Vísir - 31.07.1963, Blaðsíða 7
V í S IR . Miðvikudagur 31. júlí 1963.
Dr. Richard Beck:
Brautryðj andinn og vakningar
maðurinn Baldvin Einarsson
rundvallandi og áhrifarík
starfsemi Baldvins Einars-
sonar í íslenzkum stjórnmálum
og menningarmálum hefir orðið
mér enn ljósari heldur en áður
við lestur bókar Nönnu Ölafs-
dóttur Baldvin Einarsson og
þjóðmálastarf hans, sem var
eitt af ritum Hins íslenzka Bók-
menntafélags fyrir árið 1961, en
það er fyrsta rækilega rannsókn
in á starfi hans, byggð á hin-
um traustustu heimildum, og
hefir höf. leitað vítt til fanga í
þeim efnum. Einnig er rit þetta
mjög skilmerkilega samið. og í
alla staði hið læsilegasta. Hins
vegar sýnist mér sem hljóðara
hafi verið um þessa bók heldur
en hún á skilið og sá merkis-
maður, sem hún fjallar um, þeg-
ar 1 minni er borin brautryðjanda
og þjóðvakningarstarfsemi hans.
Eins og Nanna Ólafsdóttir
bendir réttilega á í formála sín-
um, hefir Baldvin Einarsson, í
augum seinni tíma manna, að
miklu leyti horfið í skugga
Fjölnismanna og Jóns Sigurðs-
sonar. Það var því hið þarfasta
verk að taka þjóðmálastarf hans
til eins ítarlegrar athugunar og
hún gerir í bók sinni.
Þar er fyrst rakinn æfiferill
hans, lýst uppvexti hans og
menntun, djúpstæðum áhrifum,
sem hann varð fyrir á Kaup-
mannahafnarárum sínum, ásamt
bátttöku hans bar í borg í félög
um, sem snertu Island og ís-
lenzk málefni, er varð honum ó-
metanlegur undirbúningur hins
merka og margþætta þjóðmála-
starfs hans, ennfremur er sagt
frá hjúskaparlífi hans og afkom-
endum, og að sjálfsögðu lýst
hörmulegum dauðdaga hans
íangt um aldur fram, en hann
dó, eins og kunnugt er, af afleið
ingum bruna í híbýlum hans.
lVTæst kemur ítarleg lýsing á
hinu gagnmerka riti Bald-
vins Ármann á Alþingi, en útgef
andi auk Baldvins var síra Þor-
geir Guðmundsson Jónssonar
prests á Staðastað. Var hér um
að ræða þjóðlegt og fræðandi
vakningarrit, sem varð næsta
'íðlesið, á þeirrar tíðar mæli
kvarða, enda var það vel við al-
þýðuskap bæði um efni og með-
ferð þess, og vekjandi áhrif rits
ins að sama skapi, þótt svo
væri um Baldvin sem marga
aðra brautryðjendur og sáð-
menn á akri þjóðfélagsins, að
víða féll sæðið í grýtta jörð.
ítarlegir kaflar bókarinnar
fjalla síðan um merkileg ritstörf
BaJdvins og sambærilegar tillög-
ur hans um uppeldismál, skóla-
mál, um stéttaþingin í Dan-
mörku og þátttöku íslands' í
þeim, atvinnumál og verzlunar-
mál, en öll þessi mál lét hann
sig miklu skipta, rökræddi þau
í Ármanni eða öðrum ritum sín
um.
Einnig er hér, eins og vera
ber, sérstakur kafli um „Stjórn-
málaskoðun Baldvins Einarsson-
ar“, og leiðir höf. gild rök að
því, ekki sízt með tilvitnunum í
einkabréf hans, ,,að Baldvin hafi
aðhyllzt þátttöku fólksins í
stjórnarefnum og verið andstæð
ur einveldinu sem stjórnar-
formi.“ Hitt er ennfremur lauk-
rétt athugað hjá höf., að hin
ströngu prentfrelsislög j>eirrar
tíðar gerðu Baldvin ókleift að
hreyfa þeim skoðunum sínum
beinlínis á prenti. Ætla ég, að
niðurstaða Nönnu Ólafsdóttur
um stjórnmálaskoðanir hans sé
á traustum rökum reist og fjarri
því að vera ofmæli, en hún er á
þessa Ieið:
,,Ég hygg að telja megi Bald-
vin standa jafnfætis forustu-
sveit menntamanna um stjórnar
farslegar umbætur um 1830“.
Afstaða hans til stéttaþing-
anna og tillaga hans um sérstakt
þing fyrir Island bera því einn-
ig órækan vott hvar hann stóð
í sveit í stjórnmálunum, en um
stéttaþingin skrifaði hann, auk
ritgerðar í Ármanni, mjög merki
iegan ritling á dönsku, sem
vakti verðskuldaða athygli og
fékk góðar viðtökur bæði erlend
is og heima á íslandi. En það,
sem fyrir Baldvin vakti, var í
rauninni endurreisn Alþingis á
Islandi, eins og fram kemur
glöggt í bréfi ti! föður hans. En
í þessum efnum sem mörgum
öðrum var Baldvin langt á und-
an sínum tíma, árgalinn, sem
Baldvin Einarsson.
morgunsönginn hóf upp, boð-
beri dagsins, sem seinna átti af
djúpi að rísa. Um þetta fer
Nanna Ólafsdóttir. þessum mark
vissu orðum:
„Baldvin var brautryðjandi og
sá veldur miklu sem upphafinu
veldur. Miðað við allar aðstæð-
ur hafa áhrif hans orðið ótrú-
lega mikil, þó að tekið sé tillit
til þess að starf hans í pólitísk-
um efnum var þytur af geysilega
áhrifamiklum sveiflum sem
gengu yfir löndin.
þegar Baldvin leggur alþingis-
málið fyrir þjóð sína eru
engu er líkara en Baldvin hafi
verið nokkurs konar safngler
viðbrögð manna þann veg að
almennra óska um að endurreisa
alþing. Hann kvað upp úr um
það sem allir vildu sagt hafa“.
Hispurslaust og af fullri sann-
girni ritar höf. um deilu Bald-
vins við R. Chr. Rask, málfræð-
inginn víðfræga, og munu ís-
lenzkir nútímaipenn vera sam-
mála höf. umræddrar bókar um
það, að það hafi verið harms-
efni, að sá mikli íslandsvinur
skyldi dragast inn f þá deilu, þó
að íslendingar ættu þar, á hinn
bóginn, hendur sínar að verja.
Að verðugu fjallar einn kafli
bókarinnar um „Málbótastarf
Baldvins Einarssonar", en um
þá hliðina á þjóðlegri umbóta-
starfsemi hans hafði eigi verið
skrifað sérstaklega fyrri en dr.
Björn Guðfinnsson gerði það í
mjög athyglisverðri grein í And-
vara (1941), sem vitnað er til í
ofannefndum kafla bókar Nönnu
Ólafsdóttur. Taldi dr. Björn, að
málbótastarf Baldvins sé um
margt gagnmerkur þáttur í starf
semi hans, og tekur Nanna í
sama streng í kafla sínum um
þá hliðina á starfsemi hans. Hún
Ieggur einnig áherzlu á það, að
hann notar aldrei erlend orð, en
„smíðar ævinlega ný þegar svo
ber við að orðs er vant á ís-
lenzku". Lifa sum þeirra nýyrða
hans góðu lífi í íslenzku máli,
svo sem þilskip, strokleður,
stjórnarskrá og fjöllistaskóli,
þótt önnur háíi.miður tekizt og
éigi náð far festu. En vel lýsir
sér hér þjóðræknisandi Baldvins
og ást hans á fslenzkri tungu.
seinasta kafla bókarinnar,
„Trú á land og þjóð. Sjálf-
stæðishreyfing?", má segja, að
höf. dragi saman niðurstöður sín
ar um stjórnarfarslegt viðhorf
og þjóðmálastarf Baldvins Ein-
arssonar, og verður því eigi bet-
ur lýst en í þessum lokaorðum
bókarinnar:
„I œviágripi Baldvins segir
Jón Sigurðsson að stjórnarbylt-
ingarnar í álfunni 1830 hafi vak
ið tvennt hjá mönnum. ást til
frelsis og ást á ættjörðu og þjóð
erni sínu. Hvort tveggja hafi
verið vakandi hjá Baldvin. En
Jón ætlar að þeir viðburðir hafi
glætt þessar tilfinningar enn
meir og gefið þeim fastari og
ljósari stefnu. Fjölmargar at-
hugasemdir í bréfum Baldvins
staðfesta að hann skoðaði við-
burðaríkan samtímann opnum
huga. Hann lifði í dögun nýrrar
aldar í stjórnarefnum og nýrra
hugmynda um gildi þjóða og
einstaklinga. Hann var málsvari
hins nýja tíma. Stjórnmálin urðu
eftirlæti hans og þá var leitað
dýpra, kannað eðli þjóðfélags-
ins. Jafnhliða rannsakaði hann
sögu og hagi íslenzks bióðfé-
lags og þá var rökrétt afleiðing
þess evia þióðfrelsisbarát*
una framundan. Honum var mik
ið niðri fyrir þegar á árinu 1829
— og hann stenzt ekki mátið
— heitum huga þess manns sem
þekkir hvorki þreklevsi né víl,
sendir hann herhvöt dofinni
þjóð norður í heimi: „Það er ó-
möguligt ad þagga serhvörja
raust niður í því landj sem föð
urlandselskan og frelsid hefir
valdi sér fyrir adalheimkynni
því þau láta steinana tala þegar
adrir þegja“.
Baldvin Einarsson lézt, eins
og fyrr er vikið að, langt um
aldur fram, aðeins rúmlega þrí-
tugur (f. 2. ágúst 1801, d. 9.
febrúar 1833). íslenzkir samtíða
menn hörmuðu fráfall hans.
Bjarni Thorarensen, sem verið
hafði mikill aðdáandi hans og
stuðningsmaður, kvaddi hann
með vísunni ódauðlegu, sem hér
fer á eftir, og er auðfundið
hvað skáldinu var mikið niðri
fyrir:
íslands
óhamingju
verður allt að vopni!
eldur úr iðrum þess,
ár úr fjöllum
breiðum byggðum eyða.
Sannarlega missti ísland mik
ils við fráfall hans, en fjarri fór,
að ævistarf hans hafj verið til
einskis unnið. Hann hafði um
margt verið brautryðiandi og
vakningarmaður í íslenzku þjóð
lífi, sáð þeim fræjum, sem fagr-
an ávöxt báru síðar íslenzku
þjóðinni til þlessunar. Á honum
sönnuðust eftirminnilega orð
norska skáldsins (hér endur-
sögð), að þótt frumherjinn falli,
þá er það bót í böli, ef ein-
hverjir verða til að taka upp
merki hans og fylgja honum í
spor. Það var í ríkum mæli hið
góða hlutskipti Baldvins Einars-
v/Miklatorg
Sími23136
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRY GGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRY GGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
FARANGURSTRYGGINGAR
FARANGURSTRYGGINGAR
FARANGURSTRYGGINGAR
FARANGURSTRYGGINGAR
FARANGURSTRYGGINGAR
FARAN GURSTR Y GGING AR
FARANGURSTRYQGINGAR
FARANGURSTRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FARANGURSTRYGGINGAR
FARANGURSTRYGGINGAR
FARANGURSTRYGGINGAR
FARANGURSTRYGGINGAR
FAR ANGURSTR Y GGIN GAR
FARANGURSTRYGGINGAR
FARANGURSTRYGGINGAR
FARANGURSTRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
AÐEINS EITT SÍMTAL - OG YÐUR ER BORGIÐ
H
V ATRY GGINGAFELAGIÐ,
Borgartúni 1 . Sími 11730
FARAN GURSTR Y GGIN GAR
farangurstryggínGar
FARANGURSTRYGGINGAR
FARANGURSTRYGGINGAR
FARANGURSTRYGGINGAR
FARANGURSTRYGGINGAR
FARANGURSTRYGGINGAR
FARANGURSTRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FÉRÐATRYGGINGAR
IERDATRYGGINGAR
F ERÐ ATR Y GGING AR
FERÐATRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FERÐ ATRY GGIN GAR
FARAN GURSTR Y GGINGAR
FARAN GURSTR Y GGIN G AR
FARANGURSTRYGGINGAR
FARANGURSTRYGGINGAR
FARANGURSTRYGGINGAR
FARANGURSTRYGGINGAR
FARANGURSTRYGGINGAR
FARANGURSTRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
FERÐATRY GGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR
TRYGGINGAR