Vísir - 15.08.1963, Page 7

Vísir - 15.08.1963, Page 7
V í SIR . Fimmtudagur 15. ágúst 1963. 7 Hrúgur afrifnum póstpokum fund- 'st í hreiðrí ræningjanna Fyrstu haneðfökurnur í póstránsmólinu enska Scotland Yard framkvæmdi í morgun fyrstu handtökurnar í sambandi við póstránið mikla á dögunum. Voru handteknir þrír karlmenn og tvær konur. Tveir karhnannanna voru handteknir á baðstaðnum Bournemouth, sá þriðji í Lon- don, konumar tvær f Fulham. Hjá konunum fundust um fimm hundruð eins pundsseðlar í búntum. Gerir lögreglan sér vonir um að geta leitað ein- hver af númerum þeirra uppi hjá þeim peningastofnunum, sem höfðu sent seðla með póstinum. í gær hafði lögreglan fúndið bækistöð póstræningjanna á bú- garði einum við Oakley um 25 km frá þeim stað, þar sem lestin var rænd. Það var hjarðmaður nokkur að nafni John Alfred Maris, sem benti lögreglunni á að háttálag þeirra manna, sem búið höfðu á bæ þessum síðustu dagana fyrir ránið hefði verið mjög ein- kennilegt. Þar er nú talið hugs- anlegt, að upplýsingar hans leiði til falls ræningjanna og fengi þessi fátæki sveitamaður þá bróðurpartinn af þeim 260 þúsund punda verðlaunum sem heitið hefur verið en það jafn- gildir um 35 milljónum króna. Þegar lögreglan kom að bú- garðinum var hann mannlaus, en upplýsingar fengust um það, að ókunnugir menn hefðu keypt hann skyndilega nokkrum vik- um fyrir ránið og háttalag þeirra undarlegt í mesta máta. Það kom í Ijós, að þeir voru svo ákafir í að kaupa búgarð- inn, að þeir höfðu jafnvel boðið fram hundrað pundum hærri upphæð en káupverðið sem átti að vera 5500 pund. En þeir lögðu áherzlu á að flýta eigna- skiptunum sem allra mest. Ekki sást að neitt væri unn- ið að landbúnaðarstörfum á býlinu, en stöðugar bifreiðar- ferðir voru þangað. Þeir komu aldrei til að verzla í næsta þorpi, en höfðu sagt seljendum, að þeir væru að hugsa um að koma upp almenningssundlaug á staðnum. Þó þeir virtust búa á bú- garðinum sást aldrei Ijós í hús- inu að kvöldlagi og hliðum öllum læstu þeir rammlega. Þegar lögreglan kom að bæn- um stóð Land Rover bifreið á hlaðinu. Er inn í húsið kom uinCrfiií' iiJÍÍto ... . JS.’ví<a'ST' '’BVBÍV j iW-yi'. ~U>ól'3 ÍO kom í ljós, að þykk tjöld höfðu verið dregin fyrir alla glugga. í eld'húsi og í stofum lágu margar niðursuðudósir og hörðnuð brauð. Og hér fann lögreglan það sem hún var að leita að. Um öll gólfin í stofunum lágu upp- rifnir póstpokar. í kjallaranum var bingur af opnuðum póst- pokum og umbúðir utan af seðlapökkum. Úti í garðinum fyrir utan lá hrúga af póstpok- um niðri í djúpri gryfju. Lög- reglan hafði fundið hreiður póstræningjanna, en fuglarnir voru flognir. Dógóð síldveiBi / síðsistu viku ÍSLAND aðili að Moskvusamningnum Dágóð síldveiði var framan af síðustu viku og var hún bezta aflavika sumarsinn. Sildin veidd ist á austurmiðunum á sömu slóðum og áður. Norðan Langa- ness varð ekki síldar vart. Vikuaflinn var 191.428 mál og tunnur, en var 114.242 mál og tunnur sömu viku í fyrra. — Heildaraflinn í vikulokin var 865.139 mál og tunnur, en var 1.527.306 mál og tunnur í lok sömu viku i fyrra. Aflinn var hagnýttur þannig: í salt, uppsalt. tunnur 340.585 í fyrra 273.966. í frystingu, uppmæld. tn. 24.697 í fyrra 30419. í breeðslu, mál 499.857 í fyrra 1.222.921. Vitað var um 222 skip, sem fengið höfðu einhvern afla og af þeim höfðu 206 skip aflað 1.000 mál og tunnur og þar yfir. Batnandi veður. en lítil veiði Nú í þessari viku og um síð- ustu helgi hefur lítil sem eng- in síldveiði verið vegna brælu á miðunum. I morgun brá svo við að ágætt veður var komið eystra, en þó hafði aðeins veiðzt lítið eitt af síld, 6 skip fengu reytingsafla. Vísir hringdi í síldarleitina á Raufarhöfn í dag, og spurðist frétta af síldarvettvanginum, m. a. hvað ylli því, að enginn síld veiddist í morgun þrátt fyrir, batnandi veður. Upplýstist þá, að . sfld hefði fundizt (djúpt út af Héraðsflóa), en hún stæði djúpt, rúmlega 100 faðma í sjó niður. Vonast er þó til þess að veiði glæðist þeg- ar líða tekur á kvöldið. Flestir bátanna eru á þess- um slóðum, en þó er vitað um nokkra Eyjabáta og þrjá Akra- nesbáta, sem farnir eru suður að Eyjum í síld þar. Einnig fóru í síðustu viku 5—6 bátar vest- ur í ísafjarðardjúp, en þeir fengu lítinn afla og eru komn- ir austur aftur. SOdarleitarskipin eru dreifð. Ægir hefur legið á Akureyri 1 3 daga, Fanney hefur einnig leg- ið í höfn en er nýkomin út aft- ur, án þess þó að frá henni hafi, heyrzt. Pétur Thorsteins- son er nú að leita síldar út af Héraðsflóa. í kvöld er ætlunin að láta síldarleitarflugvélina fljúga yfir veiðisvæðin. Skrá yfir skip með 7000 mál og tunnur og þar yfir: Akraborg, Akureyri 8700 Árni Magnússon Sandgerði 9061 Bjarmi Dalvík 8599 Björgúlfur Dalvík 8128 Einar Hálfdáns Bolungarv. 7054 Eldborg Hafnarfirði 10201 Engey Reykjavlk 7609 Garðar Garðahreppi 8072 Gjafar Vestmannaeyjum 8297 Grótta Reykjavík 16927 Guðm. Þórðarson Rvík 15778 Guðrún Þorkelsd. Eskif. 7749 Gullver Seyðisfirði 8679 I Gunnar, Reyðarfirði 9669 Hafrún Bolungavík 8528 Halldór Jónsson Ólafsvlk 12179 Hamravík Keflavík 7462 Hannes Hafstein Dalvík 9938 Haraldur Akranesi 7244 Helga Reykjavík 8363 Helgi Flóventsson Húsavík 9906 Helgi Helgason Vestm.e. 11048 Héðinn Húsavík 12550 Hoffell Fáskrúðsfirði 8882 Jón Finnsson Garði 10.216 Jón Garðar Garði 12873 Kópur Keflavík 7390 Mánatindur Djúpavogi 8753 Margrét Siglufirði 8915 Oddgeir Grenivík 10120 Ólafur Magnússon Ak. 13607 Sigurður Bjarnason Ak. 16499 Sigurpáll Garði 15635 Skagaröst Keflavík 7575 Skarðsvík Rifi 7070 ísland hefur gerzt aðili að sam- komulagi stórveldanna þriggja, Bandaríkjanna, Breta og Sovétríkj- anna um takmarkað bann við til- raunum með kjarnorkuvopn. Þann 12. ágúst sl. undirrituðu sendiherra íslands í London, Wash ington og Moskvu samkomulagið, að ósk ríkisstjórnarinnar. Samn- ingarnir liggja frammj í höfuðborg unum þremur og hafa alimörg riki þar á meðal öll Norðurlöndin undir- ritað samninginn á þremur stöð- um. í útvarpsávarpi, sem Guðmundur f. Guðmundsson, utanríkisráðherra, flutti I tilefni af undirritun samn- ingsins, sagði hann að undirritun in breytti I engu afstöðunni til ríkja, sem ísland hefur ekki viður- kennt. Þá rakti utanríkisráðherr- ann sögu málsins í ávarpi sinu. særðust. Herlög voru sett í Brazzaville og í grennd og útgöngu bann fyrirskipað, en því hefir síð- an verið aflétt nema að nætur- lagi. Fundahöld hafa verið bönnuð í næsta hálfan mánuð. í fyrstu var talið, að meginor- sök óeirðanna væri talin verkfalls- deilur og að Youlou forseti ætlaði að koma á eins flokks fyrirkomu- lagi í landinu, en síðari fréttir herma, að óánægjan hafi beinzt meira að einstökum ráðherrum í stjórn Youlou. Youlou, sem er klerkur, hefir nú tekið sér einræðisvald til bráða- birgða, en lýst jafnframt yfir, að hann sé fús til samstarfs við alla, og til þess að draga úr óánægju manna hefir hann vikið frá öllum ráðherrum sínum nema þremur. Snæfell Akureyri 11807 Sæfari Tálknafirði 14334 Sæfaxi Neskaupstað 7619 Sæúlfur Tálknafirði 9474 Vattarnes Eskifirði 10323 Víðir II Garði 8611 Þorbjörn Grindavík 11780 Þorkatla Grindavík 7392 Þráinn Neskaupstað 8599 Flugslys í Frokklandi Frönsk flugvél af Viscount-gerð hrapaði til jarðar sl. mánudag fá- einum mínútum áður en hún átti að lenda í flugstöðinni í Lyon. Sextán menn biðu bana. Aðeins einn þeirra sem í flugvél inni voru, komst lífs af, þriggja ára telpa. Flugvélin var á leið frá Lille til Nizza. Rétt fyrir flugslys- ið lenti hún í miklu hagléli. Flug- vélin ' jnti á tré og straukst svo við þak á bóndabýli og steyptist svo niður á kornakur. í býlinu meiddist ungmenni og 3 börn. — Af þeim sem í flugvélinni voru, lét ust 3 á leið í sjúkrahús. Franskt Frakkar sendu í gær eitt þús- und manna fallhlífalið frá Chad til Brazzaville höfuðborgar Kongó- lýðveldisins, en fyrir var í lýð- veldinu 2000 manna fr.anskt lið. Liðið var sent samkvæmt beiðni Youlou forseta, en hann hafði skírskotað til samninga milli Frakklands og lýðveldisins um gagnkvæma aðstoð, þegar hættur varðandi öryggi steðja að. Miklar óeirðir hafa verið í landinu undangengna daga, einkum í fyrradag, er ráðist var á fang- elsið í Brazzaville og kveikt í því, eftir að hleypt hafði verið út 400 föngum, þeirra meðal verkfalls leiðtogum Manntjón varð þó minna en ætlað var í fyrstu. Biðu tveir menn bana, en 28

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.