Vísir - 22.07.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 22.07.1963, Blaðsíða 16
mm ......... - Garðar Ólafsson eftir að hann QIKK ALLAN TÍMANN Garðar Ólafsson, tannlæknir, sem villtist frá félögum sínum við Ullar- nvísl norðan Seyðisárdraga á mið- vikudagskvöidið, hafði verið á ferli allan tímann þar til hann komst f skála á Hveravöllum á laugardag. Hann hafði engan mat og ekkert annað til að seðja hungur og þorsta en ís og klaka, sem hann gæddi sér á. Ekki er víst hvaða leiðir Garð- ar fór, en hann fann á göngu sinni veginn úr Þjófadölum til Hvera- valla og gekk eftir honum til skál- ans, sem þar er. Garðar ségir að sér hafi ekki orðið hið minnsta meint af allri göngunni. Leitarmenn voru á alistóru svæði og flugvél- ar tóku þátt í leitinni að Garðari, en hann fannst sofandi í skálan- úrri á Hveravöllum. Skálholtsdag- skrá erlendis 1 gær flutti bæði danska og norska útvarpið dagskrárþætti um Skálholt. Þættina tók saman Thor- olf Smith fréttamaður hjá Ríkisút- varpinu. Biskupinn yfir Islandi, herra Sigurbjörn Einarsson, stingur skóflustunguna að fyrirhuguðu menntasetri kirkjunnar í Skálholti. ______ (Ljósm. Vísis, Bjarnleifur). Þrír mánuðir eftir enn — segja veðurfræðingarmr Enginn bátur er á síidarmið- unum þessa stundina vegna bræiu , og hér sunnanlands er kuldastrekkingur og napur næð- ingur. Við hringdum i morgun á Veðurstofuna og spurðum Færeyjar-Skofland Óvenjulegasta sjúkrattug Björns Vfsir frétti í morgun, að Bjöm Pálsson væri að búa sig undir ó- venjulegasta sjúkraflug sitt til þessa — flug til Færeyja til þess að taka þar sjúkan mann og flytja til Skotlands. Blaðið náði tali af Bimi og spurði t.ann hver væru tildrög þess, að beðið var um sjúkraflugvél norður á ísiandi til sjúkraflugs allt suður á Skotland, og sagðist honum svo frá um þetta fyrirhugaða sjúkra- flug, sem, eins og f upphafi segir, er óvenjulegasta sjúkraflug hans til þessa, þar sem það er f fyrsta sinn, sem hann er beðinn að flytja sjúkl- ing milli landa úti í heimi. Um þetta flug var beðið vegna sjómanns á brezkum togara, sem var settur á land í Klakksvík vegna veikinda. Þar var taiin brýn þörf að senda manninn í sjúkrahús á Bretlandi, og var sfmað til Skot- lands, en ekki voru skilyrði þar fyrir hendi til þess að senda sjúkra flugvél eftir manninum. Þess má geta, að nauðsynlegt er að hafa tvfhreyfla flugvélar til slíks flugs sem hér um ræðir, en þær eru ekki margar til nú orðið, og þv' undir heppni komið, hvort nokkur er til, sem hægt er að grípa til. Þegar þetta brást, sneru menn í Færeyjum sér til Flugfélags ís- lands, sem hefur afgreiðslumann þar, og símaði hann hingað til F. í., en félagið hafði ekki vél, sem hægt var að gripa til og bað mig að taka málið að mér. Þetta gerðist í gærkvöldi. Ég mun fara héðan árdegis í dag í flug- vélinni TF-Vor. Þorsteinn Jónsson flugmaður verður með mér f ferð- inni. Einnig er í ráði að dr. Friðrik Einarsson komi með. Ráðgert er að flytja hinn sjúka mann til Edinborgar. veðurfræðingana hvort komið væri haust. „Það halda það nú fleiri, þvi hér hringdi kona f morgun, og spurði hvort sumarið væri búið. Svo svartsýnir erum við þó ekki hér á Veðurstofunni — við eig- um meira að segja eftir að taka okkur sumarfrí. Það eru jú þrfr mánuðir eftir enn af sumrinu. Það kom hér í vikunni lægð, allmeinleysisleg f fyrstu, en á föstudaginn dýpkaði hún yfir suðausturströndinni, og þokast nú hægt austur á bóginn. Lægð- in hefur í för með sér þennan norðan næðing, sem nú gengur hér yfir. Fyrir norðan verður krapahrfð til fjalla, spáum við. Hefur enda hiti farið allt niður f 3 stig þar. Hér sunnanlands mun kulda- kastið fara minnkandi strax á morgun, og vonandi verður kom ið veiðiveður á miðvikudag." Og sólbaðsveður lfka, hugsuð- um við um leið og við þökkuð- um skilmerkilegar veðurskýring ar. Norimenn gefa L2miHjónir til SKÁLHOL TSSKÓLA Að lokinnl síðdegismessu í hinni nývfgðu Skálholtskirkju f gær gengu forseti íslands, bisk- up landsins, kirkjuráðsmenn og fleiri, vestur fyrir Kvarnarlæk, og uppi á holtinu þar, andspæn- is kirkju og embættisbústað, fór fram táknrren og hátíðleg at- höfn. Biskupinn, herra Sigur- bjöm Einarsson, mælti nokkur orð, stakk sfðan fyrstu skóflu- stunguna að endurreistum Skál- holtsskóla og bað að lokum stutta bæn fyrir framtíð þeirrar stofnunar. Skálholtskórinn söng undir stjóm dr. Róberts A. Ott- Þá gekk fram Harald Hope frá Noregi, ávarpaði forseta og biskup sérstaklega og las síðan upp eftirfarandi af skrautrituðu skjali, sem hann afhenti síðan biskupi: „Þiggið góðfúslega þessa gjöf frá Noregi sem okkar skerf til byggingar lýðháskóla í Skál- holti. Gjöf þessi er gefin í þakk- lætisskyni vegna þeirrar hjálpar, sem Noregskirkja hefur á löngu liðnum öldum hlotið frá þess- um fræga stað. Við óskum að skóli þessi geri það að verkum að guðs blessun megi hvíla yfir æsku íslands og kirkju á kom- andi tímum.“ Þegar Harald Hope hafði lesið upp þessa tilkynningu, sem 8 kirkjuhöfðingjar í Noregi undir- rita, þar á meðal fyrrverandi og núverandi Björgvinjarbiskup, afhenti hann biskupi íslands ávísun á bankainnistæðu, 200 þúsund norskar krónur, til bygg ingar lýðháskólans, eða 1.2 mill- jónir umreiknað I íslenzkar kr. Biskup þakkaði þessa höfðing- legu gjöf fyrir hönd kirkjunnar, og einnig veitti hann viðtöku annarri gjöf frá Noregi f gær (til Skálholtskirkju), 2050 krón- um norskum frá norsk-fslenzka kennarasambandinu f Noregi. VISIB Mánudagur 22. júlí 1963. Engin síldveiöi Engin sfldveiði var sfðast lið- inn sólarhring, þvf bræla var á miðunum, og lágu flest skipin í höfn eða vari. Brælan hefur verið frá þvl í gærmorgun og er ekkert útlit fyrir batnandi veður. Á laugardaginn var einhver afli, um 20 skip fengu um 12 þúsund tunnur. Háskólafyrir- lestur i dag í dag kl. 5.30 heldur próf. Ture . Johannisson frá Gautaborg, með- 1 limur sænsku akademíunnar, fyrir- lestur sem nefnist Nágra utveck- lingstendenser i nutida svenska. Öllum heimill aðgangur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.