Vísir - 31.07.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 31.07.1963, Blaðsíða 3
3 VÍSIR . Miðvikudagur 31. júlí 1963. Myndin sýnir Tjaldbúðir og skála vegagerðarmanna á Almenningum ofan við AI- menningsnöf, sem er sýsluskil Skagafjarðar og Siglufjarðar. Norðan tjaidanna sjást byrjunarframkvæmdir í Dalaskriðum og fjærst sést Dalatá skaga fram í sjó. í Dalaskriðum er bratt, og er þörf á fullri aðgát, ef ýturnar eiga ekki að steypast fram af, þegar rutt er þar. (Myndirnar tók ljósm. Vísis', Ó. R.). STRÁKAVieUR TXinn 8. júní sl. byrjaði vinna x í Strákavegi, norðan Al- menninga. Fréttamaður Vísis fór nýlega f stutta heimsókn þang- að, til þess að sjá þessar fram- kvæmdir, sem Siglfirðingar binda miklar vonir við. Með tilkomu Strákavegar leysist hið mikla vandamál Siglu fjarðar, sem samgöngur á landi hafa verið frá alda öðli. Er því ekki að undra að loforði ríkis- stjórnarinnar í framkvæmda- áætluninni hafi verið tekið með mikf.um fögnuði. En það er, að vegagerð þessari verði að fullu lokið með 900 metra jarðgöng- um, í ágúst 1965. Hinn svokallaði Strákavegur byrjar við Heljartröð, stuttu norðan við Hraun í Fljótum. Þaðan liggur hann norður Af,- menninga yfir Dalaskriður, Olfs- dali og Engidal, en þar byrja svo jarðgöngin í gegn um Stráka og tekur þá við vegurinn frá Landsenda inn til Siglufjarðar. Tveir vinnuflokkar eru starf- andi í vegagerðinni, undir yfir- verkstjóm Gísla Felixsonar frá Sauðárkróki. Flokksstjórarnir eru Friðgeir Árnason frá Siglu- firði og Jóhann Lúðvíksson frá Kúskerpi í Húnavatnssýslu. Fjórar stórar jarðýtur eru þarna f gangi og segir yfirverk- stjórinn, að fleiri vanti. Einnig er þama stór loftpressa. Búið er nú að ryðja um sjö km. lang- an veg frá Heljartröð. Er verið að vinna í Dalaskriðum, sunnan Olfsdala. Þar er mjög bratt, og liggur vegurinn þar hæst yfir sjó um 150 metra. Keppt er að því, að vegur þessi liggi eins lágt yfir sjó, sem frekast er unnt, svo að síður liggi snjór á honum á vetrum. Dalaskriður eru um einn og hálfur kílómetri þar sem vegurinn á að koma, og er það örðugasti hjalllinn að vestanverðu við Stráka. Þar þarf víða r.ð sprengja kletta, sem gnæfa fram í vegarstæðið. Norðan Úlfsdala er annar far- artálmi, sem heitir Herkonugil, mjög djúpt og illt yfirferðar. Verður það erfiðGeikum bundið og seinlegt verk, að koma veg- inum þar yfir. Tryggt hefur verið nægilegt fjármagn — tæpar fjórar mill- jónir króna — til vegagerðar- innar í sumar og standa vonir til að unnið verði að þessum framkvæmdum fram á haust, og er ráðgert að meginhluti leið- arinnar norður á Engidaf verði ruddur. Svo taka við hin miklu jarðgöng í gegnum Stráka. Jjað sem þegar er fuligert af Strákavegi er mjög vel unnið, breiður upphækkaður vegur, mikið mannvirki nú þeg- ar. Víða hefur verið flutt mjög mikið til af efni. Stórar melöld- ur og hólar hafa verið jafnaðir út og giljadrög og sílakkar fyllt- ir upp. Ailt er miðað við að hvergi geti fest snjó að nokkru ráði á veginum. Sumarið 1959 var ruddur veg- ur til bráðabirgða frá Siglufirði til norðurs, austanvert við Stráka að þeim stað, sem jarð- göngin koma í gegnum fjallið. Einnig voru gerðar tiírauna- sprengingar það haust, til að kanna bergtegundir og ásig- komulag þeirra. Það hefur alls verið sprengt um 30 metra djúpur hellir, sem bíður eftir framhaldi jarðganganna. Síðan hefur ekkert verið unnið í Strákavegi Siglufjarðarmegin. XTinn nýi Siglufjarðarvegur verður mjög skemnitifeg og sumarfögur leið, sem fjöl- margir munu kanna þegar fram líða stundir. Siglfirðingar eru strax farnir að hlakka til þeirra tíma, er þeir geta komizt þessa 18 krn. leið inn í Pljót, allan ársins hring á örfáum mínútuni. Þá losna þeir við erfiða leið Framh. á bls. 10. fjorar jaroytur eru í gangi a biraKavegi. Her sest vinnutloKKur triogeirs Arnasonar og 2 jarðytur, 18 og 20 tn. Frú Svanfríður Stefánsdóttir, kona Friðgeirs Árnasonar, er ráðskona hjá flokki hans. Nóg er að starfa, og gat hún rétt brugðið sér út frá þvi að steikja kleinur, er ljósmyndarann bar að garði á Almenningsnöf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.