Vísir - 31.07.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 31.07.1963, Blaðsíða 4
4 VÍSIR . Miðvikudagur 31. júlí 1963. Leikur okkar við heims- meistarana. ITALI Baden-Baden, 28. júlí 1963. Tjað komu spil til þess að vinna hina norrænu frændur okkar í seinnl hálfleik, en því miður var spilaguðinn á móti okkur. Strax í fyrsta spilinu lenti ég í slemmu, sem ég tapaði. Spilið var eftirfar- andi: Norður gefur, n-s á hættu. Stefán ♦ 3 4 K-9-8-4-2 ♦ Á-D-9-8-6-5 *6 Sörensen 4 10-9-8 5-4-2 ¥5 4 10-2 * G-10 9-8 4 Á-K-G 4 Á-10-6 4 4-3 ♦ Á-K-D-3-2 Lárus Sagnirnar hjá voru eftirfarandi: okkur Lárusi Norður Suður p 1 * 1 V 2 4 3 4 3 4 4 4 5 4 6 4 P Otspil vesturs var laufagosinn, sem var drepinn i borði. Þá kom tígull, drottningunni svínað, hjarta og drepið upp á ásinn. Enn kom tígull, austur lét kónginn og ég drap með ásnum. Nú var ég í vanda staddur. Ef ég spilaði tígli og austur hefði átt aðeins tvo tígla og hónor annan í trompi, þá var slemman töpuð. Væru trompin hins vegar tvö og þrjú var slemman örugg, hvar sem tig- ulgosinn var. Ég tók þvi á hjarta- kónginn og allt var glatað. Við hitt borðið reyndi litt á úrspilagetu hinna norsku, því þeir melduðu eftirfarandi á spilin: Norður Suður P 1 * 14 3 4! 6 4 6 G P Þriggja tígla sögn suðurs rak hann í sex grönd, sem velta ein- göngu á því að tígulkóngurinn liggi rétt og sé ekki fjórði. Þetta var fyrir hendi og Norðmenn græddu því 17 stig á spilinu. Símon og Þorgeir og við Lárus spiluðum leikinn og lyktaði hálf- leiknum 49:47 fyrir Noreg og tap- aðist leikurinn því með 107:64. Á móti Spáni spiluðum við Lár- us og Ásmundur og Hjalti fyrri hálfleik. Gekk hann frekar skrykkjótt og vorum við 25 und- ir í hálfleik, eða 50:25. 1 seinni hálfleik komu Símon og Þorgeir inn fyrir Ásmund og Hjalta og tókst okkur að bjarga einu vinn- ingsstigi. urinn að lokast og næsti slagur að vera byrjaður. Ég flýtti mér því að láta út í næsta slag og þar með var Spánverjinn klófest- ur. Hann uppgötvar nú litarsvik- in. Til allrar hamingju greip Guð- laugur í taumana og náði í keppn- isstjórann og var ég því laus allra mála. Dómurinn var skjótur, fái andstæðingarnir tvo slagi eftir lit- arsvikin eru tveir sektarslagir, annars einn. Ég vann því sjö grönd á miður heiðarlegan máta. Stefán Guðjohnsen ritar frá Evrópumót- inu í bridge Reglur um litarsvik eru mjög strangar hér á mótinu og getur það sett mann í heldur leiðinleg- ar kringumstæður. Á móti Spáni var ég að spila þrjú grönd og hafði ég átta slagi örugga. í fimmta slag svíkur annar Spán- verjanna lit. Þar eð hinn Spán- verjinn var heldur ekki með í litnum var mér fullkunnugt um Iitarsvikin. Til þess að litarsvik séu lagalega staðfest verður slag- Til allrar hamingju fyrir Spánverj ana stóðu alltaf þrjú grönd, svo þeir töpuðu aðeins þremur punkt- um á spilinu. Seinni hálfleik lyktaði 54:41 fyr ir okkur og allur leikurinn var í tölum 91:79 eða 1 vinningsstig gegn 5. Við heimsmeistarana, ítali, spil- uðum við Lárus og Ásmundur og Hjalti allan leikinn. Við Lárus spiluðum fyrri hálfleik í lokaða salnum móti D’Alelio og Chiara- dia. Gekk það heldur vel og vor- um við ánægðir með hálfleikinn. Á hinu borðinu áttu Ásmundur og Hjalti líka góðan leik þar til kom að spili nr. 18. Hófst þá ringulreið, sem ekki á sinn líka á Evrópumóti. Fyrsti þáttur hófst með þvf, að borðvörðurinn lét spil 19 á borðið í stað 18. Voru stöður öðruvísi í þessum báðum spilum, þannig að í fyrra spilinu voru Ásmundur og Hjalti utan hættu og hinir á, en í hinu spil- inu öfugt. Þessi spilavíxl virðast hafa farið fram hjá okkar mönn- um, því áður en varði voru þeir komnir í fjóra spaða við fjórum hjörtum hjá Itölunum, sem voru doblaðir. Ásmundur var 1100 nið- ur. Ekki er sagan þar með öll. í þessu umrædda spili sveik ann- ar Italana lit í fimmta slag. Italsk- ur vara-kapteinn, sem sat við hlið hans, kunni þessu ílla og vakti athygli hans á því áður en Ás- mundur hafði spilað út í næsta slag. Fór þetta heldur í taugar Ásmundar, en lét hann þó þar við sitja. Síðan reiknum við út hálf- leikinn og hafa ítalimir unnið hann, 41:27. Við vorum heldur gramir yfir umræddu spili og náðum í Her- man Filarski og spurðum hann ráða. Sagði hann að lítið væri að gera yfir mistökum borðvarðar- ins, þar eð allt sem máli skipti stæði á sjálfum spilabökkunum. Með hitt atriðið sagði hann mér að skrifa kæru hið snarasta, því kærufrestur væri aðeins hálftími eftir að leik er lokið. Ég skrifaði kæru og skýrði frá málavöxtum og fór fram á það að spilið væri spilað upp. Ég hafði spilað þrjú grönd á umrætt spil og unnið Framh. á 10. síðu. JAPANSKIR i.ósrt li’r.V NITTO HJÓLBARÐAR SÖLUUMBOÐ: BÚÐARDALUR — Jóhann Guðlaugsson. BLÖNDUÓS — Zophónías Zophóníasson. SAUÐÁRKRÓKUR — Bjarni Haraldsson. AKUREYRI-DALVÍK — Gunnar Jónsson. EGILSSTAÐIR - Bílabúðin. BREIÐDALSVÍK - Elías Sigurðsson. SELFOSS — Verzlunin Ölfusá. ntv ÚTSÖLUVERÐ MEÐ SÖLUSKATTI 900x16 8 NT-35 Nylon Kr. 3.400,00 750x20 10 NT-65 — — 2.975,00 750x20 10 NT-150 — — 3.010,00 825x20 12 NT-66 — — 3.815,00 825x20 12 NT-500 — — 3.850,00 825x20 14 NT-500 — — 4.115,00 825x20 14 NT-60 — — 4.185,00 825x20 14 NT-69 — — 4.250,00 900x20 12 NT-66 — — 4.140,00 900x20 12 NT-500 — — 4.140,00 900x20 12 NT-35 Rayon — 4.355,00 900x20 14 NT-500 Nylor. — 4.405,00 900x20 14 NT-60 — — 4.455,00 900x20 14 NT-69 — — 4.765,00 1000x20 14 NT-500 — — 5.775,00 1000x20 14 NT-63 — — 5.775,00 1000x20 14 NT-69 — — 5.975,00 1100x20 14 NT-63 — — 6.215,00 1100x20 16 NT-63 — — 6.770,00 EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI GROTTAh/f Þórsgötu 1, Reykjavík. Símar: 23606 - 24365.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.