Vísir - 19.08.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 19.08.1963, Blaðsíða 15
15 VÍSIR . Mánudagur 19. ágúst 1963. a Peggy Gaddis: Kvenlæknirinn i. Sólin var nýrisin, þegar Mere- dith Blake kom út úr gamla hús- inu, sem mjög var farið að láta á sjá, af veðri og vindum, og enn var svalt, en það mundi verða mjög heitt, er á daginn leið. Það var gott að koma út og finna morgunsvalann leika um sig og það var angan í lofti frá ört vax- andi gróðri. En hún var mjög þreytt, og það lá við hún hnyti á slitnum og hálfbrotnum tröppun- um. Svo gekk hún í áttina til bíls- ins síns, sem hún hafði skilið eftir niðri á flötinni. Á eftir henni gekk grannvaxin kona, klædd morgun- kjól, og bar svipur hennar og lúa- legar hendurnar þess merki, að hún var út slitin af erfiði. — Hún fékk þó hægt andlát, læknir, og það var svo mikil ró Kynnið yður kosti Kelvinator — Gjörið svo vel að líta inn. — Austurstræti 14 Sími 11687. yfir henni seinustu stundirnar, sagði konan og bar svuntuhornið að rauðbrútnum augunum og út- grátnum. Mig langar til þess að segja yður hve þakklát við erum yður fyrir allt sem þér gerðuð fyrir mömmu — en við — við munum saknar hennar. — En þetta var fyrir beztu, — fráleitt hefðuð þið óskað að hún hefði lifað lengur jafnmikið og hún þjáðist seinustu mánuðina, sagði Meredith þreytulega. — Nei, auðvitað ekki, sagði þreytulega konan, og þerraði tár af hvarmi. Og ég reyndi að búa mig undir það. Ég vissi svo sem hversu fara mundi þegar ég fékk að vita, að hún var með krabba- mein, allir, ' sem eitthvað vita, gera sér þó Ijóst, að það er engin von, ef menn ganga með krabba. — Það er ekki rétt, sagði Mere- dith af ákefð. Ég get fullvissað yð- ur um það, Klara, að út um allan heim læknast menn af krabba- meini — ef menn komast undir læknis hendur í tæka tíð. En móð- ir yðar var búin að vera veik í mörg ár, leyndi því meðan hún gat, og vildi svo ekki leita læknis fyrr en í fulla hnefana, — þegar hún var farin að þjást svo, að hún var viðþolslaus. Þá var allt um sein an, — þá var svo lítið hægt fyrir hana að gera. Svipur Klöru verð þrálegur og auðséð, að Meredith hafði ekki sannfært hana. — Jæja sagði hún, ég veit bara það, að ég hef aldrei heyrt, að neinn sem fékk krabbamein, hafi fengið bót meina sinna — eða Iömunarveiki og þess háttar. — Flest, ef ekki allt, er hægt að lækna, ef leitað er til læknanna í tíma, svaraði Meredith þreytulega og gætti þess að tala rólega. Þegar allt kom til alls var tilgangslaust að deila við veslings konuna, þar sem það mundi ógeregt að sann- færa hana um, að hún hefði á röngu að standa. — Jæja, hvað sem því líður, læknir, þá kunnum við að meta hve þér hafið verið góð við hana, komið til hennar daglega, og stund um setið hjá henni á kvöldin — vitandi að ekkert var hægt að gera, nema gefa henni agnar ögn af mor- fíni til þess að lina verstu kval- irnar, sagði Klara og var þakklætis hreimur í rödd hennar. — Það var lítið sem ég gat gert, Klara, en það lítið það vár, gerði ég með glöðu geði. 1 skini gullinna geisla morgun- sólarinnar leit Meredith út fyrir að vera eldri en hún var. Hún var tæplega tuttugu og sex ára, en tillit hinna fögru ljósbrúnu augna hennar var þreytulegt og það voru dökkir baugar undir augunum, eftir eril langra daga og svefnlitlar næt- ur oft og tíðum. Hún var líka föl og drættirnir f munnvikunum báru þreytu vitni. Það var nú ár liðið síðan er Meredith Blake hafði tekið við læknisstörfum af afa sínum, Jona- tan Blanke, í litla fjallabænum Riv- er Gap, og á þessu eina ári fannst henni, að hún hefði elzt um tíu ár. Afi hennar hafði verið með afbrigð um vinsæll læknir, og mátt hefði ætla, að hún yrði þegar aðnjótandi mikils góðs af vinsældum hans, auk þess sem hún var bæjarbúum og fjallabúum héraðsíns kunn, en fólk var þröngsýnt og vanafast og þeim fannst alveg fráleitt, að ungar stúlkur gœtu verið til nokkurs nýt- ar við almenn læknisstörf, og að leita til „telpunnar hennar Mer- edith“, eins og sumir sögðu, ef eitthvað alvarlegt steðjaði að, nei, nei, nei, og það lá við að Meredith missti kjarkinn, en so fór ægilegur hvirfilvindur yfir héraðið, og það kom geipilegt flóð, — vatnið næst- um fyllti árgilið í fjallinu og það munaði víst ekki miklu, að það sópaði bænum með sér, en þá sann- færðust menn urn, að það var góð- málmur í Meredith, og jafnvel gaml ir karlar og kerlingar tóku undir, þegar sagt var, að henni kippti í kynið, hún ætti heldur ekki langt að sækja það — hún hafði þetta allt frá gamla lækninum, og menn töluðu um þetta, er þeir stóðu ein- hverstaðar í hnapp, í grennd við pósthúsið eða knæpuna, eða við kirkjuna á sunnudögum, en í River Gap var mikið um „klíkur“ og þetta hóprabb einkenndi bæjarbúa, eins og það hafði alltaf gert, og menn töluðu í líkum dúr og feður þeirra og mæður höfðu gert og afar og ömmur. Og festi einhver skoðun rætur þá gat ekkert upprætt hana, eins og til dæmis þetta með krabba meinið, sem allir voru sannfærðir um að væri ólæknandi sjjúkdómur. Meredith hefði átt að láta sér nægja að hrista sína jörpu lokka og lofa þeim að halda sinni skoð- un um þetta og annað. Þegar hún kom til River Gap eftir að hún hafði lokið læknis- prófi var það alls ekki tilgangur hennar að setjast þar að. Hún hafði alið fagrar vonir um að verða aðstoðarlæknir Evans nokkurs Far- ley, bráðgáfaðs ungs læknis, sem var sérfreeðingur í kvensjúkdómum og var nýörðinn yfirlæknir sjúkra- húss í Midland City, en þá komst hún að því, að það hafði alla tíð verið von og draumur Jónatans afa hennar, að hún tæki við starfi hans í River Gap. Og hún hafði ekki getað haft þau áhrif á hann, að hann sannfærðist um að þetta væri einn af þessum draumum, sem ekki geta rætzt. Nei, hann var óbifanlegur f sinni trú á hana og drauminn — og þvf var hún enn í River Gap. Þegar hún ók eftir bugðótta stígn um niður á þjóðveginn og undir Iaufþaki hárra og fagurra trjáa barst henni allt í einu fuglakvak að eyrum niður úr laufþakinu, og hún hugsaði sem svo: — Syngið þið bara, þetta er — eða virðist vera — indælis heimur, þegar horft er á hann að morgni dags úr ykkar hæðum, þar sem enginn þjáist af margskonar veik- indum — og ef til vill þjást menn- irnir meira af fákunnáttu en veik- indum, — og þó eigið þið loftsins börn líklega við ykkar vandamál T A R Z A N *------------- I TEIL you TARZAN IS OUR FRIEW7I GKEST Hltt AS MOTO-MOTOS SH0UL7.. WITH PEACEFUL HAN7S' WHILE THIS CRISIS IS BEIWG RESOLVEF, OPA STIRS AKI7 S7IES HIS RNIFE L.YIWÖ WEARSY... Tarzan 6270: ETAOIN 123456 22 an sig — með höndunum. Legg- ur okkar. Heilsið honum að hætti Meðan þessu fer fram skríður „Þið hafið verið vitni að því, ið strax frá ykkur spjótin. Ég Moto-Moto manna — með frið- Oda í átt að hníf sínum, sem hvernig vaskur maður ver sjálf- segi ykkur satt, að Tarzan er vin- samlegu handabandi.“ liggur rétt hjá. að stráða, og eigið jafnvel fjendur — ránfugla, — eða ketti. Þurrlegt bros lék um varir henn ar. Hún var f leiðinda skapi, enda ekki komið dúr á auga alla nóttina, og henni varð enn allt af mikið um, ef sjúklingur í hennar umsjá dó, jafnvel þótt um gamla þjáða konu væri að ræða, eins og gömlu Miz Staples. Þegar hún beygði heim að hús- inu sá hún reykinn líða hátt og beint í loft upp úr reykháfnum. Jennie var þá búin að kveikja upp, Jennie, sem mundi hafa brugðizt reið við, ef stungið væri upp á, að hún notaði annað eldsneyti en brenni, — tilhöggvið í skógi og í réttum lengdum. Að venju lagði hún bílnum sín- um þannig að hún gæti ekið beint af stað, ef eitthver kall kæmi, og svo gekk hún þreytulega upp tröpp urnar að framdyrum hússins, sem stóðu opnar. Það voru víst fáar dyrnar í River Gap, sem ekki stóðu opnar á sumrin frá fótaferða- til háttatíma. Þegar hún var komin inn í for- stofuna kom einhver fljúgandi nið- ur tröppurnar og fyrr en hana varði vöfðust grannir handleggir um háls hennar. Hún ætlaði varla að ná andanum og er hún loksins gat mælt, kom aðeins eitt orð yfir varir hennar: — Rosalie! Og svo, er hún hafði áttað sig dálftið: — Hvernig í ósköpunum stendur á, að þú ert komin, Rosalie? Rosalie var næstum óðamála, er hún svaraði: — Ó, ég fékk óhræsis kvef, og mér versnaði, og þá sagði læknir- inn, að ég hefði snert af brjóst- himnabólgu, og undir eins og ég var ferðafær sendi hann mig heim, — ég þyrfti að ná mér áður en ég færi að vinna aftur í verk- smiðjunni. Er það ekki himneskt? Ég má vera heima í ser vikur. — Það gleður mig sannarlega, að þú mát verta heima dálítinn tíma, sagði Meredith í einlægni. Og þú mátt trúa, að við höfum saknað þfn. En af hverju léztu okkur ekki vita, að þú varst að koma? Og, meðal annarra orða, hvenær komstu? — Fyrir um það bil klukkustund, sagði Rosalie og Ijómaði af henni, svo ánægð var hún. Ég vissi, að það mundi vera allt annað en þægi- Iegt fyrir þig, að þú kæmir eftir mér á stöðina klukkan hálfsex að morgni, en á þeirri stundu kom ég, sjúkur vesalingur, til æskustöðv- anna, en ég náði í leigubíl, og þegar ég var komin hér heilu og höldnu, lofaði Matilda mér að fara inn til Jónatans og vekja hann. — Og hvað skyldi svo sem geta hresst betur upp á hann en að sjá þig? — Merry, svaraði Rosalie, og notaði nú gælunafn það, sem marg ir nefndu Meredith, hann lítur ósköp illa út, og um leiS leit hún um öxl upp stigann í áttina til herbergis hans. Er hann alvarlega veikur, eða hvað? Mér varð biit við að sjá hann, sannast að segja. Dálítill kipringur kom í munnvik Rosalie, en henni tókst að brosa dálítið. Ódýrar Terrylene- buxurá drengi Hagkaup

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.