Vísir - 15.08.1963, Side 15

Vísir - 15.08.1963, Side 15
15 V ÍSIR . Fimmtudagur 15. ágúst 1963. Konan, sem ekki brást FRAMHALDSSAGA EFTIR MARY RICHMOND Petrov ... hún reyndi að hrinda frá sér öllum hugsunum um hann. Þegar leið á nóttina hækkaði hit inn og hún lá í móki annað veifið. Hún vissi ekki orðið hver hún var né hvað fyrir hafði komið. Hana verkjaði í höfuðið og er hún sett- ist upp snarsnerist allt fyrir augum hennar. Svo bráði af henni og hún gat setzt upp og í skímunni frá lampanum, sem læknirinn hafði skilið eftir sá hún að handleggirn- ir voru allir í rauðum blettum. Hún hafði þá líka smitast af þess ari hræðilegu pest. Hún hneig nið ur aftur. Hún var öll í svitakófi og veittist erfitt að draga andann og einnig að sjá og var næstum með- vitupdarlaus, þegar læknirinn opn- aði dyrnar varlega. Hann hafði ver ið svo forsjálf að smyrja lásinn. Hann beygði sig yfir hana og hún sá, að hann gaf einhverjum merki, sem stóð utan dyra. — Er hún á lífi? spurði Nichoias Petrov lágt. — Vitanlega ég sagði yður að áhrif þessa bóluefnis eru ekki hættuleg. Innan sólarhrings fer að draga úr áhrifunum. — Er hættulaust að flytja hana nú? — Þér verðið að hætta á það. Ég hefi fengið vitneskju um að hátt settur maður innan leynilög- reglunnar kemur á morgun, maður sem telur sig ómótækilegan gegn pestinni, og hann kemur til að taka við skyldustörfum Mwa Chou. Læknirinn tók sprautu upp úr tösku sinni. — Ég ætla að gefa henni sprautu sagði hann — og svo er það mikil- vægast af öllu, að þér sjáið um að ekki komist kuldi að henni. — Þér hafið bíl hér fyrir utan? — Já. — Ágætt. Blanche var nærri meðvitundar Iaus, en kipptist við, er læknirinn stakk í hana nálinni. Hann mælit til henar lágt: — Hlustið á mig. Það verður nú farið burt með yður héðan — á stað þar sem þér getið verið ör- uggar. Þér þurfið ekkert að óttast. Um fram allt: Verið rólegar. Hreyf ið yður ekki. Talið ekki. Skiljið þér? — Já, gat hún stunið upp, en ... ég ... get... næstum ekkert séð. — Það er bara betra. Henni fannst hún sjá Petrov ó- Ijóst eins og gegnum þokumistur. en vitanlega var það ímyndun eða draumur: Og eins er henni fannst að henni væri lyft upp. Það var vitanlega bara yndislegur draumur, að hún hallaði höfði að barmi hans eftir að hann hafði vafið hana inn an í teppi. Læknirinn huldi audlit hennar að mestu og svo vissu hún hvorki i þennan heim né annan, því að lyfið sem hann hafði spraut að í hana var farið að verka. — Flýtið yður nú, sagði læknir- inn, flýtið yður. — Ég verð fyrst að fá að vita hernig horfið með yður. — Allt mun ganga vel. Ég mun sjá um, að einn kvenfanginn, sem er dauð af völdum pestarinnar verð ur flutt inn hingað. Þegar verðirnir koma inn í fyrramálið verður andlit hennar hulið. Hún eins og aðrir-sem deyja í nótt verður grafin fyrir sólarupprás — þ.e.a.s. aska þeirra, því að lík þeirra verða brennd — og eftirmaður Mwa Chou getur ekki komist að neinu, jafnvel þótt hann gruni eitthvað. — En þér vitið til hvers þér getið snúið yður, ef þér lendið í vanda. Nú verð ég að komast burt. Læknirinn fylgdi Petrov, sem bar sína dýrmætu byrði um hver göng in af öðrum, þar til út í fangelsis- garðinn var komið. Vanalega voru þarna verðir — en ekki núna. Þeir gættu þess að vera hvergi nálægir, er lík hinna dauðu voru borin út. — Þeir gengu að Íitlu hliði í múrn- um, sem læknirinn opnaði. — Flýtið yður — og gangi yður vel, hvíslaði hann. Hann beið þar ti! hann heyrði ekki lengur fótatak Petrovs. Svo læsti hann hliðinu og gekk hæg- um skrefum inn í fangelsið — Nicholas Petrov er djárfur maður; hugsaði-::hanm- -Mörgum mannslífum hefur hann bjargað, en ég fagna yfir, að nú er hann á förum, því að yfirvöldin eru farin að gruna sitt af hverju... Bílnum var ekið með ofsahraða í áttina til staðarins þar sem flug- vélin hafði lent tveimur sólarhring um fyrr, og á gólfinu fyrir framan aftursætið lá Blanche meðvitundar laus, undir teppum - Fari í heitasta, hugsaði Petrov, er hann heyrði í tveimur bifhjólum fyrir aftan sig. Hann hægði á ferðinni og ósjálfrátt snart hann við vasanum þar sem skammbyss- an var. Svo stappaði hann í sig stál inu. Allt mundi fara vel. Hann mundi einnig nú sem ávallt fyrrum hafa heppnina með sér. Og hann þurfti að hafa heppnina með sér í hálfa klukkustund til. — Að hálfri klukkustund liðinni gæti öll leyni- lögreglan leitaði hans og Blanche. Hann sveigði út af vegabrún- inni og beið lögreglumannanna á bifhjólinu, en drap ekki á hreiflin- um, og var hinn frakkasti þegar lögreglumennirnir stigu af og gengu að bifreiðinni. — Hvérs vegna stöðvið þið mig, spurðj hann á kínversku og var stuttur í spuna. — Vegabréf yðar, félagi. — Petrov rétti honum vegabréf sitt, sem var með allskonar kín- verskum táknum. Þér sjáið að það er undirritað af Mwa Chou hers- höfðingja — og veitir mér réttindi til þess að ferðast óhindrað um Kína. Petrov lét bara loga á parkljós- unum. Lögreglumennirnir — þeir voru sex talsins — stóðu I hnapp og einn þeirra rannsakaði vega- bréfið gaumgæfilega, en Petrov bað þess, að Blanche bærði ekki á sér, og að lögreglan skipaði honum ekki út úr bílnum meðan þeir rannsök- uðu hann, og umfram allt að flug vélinni seinkaði um nokkrar mín- útur. — Hvert ætlar þú félagi?, spurði fyrirliði lögreglumana. — Til Kowloon í erindum sem varðar mig og Mwa Chou hers- höfðingja. Leynilegra erinda, bretti Petrov við. — Mwa Chou hershöfðingi er mikið veikur, sagði foringinn, og vafasamt að hann lifi þetta af. — Og það er orsök þess að hann er ekki með mér. bví að upphaf- le^ ætlun var, að við færum þang að saman, sagð> Petrov ov lét sér hvergi bregða. — Hvers vevna sendi hann eng- an í sinn st»ð með vður félagi? T7T. Af.bvi að hann .fædi bað ekki > rétt, þar sem hann hafði smitast af pestinni, og nánustu samstarfs menn hans, mann úr beirra flokki hefði han orðið að seda. Ég talaði sjálfur við hann, gegnum glerrúðu, og hann bað mig að fara einan. bví að erindið er mikilvægt. Ég var bólusettur áður en ég fór. Ég heíd. að Mwa Chou hershöfðingi hafi þetta af, og hann mun vissulega ekki svna neina miskunn þeim sem tefja för mína eða hindra. Það ligg ur á. að ljúka hér hlutverki. Og leyfið mér að minna ykkur á, að ég er sovéskur borgari og hefi samstarf við Mwa Chou og aðra hátt setta menn í leynilögreglunni. Það var greinilegt að þetta hafði haft sín áhrif og forsprakk- inn hikaði. — Gott og vel, félagi, en það er bezt að tveir manna minna fylgi yður sem verðir. — Fábjáni, æpti Petrov alveg æfur. Ef þér hugsið um frama ætt- uð þér að byrja að nota heilabúið. Og ef Mwa Chou hershöfðingi hefði talið nauðsynlegt að senda verði með mér hefði hann gefið um það fyrirskipun. Ég hefi sagt yður, að ég fer leynilegra erinda, en það fer að fara lítið fyrir leyndinni, ef ég á að fara ferða minna með tvo lög- reglumenn á hælunum. Gerið sem yður sýnist, en takið afleiðingunum Petrov hafði mælt þrumandi röddu, en forsprakkinn hikaði ekki lengur. — Akið áfram, vegabréf yðar er í Iagi. Og lögreglumennirnir óku til baka sömu leið og þeir komu. Petrov sat dálitla stund áður en hann ók af stað — og hann ók hægt af stað, og uppgötvaði nú, að hann var sveittur á höndunum. — Hamingja góða, hugsaði hann, er ég að bila á taugum, en þetta hefi ég komist í hann einna krappast- an. Hvort hann gæti notað sér hvíld arleyfi. Hann stöðvaði bílinn, sat kyrr og lagði við hlustirnar. Jú, hann heyrði veikan dyn í fyrstu, svo að flugvélin kom nær og nær. Hann slökkti öll ljós, fór úr bílnum og tók sér stöðu við tré nokkuð, tók svo upp vasaluktina, og fór að gefa merki með henni. Loks sá hann tvö Ijós og hann svaraði með ljós- merki. Hann sá flugvélina fara í hring áður en hún lenti bak við runnana. Tvær, þrjár mínútur liðu og Petrov dró andann léttara. Hann flýtti sér að bílnum og tók þar sína dýrmætu byrði. Hann þakkaði guði í hljóði, að Blanche var enn með- vitundarlaus, stakk hendinni inn í geymsluhólfið og tók lítinn pakka sem þar var, og stakk á sig. Svo varpaði hann burt bíllyklunum. Bíllinn mátti vera þar sem hann var. Einhver, kannski lögreglan, mundi finna hann. Það mundi taka dálítinn tíma að komast að raun um hvaða bíll þetta var ... — Carmichael, kallaði hann lágt, og svo kom flugmaðurinn í Ijós. Guð sé lof, að þú ert hér kominn. Hjálpaðu mér að bera þessa ungu konu, og svo skulum við koma okkur af stað I skyndi. Lögreglan stöðvað mig á leiðinni hingað, og þáð g4ti búgsást' >að híin kæmi hingað. V .!>! b iý/i — Gott og vel, af stað þá, sagði Carmichael, láttu mig taka við henni. Héðan af þurfum við' ekkert að óttast. — Nú orðið líður yður miklu betur, sagði Blásóley við Blanihe. Bráðum lítið þér á það, sem gerðist í Kína eins og ljótan draum. Blásóley og Blanche sátu á ver- önd gistihúss í Hong Kong, Blanche föl og mögur, en hafði þó jafnað sig furðanlega eftir vistina í fang- elsinu. Þegar hún raknaði við í her bergi í gistihúsinu hafði hún verið lengi að átta sg á, að hún væri komin til Hong Kong og gæti nú verið alveg örugg og að hún hafði ekki smitast af pestinni þrátt fyrir allt. Hún mundi mjög óljóst, að læknirinn hafði gefið henni sprautu í klefanum og að hún hafði séð Petrpv eins og í þoku. Og hana rámaði óljóst í, að hún hefði.komizt til meðvitundar rétt sem snöggv- ast í flugvélinni, að Petrov hafði setið við hliðina á henni .og gefið eitthvað að drekka og sagt henni að reyna að sofna aftur, og svo TAKZAXJ CH005ES TO KETUK.N ALOME TO THE SUPEKSTITIOUS MOTO-*\OTOS. THE WAVAJO AIE SCOUTS FLY 7EMENTEP KEAIMA TOMOMBUZZI'S WOSPITAL T A R & A N Tarzan heyrð á tali negranna að töfralækni sínum. Ég verð að þeir eru að leita að hinum horfna hætta á það hugsar hann með sér SOOW TAKZAW kf ARRIVES SACK AT THE MOTO-MOTO SETTLEMENT- WITH A PLAK) HE HOPES WILL PKEVENT FUKTHEK &LOOrSHEV Hann stekkur npp á skíðgarðinn an er kominn í og hrópar: Þegið þið negrar, Tarz heimsókn. (!□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ Hárgreiðslustofan HÁTÚNI 6, sími 15493. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72. Sími 14853. Hárgreiðslustofan P I R O L A Grettisgötu 31, sími 14787. Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9, sími 19218. [ Hárgreiðslustof a ► AUSTURBÆJAR [ (María Guðmundsdóttir) t Laugaveg 13, sími 14656. fNuddstofa á sama stað. [ Hárgreiðslu- og snyrtistofa ► STEINU og DÓDÓ iLaugaveg 18. 3. hæð (lyfta). [ Sími 24616. i Hárgreiðslustofan 1 Hverfisgötu 37, (horni Klappar- [stígs og Hverfisgötu). Gjörið i svo vel og gangið inn. Engar [sérstakar pantanir, úrgreiðslur. [ P E R M A, Garðsenda 21, simi >33968 —• Hárgreiðslu og snyrti- ► stofa. [ Dömu, hárgreiðsla við allra hæfi [TJARNARSTOFAN, ► Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- [megin. Sími 14662. Hárgreiðslustofan Háaleitisbraut 20 Sími 12614 ^WWWNAAAAAAAA^AAA- Bílakjör Nýir bílar, Commer Cope St. BIFREIÐALEIGAN, Bergþórugötu 12. Slmar 13660. 34475 og 36598 JT Odýrar Terrylene- buxurá drengi Hogkuup

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.