Vísir - 31.07.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 31.07.1963, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Miðvikudagur 31. júlí 1963, Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Breytt stefna í skattamálum Tíminn og Þjóðviljinn hafa undanfarið talað mikið um skattpíningu og reynt að telja lesendum sínum trú um að þar væri skýringin á hinni góðu afkomu ríkis- sjóðs 1962. — Það er því ekki úr vegi að rifja upp hvað núverandi ríkisstjóm hefur gert í skattamálum og athuga hvort þær aðgerðir hafi getað orðið til þess að þyngja álögur almennings. Endurskoðun skattalaganna fór fram í tveimur áföngum. Árið 1960 voru skattar á almenningi lækk- aðir stórlega og 1962 var skattlagningu fyrirtækja breytt til bóta. í fyrra skiptið var tekjuskattur með öllu afnuminn af hreinum tekjum einstaklinga undir 50 þús. kr. og hjóna undir 70 þús. kr. og hækkaðar skattfrjálsar tekjur hjóna um 10 þús. kr. fyrir hvert barn. Þar með má kalla að tekjuskattur hafi verið al- veg afnuminn af venjulegum launatekjum, nema að því leyti, sem nauðsynlegt þótti til jöfnunar á aðstöðu manna vegna framfærslubyrði. í stað tveggja skattstiga fyrir einstaklinga og hjón var settur einn skattstigi, sem að sönnu rís nokkru örar í fyrstu en áður var, en vegna þess hve skatt- frjáls persónufrádráttur var hækkaður mikið hafa skattar lækkað verulega á öllum tekjum. Þá má geta þess, að vegna breytingarinnar á lög- unum um tekjuskattinn var ákvæðum um niðurjöfnun útsvara breytt, og ákveðið að þau yrðu lögð á eftir lögfestum reglum, til þess að koma í veg fyrir að sveit- arstjórnimar freistuðust til að taka til sín í útsvör lækkanirnar á tekjuskattinum — en sú freisting hefði ef til vill verið sums staðar fyrir hendi, ef þær hefðu mátt leggja útsvörin á eftir efnum og ástæðum. Og þá má ekki gleyma því, að greidd útsvör vom gerð frádráttarhæf við álagningu. Eysteinskan útlæg Það, sem gerzt hefur í skattamálunum er, að Ey- steinskan hefur verið afnumin og tekið upp heilbrigt skattakerfi. Tímamönnum og kommúnistum fellur þetta auðsjáanlega illa, en meirihluti þjóðarinnar fagn- ar breytingunni. Auk þess sem áður var talið, má geta þess, að með breytingunum, sem gerðar voru á skattalöggjöf- inni 1962 voru framlög í varasjóð hlutafélaga hækkuð úr 20% í 25%. Sameignarfélög fengu varasjóðshlunn- indi, en höfðu engin haft áður. Heimiluð var útgáfa jöfnunarhlutabréfa til leiðréttingar við rétt verðmæti hlutafjár, án þess að skattskylt sé hjá hluthöfum. Leyfður var frádráttur frá skattskyldum tekjum á vöxtum af byggingarskuldum meðan hús eru í smíð- um, og frádráttur leyfður á aðstöðugjaldi og eigna- útsvari. Skattstiga einstaklinga til eignaskatts var breytt þannig, að ávallt er 100 þús. kr. eign skatt- frjáls - og er þó margt enn ótalið. Nehru og dóttir hans Indira Gandhi. V erður hún asta kona heims? Morarji Deasi, Y. B. Chavan og Krishna Menon. Nehru forseti Indlands er orð- inn 73. ára. Hver tekur við, ef hann fellur frá skyndilega, eða verður að láta af embætti af heilsufarslegum ástæðum? Um þetta er fjallað í nýútkominni bók sem heitir AFTER NEHRU, WHO? Bók þessi kom út í London og er höfundur hennar Welles Hangen. Fáirt nútímaleiðtogar eru valdameiri en Nehru. Hann er ekki aðeins forsætisráðherra eins mesta og fjölmennasta lands heims, lands, sem stjórn- að er eftir vestrænum Iýðræðis hugmyndum. Hann er formaður aðalflokks landsins, Kongress- flokksins, á þingi og utan, — hann er formaður skipulags- nefndar landsins og kjarnorku- ráðs þess Og hann er annað og meira en allt þetta: Hann er arf- taki Gandhis, landsfaðir tug- milljónanna, sem landið byggja. Welles Hangen er vel kunnur bandarískur fréttaritari. Hann hefir verið fréttaritari National Broadcasting Company í Banda rlkjunum og fyrr í ýmsum öðr- um Asíulöndum. Hann ræðir framtíð Indlands í hrífandi bók, og segir ævisögu sjö manna og einnar konu, en i þessum hópi telur hann eftirmanns Nehrus vera að leita. Konan í hópnum er dóttir Nehrus, sem — ef hún yrði fyrir valinu — myndi verða áhrifamesta kona heims. Hvert um sig af þessum átta hefir menntun, hæfileika og ýmis skil yrði til þess að taka við foryst- unni að Gandhi látnum. Einn í hópnum Morarji Deasi, fjármálaráðherra, 67 ára Hann er maður siðavandur og vana- fastur, fastheldinn á gamlar venjur og siði. Hann byrjar dag inn fyrir kl. 5 á morgnana með yogaæfingum. Hann berst gegn áfengisnotkun, að konur beri á sig smyrsl, að fólk gangi í vest rænum klæðum — og gegn varn aðarmeðölum til þess að fækka barnsfæðingum. Hann kallar sig jafnaðarmann, en hefir aðrar skoðanir á ýmsum innanríkis- og utanríkismálum. Stuðningur hans er í hægra armi flokksins, eignamannanna. Nær miðdepli flokksins er Lal Bahdur Shastri, innanríkisráð- herra, sem veigrar sér ekki við að vinna 18 klst. á dag. Maður blíðlyndastur og indverskastur þeirra, sem hér um ræðir. Þá er Krishna Menon í vinstri álmu flokksins. Hann var knú- inn til þess að biðjast lausnar sem landvarnaráðherra, af því að í ljós kom að landið var óvið- búið innrás Kínverja. — Hann var um langt skeið í miklu dá- læti hjá Nehru, og bókarhöf- undur telur hann þann Indverja, sem hafi heillað sig öðr- um fremur Menon fór tuttugu og átta ára að aldri til Eng- lands, ætlaði að vera þar eitt misseri við nám, en var þar í 28 ár, síðast sem fulltrúi Iands síns. Hann er nú 66 ára, veitist að sögn erfitt að tala móðurmál sitt, og mjög áhrifamikill, m. a. vegna álits Indiru Gandhi á hon- um, en hún er ekkja stjórnmála- mannsins Feroze Gandhi, en hann var ekki skyldur spekingn- um Mahatma Gandhi. — Bókar- höfundur er ekki trúaður á þann orðróm að í þá átt stefni að þau verði hjón Krishna Menon og Indira Gandhi — „það væri eins og hjónaband milli Rasputins og Florence Nightingale“. — Greinarhöfundur telur, að tæki- færin til að komast upp á tind- inn séu glötuð Menon. Einn hinna, sem til greina gætu komið, og Nehru hefur miklar mætur á, er Y. B. Jhau- van, fyrrverandi forsætisráð- herra f Bombay, en nú land- varnaráðherra. Greinarhöfundur telur nokkr- ar líkur fyrir, að sá, sem fyrst taki við af Nehru, verði stuttan tíma við völd, — sá næsti kunni að verða framtíðarieiðtogmn — leiðtogi 443 milljóna manna, hvar af 30 milljónir Iifa stein- aldartilveru enn í dag og 75 af hundraði allra landsmanna ó- læsir og óskrifandi — sem leiða þarf til manndóms og mennt- unar. ☆ /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.