sessi hélt
hann, þar til leikararnir fluttust
í nýja umhverfið við Hverfis-
götu. Hann var hvað eftir annað
formaður leikfélagsins, og aðal-
ráðunautur um leikritaval.
Samvinna hófst með okkur ár-
ið 1929, er ég var alfluttur heim
til starfs hér. Sú samvinna átti
eftir að standa í meir en 30 ár.
Margs er að minnast frá þessum
árum. Aðalaflið f starfinu fyrstu
20 árin, var hinn næstum ótrú-
legi idealismi og fórnarlund, sem
gekk eins og rauður þráður gegn
um allt starf leikaranna, sem
vart mun eiga sinn líka, og gekk
Indriði þar jafnan á undan með
góðu eftirdæmi. Vitanlega bar
oft ýmislegt á milli, en þó missti
þetta fólk aldrei sjónar á aðalat-
riðinu — málefninu sjálfu, leik-
listinni ungu á íslandi, sem barð-
ist — ef svo mætti segja —
heilagri baráttu fyrir lífi sínu og
þroska, við nokkurt tómlæti leik-
húsgesta, slæm vinnuskilyrði, o.
a. örðugleika svo mark var að.
Eigi ósjaldan heyrði ég Indriða
telja kjark og bjartsýni í félaga
sína. Hann var líka einn sá sem
auðveldast var að tala við um
vandamálin. Hann ræddi þau af
skilningi og viti, hver svo sem
skoðanamunurinn kunni að vera.
Baráttan var hörð á þessum
árum í Iðnó, vinnan mikil og
heimtufrek. En Indriði átti þess
kost að lokum að geta glaðzt yfir
góðum árangri, þegar hann, og
flestir af eldri Ieikurunum úr
Iðnó fluttust til starfs í Þjóð-
leikhúsinu 1950. Þvi nefni ég
þetta, að þessi látni listamaður,
átti að ýmsu leyti drýgstan þátt
i, að svo vel stóðu sakir með
þroska og hæfni þessa leik-
flokks, sem lagði leiksvið Þjóð-
leikhússins undir sig árið 1950
og hefir haldið þar velli síðan
með sóma.
Um leikgáfu og leikgetu Ind-
riða Waage, þarf ekki að fjölyrða
hér. Það þekktu vist allir, bæði
leikarar og leikhúsgestir. Hitt
vita ef til vill færri, hve mikið
það kostaði þennan mann, að af-
reka öllu því sem hann kom í
Indriði Waage.
verk í Iðnó, ásamt öðru og fullu
dagsverki til daglegra þarfa.
Hann var víst aldrei vel heilsu-
hraustur, og mörg síðustu árin
gekk hann sjaldan heill til skóg-
ar. Þá kom það oft fyrir, að ég
undraöist þann innri þrótt, sem
skyldurækni lians og listelska
voru undirstaðan að.
Mér veittist nokkuð oft sú á-
nægja, að vinna undir stjórn
Indriða Waage. Stundum í stór-
um og vandleiknum hlutverkum.
Ég halla ekki á neinn, þó ég segi,
að betri leikstjóra íslenzkan hefi
ég ennþá ekki haft. Engan eins
nákvæman og skilningsgóðan á
því sem höfundurinn meinar með
verkinu. Hann leiðbeindi með
hlýju og innileik. Skipunum,
valdi né framítökum beitti hann
held ég aldrei. Það var þægilegt
að vinna með honum. Maður fékk
að vinna við hlutverkið öruggur
og ótruflaður meðan það var að
mótast. Þá fór hann að segja til
með hinni mestu varfærni. Segja
hvað honum fyndist, og hvort
skilningur okkar færi ekki saman.
Venjulega hafði hann rétt fyrir
sér, og samtal við hann um Ieik-
persónuna bar jafnar. mjög góðan
og raunsæjan árangur. Ráðlegg-
ingar hans voru ætíð skýrar, rök-
fastar og stundum blátt áfram
innblásnar. Mér fannst oft, að
einmitt svona ættu góðir leik-
stjórar að vera.
Á þessari stundu, minnist ég
margra ógleymanlegra stunda
undir leikstjórn þess fjölgáfaða
og nákvæma listamanns.
Indriði Waage var fjölfróður
maður, enda víðlesinn. Eins og
leikurum, og þá einkum leikstjór-
um er nauðsynlegt, fylgdist hann
jafnan mjög vel með því, sem
gerðist í leikhúsum víða um
heim. Það kom ekki oft fyrir, að
hann ekki kannaðist við ný leik-
rit sem hann var spurður um.
Hafði oft jafnvel keypt þau og
lesið og tekið sína afstöðu gagn-
vart þeim.
Dómur hans um leikritagerð
og leiklist var jafnan glöggur.
skýr og öfgalaus. Hann talaði
sjaldan um leik meðleikenda
sinna, og ef hann gerði það, þá
með varfærni og skilningi. Hann
var sjálfur mikill leikari og leik-
stjóri, hlaut því, og átti að krefj-
ast mikils af öðrum. Við byrjend-
ur var hann hinn Ijúfasti félagi
og hjálparhella. Undraðist ég oft
þolinmæði hans, þegar mér fannst
nýliðinn lítið hafa til brunns að
bera. „Hvernig nennirðu þessu,
sérðu ekki að þetta er vonlaust?"
varð mér einu sinni á að segja.
Hann svaraði: „Gull er stund-
um falið djúpt í jörðu, Haraldur
Bjömsson."
Marga af okkar beztu leikurum
hefir Indriði Waage þroskað,
kennt, æft, alið upp, í listrænum
skilningi sagt. Einmitt með þess-
ari aðferð. Mér er kunnugt um,
að margir þeirra standa f mikilli
þakklætisskuld við hann. Það var
andlega frjóvgandi, að hafa sálu-
félag við I. W. og vinna með
honum, á meðan hann var upp á
sitt bezta, og heilsan í lagi.
Samverkamenn hans í leiklist-
inni munu heiðra minningu hans
um ókomin ár.
Indriði Waage var fæddur i.
des. árið 1902. Sonur Jens B.
Waage bankastjóra og Eufemiu
Indriðadóttur. Þau voru bæði
mikilhæfir leikarar, og atkvæða-
mikil í Leikfél. Reykjavíkur, nieð-
an heilsan entist. ».
Indriði var elztur af 8 systkin-
um. öll voru þau látin löngu á
undan honum. Mikill harmur var
honum kveðinn, þessum tilfinn-
ingaríka manni, að sjá á bak öll-
um þessum ástvinum sínum á
unga aldri. Standa svo siðan
einn eftir af 10 manna fjölskyldu,
ekki eldri en hann var.
Á heimili foreldra hans ríkti
jafnan góður andi mikillar mennt
unar og siðfágunar. Skipaði leik-
listin þar jafnan öndvegi. Sást
það á mörgu að í slíku andrúms-
lofti hlaut þessi maður að hafa
alizt upp.
I. W. var kvæntur Elísabetu
Egilson. Móðir hennar var Guð-
rún Thorsteinsson frá Bíldudal,
systir Muggs málara. Hún var
gift Gunnari Egilson sem gegndi
um langt skeið trúnaðarstörfum
fyrir ísland í Suður-Evrópu.
Elísabetu og Indriða varð
tveggja barna auðið. Kristín.
sem varð stúdent á s. 1. vori, og
Hðkon sem er yngri og enn við
nám.
Heimili þeirra og heimilislíf
Athyglisvert
var hið bezta. Hefir kona Indriða
verið mikil stoð í veikindum
hans síðustu árin, enda hin ágæt-
asta kona.
I. W. var frá því á unga aldri
starfsmaður við íslandsbanka og
síðan við Útvegsbankann, þar til
Þjóðleikhúsið tók til starfa árið
1950. Var hann þá ráðinn þang-
að sem fastur leikari og leik-
stjóri. Við opnun þeirrar stofn-
unar var hann sæmdur riddara-
krossi hinnar íslenzku Fálka-
orðu. Áður hafði hann hlotið
danska riddarakrossinn í tilefni
af 200 ára afmæli Konunglega
leikhússins í Kaupmannahöfn.
en þangað var honum boðið við
það tækifæri.
I. W. átti sæti í leikritavals-
nefnd Þjóðleikhússins. Gegndi
hann því starfi á meðan hann
hafði heilsu til.
Við vígslu Þjóðleikhússins
stjórnaði hann æfingum á Nýjárs-
nóttinni, sem var fyrsta leikritið
sem sýnt var á því nýja leik-
sviði. Lék hann sjálfur Álfakon-
unginn.
Mörg leikrit setti Indriði
Waage á svið í Þjóðleikhúsinu.
Eftirminnilegast mun líklega hin
frábæra túlkun hans á Sölumaður
deyr, og sviðsetning öll.
Rekkjan, — Dóri — Tondeleyo
— Topaz — Edward sonur minn
— Harvey — svo aðeins nokkur
séu nefnd, — munu mörgum
minnisstæð, í listrænni og ger-
hugsaðri uppsetningu hans.
Þjóðleikhúsinu var mikill feng-
ur að því að fá þennan þaulæfða
og gáfaða leikstjóra, leikara og
menntaða leikhúsmann í þjónustu
sína, enda sýna þau erfiðu verk-
efni sem honum voru falin þar.
að honum hefir verið treyst öðr-
um betur. En hann átti við ýmsa
vanheilsu að stríða um langt
skeið, og kraftarnir þurru smát!
og smátt þar til yfir lauk.
Leiklistin á íslandi — iog m‘
síðast Þjóðleikhúsið, stendur í
mikilli þakkarskuld við Indrið:;
Waage.
Ég vil nota tækifærið — þót.
seint sé til að þakka honum fyr
ir leikhússins hönd. Fyrir hans
mikla og ágæta hlut í erfiðu op
þýðingarmiklu leikstarfi þessi I?
l'yrstu og erfiðu starfsflr ''essara;
stofnunar.
Hans mun lengi verða minnzt
í leikhúsinu, sem eins hins þýö-
ingarmesta aðila við sköpun
góðra leiksýninga, og frábær leik
ur hans sjálfs mun seint. gleym-
ast.
Við blessum öli minningu
þessa ágæta Iistamanns og góð;-
íélaga.
Haraldur Björnssc.n.
3» \
Norges Handel og Sjöfarts Tid
ende er eitt af virtustu blöðum
Noregs. Það gaf nýlega út auk?
blað, sein fjallaði að öllu leyí;
um fsland. Mats Wibe Lun'
jr., sem er Iesendum Vísis af
góðu kunnur fyrir myndir sín
ar og greinar í blaðinu á síðas'-
ári, ritar flestar greinarnar.
En einnig rita í blaðið forse:
íslands, hr. Ásgeir Ásgeirssor,
:em flytur kveðjur, Johan Cap’
elen, ambassador Norðmanna
fslandi, Haraldur Guðmundsson
ambassador íslands í Noregi. Jó
sér stað. Sagt
hannes Nordal,
var að norski
bankastjóri, Da
víð Ólafsson, fiskimálastjóri o<?
Sveinn Tryggvason, fram
:væmdastjóri og Þorsteinn Jé
efsson, blaðamaður Vísis.
Blaðið er prýtt fjölda mynd
rá íslenzku atvinnulífi, opii
erum byggingum og af land
iu sjálfu.
Villa slæddist inn í blaðið
3 hefur Mats Wibe Lund beðií;
ím að leiðrétta hana um leið og
lann tekur fram að sér þyki á
kaflega leitt að hún skyldi eiga
húsameistarinn Mr-nus Poul-
son hefði • teiknr.5 1|?na nýju
kirkju i SkálhoU1, en ’-ann vat
rðeins ráðgefand; S í sem teikn
tði kirkjuna var HJrCar Bjarnr.
',on, húsameistari rikir.ins, og ð
tann allan heiður =kilinn af
erkinu.
Að öðru leyti er olaðið full:
;if fróðleik um fsland og fslend
nga, og hefur verið !e' o~' vi',
að gera blaðið sem allra bez,
úr garði. Nokkrir kollegar og
vinir eiga þakkir skildar fyri
hetta ágæta blað.
Morges Handel og Sjöfarts Tidende