Vísir - 26.06.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 26.06.1963, Blaðsíða 9
V1S IR . Miðvikudagur 26. iúní 1963, 9 Opinberar bygg- ingar í smíðum Húsameistari ríkisins, Hörð- ur Bjarnason, arkitekt, hefur gefið Vísi yfirlit yfir bygging- ar ,sem eru á vegum embættis hans og voru í smiðum, eða í undirbúningi á sl. ári. Eins og gefur að skilja er þarna eingöngu um opinberar byggingar að ræða og ber mest á skólamannvirkjum, sjúkrahús um, kirkjum og embættismanna bústöðum. SKÓLABYGGINGAR. Af skólamannvirkjum má fyrst og fremst nefna Kennara- skólann i Reykjavík. Hann hef- ur sem kunnugt er þegar verið tekinn í notkun, enda þótt hann sé hvergi nærri fullgerður enn- þá. Er ákveðið að fyrsta áfanga byggingarinnar verði að fullu lokið í haust. Húsmæðraskóli verður byggð ur að Laugarvatni og mikil við- bygging við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Heimavistarskólar og kennara íbúðir verða byggðar að Núpi, að Leirá, við Kolviðarneslaug og að Hallormsstað. Aðrir barna skóiar eru í byggingu í Bolung- arvík, á Bíldudal, að Litlu-Lau^ um, á Akranesi, á Seitjarhar- nesi, 1 Borgarnesi, Hafnarfirði, Silfurtúni og á Egilsstöðum. Fjórar skólastjóraíbúðir eru i smíðum, en þær eru á Hellu, í Grindavik, Þykkvabæ og á Hvammstanga. Kennarabústaðir eru byggðir að Lundi i Axar- firði, Grindavík og að Laugar- vatni. SJÚKRAHÚS og LÆKNISBÚSTAÐIR Mesta spítalabyggingin sem nú er unnið að ,er viðbygging Landspítalans í Reykjavík, en auk hennar er unnið að sjúkra- hússbyggingu í Vestmannaeyj- um og á Akranesi. Þá verður og unnið að meiri eða minni breyt- ingum á Heilsuhæli Norður- lands að Kristnesi og fæðingar- deild Landspítalans. Átta læknisbústaðir eru í byggingu eða byggingarundir- búningi. Þeir eru að Kristnesi, á Eskifirði, Laugarási, í Höfða- kaupstað, að Brúarlandi, í Vopnafirði, Seyðisfirði og dýra- læknisbústaður að Hvanneyri. Ennfremur má f þessum flokki telja starfsmannahús við Kópa- vogshælið og kyndistöð m.m. við Kleppsspítala. KIRKJÚR og PRESTSSETUR. Þrjár stórkirkjur hafa verið í smíðum undanfarið, en þeirra er senn lokið, Skálholts kirkju sem vígð verður eftir tæp an mánuð og nú er verið að leggja síðustu hönd á, og Kópa- Skálholtskirkja er með al þeirra byggínga sem verið hafa f smíðum á vegum húsameistara ríkisins að undanförnu og verður hún sem kunnugt er vfgð í ' næsta mánuði. vogskirkja, sem þegar hefur ver- ið tekin í notkun. Þriðja stór- kirkjan er Hallgrímskirkja í Reykjavík. Loks er svo kirkja í Fimm prestsseturshús hafa verið í smfðum. Þau eru á Skútustöðum, Borg á Mýrum, í Grindavík, Odda og Bólstaðar- hlíð. AÐRAR FRAMKVÆMDIR og ani9 S$I mannvirkjum, sem gerðar eru um þessar mundir má nefna lögreglustöð á Akureyri, ríkis- skrifstofur í Borgartúni 7, sýslu mannshús í Borgarnesi og á Eskifirði, sundlaug í Vestmanna eyjum og íþróttahús í Ólafsvíkf Þá eru og í undirbúningi upp draettir að handritasafni Og fl. á Ióð Háskóla íslands auk marg víslegra breytinga og innrétt- inga á opinberum byggingum, e’inkum f Reykjavík. Hinn 25. júní 1953 hóf Iðn- aðarbankinn starfsemi sína f húsi Nýjabíós við Lækjargötu, en þar var bankinn til húsa fyrstu 9 starfsárin eða þar til hann flutti í nýbyggt stórhýsi sitt, Lækjargötu 10B. Iðnaðarbanki ísiands h.f. var stofnaður 18. október 1952 sam- i kvæmt heimild í lögum nr. 113 j frá 29. desember 1931. Bankinn j var stofnaður fyrir forgöngu j Landssambands iðnaðarmanna: og Félags fsl. iðnrekenda. Iðn- aðarmenn höfðu þá um alllangt árabil barizt einarðlega fyrir stofnun banka fyrir iðnaðinn og síðar tekið höndum saman við iðnrekendur um lausn á málinu. Hlutafé bankans var upphaf- lega f bankalögunum ákveðið 6 y2 milljón króna. Þar af lögðu iðnaðarmenn og iðnrekendur 3 millj. kr. en ríkissjóður 3 millj. Síðar var boðið út með almennu útboði afgangur hlutafjárins, kr. 500 þúsund. Þátttaka í stofnun bankans var mjög almenn meðal iðnaðarmanna og iðnrekenda og voru stofnhluthafar um eitt þús und. Þegar á fyrsta starfsári var Bankastjórar og bankaráð Iðnaðarbankans, talið frá vinstri: Pétur Sæmundsen og Bragi Hannesson bankastjórar, Gunnar J. Friðriksson, form. F.Í.I., Vigfús Sigurösson, Magnús Ástmarsson, Sveinn Valfells, form. bankaráðs, Sveinn Guðmundsson, Einar Gíslason, Guðmundur Halidórsson, forseti landssamb. iðnaðarmanna, og Guðmundur Ólafs bankastjóri. keypt lóð við Lækjargötu fyrir framtíðarhúsnæði bankans, en ekki var hafizt handa um bygg- ingu bankahússins fyrr en árið 1959, og stafaði það bæði af drætti á nauðsynlegum fjárfest- ingarleyfum og því, að allt skipulag þessa svæðis miðbæj- arins var þá f deiglunni. Banka- húsið er 348 ferm. að flatarmáli, 3 hæðir og kjallari og mun geta hýst auknar þarfir bankans um alllangt árabil. ★ Á aðalfundi bankans 1962 var samþykkt að fenginni heimild Alþingis að auka hlutafé bank- ans upp í 10 millj. króna. Við útboð hlutafjáraukans kom í ljós svo mikil eftirspurn eftir hlutabréfum, að á síðasta aðal- fundi var enn samþykkt að auka hlutaféð um 4 millj., og verður sá hlutafjárauki boðinn út í næsta mánuði. Þegar bankinn var stofnaður var gert ráð fyrir því að Iðn- Iánasjóður yrði þar deiid með sérstakri stjórn, en sá sjóður var stofnaður með lögum frá 1935. Iðnlánasjóður, sem löngum hefur verið Iítils megnugur vegna fjár-korts, hefur nú verið efldur verulega, bæðl með er- Iendu lánsfé og á síðasta Al- þingi voru sett ný lög um sjóð- inn, þar sem honum var tryggð- ur fastur Ukjustofn auk nokk- urs framlags rikissjóðs. Iðnlána sjóður, sem samkvæmt nýju lög- unum lánar til verksmiðju- og iðnaðarhúsa, vélakaupa og end- urskipulagningar iðnaðarfyrir- tækja, hefur á yfirstandandi ári um 47 millj. kr. til lánveitinga Framh. á bls. 5 ■Kf'MMmi. rm,r-r mKKm—i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.