Vísir - 21.08.1963, Page 4
VÍSIR . Miðvikudagur 21. ágúst 1963.
Kvikmyndin „Kleopatra" kostaði 62
jnilljón dali, en þar með er ekki sagt oð
séð sé fyrir endann á fjárútlátum Fox-
kvikmyndafélagsins i sambandi v/ð hana.
Það var árið 1959 að Fox
kvikmyndafélagið dró upp segl
og lagði upp í ferð, sem
það áieit að myndi verða auð
veld og þægileg £ alla staði
En áhöfnin reyndist ekki góð
og ýmsir atburðir oilu því að
þremur árum síðar má segja að
hluthafarnir hafi verið komnir
út á reginhaf og þar rak þá
fram og aftur, en þeir stóðu
viö borðstokkinn og skimuðu £
aliar áttir í von um að sjá til
lands.
1 ársbyrjun 1962 var ljóst orð-
ið að á einhvern hátt varð að
ljúka þessari ferð. Kvikmyndin
var hálfnuð og kostnaðurinn var
orðinn 25 milljón dalir og vitað
var að síðari hluti hennar, með
öllum bardögunum og hópatrið-
unum myndi verða mun dýrari.
Stjórnarmeðlimir Fox-féiags-
ins fóru nú alvarlega að hug-
leiða hvort þeir myndu nokkurn
tíma sjá árangur af þessari ferð,
hvort hún myndi nokkurn tíma
gefa af sér eyri, og hvort hvert
nýtt skref. sem tekið væri, færði
féiagið ekki nærri gjaldþroti.
En hvað var hægt að gera?
auðið væri og síðan hætta öllum
kvikmyndaiðnaði og gera félagið
upp, eða berjast áfram og reyna
að ljúka myndinni eins og ætlað
hafði verið, hvað sem hún kæmi
til með að kosta og hverjar sem
afleiðingarnar yrðu. Síðari kost-
urinn var tekinn og biðu menn
nú órólegir eftir því sem verða
skyldi.
Eitt var það sem menn óttuð-
ust öðru fremur: að Liz yrði
veik aftur. Þegar taka kvikmynd
arinnar hófst var Liz líftryggð
fyrir 10 milljón dollara, en það
er þrisvar sinnum meira en
venjulegt er. Fimmtán stærstu
tryggingafélög Ameríku skiptu
með sér þesari ábyrgð. En eftir
hin alvarlegu veikindi hennar ár-
ið 1961 var ekki unnt að fá
nokkurt tryggingafélag í heiminWalter Wanger í ræðustóinum á stjómarfundi.
um til að tryggja hana.
í janúar 1962 hlóð Liz nýjum
byrðum á herðar Fox og nú
voru það ekki veikindi hennar
heldur samband hennar og Burt
ons í frítímum.
Liz — Fischer — Burton
blöðunum, og ljósmyndarinn
varð ríkur.
Það voru fleiri en ljósmynd-
arar, sem græddu á samdrætti
þeirra. Þjónstufólkið, sem var
mjög fjölmennt lið, safnaði öll-
um upplýsingum, sem það náði
í, og seidi þær svo blöðum fyrir
töku kvikmyndarinnar. En erfið-
leikarnir létu ekki á sér standa.
Vetrarstormar höfðu geisað í
hinni ítölsku Alexandríu og það
urðu að fara fram umfangsmikl-
ar viðgerðir áður en unnt var
að halda áfram. Og stjórnin
sveiflaði svipunni yfir Mankie-
Það er hægt að geta sér til
um viðbrögðin í Róm. Wanger
þóttist illa svikinn, en Man-
kewicz stóð með honum og
lýsti síðan Wanger yfir að hann
héldi áfram sínu starfi hvað sem
stjórnin segði. Fresturinn til að
ljúka myndinni var lengdur fram
I júlí og þremenningarnir héldu
heim.
Af og til fór öll hersingin frá
Róm til eyjarinnar Isdhia, en við
strendur hennar fóru sjóorrust-
umar fram. Þar álitu menn sig
langt frá félagsstjóminni og
hennar atihugasemdum, en síma
og símskeytasamband til og frá
eynni virtist í góðu lagi. Stanz-
laust komu fyrirspumir og
skipanir frá Hollywood: Hvað
ætlið þið að gera á morgun?
Hvernig líður Liz o. s. frv. Það
var skiljanlegt að taugar leik-
aranna og annarra starfsmanna
væru spenntar til hins ýtrasta.
Deilur —
Fagur hljómur
Heima í Ameríku gékk &
ýmsu. Auk Skouras var það að-
eins einn af hinum 12 stjómar-
meðlimum, sem hafði reynslu
og vit á kvikmyndagerð, hinir
voru allt kaupsýslumenn og á-
hugamál þeirra beindust á allt
aðrar brautir. Formaður stjóm-
arinnar var Samúel Rosenman,
sem einu sinni hafði verið efna-
hagsráðgjafi . Roosevelts og
Trumans. Þrír áhrifamestu
menn stjórnarinnar voru Robert
Lehman, John Loeb og Milton
Ahrifa Kleópötru mun lengi gæta
r i • »
Það var ekkb hægt að sejja
þessa hálfgerðu kvikmynd og
það hafði komið í ljós að ekki
var á nokkurn hátt unnt að
draga úr útgjöldum til kvik-
myndarinnar, sem voru 500.000
dalir á viku.
Enginn vildi tryggja
Fram til þessa hafði Fox kost
að fjöldann allan af blaðamönn-
um til Rómar auglýsingarinnar
vegna, en nú var hægt að spara
þau útgjöld. Blaðamenn komu
hópum saman til Rómar, án
þess að þeir væru þangað boð-
aðir eða boðnir og ljósmyndarar
með aðdráttarlinsur sveimuðu
- i'j 1!' í V . . Uls isí'i íiglöH ,fiiísú | f ‘ ' 'v'
drjúgan skilding. Slúðurdálkar wicz.
Hollywoodblaðanna tóku nú að
glíma við gátuna Liz — Fischer LÍZ SeiTl
— Burton. Sumir vildu að þau
játuðu allt, aðrir að þau neit-
uðu o. s. frv. Kleópatra fékk nú
allt það umtal sem hœgt var að
óska eftir og hvort það á eftir
að verða henni til góðs eða ills
Við töku eins atriðis Kleópötru. Mankiewics leiðbeinir Liz Tayior.
1 stórum dráttum var um
tvær leiðir að velja: Annað
hvort að ljúka við myndina eins
fljótt og á eins ódýran hátt og
umhverfis bústaði Liz og Burt-
ons. Einum tókst að ná mynd af
þeim borðandi appelsínur á bað-
strönd og birtist hún í heims-
er hin stóra spurning.
Öldurnar lægði brátt og Man-
kiewicz gat beint kröftum sínum
að mikilvægari efnum, að ljúka
framkvæmdastjóri
Aðstaða Skouras innan Fox-
félagsins fór nú að verða nokk-
uð vafasöm. Hvort sem allt færi
vel eða illa yrði ábyrgðin hans
og eins og á stóð var útlitið
ekki sem bezt. í maí átti hann
að mæta á fundi með hluthöf-
um félagsins, sem vildu nú
gjarnan fá að vita hvað menn
aðhefðust eiginlega í Róm, og
þvf hraðaði Skouras nú fram-
kvæmdum sem mest hann mátti.
Fimmtánda maí mætti hann
á fundinum — án fuligerðrar
Kleópötru og með þá frétt að
útgjöldin það sem af var árinu
væru orðin 22 milijón dollara.
En annars slapp hann nokkurn
veginn klakklaust af þessum
fundi.
Á fundinum voru 200 af 1200
hlutihöfum félagsins og allt fór
friðsamlega fram að undan-
teknu þvf, að ein konan lagði
til að Liz yrði gerð að fram-
kvæmdastjóra f staðinn fyrir
Skouras.
Skouras ábyrgðist að Kleó-
patra kæmi á markaðinn í fe-
brúar 1963 og yrði mesta mynd
allra tíma og hluthafarnir fóru
heim heldur vonbetri en þeir
komu.
Aftur á móti var framkvæmda
stjórnin ekki eins vongóð. For-
maður hennar Samuel Rosen-
man stóð fyrir því að þrír menn
úr stjórninni væru sendir til
Rómar til að tilkynna framleið-
andanum Walter Wanger að
hann væri rekinn á stundinni,
að Kleópatra yrði að vera kom-
inn út af hlutverkaskránni inn-
an níu daga og að töku mynd-
arinnar yrði að vera lokið inn-
an mánaðar. Þá var kostnað-
urinn kominn f 32 millj. dala.
Gould. Þessir háu herrar lögðu
til að Skouras yrði rekinn og
að lokum fengu þeir samþykki
meiri hluta stjómarinnar.
Þá var eftir að finna mann,
sem vildi taka að sér að stjórna
Fox og varð Darryl F. Zanuck
fyrir valinu en hann hafði sýnt
hvað f honum bjó, er hann
hann stjórnaði myndinni
„Lengsti dagurinn". Zanuck var
vel að sér, og innan kvikmynda-
iðnaðarins var ekkert honum ó-
kunnugt. Auk þess var hann
einn af stærstu hluthöfum fé-
iagsins og bar þvl hag þess
fyrir brjósti.
Þrátt fyrir alla þessa kosti
Zanucks var langt frá þvf að
stjómin væri ánægð með hann.
En hann gat fullvissað meiri
hlutann um að hann væri ein-
mitt rétti maðurinn, þvf að ef
hann fengi stjórnartauma fé-
lagsins í sínar hendur yrði hætt
að sóa fjármunum og ekki yrði
einn einasti meter af filmu tek-
inn utan Hoilywood, nema 6-
hjákvæmilegt væri. Þetta hljóm-
aði vel f þreyttum eyrum stjórn
armeðlima.
Meðan þessu fóru fram var
lokið við að kvikmynda sjóorr-
ustuna við Italíu og hafinn var
undirbúningur að töku bardag-
anna í landi, en þeir áttu að
fara fram f eyðimörk. En hvaða
staður var nú heppilegur?
Bardagi og
bardagi aftur
Það voru óeirðir f Marokkó.
Spán og Lybiu var heldur ekki
hægt að nota og á endanum
varð Egyptaland fyrir valinu,
m. a. af því að mörg þúsund
af hermönnum Nassers voru
reiðubúnir að vera statistar
gegn launum, sem voru miklu
lægri en annars staðar. — En
Framhald á bls. 10.
I