Vísir - 21.08.1963, Blaðsíða 15
VlSIR . Miðvlkudagur 21. ágúst 1963.
75
Peggy Gaddis:
Kven'æknirinn
þar syðra og tilbreytingin sé ein-
mitt það, sem hann þarfnast. Það
hefir líka sín áhrif að komast I
annað umhverfi, kynnast nýju fólki,
eignast nýjar minigar, sem hann
getur lifað á, jú, Matilda, þetta
verður til mikillar heilsubótar fyrir
hann.
Það var auðséð á svip Matildu,
að henni hafði létt stórlega.
— Það er þá víst bezt, að ég
hreki burt allar áhyggjur, og fari
að búa okkur undir ferðalagið,
sagði hún brosandi, en við þurfum
ekki að eyða peningunum hennar
Rosalie, — við höfum nefnilega
ekki eytt helmingnum af því, sem
hún hefur sent heim, og það er nóg
í bankanum til ferðarinnar. Við bú
um auðvitað á rólegum stað, þar
sem við þurfum ekki að greiða fyrir
allt á uppsprengdu verði. Hvenær
finnst þér að við ættum að fara?
— Það fer lest kl. 3.30, sagði
Meredith glettnislega.
— Hamingjan góða, sagði Mat-
ilda forviða og fórnaði höndum, ég
þarf að minnsta kosti viku til þess
að útbúa okkur út...
— Þið fáið þrjá daga — og ekki
mínútu meira, sagði Meredith, svo
arð þú verður að taka til höndun-
um, elskan mín.
Matilda sagði ekkert frekara og
fór, en Meredith horfði á eftir
henni brosandi.
Meredith var þreytt og svefn-
þurfi og langaði mest af öllu til
þess að leggja sig, en hún ákvað
að gera það ekki, — einhver mundi
hringja þegar, er hún væri búin
að festa blund, og það fór þá líka
svo, að næstum í sömu svifum
hringdi síminn.
„Blake læknir“, sagði hún all-
hvasslega.
— Gleður mig læknir ... var sagt
háðslega og glettnislega í senn, og
gleðin fór um alla hugarheima
Merry eins og þegar sólargeislar
leita upp hvern krók og kima til
að skjótast inn i.
— Hugh, elskan, sagði hún feg-
inlega.
— Talaðu ekki í þessum dúr .,.
— Hvers vegna ekki?
— Þá gæti dottið í mig að hend
ast af stað á þinn fund til þess að
uppgötva, að þú hefir rétt í þessu
verið kvödd til að vitja sjúklings.
Eða ertu kannski nýkomin úr
sjúkravitjun, — ekki svo að skilja
þó, að það mundi aftra mér frá því
að fara í aðra þegar ...
— Hugh, greip Meredith fram í,
Rosalie er komin.
— Rosalie? endurtók Hugh, ó,
litla systirin laglega. Hvernig líður
henni?
— Þökk. Hún er I afturbata, —
segist hafa verið veik, þess sjást
raunar fá merki, nema að hún er
dálítið horaðri en hún var, svaraði
Meredith 1 léttum tón. Hún tók á-
kvörðun um það upp á sitt ein-
dæmi að senda Jónatan og Matildu
suður á Floridaskaga til nokkurra
vikna dvalar. Hvernig lízt þér á?
— Aleg fyrirtak, sagði Hugh af
áhuga. Þetta er það allra bezta,
sem hægt er að gera fyrir Jónatan.
Litla systir virðast vera stúlka sem
vert er um að tala ...
— Víst er hún það, sagði hún
hlæjandi. Kondu einhvern daginn
og borðaðu miðdegisverð með okk
ur og endurnýjaðu kunningsskap-
inn við hana.
— Þakka þér fyrir, svaraði Hugh
þakklátlega, ég kem. En meðal ann
arra orða, ég hringdi til þess að
spyrja hvernig þér liði, ástin.
— Ég veit það, vinur minn,
mér liður alveg ágætlega — síðan
þú hringdir.
— Ástin mín, hvíslaði Hugh —
og andartak gleymdist þeim um-
heimurinn og alit, nema það sem
bærðist í þeirra eigin brjóstum.
Og Merry hafði ekki getað iiðið
betur, þótt hann hefði sagt, að
hann elskaði hana og hún svaraði
játandi.
Einhvernveginn fannst henni hver
dagur byrja þá fyrst, er Hugh
hringdi. Hún hafði fyrst kynnzt
Hugh Prather skömmu eftir að hún
til River Gap. Hann hafði verið
alllengi sjúklingur Jónatans. Hann
hafði þjáðst af hjartakvilla og von
lítið um bata. Hafði þetta haft
þau áhrif á hann, að hann trúði
því statt og stöðugt, að hann myndi
ekki eiga nema fá ár ólifuð, — það
væri aðeins spurning um tíma...
En viðhorf hans breyttist smám
saman eftir að Meredith kom. Það
hafði sín áhrif að kynnast ungri og
fallegri konu, sem í þokkabót var
nýbakaður læknir, sem stóð á því
fastára en fótunum, að enginn sjúk
dómur væri ólæknandi, og sjúkling
arnir yrðu umfram allt að trúa á
batann og hjálpa þannig til að fá
gót meina sinna. Hún stappaði í
hann stálinu. Og sjálf las hún og
kynnti sér á annan hátt sem bezt
hún gat alP það sem varðaði veik-
indi hans. Og loksins hafði hún
fengið hann til að fallast á — og
það gerð hann aðeins fyrir hennar
orð — að fara í sjúkrahús til lækn-
inga. Hún valdi sjúkrahúsið Har-
bour Memorial, þar sem Evan Far-
ley, er hún þá var trúlofuð, var yfir
læknir. Ean hafði álitið læknisað-
ferð þá, sem Meredith stakk upp
á of áhættusama — fyrir sjúkra-
húsið. Hugn ar nefnilega af efna-
fólki kominn, og hann var kunnur
sem íþróttamaður og fyrir þátttöku
sína í félagslífi — og ef lækningin
bæri ekki áætlun, mundi það verða
til tjóns fyrir sjúkrahúsið. — „Það
er nýtt og ef sjúklingur eins og
Hugh Prather deyr í höndunum á
okkur ... — við megum blátt áfram
ekki við því sjúkrahússins vegna“,
— hafði hann sagt, en Meredith
hafði svarað: „Og ég má blátt á-
fram ekki við því sem læknir, að
neinn af sjúklingum mínum deyi,
hver sem hann er“.
Og jafnvel enn í dag fór eins
og kuldahrollur um hana er hún
minntist tveggja vikna baráttu sinn
ar til þess að koma Hugh á réttan
kjöl. Hún hafði lagt alla sína orku,
allan sinn vilja, allt sem hún gat í
baráttuna til að bjarga lífi hans.
Og það var á þessum tíma, sem
hún hafði uppgötvað, að tilfinning-
arnar sem hún bar í brjósti til
Evans voru ekki hin mikla ást,
eins og hún hafði haldið, heldur nð-
eins námsmeyjarástarskot, sam-
tvinnað aðdáun á hæfileikum hans
— svo var hann sérlega laglegur
og myndarlegur. Og þetta hafði hún
uppgötvað vegna þess, að hún hafði
orðið ástfangin í Hugh. Hún brosti
dálítið, er hún hugsaði um það
hve trufluð hún hafði verið vegna
þessarar uppgötvunar, að hún elsk
aði Hugh og dáði, — og hve inni-
leg gleði hennar hafði verið, er
hann veikum titrandi rómi játaði
henni ást sína.
Og svo, eins og jafnan, er þessar
hugsanir vöknuðu, fánn ’ hún til
sársauka, • sem því fylgdi, að þau
gátu ekki gift sig meðan hún var
eini læknirinn í River Gap, meðan
hennar gat verið þörf hvaða tíma
dags eða nætur sem var, — en
hún gæti ekki sinnt lækningastarf-
inu, sem hún hafði tekið við sem
helgu skyldustarfi af afa sínum,
eins og nauðsyn krafði, lög og hefð
ir, ef hún reyndi jafnframt að sinna
störfum sem húsmóðir og kona
Hugh. Þetta tvennt gat ekki sam-
rýmzt fannst henni. Þessu var allt
öðru vísi varið í stórum bæjum,
þar voru skilyrðin öll önnur en fyr
ir Lækni í smábæ uppi í sveit. En
það var ljúft að hugsa um ást Hugh
og dreyma um það, að sú stund
kæmi, er hún með góðri samvisku
gæti orðið konan hans. Það var sú
hugsun sem bjartast var yfir
og yljaði henni öllum öðrum frem-
ur.
Annar kapituli
Það var orðið all mjög áliðið
dags, er Meredith gerði sér vonir
um, að dagsverkinu væri lokið, ef
ekkert neyðarkall kæmi, og bjóst til
að fara heim úr lækningastofunni
og búa sig til miðdegisverðar, þeg
ar bifreið nam staðar þar úti fyrir,
sem skilti var með áletruninni:
Meredith Blake, læknir.
Þetta var ljómandi fallegur bíll,
gljáandi og viðhafnarlegur, einn
þeirra síðustu, sem framleiddir
voru, áður en verksmiðjurnar voru
teknar hver af annarri til fram-
leiðslu á herjeppum, hertrukkum og
skriðdrekum.
Meredith bar kennsli á bílinn og
hugsaði sem svo, að varla gæti ver-
ið á verra von, að fáslíkaheimsókn
og hún nú átti von á, en hún átti
nú fyrir höndum eftir öllum líkum
að dæma, að hlusta á raus um
ímyndaða kvilla hinnar auðugu
ekkju, sem mjög lét á sér bera og
nýlega hafði keypt Olmsted-eignina
og látið framkvæma þar kostnaðar-
samar breytingar, í „viðreisnar"
skyni, eins og hún kallaði það.
En Meredith, sem stóð við glugg-
ann, sá nú að konan var ekki ein,
því að á hæhim hennar út úr bíln-
um kom ung stúlka. Konan var
klædd eins og hún væri á leið í
einhverja meiriháttar „móttöku" en
stúlkan var alls ekki skartbúin,
heldur eins og gengur og gerist
meðal unglinga nú á dögum, var
klædd þægilegum fatnaði en ekki
að öllu leyti smekklegum. Hún var
i peysu og hafði ýtt ermunum upp
fyrir olboga, í „pliseruðu" pilsi hálf
sokkum og með lághæla skó á fót-
um. Kornlitt og að því er virtist
silkimjúkt hár hennar náði niður á
herðar. Hún var ljómandi falleg og
aðlaðandi, þrátt fyrir að hún þessa
stundina að minnsta kosti var þráa-
leg á svip, jafnvel fýld.
— Ég er sannarlega heppin, að
þér skylduð ekki vera farnar úr
lækningastofunni, Blake læknir,
sagði konan, — frú Carling. og var
hressileg í máli, — ég þurfti nauð-
synlega að leita til yðar.
— Komið þér sælai'j frú Carling,
sagði JVieredith'bg. reyndi að leyna
þvi Hve’ þreýtt hún var, — Vonandi
ekki neitt alvarlegt að?
— Ó, ég er við beztu heilsu
sagði hún og brosti lftið eitt, en
á þann hátt að manni gat dottið í
hug, að andlitssnyrtingin myndi
fara úr lagi, ef hún brosti eðlilega
— það eru ár og dagar síðan mér
hefur liðið jafn vel, meltingin aldrei
verið betri og svefnleysið þjáir mig
ekki lengur. Ég kom vegna telp-
unnar minnar, hennar Louellu, Lou
ella, væna mín, heilsaðu Blake
lækni.
Louella horfði þurrlega rétt sem
snöggvast á Meredith og tautaði:
— Ég hef svo sem mátt vita —
Meredith horfði snöggt á hana
athugandi augum og sagði svo glað
lega:
— Fljótt á litið get ég ekki séð,
að það geti verið neitt að yður,
væna mín, — þér lítið út eins og
þér væruð ný útsprungin —
— Það er ekkert að mér, sagði
Löuellá stutt í spuna. — Þetta er
bara einhver vitleysa í mömmu —
— Barnið gott, ég ætla mér ekki
að láta þig komast upp með neina
frekju, sagði frú Carling svo kulda
■sas.-saá&ri«. 9-8-6272
TWICEiOFA.yOU TKY TO MUR.7EK. TAR.ZAN-
FTOM 5EHIN7Í NOW HE WILL FINISH yOU!
■"-^yOU ARE A NO-GOOP MAH!
: Hárgreiðslustofan
> HÁTÚNl 6, sími 15493.
Hárgreiðslustofan
S Ó L E Y
Sólvailagötu 72.
Sími 14853.
Hárgreiðslustofan
P I R O L A
Grettisgötu 31, sími 14787.
Hárgreiðslustofa
VESTURBÆJAR
Grenimel 9, sími 19218.
Hárgreiðslustofa
AUSTURBÆJAR
(María Guðmundsdóttir)
Laugaveg 13, sími 14656.
Nuddstofa á sama stað.
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
STEINU og DÓDÓ
Laugaveg 18 3. hæð (lyfta).
Sími 24616.
i Hárgreiðslustofan
|Hverfisgötu 37, (horni Klappar-
> stígs og Hverfisgötu). Gjörið
>svo vel og gangið inn. Engar
[sérstakar pantanir, úrgreiðslur.
| P E R iM A, Garðsenda 21, sfmi *
> 33968 — Hárgreiðslu og nyrti- J
► stofa.
[ Dömu, hðrgreiðsla við allra hæfi1
iTJARNARSTOFAN,
► Tjarnargötu 10, Vonarstrætis-
[megin. Sími 14662.
Hárgreiðslustofan
J7L
Hættu þessu Oda segir einn her
mannanna, Gana segir að Tarzan
sé vinur okkar. Og hann slær með
spjóti sínu á úlnlið svikarans,
svo að hann missir hnífinn. Tvisv
ar hefur þú reynt að myrða Tarz-
an segir höfðinginn, nú gerir hann
út af við þig. Og Tarzan lætur
brúnir síga, og er hinn ferlegasti
ásýndum.
Háaleifisbraut 20 Sími 12614
Bílakjör
Nýir bílar,
Commer Cope St.
8IFREIÐALEIGAN,
Sergþórugötu 12 Slmar 13660
14475 og 36598
Ódýrar
Terrylene-
buxur ú
drengi
Hogkuup