Vísir - 22.07.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 22.07.1963, Blaðsíða 7
VÍSIR . Mánudagur 22. júlí 1963. SAMKOMULAG í MOSKVA í frétt frá Washington í morgun vegir, að Eandaríkjastjórn búist við, að Averell Harriman komi heim nú í vikunni, með undirritaða samn- inga um bann við tilraunum með kjarorkuvopn í andrúmsloftinu, sjó og úti i geimnum. Er þannig orðið um svipaða bjartsýni að ræða varðandi árang- ur af ráðstefnunni þar og komið hefir fram hjá Krúsév og í Moskvu yfirleitt undangengna daga. Meðal áhorfenda í frjálsíþrótta- keppni Bandaríkjamanna og Rússa Fró fjórðungsmóti hesto- munnu á Austurlondi Frá fréttariara Vísis. EgiJsstöðum, mándag. Að tilhlutan hestamannafélags- ins Freyfaxa á Héraði var fjórð- ungsmót hestamanna á Austurlandi haldið á Egilsstöðum dagana 20. og 21. júlf. Á mótið komu hestar úr Múla- sýslum og Austur-Skaftafellssýslu. Bridge — Framhald af bls. 5. Egyptaland 4—2, Ítalía Noreg 6—0 og Spánn sigraði PóIIand 6—0. Le- banon og Finnland gerðu jafntefli 3—3. Allir íslenzku spilamennirnir tóku þátt í þessari umferð. í þriðju umferð vann Þýzkaland Svíþjóð 4—2, Frakkland Finnland 6— 0, England Danmörku 6—0, Egyptaland Holland 6—0, Ítalía Spán 6—0, og Pólland Belgíu 6—0, en Irland og Líbanon skildu jöfn 3—3 svo og Austurríki og Noregur 3—3. — Stefán, Lárus, Ásmundur og Hjalti spiluðu fyrir ísland. í fjórðu umferð vann Svíþjóð Sviss 5—1, írland Frakkland 5—1, Finnland Danmörku 6—0, England Egyptaland 6—0, Noregur Holland 7— 1, Austurríki Spán 4—2 og Belgía vann Þýzkaland 4—2, en Pólland og Ítalía skildu jöfn 3—3. — Allir íslenzku spilamennirnir fóku þátt í þessari umferð. Verzlunin STELLA Auglýsir HÁR ALITURINN Miss CEairol Verð kr. 77.10 O G Loving Care Verð kr. 71.95 vdmwm er kominn ítiiukastrivii 3. Bankastræti 3 í gær voru þeir Harriman og Krú- sév, en þeir komu einnig saman á fund. Hafði Kennedy falið Harri- man að æskja nánari upplýsinga hjá Krúsév um tillögur hans varð- andi eftirlit með að ekki verði hafin styrjöld fyrirvaralaust. Harriman, Hailsham lávarður og Gromyko koma saman á fund í dag til framhaldsumræðna um uppkast að samningi. í dag hefir ráðstefnan staðið viku. Auk þess nokkrir hestar úr Þing- eyjarsýslum og Reykjavík. Sýndir voru kynbótahestar og góðhestar. Af góðhestum fékk 1. verðlaun Sokki Gunnlaugs Sigbjörnssonar, af kynbótahestum, 1. verðlaun Blesi, eign Freyfaxa, og af kynbóta hryssum 1. verðlaun Sjöfn úr Hornafirði. Yfir 250 hestar voru reyndir á 350 metra stökkbraut. 1. verðlaun hlaut Þytur úr Hornafirði á 26.8 sek., eigandi Bergur Bjarnason, 2. verðlaun Gletta úr Freyfaxa, eig- andi Birna Benediktsdóttir á 26.9 sek. og 3. verðlaun hlaut Blesi úr Freyfaxa, eigandi Sæþór Sigyrðs- son, á 37,3 sek. í dómnefnd um góðhesta voru Þorlákur Ottesen frá Landsambandi hestamanna, Ármann Guðmunds- son frá Freyfaxa, Þrúðmar Sigurðs- son, Hornafirði, og Hilmar Bogi Eggertsson, Rvk. I dómnefnd um kynbótahross voru ráðunautarnir: Þorkell Bjarna son, Egill Jónsson og Páll Sigurðs- son. Mótsstjóri var Pétur Jónsson, Egilsstöðum. ^ Rómaborgarfrétt hermir, að feímtur hafi gripið menn á Ítalíu- strönd við Miðjarðarhaf (itölsku Rivierunni) vegna Iandskjálfta á föstudagsmorgun. Húsveggir sprungu og rúður brotnuðu og fólk þusti á götur út. Við Skálholt eru tengd- ar bjartar vonir Kirkjumálaráðherra Bjarni Benedikfsson afhendir Skálholtsstað HÉR BIRTIST ræða kirkjumála- ráðherra Bjarna Benediktssonar, er hann flutti við vígslu Skál- holtskirkju í gær. Birtist ræðan hér í heild, en útvarpssending rofnaði tvívegis meðan hún var haldin. Gkálholt var í hálfa áttundu ^ öld höfuðstaður íslenzkrar kirkju og kristni. Þar sátu fyrst- ir á biskupstóli, síðari hluta ell- eftu aldar, feðgamir ísleifur og Gissur. Af þeim stóð slíkur ljómi, að Iíkast þótti sem kon- ungar væru. Síðastir Skálholts- biskupa, á seinni hluta átjándu aldar, voru feðgarnir Finnur og Hannes, fremstu fræðimenn ís- lands um sína daga. Því fer fjarri, að allir Skál- holtsbiskupar væm jafningjar þessara manna. En dæmi þeirra og margra annarra sýnir, hversu víðfeðm áhrif bárust um allt þjóðlífið frá Skálholti. Skálholt var ekki einungis höfuðstaður kirkju og kristni, heldur og í menningu og mörgum lands- stjórnarmálum. Biskuparnir réðu og löngum yfir mesta auð- safpj, .sem þá var á landj hér., Gkálhólt var þó einungis einn af höfuðstöðum íslands. Biskupsstólarnir voru tveir, á Þingvöllum var dvalið í búðum fáa daga á hverju sumri, fram- kvæmdavaldið var löngum lau :t í reipum og innlendir handhaf- ar þess áttu engan fastan sama- stað. Vérzlunararður var flutt- ur úr landi og varð því ekki t:l uppbyggingar innanlands. Kraft- arnir dreifðust og hvergi mvnd- aðist sá styrkur og framkvæmda geta, sem þéttbýli fylgir. Þetta stuðlaðj að veiklun þjóðfélags- ins svo að litlu munaði. að það Iiði með öllu undir lok skömmu áður en hinum fornu höfuðstöð- um hnignaði svo, að þeir voru sviftir sinni aldagömlu hefð. Enginn þessara staða var þó svo rúinn ytri merkjum fornrar frægðar sem Skálholt. Af þeim sökum lögðu langa hríð flestir leið sína hjá garði, þótt þeir ferðuðust um hérað og fýsti að sjá hinn sögufræga stað. UCA0 Cögunnar hjóli verður ekki snú ið aftur á bak. íslendingar eiga nú sína höfuðborg og Skál- holt verður aldrei aftur sá höf- uðstaður þjóðarinnar, sem það var um margar aldir. En það hlýtur ætíð að skipa hefðarsess í hugum íslendinga. Þess vegna var það ekki einungis metnaðar- mál, heldur ærusök að veita staðnum þá ytri ásýnd, sem sómi væri að. Það hefur nú tek- izt með byggingu dómkirkjunn- ar, sem verið var að vígja. Hún er í sjálfu sér hið fegursta hús og til bess löguð að endurvekja þær sögulegu minningar, sem við Skálholt eru tengdar. Því að bótt hér hafi margt gerzt, er það fyrst og fremst kristnisaga ís- lands, sem okkur kemur í hug, þegar Skálholt er nefnt. Þá skiptir ekki máli, þó að hin kaþólska kirkja hafi miklu Iengur en okkar evangelsk-lút- erska bióðkirkja haft biskups- stól í Skálholti. Hin síðartalda er afsprengi og eftir íslenzkum lögum arftaki hinnar fyrri. Siða- skintin urðu raunar ekki með ljúfu sambvkki landsmanna en hafa fyrir löngu unnið sér hefð í hugum þeirra. Annað mál er, að allir kristnir menn hljóta að fagna þeirri viðleitni, sem leið- togar móður-kirkjunnar hafa nú til eyðingar sundrungu innan kristindómsins. Vonandi verður gifturíkur árangur af þvi frum- kvæði á tímum sívaxandi alþjóð legs samstarfs, þegar meira ligg- ur við en nokkru sinni fyrr, að bræðralagshugsiónir kristin- dómsins verði öflum ófriðar og gereyðingar yfirsterkari. TJverju nafni, sem kirkjan hef- ur nefnzt, hefur boðskapur hennar verið í meginatriðum hinn sami. Við gerum ekki upp á milli kirkjudeilda, begar við bökkum fyrir þann skerf, sem hún hefur lagt fram til heilla íslenzku þjóðinni. Mestu skiptir að sjálfsögðu sú sáluhjálp, sem hún hefur veitt ótal einstak- lingum. En hún á einnig sinn ómetanlega þátt í mótun ís- lenzkrar menningar og þróun hennar á hverju, sem hefur gengið. Á þann veg hefur hún vissulega stuðlað að endurreisn íslenzku þjóðarinnar og lýðveld- is á íslandi. T þakklætisskyni fyrir allt þetta samþykkti síðasta Al- þingi lög um heimild handa rlk- isstjórninni til þess að afhenda þjóðkirkju íslands Skálholtsstað og hlutu þau staðfestingu for- seta fslands hinn 26. apríl s.l. I lögunum segir m.a.: „1. gr. — Rikisstjórninni er heimilt að afhenda þjóðkirkju fslands endurgjaldslaust til eign ar og umsjár jörðina Skálholt í Biskupstungum ásamt öllum mannvirkjum og lausafé, sem nú eru í eign ríkisins á staðnum, enda veiti biskup íslands og Kirkjuráð eign þessari viðtöku fyrir hönd þjóðkirkju íslands og hafi þar forræði um framkvæmd ir og starfrækslu. 2. gr. — Ríkissjóður skal ár- lega greiða kr. 1.000.000.00 í sjóð, sem vera skal til áfram- haldandi uppbyggingar í Skál- holti og rekstrarfé þeirrar starf- nækslu ,sem biskup og Kirkju- ráð koma þar upp. Stjórn sjóðsins skipar Kirkju- ráð.“ Ég sagði, að lögin hefðu verið sett í þakklætisskyni fyrir unn- in verk. Rétt er það. En við Skálholt eru ekki aðeins tengd- ar dýrmætar minningar, heldur og bjartar vonir. Jjessi lög eru sett í þeirri sann- færingu, að kirkjan kunni betur með Skálholt að fara en nokkur annar. fslendingar treysta þjóðkirkju sinni til þess að nota þessa eign sína svo, að hún verði á ný óteljandi ein- staklingum og þjóðfélaginu öllu til heilla og blessunar. Samkvæmt lögunum er kirkj- unni það í sjálfsvald sett, hvern- ig hún starfræktir staðinn. f þeim efnum er kirkjan einfær um ákvarðanir, enda er æskilegt að efld séu ráð kirkjunnar yfir hennar eigin málum. jyjér veitist nú sú ánægja og sæmd að lýsa yfir, að ríkis- stjórnin hefur ákveðið að nota þá heimild, sem í lögunum er veitt. Leyfi ég mér því að af- henda biskupnum yfir íslandi afsalsbréf fyrir Skálholtsstað ásamt öllum mannvirkium og lausafé, sem í eign ríkisins eru á staðnum og honum heyra til. Fel ég þjóðkirkjunni umráð staðarins frá þessari stundu og bið hana vel að njóta. U T S A L A Svampfóðraðar sumarkápur - Poplinkápur - Heilsárskápur - Dragtir Kjóiar — Peysur — Pils — Apaskin isjakkar — Undirföt — Sundbolir Dragtarefni - Kápuefni - Kjólaefni - Apasinn - Prjónastykki í peysur Jerseyefni o. m. fl. VANDAÐAR VÖRUR - MJÖG MI ÍILL AFSLÁTTUR LAUGAVEGI 116

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.