Vísir - 22.07.1963, Blaðsíða 2
2
V í SI R . Mánudagur 22. júlí 1963,
iwlssisS
Prósessían var virðuleg og tilkomumikil. Inn í kirkjuna gengu i fararbroddi yngstu prestamir, síðan í tvöfaldri röð allir þeir prestar, sem til
hátíðarinnar komu, hempuklæddir. Á eftir þeim komu erlendu biskuparnir, þá séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, sem þjónaði fyrir altari, og
síðast biskupinn, Sigurbjörn Einarsson.
:ri ij’í p£
-Ui": m 1=
ijíjj:; jf|j ij|!j
n f| e ■..■ • ■ ■ : . .Lr:
: . WJMvél
iUH, '’íl:' i:.iL
;; L X Vj i
. ;, • .. '
— Skálholt er í hverþm íslenzkum barmi
Framhald -.1 bls. 1.
sunginn var Davíðssálmur og
antifónia úr Þorlákstíðum. Þá
Ias Magnús Már Lárusson pró-
fessor, formaður bygginganefnd
ar kirkjunnar, bæn f kórdymm.
Þá flutti biskup vígsluræðu sina.
Lagði hann út af Jesaja, 52.
kapítula.
Skálholt fagnar, Skálholt rís
að nýju, mælti blskup. Skálholt
var auðugra í örbirgð en hver
sá staður annar á landinu, sagði
hann, er hann rakti sögu stað-
arins og kirkjunnar þar á
umliðnum öldum. Skálholt sög-
unnar er ekki bundið stað né
stundu. Og meira enn er Skál-
holt, stærra en sagan. Það er
alls staðar um ísland, í hverjum
íslenzkum barmi.
Lásu því næst vigsluvottar
ritningarorð. Lýsti biskup síðan
vígslu hinnar nýju dómkirkju og
bað drottinn að blessa kirkjuna
og alla nærstadda og fjær-
stadda. Var sú stund mjög á-
hrifamikil og ógleymanleg öll-
um sem í kirkjunni voru staddir.
Sr. Gunnar Jóhannsson pró-
fastur Ias pistilinn, en við altar-
isgönguna þjónaði sóknarprest-
urinn, sr. Guðmundur Óli fyrir
altari ásamt biskupi. Til altaris
gengu vígsluvottar, biskup sjálf-
ur.
Eftir altarisgönguna sungu
ailir kirkjugestir sálminn: Son
Guðs ertu með sanni.
Skálholtsstaður
afhentur.
Að þessari athöfn lokinni
voru flutt úr kórdymm ávörp
og kveðjur og kirkjumálaráð-
herra Bjami Benediktsson af-
henti Skálholtsstað.
Fyrstur tók til máls forseti
íslands. Mælti hann meðal ann-
ars á þessa lund:
Gkálholtskirkja var og verður
^ dómkirkja. Minna nafn hæf-
ir henni ekki. Hún er nú vegleg-
asta kirkja á voru landi svo sem
áður var. Kirkjusmíðin hefur
tekizt með ágætum. Kirkjan er
fögur og tignarleg, og á þó eftir
að íklæðast fullum skrúða. Hún
minnir á dómkirkju Brynjólfs
biskups. Hún helgast af mikilli
sögu. Hér er heilagur völlur,
sami gmnnur og allar eldri
Skálholtskirkjur hafa staðið á.
Ilér reika svipir margra hirna
ágætustu manna fortíðarinnar.
Kirkjan er nýbyggð og nývígð,
og þó finnst mér, á þessari
stundu, hún vera aldagömul.
Hin ósýnilega Skálholtskirkja
hefur alltaf fyrirfundizt, og stig-
ur nú fram I allri sinni tign,
þegar þokunni léttir. Móðuharð-
indum Skálholtsstaðar er aflétt,
slitinn örlagaþráður knýttur á
ný og endurvfgður. Vér hugsum
nú ekki síður með fögnuði til
þeirrar sögu, sem er framund-
an, en hinnar, sem er liðin og
skráð.
tók áðan nokkuð djúpt í
árinni um tímamót í ís-
lenzkri kirkjusögu. En þá átti
ég við, að þessi hátíð er tví-
þætt. Annars vegar kirkjuvígsla
og fyrsta skóflustunga að nýjum
Skálholtsskóla, og hins vegar af-
hending Skálholtsstaðar með
gjöf í hendur þjóðkirkjunni, sem
fram fer innan stundar. Þróunin
er skýr. Þjóðkirkjan fær vax-
andi sjálfstjórn ,og hefur nú
þegar meira sjálfstæði gagnvart
ríkisvaldinu en átt hefur sér
stað frá siðaskiptum. Þessi þró-
un er bæði æskileg og áhættu-
laus. Þjóðkirkjan er enginn
keppinautur hins veraldlega
valds. Hennar starf er að efla
trú, bæta siði og styrkja ís-
lenzka þjóðmenningu. Eins og
kirkjan hefur nú verið vígð, á
hún aftur að vígja oss til mann-
dóms og þegnskapar, hjálpa oss
til að rata veginn, nálgast sann-
leikann, og bera tilhlýðilega
lotningu fyrir llfinu og tilver-
unnar hinztu rökum.
Vér árnum öll, einhuga, þjóð-
kirkju Islands og Skálholtsstað
gæfu og gengis í Guðs nafni.
Þá flutti dr. theol. Gudmund
Schiöler, biskup við Hróars-
kcldudómkirkju kveðjur frá
Norðurlöndum.
Er hann hafði Iokið máli sinu
afhenti kirkjumálaráðherra
Bjarni Benediktsson kirkjunni
Skálholtsstað. Er ræða hans birt
á öðrum stað i blaðinu.
Þakkir biskups.
Blskup flutti að þessu Ioknu
þakkarorð úr kórdyrum. Fyrri
þáttur þessarar athafnar, klrkju-
vígslan, á sér enga hliðstæðu i
300 ár, sagði biskup. Siðari þátt-
urinn (afhending Skálholtsstað-
ar) á sér aðeins eina hliðstæðu.
Það var þegar Gissur ísleifsson
gaf þennan stað, föðurieifð sina,
helgri Péturskirkju í Skálholti.
Fyrir það er hans minnzt um
aldir. Það er mikið og veglegt
hlutskipti að skila aftur heim
gjöf Gissurs.
Skálholt á mikið inni hjá
þjóðinni, mælti biskup enn frem
ur. Það sem Skálholti er gert
bezt mun aldrei þykja ofgert.
Þá ræddi hann um gjöf staðar-
ins og sagði að vissulega væri
hún vísbending um hug alþjóð-
ar. Allt sem lyftir Skálholti i
raun mun Iyfta þjóðinni. Bisk-
up vék að því að enn væri ekki
afráðið með biskupssetu f Skál-
holti. En mikilvægara væri þó
að nú hefði verið lagður grund-
völlur fyrlr framtið Skálholts
sem kirkjulegs menntaseturs. —
Þakkaði hann siðan öllum, sem
hér hefðu átt hlut að máli.
Að máli biskups loknu sungu
allir kirkjugestir þjóðsönginn
og lauk þar með vígslu Skál-
holtskirkju.
Fagur söngur.
Ekki er unnt að minnast vigsl-
unnar án þess að drepa á þátt
tónlistarinnar í henni, svo rík-
ur var hann og fagur. Dr. Páll
Isólfsson lék á hið nýja orgel
kirkjunnar af sinni alkunnu
snilld. Söngmálastjóri þjóðkirkj-
unnar, dr. Róbert A. Ottósson
sá um tónlistarflutninginn við
vígsluna. Stjórnaði hann Skál-
holtskórnum, en söngur haris
var afburða góður. Þá sungu og
við vígsluna sr. Hjalti Guð-
mundsson og stúdentar úr guð-
fræðideild, ágæta vel. Einnig
tóku þátt í tónlistarflutningnum
lúðurþeytarar og Hornakór Sel-
fosskirkju.
Vígsla kirkjunnar tók um tvær
klukkustundir. Voru kirkjugest-
ir sammála um að athöfnin hefði
verið óvenju áhrifamikil og fög-
ur og allir skynjuðu að stundin
var söguleg stund, er lengi hef-
ur verið beðið. Viðstödd vígsl-
una var ríkisstjórn Islands að
frátöldum forsætisráðherra, Ól-
afi Thors, sem legið hefur rúm-
fastur í nokkra daga.
Að lokinni vígslunni bauð
kirkjumálaráðherra óg frú hans
til hádegisverðar I Aratungu.
Á nóni hófst fyrsta almenna
messan í kirkjunni og var hún
löngu fullsetin áður en guðsþjón
ustan hófst. Sóknarpresturinn,
sr. Guðmundur Óli Ólafsson,
prédikaði.
Að þessari messu lokinni
dvöldust menn enn nokkra hríð
á Skálholtsstað, því þá tók bisk-
up fyrstu skóflustunguna fyrir
hinu nýja menntasetri kirkjunn-
ar. Er frá því sagt á öðrum
stað í blaðinu hér í dag.
Sóknarkórinn, sem athygli vakti við vígsluna fyrir söng sinn.