Vísir - 15.08.1963, Síða 3

Vísir - 15.08.1963, Síða 3
V1SIR . Fimmtudagur 15. ágúst 1963, 3 Einn stærsti atburðurinn hér- lendis meðan á blaðamanna- verkfallinu stóð var að sjálf- sögðu verzlunarmannahelgm og allt það sem henni fylgdi. Hér í höfuðborginni virðist það vera orðin h'fsnauðsyn hvers bo.-gara að búa sig út með nesti og nýja skó og halda út f sveitina þessa helgi. Er það að einhverju leyti skiljanlegt, þegar á það er lit- ið að aukafrídagurinn gefur sumum einasta tækifærið til að hafa sig úr göturykinu í Reykja vík. Gallinn er bara sá, að við tekur meira ryk, þegar út úr borginni er komið — en það er nú annað mál. Og satt er það, að ekkert ryk finnst á þeirii staðnum, sem hvað vinsælastur er orðinn nú síðustu árin. Þórsmörkin hefur slikt aðráttarafl, að hvorki veð- urspár um rok og rigningu né aðrar hrakspár koma í veg fyr- ir að fólkið streymi á þennan ÞORSMORK fagra stað. Veðrið varð lika hið skaplegasta og hrakspárnar um drykkjulæti reyndust ofsagðar. Með ýmislegum ráðstöfunuin ferðaskrifstofa og æskulýðsráðs tókst að halda uppi röð og reglu og helgin leið með siðuðum hætti. Voru þó þama hartnær 5000 unglingar samankomnir og til alls líklegir. Farið var í leiki, hlýtt á messu, slegið var upp dansleik þar sem hið ágæta Savannatríó Iék og skotið var flugeldum og kveikt brenna. Allt setti þetta sinn svip á ástandið á staðnum og óhætt er að fullyrða að bæði unglingarmir og æskulýðsráðið hafi verið ánægt með útkomuna. Má þá segja að til einhvers hafi báðir þessir aðilar haldið í Þórs- mörk. Efsta mynd: Kynt var brenna eða varðeldur mikill á laugar- dagskvöld, sem fólkið safnað- ist í kringum. Eindálka mynd: Menningin er komin á hátt stig í Þórsmörkinni. Hér sjáum við öskutunnu, sem „opin er allan sólarhringinn“. Neðst á síð- unni: Efnt var til ýmissa leikja að frumkvæði Æskulýðsráðs og þótti sú tilhögun gefast vel. — Hér sjást nokkrir Þórsmerkur- gesta þreyta boðhlaup. Tvídálka mynd: Læknaneminn Auðólfur Gunnarsson var á staðnum og hlúði að sjúkum. Var hasin til kvadduf af Ferðaskrifstofunum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.