Vísir - 22.07.1963, Blaðsíða 8
8
V I S I R . Mánudagur 22. júlí 1963.
VISIR
Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þórsteinn Ö. Thorarensen.
Ritstjómarskrifstofur Laugavégi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftárgjaid er 65 krónur á mánuði.
í láUsáSölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
'5*-pntsmiðia Vtfeis, — Edda h.f.
Fundurinn í Moskva
Ráðstefna Bandaríkjanna, Breta og Sovétríkjanna
í Móskvu um bann við kjamorkusprengingum hefir
aftur vakið vonir um frið í veröldinni. Að vísu er það
svo, að öðru hvoru gerast einhverjir þeir atburðir,
sem valda því að friðarvonimar glæðast, og mann-
kynið trúir því að ófriðarvofan hafi verið útlæg ger
úr mannheimum. En því miður em vonbrigðin nær
jafnmorg hinum góðu vonum. Refskák alþjóðamálanna
er kaldrifjað tafl og bjartsýni hefir þvi miður ekki
verið þar ýkja raunhæft hugtak.
En í þetta sinn virðist þó öllu meiri ástæða til
bjartsýni en ella. Ástæðan er sú, að á síðustu misser-
um háfa valdahlutföllin f veröldinni tekið miklum
breytingum. Klofningurinn milli Sovétríkjanna og Kína
er orðinn miklu djúpstæðari og alvarlegri en haldið
var fyrir tveimur áram. Slit ráðstefnu Kínverja og
Rússa í Moskvu nú um helgina sýna, að það djúp
verður ekki brúað, meðan sömu menn fara með völd
í þessum báðum ríkjum. Og Kínverjar hafa þegar í
sínum höndum atomsprengjuna. Að vísu er hún enn
á tilraunastigi, en innan nokkurs tíma verður hún
orðið fullkomið kjamorkuvopn. Hvað þá gerist veit
enginn í hinum kommúniska heimi, né heldur hvaða
kommúnistaríkjum alþýðustjómin í Peking kann að
framselja vopnin sér til pólitfsks fulltingis.
Þetta er ástæðan, sem liggur að baki því hve fús
Krúsév er nú til þess að semja um alþjóðabann kjam-
orkusprenginga. Vesturveldin hafa alltaf óskað eftir
slíku banni — en einungis ef mikilvægu skilyrði væri
fullnægt: að tryggt væri að enginn ryfi með leynd
bannið. Nú fyrst virðast vonir til þess að unnt verði
að semja um nægilega strangt eftirlit með sprenging-
um. Annað atriði, sem ýtir fremur undir afstöðu Vest-
urveldanna er það, að De Gaulle hefir eignazt sína
kjarnorkusprengju. En samtímis þvf hefir hann tekið
lið sitt undan merkjum NATO og byggir upp sjálf-
stæðan kjamorkuherafla. Enginn líkir honum við höfð-
ingja Kína, en engu að síður er ljóst, að því minni
hætta stafar af kjarnorkusprengjunni, því færri ríkin
eru, sem ráða yfir henni.
Framtíðarvon mannkynsins byggist á því að kom-
ið verði í veg fyrir atomstyrjöld. Til þess að vel tak-
ist verða þjóðir austurs og vesturs að búa saman í
friðsemd, þótt þjóðfélagskerfin séu ólík. Vonandi verð-
ur Moskvaráðstefnan stórt skref í þá átt.
Allir í hátíðarskapi
Þegar fréttamenn Vís-
is óku austur að Skál-
holti snemma í gærmorg
un buldi regnið og vind-
urinn á bílrúðunum. —
Slagveður gekk yfir hér
sunnanlands. Þegar kom
ið var í Biskupstungurn-
ar, sást fyrsti og eini sól-
argeislinn gægjast gegn-
um skýin og glitra og
glampa á þaki Skálholts
kirkju.
Já, á þald sjálfrar Skálholts-
kirkju.
Og aftur þegar prósessfan
hófst nær tveim tfmum sfðar
klukkan 10.15, brauzt sólin aft-
ur fram úr skýjunum yfir þeim
helga stað, sem vfgður var á
þessum drottins degi. Regnský-
in sveimuðu hins vegar allt f
kring. Einhvern tíma hefði
þetta þótt ævintýri Iíkast, og
svo voru þessir duttiungar veð-
urguðanna áberandi, að allt
fólk á staðnum merkti þá og
eflaust hefur að flestum hvarfl-
að, að hér væri skaparinn á
himnum að opinbera velþókn-
un sfna.
Sólskin en rok
Víst er, að prósessían,
Svipmyndir
frá Skálholts-
hátíðinni
mikil og virðuleg fór fram í
glampandi sólskini, en hins veg-
ar í hffandi, hávaða roki. Þau
tvö þúsund manns, sem viðstödd
voru athöfnina og utan dyra
þurftu að standa, létu kulda-
strekkinginn samt síður en svo
Biskupinn yfír íslandi, herra Sigurbjöm Einarsson, og vfgslubiskup,
séra Bjami Jónsson, ganga f Skálholtskirkju.
6e/ð / 2Zz tima
Jafnskjótt og gestirnir höfðu
yfirgefið kirkjuna, þyrptist fóik
inn, og að vörmu spori var kirkj
an yfirfull af aðkomumönnum.
Ekki aðeins skoðaði fólk hina
nýju kirkju, sem er jafn glæsi-
leg að innri búningi sem þeim
ytri, og þá muni og gripi, sem
í henni eru, heldur tók það sæti
til að tryggja sér að geta htýtt
á seinni messu, tveim og hálfri
stundu síðar! Slíkur v.ar hugur-
inn, slík var stemningin.
Ekkert öngjpveiti
i umferðinni
Bifreiðar bæði fóru og komu,
og stjórnuðu lögreglumenn og
hafa áhrif á sig, og meginþorr-
inn stóð eða sat undir kirkju-
veggjum og hlýddi á vígsluna
úr hátölurum, sem fyrir hafði
verið komið á svæðinu.
Um kl. 12.30, þegar vígslunni
var lokið og kirkjumálaráðherra
hafði formlega afhent þjóðkirkj-
unni Skálholtsstað, land og
lausafé, gengu gestirnir úr
kirkju og héldu til Aratungu í
boði ráðherra.
Hörður Bjarnason húsameistari með hlna nývfgðu kirkju í baksýn.
Hörður hefur að undanförnu unnið dag og nótt að undirbúningi
öllum og í gær sagði hann „á morgun sef ég“.