Vísir - 26.06.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 26.06.1963, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Miövikudagur 26. júní 1963. Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. 1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. „Að vera Islendingur" Skömmu fyrir kosningarnar birti Þjóðviljinn und- ir ofanskráðri fyrirsögn ræðu, sem ritstjórinn, IVjagn- ús Kjartansson, hafði þá nýlega haldið á einhverri kommúnistasamkomu. Mikill hluti ræðunnar var lúa- iegur útúrsnúningur á orðum menntamálaráðherra, á aldarafmæli þjóðminjasafnsins, um sjálfstæði þjóða og eflingu þess. Síðan reyndi ritstjórinn að sýna fram á að Iýðræðisflokkunum íslenzku væri ekki treystandi til „að tryggja sjálfstætt þjóðfélag á íslandi til fram- búðar“; það yrði aðeins gert með „íslenzkum sósíal- isma“ og auðvitað undir forustu kommúnista! Ritstjórinn kvaðst sannfærður um að hér væri fljótlega hægt að koma á sósíalistisku hagkerfi, „sem sé í samræmi við hinar sérstöku aðstæður okkar, stjórnkerfi, sem fullnægi hugmyndum okkar sjálfra um Iýðræði, mannhelgi, félagslegt réttlæti og frjálsa þróun lista, mennta og vísinda“. Og enn fremur sagði hann, að engin þjóð ætti að eiga eins auðvelt með það og Islendingar „að framkvæma sósíalisma á eðli- legan og sjálfsagðan hátt“, enda sé hugsjónin um ís- lenzkt sjálfstæði og hugsjónin um íslenzkan sósíal- isma svo samofnar, að hvorug muni fá staðizt án hinnar! En hvernig er nú með þennan íslenzka sósíalisma, sem ritstjórinn er að boða? Hafa íslenzkir kommún- istar sýnt það í verki á undanfömum árum, að þeir vildu koma hér á stjómkerfi, sem hægt væri að nefna því nafni? Þeirri spumingu verður að svara neitandi, enda er „íslenzkur sósíalismi“ slagorð, sem enga stoð á eða getur átt í veruleikanum, þar sem kommúnist- ar fá „Iínu“ sína og allar pólitískar lífsreglur austan frá Moskvu og bera það aldrei við, að hafa sjálfstæða skoðun á nokkru máli. Árið 1961 héldu kommúnistar þing mikið í Moskvu og stimpluðu þar flesta fyrri valdamenn Sov- étríkjanna glæpamenn og morðingja og kváðu þann dóm upp yfir Stalín dauðum, að hann hefði verið verst- ur þeirra allra. Þá var einum af starfsmönnum Þjóð- viljans, Bjama frá Hofteigi, nóg boðið. Hann ritaði blaðinu bréf, þar sem hann óskaði eftir „ærlegum við- brögðum“ og sagði m. a.: „Þau 15 ár, sem ég hef haft daglegt samneyti við þig, hefurðu ævinlega verið reiðubúinn að bregða skildi fyrir Sovétríkin á síðum þínum — fyrir pólitík þeirra og samfélagshætti. Þar hefurðu talið jarðneskt þjóðfélag hafa náð mestri fullkomnun, þar hefurðu talið réttlætið fastara í sessi en annars staðar á byggðu bóli, og prís þinn um Stalín marskálk er víðkunnur. Ég spyr enn og aftur: hvemig bregztu nú við?“ Viðbrögðin vom þau, að Þjóðviljinn tók við nýju línunni frá Moskvu þegjandi og hljóðalaust. Þannig er þeirra „íslenzki sósíalismi“ - það getur aldrei far- ið saman, að vera kommúnisti og góður íslendingur. OG ÉG SEGI — Macmillan flytur ræöu sér tll vamar i kjördæmi sinu f Bromley, Kent. EFTIRMAÐUR FYR- IRFANNST FNGINN Sú skoðun var almenn á Bretiandi eftir blöðum að dæma fyrir umræðuna um Profumo- málið f neðri málstofunni, að Mamcillan mundi verða að biðjast Iausnar innan tfðar, eða f sfðasta Iggi f ágijst^en^nú hafa blöðin orðið að viður- kenna, að líkurnar séii þær, að Macmillan muni halda stjómar- taumunum f hendi sér Iengur, að minnasta kosti fram á haust. Stjórnmálafréttaritarinn John Freeman telur líklegast eins og sakir standa, að Macmillan haldi velii þar til í október, en verði þá að víkja og þá senni- lega fyrir Maudling fjármála- ráðherra. Hvað sem um það er, þá er fróðlegt að athuga hvað sagt er um það, hvers vegna Mac- millan hélt velli, þrátt fyrir megna óánægju f flokknum. Freeman segir afstöðu Mac- millans skiljanlega: Hann sé strangheiðarlegur, stoltur og þrár, og hafi enga löngun til þess að hverfa af vettvangi með skugga Profumomálsins yfir sér, — hann hafi verið búinn að setja sér það mark, að ieiða Maudling. flokk sinn fram til sigurs í næstu kosningum, og segja þar næst af sér í bjarma sigursins (sem þó er mikið vafamál að ynnist), en raunverulega skýr- ingin sé þessi: Ef Macmillan hefði fallið við eða eftir umræðuna voru að- stæður þær, að enginn hefði getað tekið við nema Butler varaforsætisráðherra. En mikill fjöidi þingmanna — segir Free- man — vantreystir Butler það mikið, að fiokkseiningunni mundi stafa hætta af, ef hann yrði fyrir valinu, en verði yngri maður valinn, Maudling til dæmis, þarf tíma til að venja flokkinn og þjóðina við að líta á hann eða annan mann, sem tæki við merkinu úr hendi Macmillans — venja fiokkinn við nýjan og tiltölulega ó- reyndan leiðtoga. Hin raunverulega ástæða fyr- ir að Macmillan hefir áfram stjórnartaumana í sínum hönd- um enn um sinn sé því sú, að ekki hefir náðst neitt samkomu- lag um eftirmann hans. Og stjórnarandstaðan? Hún vill að sjálfsögðu heldur berjast við Macmillan og sem fyrst — heldur en nýjan mann seinna. ÁLIT RANDOLPHS CHURCHILLS. Hinn kunni stjórnmálamaður, Randolph Churchill, sonur Sir Winston, sem skrifar að stað- aldri I blöðin um stjórnmál, hefir frá upphafi haldið þvi fram, að Macmillan mundi halda velli — og hafði því aðra skoðun á málinu en allur þorri blaðamanna fyrir umræðuna. Randolph segir það vita til- gangslaust í brezkri pólitík að segja, að menn vilji losna við forsætisráðherrann, nema fyrir hendi sé maður til þess að taka við, sem líklegur sé til að fá fylgi mikils meiri hluta í fiokknum. Og hann segir, að íhaldsmenn geri sér nú yfirleitt grein fyrir, að heppilegur eftir- maður Macmilians fyrirfinnist ekki eins og sakir standa — og jafnvel ekki ákjósanlegt, að finna slíkan eftirmann þegar. DEILUM LINNIR EKKI. Deiiunum um meðferð Pro- fumomálsins linnir ekki. Stjórn- arandstaðan telur aðgerðir þær, sem Macmillan hefur fryirskip- að til frekari rannsóknar, alger- Iega ófullnægjandi. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Harold Wilson, sem hefir gert grein fyrir þessu á þingi, gerir frekari grein fyrir þeim í dag f bréfi til Macmillans. Wilson mun taka það skýrt fram, að flokkur hans telji al- gerlega ófullnægjandi rannsókn slíka sem þá, sem forsætisráð- herrann hefir falið Denning lá- varði — jafnvel þótt forsætis- ráðherrann fallist á að láta Denning lávarð fá aukin völd. — Stjórnarandstaðan vill sem kunnugt er þingskipaða rann- sóknarnefnd. Denning lávarður hefur skor- að á hvern þann meðal almenn- ings, sem telur sig hafa mikil- Butler. vægar upplýsingar 1 Profumo- málinu, að skrifa sér um það fyrir 8. júlí. YFIRHEYRSLUR í WASHINGTON. Það hefir vakið eigi litla at- hygli, að þrír bandarískir flug- menn, sem staðsettir voru í Bretlandi, voru sendir vestur yf- ir haf loftleiðis s.l. föstudag, — vegna þess að þeir voru kunn- ingjar sýningarstúlkunnar Christine Keeler. Fréttir frá Washington herma, að ekkert hafi komið í Ijós — enn sem komið er að minnsta kosti, — sem sýni að þau kynni varði á nokkurn hátt öryggismál. GJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.