Vísir - 22.07.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 22.07.1963, Blaðsíða 1
5000 manns í Skálholti í gær í þann mund sem fylking 100 biskupa og presta gekk í Skálholtskirkju í gærmorgun leystist skýja- þykknið skyndilega sundur og sólin baðaði Skál- holtsstað geislum sínum. Var það gott jarteikn og í senn kennimark hátíðahaldanna á Skálholtsstað í gær. Þau fóru ágætlega vel fram og urðu öllum þeim ógleymanleg, sem á þessum fornhelga stað íslenzkrar kirkju voru staddir. Síðar um daginn stakk biskup fyrstu skóflu- stunguna fyrir menntasetri kirkjunnar að Skál- holti og veitti viðtöku rausnarlegri norskri pen- ingagjöf. Um 5000 manns tók þátt í hátíðinni og dvöldust í Skálholti þessar sögulegu sturidir í gær. Hér fer á eftir stutt lýsing á viðburðum dagsins eins og þeir komu fréttamönnum Vísis fyrir sjönir. T býtið i gærmorgun streymdu bifréiðir Reykvíkinga ög annarra aðkoniumanna austur i Biskupstungur. Veður var nöt- urlegt, úrkoma mikil og belj- andi stormur. En er komið var á þann stað i tungunum, þar sem fyrst sést heim til Skál- holts, hálfri stundu áður en klukkur dómkirkjunnar hringdu inn í vígsluhátíðina, gerði upp- styttu. Hélzt þurrt allan dag- inn en var nokkuð hvasst. Mikil prósessía. Forseti Islands og biskup höfðu gist að Skálholti, í bisk- ups húsinu, um nóttina. En um þetta leyti bar þá níutiu presta að garði, sem þátt tóku i vígsl- unni, og gesti innlenda og er- lenda. Gengu prestar til bisk- upshúss, þar sem þeir skrýdd- ust hempum sinum og biðu þess að prósessia hæfist. Nokkur tjaldborg var i hæð- ardraginu suðvestan undir kirkj- unni, þar sem aðkomumenn gistu, og einnig voru öll önnur tjöld reist þegar um morguninn, veitingatjöld, pósttjöld og varð- tjöld lögreglu og skáta. Eftir lúðraþyt og klukkna- hringingu á nýjan leik hófst prósessian. Var það mikil för og virðuleg. Gengu yngstu prest ar kirkjunnar fremstir, siðan eldri prestar, þá biskupar Norð- urlandanna og vígsluvottar, jafnan tveir og tveir saman. Síð- astur gekk biskupinn herra Sig- urbjörn Einarsson og hafði yfir sér biskupskápu forkunnarfagra og bar á höfði biskupshatt gerð- an á Englandi. Báru vígsluvott- arnir kirkjugripi hinnar nýju Skálholtskirkju i skrúðgöng- unni. Mannfjöldi allmikill hafði safn azt fyrir framan kirkjuna og er prósessían færðist nær og gekk að kirkjudyrum tóku kvikmynda vélar að suða og útvarpsmenn hófu lýsingar sínar. Prósessian gekk inn kirkjuna, sem þegar var fullskipuð boðsgestum, m. a. ráðherrum, og sendiherrum erlendra rikja. Tóku prestar sér sæti aliir i norðurstúkunni, þar sem Brynjólfsaltari stendur. — Vígsluvottar, þ. e. biskupar Norðurlandanna og vigslubiskup ar Skálholts og Hóla, dr. Bjarni Jónsson og sr. Sigurður Stefáns- son og dr. Valdimar Eyiands vígsluvottur Vestur-íslendinga gengu til sætis sitt hvorum megin við altarið ásamt héraðs- prófastinum, séra Gunnari Jó- hannssyni. Kirkjuvígslan sjálf. Kirkjuvígslan hófst á þvl að Framhald á bls. 2 Söguleg mynd Þessi mynd var tekin í gær við vígslu Skálholts kirkju. Biskupinn, herra Sig- urbjöm Einarsson hefir Iýst vígslu kirkjunnar frá altari og flytur þakk- arorð úr kórdyrum, þeg- ar myndin er tekin. Sitt hvorum megin við altar- ið má sjá hvar vígslu- vottamir sitja, skrýddir rykkilíni. í norðurstúku, t. v., sitja þeir 90 prest- ar, sem þátt tóku í vígsl- unni í hempum sínum. Ríkisstjórnin og erlend- ir gestir sitja á bekkjun- um innst til vinstri. Innst til hægri í kirkjunni sit- ur Skálholtskórinn. (Ljósm. Vísls, Pétur Þorsteinss.). Fleiri myndir og frósngnir eru á síðum 2,3,8 og 9 í bluðinu í dug \ ¥0 VISIR 53. ár. — Mánudagur 22. júlí 1963. — 165. tbl. Skálholtskirkja vígð Áhrifamikil stund

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.