Vísir - 29.06.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 29.06.1963, Blaðsíða 10
/c VlSIR . Laugardagur 29. júní 1963. Tímahrak rædd í og Bifröst nsna Dagana 10. til. 12. júní hélt Stjórnunarfélag Islands ráð- stefnu að Bifröst í Borgarfirði um viðfangsefnið: Störf og vandamál framkvæmdastjórans. Á ráðstefnunni voru rúmlega 50 þátttakendur frá ýmsum fyrir- tækjum m. a. á sviði iðnaðar, verr ' 'nar =:vo og frá opinberum stofnunum. Fyrir milligöngu British In- stitute of Management kom hingað á vegum Stjórnunarfé- lagsins erlendur fyrirlesari, Mr. Thomas S. Smith, ráðgefandi iðnaðarverkfræðingur. Á ráðstefnunni fjallaði Mr. Smith einkum um fjögur við- fangsefni: Um störf og stöðu framkvæmdastjórans. Samband framleiðslukostnaðar og fram- leiðslumagns með tilliti til fram- leiðni. Þjálfunarmái og afköst. Gildi og notkun áætlunarlínu- rita. Önnur erindi, sem flutt voru á ráðstefnunni, voru um „Bók- hald sem hjálpartæki við ákvarð anir framkvæmdastjórans" flutt af Svavari Pálssyni lögg. endur- sk. svo og „Stjórnun og sjúk- dómar" flutt af prófessor Tóm- asi Helgasyni. Á eftir erindaflutningi áttu sér stað fyrirspurnir og umræð ur. Auk þessa fluttu að kvöldi fyrsta dags stutt erindi um við fangsefni ráðstefnunnar út frá eigin reynslu, Guðmundur Ein- arsson, framkv.st. íslenzkir Aðal verktakar SF, Gunnar G. Ás- ~ ‘~y geirsson, forstj. Gunnar Ásgeirs son Hf., Helgi G. Þórðarson, forstjóri íshúsfélags ísfirðinga og Hjálmar Finnsson, framkv stjóri Áburðarverksmiðjan hf. Eins og á fyrri ráðstefnum og mótum Stjórnunarfélagsins störfuðu umræðuhópar þar sem þátttakendur skiptust á skoð- unum og miðluðu af reynslu sinni. Fram komu ýmsar mark- verðar hugmyndir, sem ræddar voru síðan á almennum fundi í lok ráðstefnunnar. Mun stjórn félagsins leitast við að hrinda í framkvæmd ýmsum þeim til- lögum er fram komu. Á ráðstefnunni var m. a. skýrt frá því, að á hausti komanda hyggst SFl gangast fyrir sýn- ingu ýmissa tæknilegra hjálp- artækja varðandi rekstur fyrir- tækja og skrifstofuhald í sam- vinnu við innflytjendur slíkra tækja hérlendis. Hóparnir störfuðu undir stjórn Eiríks Ásgeirssonar forstjóra Strætisvagna Reykjavíkur, Guð- mundur Einarsson framkv.stjóra íslenzkra Aðalverktaka SF, Steingríms Hermannssonar fram kv.stjóra Rannsóknaráðs ríkis- ins, Sveins Björnssonar fram- kv.stjóra Iðnaðarmálastofnunar íslands og Þorvaldar Þorsteins- sonar forstjóra Sölufélags Garð- yrkjumanna. Umræðuefni þau, er hóparnir fjölluðu um, voru: Umboð og ábyrgð: dreifistjórn, miðstjórn. Stundaskrá framkvæmdastjór- ans og eftirlit hans með gangi fyrirtækisins. Séraðstoðarlið framkvæmdastjórans; einkarit- ari, einkafulltrúi. Endurnýjun stjórnunarliðs og varamenn („Executive Development“). Fundarhöld framkvæmdastjóra með starfsmönnum og nefndar- störf innan fyrirtækisins; sam- starfsnefndir Tæknileg hjálpar- tæki; sími, hátalarakerfi, kall- merki, hljóðritun/hraðritun. Risna og félagslegar kvaðir framkvæmdastjóra gagnvart við skiptavinum og starfsfólki. Til kynningar viðfangsefni ráðstefnunnar var þátttakendum send fyrirfram bókin Hvordan aflastes chefen, eftir Dr. H. Luijk. Á ráðstefnunni var lagt fram til sýnis og lestrar nokk- uð af bókum, bæklingum og tímaritum um stjórnunarmál, sem fengnar voru að láni hjá bókasafni Iðnaðarmálastofnun íslands auk kvikmynda, er sýndar voru. Fundarstjórar á ráðstefnunni voru þeir Gunnlaugur Briem póst- og símamálastjóri, Jakob Guðjohnsen rafmagnsstjóri Raf- n-oTivei'a Reyk’avíkur, Ottar Möller forstjóri, Eimskipafélag íslands HF og Þorvarður J. Júlí- usson framkvæmdastj. Verzlun- arr^ri-. f~lrndc. í forföllum formanns Stjórn- unarfélagsins, Jakobs Gíslason- ar raforkumálastjóra, var for- seti ráðstefnunnar, varaformað- ur félagsins, Gunnar J. Friðriks- son forstjóri. Uppfröftur — Framhald -J bls 1. voru fvrir nokkru friðlýstar, en Húsafellcbræður óskuðu eftir því við Þióðminjavörð að þær yrðu kannaðar, bar eð ráðgert var að rækta landið þar sem rústirnar standa. Þorkell kvað það hafa verið mik- :ð verk að grafa rústirnar upp, bvl bær voru undir þykkum moldar- lögum. og hafði stekkur æ ofan í æ verið bvggður ofan á þeim, en bellugólf verið lagt í stekkinn. í rústunum sem þegar hafa ver- ið grafnar upp er stór skáli sem liggur út að anddyri. Að sama anddyri liggur einnig stofa og lítið bakhús með eldstæði, auk fleiri búsaleifa sem að því Iiggja. I bessu er aðal húsasamstæðan fólg- in. Nálægt anddyrinu og bak við bað er lítið baðhýsi eða baðstofa með grjóthlöðnum ofni. Ofninn var nokkuð hruninn að ofan, en annars voru byggingaratriði hans ereinileg í höfuðdráttum. Þetta er i alla staði hinn merkasti fundur enda einasti heili baðstofuofninn sem fundizt hefur hérlendis til þessa. Á bak við þenna miðaldabæ hafa fundizt leifar að enn eldri bæ sð því er virðist. Er allt útlit fyrir að sá bær hafi að nokkru verið grafinn sundur þegar þessi var asrrnur. Greinilega sést fyrir úti- húsum þ. á m. fyrir smiðju, sem stendur uppi á háum hól, en eng- ar líkur taldi Þorkell á að I þær : ústir yrði grafið. í bæjarrústunum hafa fundizt alls konar munir, þ. á m. kúlulaga hengilás, sem hefði verið einn merkasti gripurinn, svo og snældu- snúðar gerðir úr lituðu bergi I fjallinu fyrir ofan bæinn. Auk þess hefur fundizt ýmislegt smádót en í heild væri þar ekki um merkan fornleifafund að ræða og ekkert það fundizt, sem ekki var vitað um áðpr. Ómögulegt er þó að vita hvað kann að finnast við fram- haldsuppgröftinn f sumar í öllu falli má búast við að þá komi eitthvað til viðbótar í leitirnar. Þegar uppgreftrinum er lokið og búið er að gera nauðsynlegar at- hugsanir, er líklegt, sagði Þorkell, að grunnsteinarnir verði látnir standa, en að öðru leyti verið jafn- að yfir bæjarrústirnar. Þau tvö sumur sem unnið hefur verið að uppgreftri Reyðarfellsbæj ar hafa ýmist tveir eða þrír menn unnið að honum. Hvað margir vinna að honum í sumar er enn ekki ákveðið. 300 uaif Singnr — Fra.nt il l ■'iðu þess sjá þeir um hirðingu og •hreinsun ýmissa opinna svæða. Nú er flokkur í Örfirisey og f fyrra var tekið rækilega til við Selá og á Árbæjarblettunum. — Flokkar eru nú einnig uppi á Golfvelli og upp við Silunga- poll. Þá voru hópar drengja hafðir í umferðarkönnuninni, sem fram fór í júní, og leystu piltarnir það starf furðanlega vel af hendi. Síldarverðið óbreytt Verðlagsráð sjávarútvegsins hef ur ákveðið að greitt skuli sama verð og sl. sumar fyri rsíld til sölt unar og frystingar, eða kr. 220 fyir uppmælda tunnu og 298 kr. fyrir uppsaltaða tunnu. ítarlegar umræður hafa farið fram f áðinu sl. 3 daga um veð fersksíldar til söltunar, norðanlands og austan í sumar. Athugun ráðsins hafa leitt í ljós að Iítilsháttar hækkun hafi orðið á söluverði síldar til útflutn ings miðað við sl. ár, en hins veg- ar hefur kaupgjald, tunnuverð, syk ur og fleira hækkað ti muna á sama tíma. Kvenii!isðða — Framh. á 10. síðu. mönnunum — enginn sérstakur kvennaflokkur?" „Nei, nei, og inntökuskilyrðin eru þau sömu hjá öllum, að hafa byssuleyfi og byssu. Svo þarf maður að hafa góða sjón og ekki er lakara að vera þéttur á velli og stöðugur. Því fer ég alltaf í þykka gæruúlpu til að vera sem stöðugúst". „Er þetta dýrt sport?“ „Nei, ekki dýrara en hvað annað. Stofnkostnaðurinn er nokkuð mikill en skotin eru ekki dýr. Aftur á móti eru höglin nokkuð dýr en Skotfé- lagið hefur keypt mikinn lager af höglum og selur félagsmönn- um þau við vægu verði. Svo er það tíminn, hann kostar peninga eins og allt annað. En það fer ekki meiri tími í þettaenbíóferð og ég Iegg það ekki saman hvað þetta er miklu skemmtilegra". —111 \t Frægt * ióik Vegagerð — Framhald af bls. 7. SUÐURLAND. Ákveðið er að vinna að vega- gerð bæði í Lóni og Suðursveit. Byrjað verður að gera mikla varnargarða við Steinavötn í Suðursveit, en yfir þau á að gera brú næsta sumar. í Vestur-Skaftafellssýslu verð ur unnið í Landbrots- og Með- allandsvegi og e.t.v. í Eldhraun inu. Bygging á nýrri brú yfir Hólmsá er hafin. Sömuleiðis hef ur brú verið byggð yfir Klif- anda hjá Felli. Unnið verður að því að mölbera veg, sem ýtt var upp á Mýrdalssandi í fyrra. Enn fremur verður unnið að vegar- gerð hjá Vík. I Árnes-' og Rangárvallasýsl- um verður unnið á ýmsum stöð um, þ.á.m. í Rangárvallavegi hinum efri, auk þess sem brú verður byggð á Kálfá í Gnúp- verjahreppi og brúin á Þverá endurbyggð. Að því er Sigurður Jóhanns- son, vegamálastjóri tjáði Vísi, verður 33 millj. kr. varið til ný- bygginga vega í ár samkvæmt fjárlögum, auk þess 20 millj. kr. samkvæmt framkvæmdaáætlun- inni og loks er óákveðið hve miklu viðbótarlánsfé verður var ið til vegaframkvæmda í ár. Á fjárlögum verður 14,7 millj. kr. varið til brúabygginga í ár og 10 millj. kr. úr brúasjóði, eða samtals tæplega 25 millj. kr. Njósnorinn — Framh. af 8. síðu í frétt frá Stokkhólmi til New York Times segir, að Erlander forsætisráðherra hafi sagt, að ofurstinn hafi verið „einangraður" á afvopnunarráðstefnunni í Genf, og þvi ekki tekið neinn þátt í störfum afvopnunarnefndarinnar, en hins vegar hefði hann haft „öll tækifæri" til njósna í starfi, sem hann gengdi 1957—1961, í liðs- foringjanefnd landvarnaráðuneytis- ins, sem var milliliður þess og er- lendra sendiráðs-hermálafulltrúa. Ein af helztu starfsskyldum hans var að hafa náið samband við her- málafulltrúa. Og það var kunnugt, að sérlega vingott var milli hans og bandarísku sendiráðsfulltrúanna í Stokkhólmi. Það var alkunnugt, að einn beztu vina hans var háttsettur embættis- maður í bandaríska sendiráðinu. Ofurstinn var vinsæll gestur í öll- um veizlum á vegum sendiráða — en það var þegar hann lét af störf um sem ofursti og var kominn á eftirlaun, og var ekki eins tiður gestur í veizlum og hanastélsboð- um, sem honum veittist erfiðara að leyna tengslum sínum við Rússa — Meðal þeirra saka, sem ofurst inn er borinn, er að hann hafi kom- ið hernaðarlegum Ieyndarmálum til Rússa um „önnur lönd“ en Svíþjóð. Og þessi önnur lönd voru Iönd í Norður-Atlantshafsbanda- laginu. — Sagt er, að þess hafi ekki orðið vart enn, að Wenner- ström iðrist gerða sinna. Fjölskylda hans dvelur nú á leyndum stað. Ríkisráðsfundur, sem halda átti á Skáni í vikunni, þar sem Gústav konungur er í sumarleyfi, var ekki haldinn þar. Hann verður þess i stað haldinn í Stokkhólmi, en kon- ungur frestaði sumarleyfi sínu þar og kom til Stokkhólms í fyrradag vegna njósnamálsins. J Juan Peron, fyrrverandi ein- ræðisherra, býr nú í Madrid. Hann hefur heitið þeim hugs- analesara, sem getur beint minni hans inn á vissa braut, hálfri þriðju milljón króna. Juan Peron. Hann hefur nefnilega gleymt númerinu á einnar billjón króna innstæðu, sem kona hans heitin lagði inn í banka í Sviss. * Margir minnast vfst banda- ríska námuverkamannaforingj- ans John L. Lewis, sem svo mjög Iét til sín taka í stétta- baráttunni og átti það þá til að bregða sér í ljónsham. Nú er hann orðinn 83 ára og er mjög prúður og vingjarnlegur maður. Á afmælisdegi hans var hald in veizia í Washington honum til heiðurs og var honum þá gefið máiverk af sjálfum sér eins og hann Ieit út á þeim ár- um sem hann iét mest til sín taka. Þegar hann hafði horft á myndina um stund sagði hann: — Þessum manni vildi ég ekki mæta á auðri götu að kvöldi til. Þessum ummælum mót- mælti enginn. * Móðir og sonur. Hjónaleysunum Catherine Deneuve leikkona og kvik- myndatökustjóranum Roger Vadim hefur fæðzt sonur, sem hlotið hefur nafnið Christian Dorléac. Catherine er 20 ára gömul og Roger Vadim, sem er 34 ára, „uppgötvaði“ hana eins og Brigitte Bardot og Anette Stroyberg, en þeim báðum kvæntist hann. Hinir nýbökuðu foreldrar eru mjög hamingjusamir, en hafa samt ekki í hyggju að gifta sig að sinni. Móðirin segir: „Við erurn mjög hamingjusöm með beua eins og það er. Hvers vegna þá að vera að gifta sig og eiga þá skilnað á hættu?“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.