Vísir - 29.06.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 29.06.1963, Blaðsíða 9
9 ' V í S I R . Laugardr^ ir 29. júní I9G3. ■.-.•'t'.'-jf,. v'i* : : f i. v. -. ■V «#«•• <f^&WSK»*SR* JMt. íT 'í'jR■'1V; H' ^SK>#'T M6*» »»’>** ■. í?*”;:. v ;>. ^f.’SSí^; f jí®-..í-íiBéU- : ' - ;". • • 0,!;.': v„:' t\:. ! . f , 'iiij Umbúðimar eru sérstaklcga snotrar og smekklegar. í Hafnarfirði hefur síðastliðið eitt ár verið starfrækt álareyk- hús á vegum sjávarafurðadeild- ar SÍS. Hér er um tilraunastarf- semi að ræða, og hefur hún gengið allvel, þó að ekki sé hægt að segja til um hvernig endanlega fer. Fréttamaður Vísis hafði fyrir skömmu tal af Gylfa Guðmunds syni hagfræðingi, forstöðu- manni stöðvarinnar, og innti hann eftir ýmsu í sambandi við starfsemi hennar, meðal annars í sambandi við veiðar og með- höndlun álanna. Álamir era veiddir í gildr- ur í Vestur- og Austur-Skafta- fellssýslum. Veiðin var allgóð í maf í ár, en datt aftur niður í júní, og töldu veiðimenn það vera sökum aukinnar birtu. Að því er Gylfi segir kemur það heim við þá reynslu, sem af álnum er erlendis. drukkna álarnir. Þegar á svo að fara að reykja álana, eru þeir drepnir í saltpækli og kældir yfir nóttina. Þá eru þeir þvegn- ir og svo settir í saltpækil aft- ur. Skolaðir, settir á teina og inn í reykklefa. Þar eru þeir um það bil 1 klst. og 20 mínútur. Sá hluti álanna, sem ekki nær vigt, er flakaður. Hinir eru pakk aðir og settir í frysti, þangað til þeir eru svo sendir út með skipúm. Aðallega til Hollands. ★ Álareykingarstöðin er ekki eingöngu bundin við það eitt að reykja ál, heldur framleið- ir hún margvfslegar aðrar vör- ur. Meðal annars reykir hún: lax, þorsk, ýsu, rauðmaga og silung, en aðeins fyrir innan- landsmarkað, enn sem komið er. Einnig hefur verið búinn til þar kavíar úr grásleppuhrogn- um og fluttur til Frakklands. Þetta fólk vinnur að því að pakka álnum, sem sendur er út. gerð að herramannsmat Álamir eru svo fluttir í þar til gerðum kössum frá veiði- stöðunum og til reykingastöðv- arinnar. Þeir eru fluttir lifandi. Kössunum er staflað hverjum ofan á annan, og mulinn ís látinn vera f þeim efsta. Þegar bráðnar, myndast nægur raki til þess að halda álunum lifandi meðan á flutningunum stendur. Þegar í stöðina kemur, eru þeir settir f sérstök ker með rennandi vatni. Það er einkenni- legt, segði Gylfi, að ef skrúfað er fyrir vatnið, þá hreinlega Þar kalla þeir hann perlur norð- ursins, og þykir hann mjög ljúf- fengur. Á-næstunni verður svo hafin framleiðsla á þorskhrogna kavíar, sem settur verður á túb- ur eins og gerist mikið í Sví- þjóð. Kavfarinn verður fáanleg- ur bæði reyktur og óreyktur. Einnig verður send á markað- inn, til reynslu, reykt sfld. í sambandi við reýkinguna sagði Gylfi, að hún væri fram- kvæmd með ekta viði og að eng in litun ætti sér stað. Enn sem komið er starfar stöðin aðeins f einu húsi, og vinna þar að jafnaði um tólf menn. Húsið er reisulegt og öll umgengni þar einstaklega snyrti leg, allt hreint og fágað. Stækk- unarmöguleikar eru og nógir þvf að stöðin á 3 þúsund fer- ,s> metra Ióð. Það hefur verið mik- ið rætt um, hversu illa fiskur- inn er nýttur hér á landi, og margvíslegar tilraunir hafa ver- ið gerðar f sambandi við ýmsa möguleika til að bæta úr þvf. Þetta hefur ekki alltaf gefizt vel, því að markaður er tregur Állinn er látinn vera f reykklafunum í um það bil I klst. og 20 mín. Melra þarf ekki þvf að reyk- urinn er svo þéttur og mikill. — Á myndinni sést þegar verið er að taka fullreyktan ál úr klefanum. hér heimafyrir og mikil sam- keppni á erlendum markaði. En það er öruggt, að það bíða mörg tækifæri ennþá, og möguleikar fyrir aukinni og fjölbreyttari marvælaframleiðslu eru miklir. Sfldarreykingar eru á byrjunar- stigi hjá okkur, sagði Gylfi að lokum, og það má segja, að þetta sé tilraun til þess að nýta hana á annan hátt en að fleygja henni í mjöl og lýsi. 5 skemmtiferða- skip hingað í júlí Allar líkur benda nú til, að skemmtiferðaskipum, er leggja leið sfna til íslands á sumrin, fari mjög fjölgandi. Fimm skip eru væntanleg hlngað f næsta mánuði með hátt á þriðja þús- und farþega. Vísir átti f morgun stutt við- tal við Geir H. Zoega, umboðs- mann Cunard-línunnar og Cook- ferðaskrifstofunnar, og spurði hann um þessar skipakomur. Er það fléttað inn í það, sem sagt er hér á eftir: Gripsholm kemur hingað 4. júlf á þjóðhátíðardegi Banda- ríkjanna. Þetta fagra sænska skip, sem hefur komið hingað nokkrum sinnum áður, kemur að vanda frá New York. Dag- inn eftir kemur Caronia, sem hingað kemur á sumri hverju. Hún hefur nýlega verið f skipa- smíðastöð til viðgerða og breyt- inga, og sá ég, sem þessar lín- ur rita, þess getið í brezku blaði nýlega, að eftir breytingarnar væri Caronia skrautlegasta og þægilegasta skemmtiferðaskip f förum f öllum heiminum. Þá kemur hingað grískt farþega- skip, Acropolis. Það kemur hing að frá Rotterdam 10. júlf og munu farþegar ýmissa þjóða menn, en flestir Frakkar og Þjóðverjar. Skip þetta fer héðan til Akureyrar og svo til Sval- barða (Spitzbergen), „gömlu leið þýzku skemmtiferðaskip- anna“, eins og Geir kallaði hana. Þá kemur hingað 24. júlf þýzka farþegaskipið Bremen, hið stærsta sem Þjóðverjar eiga, með 800 farþega. Sagði Geir, að eins margir farþegar færu í ferðir austur og framast væri unnt að greiða fyrir með mál- tíðir og annað og verður að skipta farþegunum til máltíðar og tedrykkju á þrjá staði. Farið verður til Geysis, Gullfoss, Laug arvatns og Þingvalla- og fleiri staða. Þá hefur blaðið fengið þær upplýsingar frá Ferðaskrifstofu ríkisins, að skemmtiferðaskipið Argentfna komi hingað 18. júlí.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.