Vísir - 31.07.1963, Blaðsíða 16
Tugmilliónatjón er 2 bótnr furnst
í gærkvöldi fórust tveir ís-
lenzkir fiskibátar fyrir Austur-
Iandi, Fróðaklettur og Snæfell,
og tókst svo giftusamlega, að
ekkert manntjón varð.
Fróðaklettur og Ægir lentu í
ásiglingu um 20 milur út af
Dalatanga síðdegis og laskaðbt
Fróðaklettur svo mikið, að
hann sökk á leið tll Iands, en
Ægir bjargaði áhöfninni. Hún
er á Seyðisfirði í góðu yfirlæti
og mun fara þaðan flugleiðis
síðdegis. Kl. 22 heyrðist neyðar
kall frá Snæfugli sem var þá
skammt suð-suðaustur af Seley.
Þurfti hann bráðrar hjálpar. Síð
ar fréttist, að Guðmundur Pét-
urs hafi fundið skipverja á
gúmbát heila á húfi. Snæfugl
var með 600 mál og mun hafa
oltið á hliðina. Sjópróf byrja
síðdegis í dag.
VISIR
Miðvikudagur 31. júlí 1963.
2 sækja um
Mosfell
Frestur til umsóknar um Mos-
fellsprestakall í Grímsnesi er út-
runninn. Umsækjendur eru tveir
sr. Óskar Finnbogason, skónarprest
ur að Staðarhrauni og sr .Ingólfur
Guðmundsson.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær
kosning fer fram.
SLYS
Um kl. 5 í @ærdag var um-
ferðarslys á gatnamótum Lauga-
3 og Laugarnesvegar. — Vöru-
§ bifreiðinni R-2392 var ekið suð-
ur Laugamesveg og inn á Lauga-
veg. I þeim svifum kom mað_
ur á bifhjóli akandi austur
Laugaveg og lenti hann á fram
hjóli vörubifreiðarinnar. Öku-
maður bifhjólsins hlaut höfuð-
högg og var hann fluttur með-
vitundarlaus á Slysavarðstof-
una.
SJÓPRÓF HíFJAST IDAG
Bidsted semur Þjóð
leikhúsballett
Politiken í fyrradag greinir
frá því að Þjóðleikhússtjóri Guð
laugur Rósinkranz hafi boðið
Erik Bidsted að koma til Reykja
víkur í vor, og stjórna ballett-
sýningu í Þjóðleikhúsinu.
Þar á meðal annars að sýna
barnaballettinn Dimmalimm,
sem Erik Bidsted samdi fyrir
níu árum síðan og einnig nýjan
ballett, sem byggður er á upp-
kasti sem Þjóðleikhússtjóri hef-
ur sjálfur samið.
Bidsted stjórnaði fyrir skömmu
sýningu í Pantomimeteatret í
Höfn og segir Politiken að sú
sýning hafi verið hin ágætasta.
Fróðaklettur sökk eftir árekstur
Frystihúsin lokuð
50 blakkir menn og hvítir voru
handteknir í gær í New York. Ó-
kyrrð út af kynþáttamálum er víða
i Bandarikjunum.
Þjóðhátíðin í Eyj-
um um næstu helgi
Um næstu helgi verður hin ár-
lega þjóðhátíð Vestmannaeyja
haldin í Herjólfsdal og hefst hún
á föstudag.
íþróttafélagið Týr sér um hátíð-
ina að þessu sinni og verður margt
til skemmtunar að vanda, þar á
meðal bjargsig, ræður, knattspyrnu
keppni milli Vestmannaeyinga og
Akureyringa og keppni £ frjálsum
íþróttum.
Þá leikur Lúðrasveit Vestmanna-
eyja. Á kvöldin verða kvöldvökur
og dansað á pöllum og á föstu-
dagskvöldið verður brenna á
Fnjóskakletti og flugeldasýning.
íþróttafélagið Týr hefur gefið út
myndarlegt þjóðhátíðanblað, fjöl-
breytt að efni og myndskreytt. t
/ hálfm mánuð
Starfsemi allra frystihúsana í
Vestmannaeyjum liggur niðri í
hálfan mánuð svo og útgerð bát-
anna sem veiða fyrir þau. Ástæð-
an er sumarfri starfsfólksins og
sjómanna. Það má heita nánast
undarlegt að jafnmiklir afkasta-
menn og Vestmannaeyingar skuli
yfirleitt geta hætt að vinna.
„Fólkið er búið að vinna mikið
í marga mánuði, stundum lagt dag
við nótt, og nú verða allir að fá
sér frí. Það virðist Iangheppilegast
að allir fari í frí á sama tíma“,
sagði Guðlaugur Stefánsson, fram
kvæmdastjóri við Vísi í morgun.
Vestmannaeyjar eru sem kunn-
ugt er helzti framleiðslubær hrað-
frystiiðnaðarins á íslandi. Þar 'eru
allmörg frystihús, sum þeirra með-
al hinna stærstu og afkastamestu
á íslandi. Framleiðslan hefur verið
gífurleg í undanfama mánuði, og
vinna meiri en hægt hefur verið að
anna. Hráefni hefur borizt svo ört
að frystihúsin í Vestmannaeyjum
hafa orðið að flytja fiskinn út ó-
unninn, að nokkru leyti, tíl að
losa sig við hann úr birgðageymsl-
unum.
Nú er allt með kyrrum kjörum í
frystihúsunum og með rólegra
móti á staðnum nema hvað þjóð-
hátíðin er í undirbúningi, og þá
færist aftur líf og fjör í staðinn.
Margir þeirra sem vinna í frysti-
húsunum munu þó ætla_sér að
skreppa til meginlandsins í fríinu.
Fyrsta gassendingin til
ÍSAGA kom í morgun
Fyrsta gassendingin til
ísaga kom í morgun með
m.s. Heklu frá Dan-
mörku, einnig fékk vél-
smiðjan Héðinn nokkuð
magn af gasi í morgun,
en Héðinn fékk sína
fyrstu gassendingu með
síðustu ferð Gullfoss.
Blaðið átti í morgun stutt
viðtal við einn af stjórnendum
ísaga h.f. og sagði hann að
nokkuð minni eftirspurn hefði
verið eftir gasi en fyrirtækið
bjóst við. Fyrsta sendingin kom
eins og fyrr segir í morgun. En
aðal gassendingin kemur með
Tröllafossi um næstu helgi.
Tröllafoss tók gasið í Gauta-
borg. Kemur skipið nokkru
seinna til landsins en áætlað
var vegna viðkomu þess í Ham-
borg.
Blaðið átti einnig tal við
Svein Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóra Héðins. Sveinn
sagði að fyrirtækið hefði strax
gert ráðstafanir til þess að fá
gas erlendis frá og hefði fyrsta
sendingin komið frá Danmörku
með síðustu ferð Gullfoss. Héð-
inn fær einnig nokkuð magn af
gasi með Heklunni. Hinn erlendi
innflutningur á gasi hækkar
verð þess um 50%.