Vísir - 31.07.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 31.07.1963, Blaðsíða 15
?5 VÍSIR . Miðvikudagur 31. júlí 1963. ft"1'4 '“HSffl Konan, sem ekki brást FRAMHALDSSAGA EFTIR MARY RICHMOND — Einmitt Straiiuon scaroisi ius- hættulega eins og ég áður sagði, en áður en hann dó tókst honum að sökkva leyndarmáli sínu niður á botn Jangteskiang, hann trúðj ein- um félaga sínum fyrir leyndarmál- inu, og lézt hann lofa því að láta það ekki komast í annarra hendur. Það var þessi félagi hans sem að- stoðaði hann við að sökkva hylk- inu. En þessi félagi hans komst síðar 1 hendur Rússa og þeir höfðu upp úr honum leyndarmálið. Það er ekki ýkja langt síðan. Samkomu- lagsumleitanir voru hafnar við stjórn Kínverska alþýðulýðveldis- ins um leyfi til að kafa og leita. Við fengum ekki að vita að hverju leitað yrði, en var lofað að njóta góðs af. Og nú fer yður kannski að skiljast hvers vegna ég vil, að þér trúið mér fyrir því, sem John Marsden sagði yður. Nú hlýtur yð ur að skiljast hversu mikilvægt það er. — En hann trúði mér ekki fyrir neinu, sagðj Blanche. — Hann var ekki með nein skjöl á sér þegar hann iagði á flótta til Kowloon. Við erum sannfærðir um það. En við erum líka sannfærðir um annað, — að hann fann hylkið á botni Jantsekiang. — En skiljið þér ekki, það er ó- hugsandi að skjölin hafi verið læsi leg eftir allan þennan tíma. — Ég sagði yður, að geymarnir voru loft- og vatnsþéttir. Og við vitum, að innihaldið var óskaddað. John Marsden reyndi að komast undan til Kowloon og þaðan ætlaði hann til Hong Kong. Hvers vegna? Til þess að gera sér mat úr þeim upplýsingum, sem í hylkinu voru. Hann hefir lært þær utan að . . . — Ég er sannfærð um, að þessu er ekkj svona varið, sagði Blanche. Hann var mikið veikur, vart með réttu ráði, sannleikurinn var sá, að hann vissi ekki hvað hann1 sagði eða gerði. Ef ekki hefði verið svona ástatt fyrir honum mundi hann ekki hafa gripið til skotvopns gegn lög- reglunni. Og þar að auki: Dettur yður í hug, að Petrov ofursfi hefði látið hann fá svona mikilvægt nlagg. Það vitið þér að hann mundi ekki hafa gert. Og hann hefur verið vel á verði. — Petrov ofursti segir, að á bessu stigj hafi hann ekki haft tæki færi til að rannsaka það, sem í hylkinu var, sem var í umsjá Marsd ens,, en hann hafði fyrirskipun um að halda kyrru fyrir í gistihúsinu, og bíða þar, og er Petrov kæmi aftur skyldu þeir opna það saman. Þegar Petrov kom var Marsden Þess vegna hlýtur Petrov aö hafa opnað hylkið og kynnt sér innihald ið í fjarveru hans, lagt það nauð- synlegasta á minnið, og komið hylk inu og skjölunum fyrir kattarnef. Og vafalaust hafið þér hiálpað hon um til þess, — Nei, ég gerði það ekki. Ég hefi sagt yður, að ég veit ekkert um þetta. Ég vissi ekki einu sinni hvers vegna I.ann var að kafa. Hún reyndi að rísa á fætur, en hermennirnir ýttu henni niður. — Ég vissi ekki einu sinni, að ég átti að fara til Kína. Bæði Dorothy og ég héldum, við ættum að fara til Rússlands — og þar mundum við hitta John. Þér berið þær sakir á mig, að ég sé brezkur njósnari. Ég er það ekki, en ég vildi óska að ég væri það, svo sannarlega vildi ég það, æpti hún í æði. — Hvers vegna komuð þér ekki til Kína, ef það var ekki brezka stjórnin, sem séndi yður? — Til þess liggja mjög einfaldar ástæður. Ég fór vegna barna systur minnar. Systir mín hefur enga þol- inmæði til þess að annast börn. Og ég vissi ekki einu 'sinni um upp- fundningu Stantons. — Einhvern veginn komst brezka stjórnin á snoður um uppfundningu Stantons — að hún var grafin á botni Jangtesekiang, og þeir sendu njósnara hingað, sem átti að reyna að ná f leyndarmálið, áður en Rúss ar kæmust yfir það. — Nei, nei, nei! Jú, hrækti Maw Chou út úr sér og lyfti gildum vísifingri. Túlkurinn hafði haft nóg að gera og nú var Mwa Chou farinn að tala enn hrað ar. — Þér fenguð John Marsden til þess að trúa yður fyrir Ieyndar- málinu. Þér hjálpuðu honum til að læra það utan að sem dugði til þess að hann gæti skilað leyndar- málinu í hendur Bretum. Þig komuð svo skjölunum og hylkinu fyrir katt arnef. Svo var sameiginleg áætlun ykkar að komast til Hong Kong, en hann var drepinn, og þér — og þér einar — vitið leyndarmálið. — Það er ekki satt, ó, hvernig get ég sannfært yður ... — Það er tilgangslaust fyrlr yður að neita. Og við höfum naeg ráð til þess að fá yður til þess að játa. Ég hefi ekki beitt valdj við yður enn sem komið er. Ég vonaði, að þér væruð svo skynsamar að sjá, að heppilegast væri fyrir yður að segja okkar allt af Iétta af frjálsum vilja. Þrátt fyrir allt er enn ger- legt fyrir mig að bjarga lífi yðar, . ... r,. Miuyvui, ú>. ,-i ,-erðið í Kína og starfið fyrir okkur. Og nú segið þér mér allt af létta ... ? — Nei, stundi Blanche upp. — Jæja, jæja, ég verð þá að neyða yður til þess að tala, sagði Mwa Chou kuldalega. Hann smellti fingrunum og gaf hermönnunum þanig merki um. að hefia dyndingar. — Byrjið bara, sagði hann, — nei bíðið andartak, því að allt í einu var barið að dyrum. — Kom inn, kallaði hann og kenndi óbolin mæði í röddini. Ein af fanaavörðunum kom inn. Blanche hafði ekki séð hann fyrr. Han gekk til Mwa Chou og mælti til hans lágum rómi. Andlit hers- höfðingians varð enn gulara á lit- inn en áður og han æpti einhverja fyrirskipun til hermannanna. sem hörfuðu begar frá Blanche. — Tvær af konunum í klefa yðar hafa veikst meðan þér voruð hér, sagði Mwa Chou og kenndi nú geigs cí rödd hans. — Þér hafið kannski heyrt, að það er komin upp pest hér í fangelsinu. Þessar tvær konur eru hær síðustu. sem veikst hafa. Þér verðið fluttar og settar í einangrun. Jafnvel þótt þér hafið ekki smitast getið þér smitað aðra, hvern sem er, er kem ur nálægt yður, en þér eruð okkur mikils virði, og þess vegna verður reynt að halda í yður lífinu. Lækn ir verður sendur í klefa yðar og hann mun sprauta í yður varnar- efni. f klefanum verðið þér að vera þar til engin hætta er á', áð þér smitið aðra — ef þér þá eruð ekki veikar þegar. En við reynum að koma í veg fyrir að þér verðið pestinni að bráð. — Og þegar hætt ,an er liðin hjá mun ég tala við yður aftur. Verið vissar um það. Og þá skulið þér verða að svara spurningum mínum. Þér verðið hér þar til aðstoðar- maður læknisins kemur — er þér reynið að komast út úr herberginu verðið þér skotnar — ekki til bana heldur til þess að koma yður í skilning um, að bezt sé að hlýða. — Og þú sagðir Mwa Chou og sneri sér að öðrum hermanninum, þú sérð um, að þeta herbergi verði sótthreinsað rækilega ... kornið ekki nærri mér, ungi maður — ég ætla ekki að hætta á neitt. Blanche sat í hnipri á stólnum og huldi andlitið í höndum sínum um leið og Mwa Chou hershöfðingi hraðaði sér úr herberginu, og á eft ir honum — í hæfilegri fjarlægð — fóru hermennirnir tveir og túlk- urinn. — Pestin — hún kann að verða □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ ' :fsbjörg min, hugsaði Blanche nú — og ef hún smitaðist, — þótt iauðinn biði hennar — þá var það betra en að eiga hótanir hershöfð 'ns’ans yfir höfði sér. II. — Hvernig líður þér, Blásóley, spurði Nicholas Petrov og leit sem snöggvast á hina litlu, hart leiknu konu, sem sat við hlið hans í fram- sæti bílsins, er ekið var hratt í kolamyrkri eftir þjóðveginum frá Kanton. — Ágætlega, vinur minn, svaraði hún hressilega. nú líður mér bara vel. — Þú segir þetta bara til þess að gera mig áhyggjulausann, en ég veit vel, að þú þarft hvíld og góða umönnun, þar til þú getur aft- ur farið að njóta þess, að vera á lífi. En hugsaðu ekki um það. Og fyrsti áfanginn er nú Hong Kong, sá næsti England. — England, sagði hún einkenni- legri röddu. Aldrej datt mér í hug að það vrði mitt. hlutskipti að fara þangað. — F.g hef beðið þess langa lengi, að fá tækifæri til þess að koma þér þansað. — Vinur minn, ég veit það, en mér fannst verki mínu hér ekki lokið, — að svo mikið væri ógert. — Víst er það, en það verður að fela öðrum. Petrov talaði ensku og nú virt- ust engir erfiðleikar á því fyrir Blásóley að skilja han. — Þú hefðir eins getað framið sjálfsmorð og að vera kyrr í Kína. Ef þú hefðir farið að mínum ráðum hefðirðu sloppið við þessa skelfi- legu reynslu — ekki þurft að sjá þitt fagra heimili og lenda í því, að verða yfirheyrð af þrælmenn- inu Mwa Chou. — Það var allt þess virði, ef það má vera til nokkurs gagns fyr- ir það Kína, sem raunveruluega er mitt. Fyrir það hefði ég glöð getað offrað lífi mínu. — En líf þitt er of mikils virði til þess að fórna því. Og ef þér finnst að þú getir haldið áfram að starfa fyrir þitt Kína geturðu innt mikilvæga þjónustu af hendi fyrir ríkisstjórnir Bretlands og Bandaríkjanna. Treystirðu þér ekki skal ég sjá um, að þú getir dregið þig í hlé og lifað áhyggjulausu lífi á eftirlaunum. Þú hefur innt meira og gagnlegra starf af hönd- um en gera mátti ráð fyrir. að nokkur kona gæti. — Ég er ekki ung lengur, sagði Blásóley, en heldur ekki gömul, og við hagstæð skilyrði held ég, að ég geti beitt persónulegum — ... töfrum þínum, greip hann fram í fyrir henni. Það veit ég vel, Þegar þú ert búin að jafna þig j og getur klæðzt smekklegum fatn- | aði muntu töfra hvern sem væri. j Hann hægði ferðina sem snögg- j vast; tók hönd hennar og bar i vörum sér. |jHárgreiöslustofan □HÁTÚNI 6, simi 15493. n □ ra---------------------- pHárgreiðsIustofan nS Ó L E Y O §Sölvallagötu 72. □ □ Símj 14853. □ □________________________ □ □ Hárgreiðslustof an □ P I R O L A □Grettisgötu 31, sími 14787. n----------------------- □ ° Hárgreiðslustof a □ V ESTURBÆJAR §GrenimeI 9, sími 19218. □ --------------------- □ □ Hárgreiðslustofa |austurbæjar □(María Guðmundsdóttir) ^Laugaveg 13, sími 14656. □ Nuddstofa á sama stað. !3______________________ □ E [jjHárgreiðslu- og snyrtistofa gSTEINU og DÓDÓ □Laugaveg 18 3. hæð (lyfta). gSími 24616. Q--------------------------- E3 □Hárgreiðslustofan §Hverfisgötu 37, (horni Klappar- Qstígs og Hverfisgötu). Gjörið §svo vei og gangið inn. Engar Qsérstakar pantanir, úrgreiðslur. □ °P E R M A, Garðsenda 21, simi □33968 — Hárgreiðslu og snyrti- □stofa. □--------------------------- □ □Dömu, hárgreiðsla við allra hæfi nTJARNARSTOFAN, □Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- nmegin. Sími 14662 3 Hárgreiðslustofan rr Háaleitisbráut 20 Simi 12614 1 k Þetta var áhættusamt verkefni, kapteinn Wildcat, en það tókst vel, án nokkurra blóðsúthellinga. Þetta var líka einkennilegt verk- efni, fyrir Navajo Indíána, Tarz- an, að ræna vitlausri gamalli kerl- ingu. Takið þið Kraimu með ykk- ur til sjúkrahússins í Mombuzzi, ég ætl aað fara og gá hvort hægt er að koma einhverju viti fyrir villimennina á friðsamlegan hátt. Láttu mig verða eftir hjá þér, segir Wildcat, með byssur, ef þú skyldir þurfa þeirra með. Þakka þér fyrir kapteinn, segir Tarzan, en ég held að það sé betra að ég fari einn. Komdu með koftann hingað og bíddu eftir mér. Q □ Q □ U Q Q □ Q C a a a Q Q Q □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ Bílakjör Nýir bílar, Commer Cope St. BIFREIÐALEIGAN, Bergþórugötu 12 Símar 13660, 34475 og 36598 V Odýrar Terrylene- buxur á drengi Hogkuup □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.