Vísir - 31.07.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 31.07.1963, Blaðsíða 6
VlSIR . Miövikudagur 31. júlf 1963. ■ ..w Uv/ iu f Menntun kennara er í kalda koli Oíðustu daga hef ég lesið tvö bréf frá ungum mönnum og reiðum, en þð sitt upp á hvorn mátann. Hinn fyrri, Rögnvaldur Hannesson, er reiður út 1 allt og alla, en hinn síðari, Ólafur T. Jónsson, ræðst aðeins að þeim æskumönnum, sem leyfa sér að gagnrýna eldri kynslóðina og skólakerfið. Skoðanir beggja finnst mér dálftið varhugaverðar. Sérstaklega stakk ein málsgrein Rögnvaldar mig, og þar sem hún var í bréfinu án teljandi samheng is við hinar, ætla ég að taka hana hér upp: „Mér finnst að annað hvort verði að umgangast ungt fólk eins og unglinga eða hrein- lega viðurkenna, að það sé full- þroska fólk og sjálfstætt, og þó um Ieið ábyrgir einstaklingar". Þetta finnst mér ákaflega van- hugsað. Á milli unglings og full- þroska manns er ekki hægt að draga hreina línu. Ómögulegt er að sleppa allri ábyrgð í hendur unga fólksins f einu, heldur verð- ur það að gerast smátt og smátt eftir þvf, sem það hefur þroska til að taka við henni. Ég held, að vandamál Islendinga stafi ekki af því, að „unglingarnir séu ekki gerðir að ábyrgum mönnum f tíma", heldur að nokkru leyti af hinu, að sumir foreldrar missa of scnemma ábyrgðina á börnum sfn um. Mikill hluti unglinga virðist hafa vit og þroska til að taka við ábyrgðinni, þegar þeim er fengin hún, og af þeim hópi stafar eng in vandræði; nokkur hluti getur það aftur á móti ekki, og þá skapast ábyrgðarlaus æskulýður, sem enginn ber ábyrgð á. T Tm skóla okkar íslendinga tek ur Rögnvaldur stórt til orða kveður þá ýmist réttarsali, þar sem sakborningar séu teknir til yfirheyrslu eða kumbalda utan um leiðindi. Einnig minnist hann eitthvað á þrælsótta íslenzkra nemenda. Um þrælsótta er það að segja, að við hann hef ég aldrei orðið vör, ekki einu sinni meðan ég var í Kvennaskólanum, þar sem agi er þó sagður meiri en annars staðar. Geip hans um réttarsalina er ekki svara vert, en námsleiði íslenzks skólafólks er þvf miður algengur. Rögnvald- ur segir frá bandarfskum fyrir- myndarskóla, þar sem námsleiði var óþekkt fyrirbrigði, og má helzt ráða af orðum hans að það stafi af þvf, að kennarar og nem- endur deili völdunum bróðurlega á milli sín. Lftið held ég að á- standið f fslenzkum skólum batn- aði, þótt það yrði reynt, enda tel ég námsleiða okkar fslendinga alls ekki stafa af neinu þvf, sem bréfritari nefnir. Hitt er svo annað mál, að f fs- lenzkum skólum fer margt á ann an veg en skyldi. Menntun kenn- ara er í kalda koli. Alls konar menn hafa verið tfndir upp og þeim tyllt f kennarastöður; og kunna sumir allt annað en að kenna. ömurlegt ástand rfkir i skólabókaútgáfu. Upplög eru prentuð geysistór og bækumar síðan notaðar, þar til þær eru á þrotum. Ef tfmi, peningar og hæf- ir menn eru þá fyrir hendi, er ný bók samin, annars er sú gamla endurprentuð. Ýtrustu sparsemi er gætt við samningu bókanna, enda er innihaidið oft I fullu sam- HEIÐMÖRK Skógræktarfélag Reykjavíkur hefir sent blaðinu þennan upp- dritt af Helðmörk, sem ætlað- ur er tll lelðbeinlngar þeim er leggja vilja leið sfna um Mörk ina. Á næstunni mun verða reist spjald rétt innan við hvert Heið merkurhllðanna þriggja, hjá Sil ungapolii, hjá Eliiðavatni og fyrir sunnan Vffilsstaði, með sams konar uppdrætti f stærri mælikvarða. Vakin skal athygii á girðing- arstigunum („prilum"), sem reistir hafa verið á alimörgum stöðum, svo að hægt sé fyrir gangandi fólk að komast yfir girðinguna, án þess að nfðast á henni. Bil milli stiga er nokkuð mismunandi, yfirleitt um 1 km., sums staðar styttra, en á stöku stað Iengra. Vegalengdin frá Suðurlands- braut á móts við Silungapoli að Vífilsstaðahliðinu um Hrauns- lóð, Teygingaveg, Hjailabraut og Hlíðarveg er um 15 km. l/yWWWWAAA^/WVWNO/WVWWNAA/V/WWWW ræmi við tilkostnaðinn. Einnig hafa skólahús verið svo Iftil og léleg, að það hefur staðið skóla- starfini fyrir þrifum og oftast kæft allt félagslíf meðal nemenda. p’n það versta við fslenzkt skólakerfi er þó ekki þetta, þvf að það horfir allt til bóta, þó að hægt fari, heldur mottó fs- lenzkra skólayfirvalda „Upp með dalina, niður með fjöllin". Lág- kúruháttur tröllríður nú skóla- kerfi okkar. Hvernig f ósköpun- um á að vera hægt að fá afburða námsfólki, miðlungsfólki og því getuminnsta sama námsefnið. tit koman verður Ifka sú, að mestur hlutj unglinga fær ekki verkefni við sitt hæfi f skólunum. Athafna þörf heilbrigðs ungs fólks er mikil og þar sem það hefur tekið á- byrgðina of snemma, getur þessi þörf borið niður, þar sem sízt skyldi. Seinni bréfritarinn, Ólafur T. Jónsson, ræðst að Rögnvaldi fyr- ir að vanþakka þá menntun og þann þroska, sem íslenzkar menntastofnanir hafa veitt hon- um. Þetta er furðulegt sjónarmið. Þaö, sem þjóðfélagið hefur gert fyrir okkur, og það er sannarlega mikið, fáum við bezt þakkað með þvf að gera því allt það til góða, sem við getum. En það gerum við ekki með þvf að þegja yfir mis- brestum þess. Reykjavfk, 27. júlf 1963 Guðrún S. Friðbjömsdóttír

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.