Vísir - 15.08.1963, Page 8

Vísir - 15.08.1963, Page 8
8 V1S IR . Fimmtudagur 15. ágúst 1963. VISIR m f! Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjaid er 65 krónur á mánuði. 1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Vaxtahækkunin Blöðum stjómarandstöðunnar hefur fyrr og sfðar, frá því að núverandi ríkisstjóm kom til valda — og efnahagsráðstafanir hennar komu til framkvæmda — orðið tíðrætt um það, sem á máli Tímans og Þjóðvilj ans heitir „vaxtaokrið“. Einkanlega hefur Tíminn farið um það mörgum og heimskulegum orðum. í greinargerð, sem gefin var út um tillögur ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum árið 1960, segir svo um vextina: „Vextir em það verð, sem greiða verður eigend- um fjármagnsins fyrir afnot þess. Sé það verð of lágt, myndast fjármagnsskortur, sem reynt er að bæta úr með peningaþenslu, er fyrr eða síðar hefur verðbólgu í för með sér. Þegar verðlag fer hækkandi ár frá ári, sins og yfirleitt hefur átt sér stað hér á landi um langt skeið, getur svo farið, að vextimir nægi ekki einu sinni til þess að bæta eigendum sparifjár þá rýmun verðgildis þess, sem verðbólgan hefur k för itjpð sé|? Það á sér með öðrum orðum stað sífelld yfirfærsla eigna frá sparifjáreigendum til þeirra, sem skulda í peningum. Þessi þróun er hvort tveggja í senn: stór- lega óréttlát og hættuleg efnahagslegu jafnvægi. Þá má einnig búast við því, að vaxtahækkun dragi úr spákaupmennsku og hamli gegn verðhækkunum fast- eigna“. Flokkar og einstaklingar, sem eitthvert skynbragð bera á efnahagsmál, munu eiga erfitt með að mæla gegn þessum rökum af skynsemi, enda hefur mál- flutningur Tímans og Þjóðviljans einkennzt af því. Þeir sem hafa skrifað um þessi mál í fyrmefnd blöð, vita auðvitað ofur vel, að hvert orð í framanritaðri tilvitn- un er rétt, og Framsóknarflokkurinn hefði sennilega í meginatriðum fallist á þessa stefnu, ef hann hefði fengið aðild að viðreisnarstjóminni. En leiðtogar þess flokks em kunnir að því, að hafa tvennar skoðanir á efnahagsmálum, eftir því hvort þeir era í stjóm eða utan stjómar. Vöxtum má breyta Ríkisstjómin tók einnig fram í fyrmefndri grein- argerð, að hún teldi það mæla með því, að nota vext- ina til vamar gegn verðþenslu, að ,auðvelt væri að breyta þeim til hækkunar eða lækkunar fyrirvarar- Iítið“. Eins og þar segir „er auðvelt að lækka vexti aftur, ef í Ijós kemur, að þeir reynast of háir, miðað við ríkjandi aðstæður á peningamarkaðnum. Mundi í þessu verða fylgt fordæmi margra annarra þjóða, sem á undanfömum árum hafa beitt vaxtabreytingum til þess að halda jafnvægi í peningamálum“. Aðstæður til vaxtalækkunar hafa enn ekki verið fyrir hendi, og hefur stjómarandstaðan átt mestan þátt í að spoma gegn því. Lestarránið mikla Árástn mikla á póstlestina milli Glasgow og London nálægt Cheddington i Buckinghamshire fyrir viku er enn daglega meðal höfuðfrétta í brezku blöðunum. Hún var gerð af 15-16 mönnum og svo þaulskipulögð út f yztu æsar, að furðu vekur. Lestarræn ingjarnir náðu á annað hundrað póstpokum, sem ábyrgðarpóstur var f, m.a. mikið af penlngaseðl- um, en samanlagt penlngaverð- mæti ránsfengsins er um 2,5 milljðn sterlingspunda. Póstmálaráðherrann fór í skyndi til Lundúna til þess að sitja ráðstefnu um hvaða örygg- isráðstafanir skyldi gera, til þess að „annað eins og þetta skyldi aldrei koma fyrir aftur", en þessi árás er einsdæmi f sögu brezkra póstmála, og mun raun- ar sambærileg árás aldrei hafa verið gerð á póstlest, sem er í rauninni pósthús á hjólum I mörgum deildum. Allt tiltæki- Jack MIIIs lestarstjóri var laminn höfuðhöggi. Hann er 57 ára og er hér með bamabarn sitt. legt lið Scotland Yard var serit til starfa í sambandi við ránið, og raunverulega sleginn hringur um stórt svæði kringum árásar- staðinn ,en talið var líklegt fyr- ir 23 dögum, að ránsfengurinn mundi vera innan 50 km. hrings frá árásarstaðnum. Á þessu leikur þó mikill vafi eftir nýrri fréttum að dæma, þar sem fundizt hafði leynibækistöð bófaflokksins en hún var í auðu húsi nálægt Oakfield-þorpi á þessum slóðum og fer þar nú fram mikll rannsókn, en sam- tímis fréttist, að fundizt hefðu margir tómir póstpokar nálægt flugbraut á þessum slóðum, og óttast menn þvf, að bófunum eða einhverjum þeirra hefði tek- izt að flýja land. 260 þús. stpd. verðlaun. Heitið hefir verið samtals 260 þús. sterlingspunda verðiaunum hverjum þeim, sem láta í té upp- lýsingar, sem leiða til handtöku bófanna, og vilja greinilega margir, m.a. í „undirheimum" eða meðal glæpamanna, vinna til verðlaunanna, þvf að lögregl- unni fóru þegar að berast ýmis- legar upplýsingar. Leiddi það til þess, að settur var Iögregluvörð ur dag og nótt í grennd við heimili fimm grunaðra manna, sem heima eiga f London, og komið hefir fram í blöðum, að lögreglan viti nú hver sá mað ur er, sem skipulagði ránið svo meistaralega, sem reynd ber vitni, enda sagt í mörgum blöð- um að sá sé mikill skipulags- meistari (mastermind). Þrjátíu valdir leynilögreglu- menn starfa að því, að rannsaka allar upplýsingar, sem Ieynilög- reglunni berast. Líklegt er talið, að járnbrauta menn fyrrverandi eða núverandi hafi verið með í ráðum eða tek- ið þátt i ránsferðinni. Árásar- staðurinn var vel valinn, af- skekktur staður, og tvívegis gef ið falskt ljósmerki, vagninn með ábyrgðarpóstinum losaður frá, og farið með hann og brotizt inn f hann, og póstmenn í öðrum vögnum vissu ekkert um árás- ina fyrr en hún var um garð gengin. — Jack Mills, lestar- stjórinn, segir að þetta hafi ver- ið framkvæmt sem „hernaðarleg aðgerð" af mikilli nákvæmni. Hann ætlaði að veita mótspyrnu en var sleginn höfuðhöggi og sfðan neyddur til að aka lestinni þar sem ákveðið var að sprengja upp vagninn með ábyrgðarpóst- inum. Aðvörun fyrir sex vikum. Fyrir 6 vikum var lögreglunni gert aðvart um, að árás á póst- lestina væri fyrirhuguð á þess- um slóðum. Það voru 3 Skotar sem létu þær upplýsingar I té og Scotland Yard taldi þær svo mikilvægar að leynilögreglu- menn voru sendir tii héraðsins Meðfylgjandi skopmynd var birt i ensku blaði. Sýnir hún bófa lesa um verðlaunin. — „Umm — .og skattfrjáls líka“, stendur undir henni. og vörður hafður í póstlestum um tfma, en svo var þvf hætt. Vagnar út skot- heldu stáli. Póstmálaráðherrann er mót- fallinn þvf að hafa vopnað lið á lestunum. „Það sem við sízt af öllu vildum" sagði hann nýlega, „er að barizt sé með skotvopn- um á járnbrautunum". — Senni lega verður lögð áherzla á, að skot og sprengiefnaheldir stál- vagnar verði notaðir f framtíð- inni, með ýmiskonar öryggisút- búnaði, — en raunar á póst- stjórnin ágæta vagna sem ekki voru í notkun, þegar ránið var framið. Þeir biluðu sem sé á mjög hentugum tfma — fyrir lestarræningjana — og voru að- eins ókomnir úr viðgerð — eftir að allt var um garð gengið! 40 þús. manna deyja ár- lega eftir höggormsbit Alþjóðaheilbrigðismálastofnun in telur, að vægt reiknað láti árlega 40.000 manns lífið eftir höggormsbit, segir í tímariti stofnúnarinnar, „World Health" Flestir eða kringum 70 af hundr aði þeirra, sem þannig láta lffið, eiga heima í Asfu, en þar er að finna nálega allar tegundir af eitumöðrum. Af þeim 2500 nöðrutegundum, sem til eru i heiminum, eru tæpar 200 lffs- hættulegar mönnum. Ýmis lönd og landsvæði eru algerlega laus við eiturslöngur, t.d. Chile, Nýja Sjáland, Irland, Madagaskar og margar aðrar eyjar. 1 Afrfku er mikið um höggorma. Þar hafa m.a. fundizt tvær tegundir af gleraugnaslöngum, sem spýta frá sér eitrinu. Þær geta báðar hæft mann f andlitið með eitur gusu f 3—4 metra fjarlægð. Nú orðið eru til góð lyf gegn höggormsbiti. Þegar búið er að ná eitri úr nöðrunum og gera það óvirkt, er því dælt í eitt- hvað dýr, t.d. hest, sem síðan vinnur úr því móteitur. Úr blóði þessa dýrs fá menn blóðvatn, sem notað er til að hjálpa mönn um og vernda þá. Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin sendi slíkt blóðvatn til Burma, þegar lands mönnum var ógnað af höggorm um, sem leitað höfðu til hærri staða eftir mikil flóð í landinu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.