Vísir - 11.09.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 11.09.1963, Blaðsíða 5
VISIR . Miðvikudagur 11. september 1963. 5 Ballettinn — Framhald af bls. 16. Þegar sýningunni var lokið, gekk Þjóðieikhússtjóri fram á sviðið og fagnaði komu danska ballettsins í stuttri ræðu. Sagði hann að það hefði lengi verið draumur sinn og Þjóðleikhúss- ins að fá danska ballettinn, sem nyti heimsfrægðar, í heimsókn til lslands. Nú hefði sá draumur rætzt. Þakkaði hann hinu danska listafólki hlýjum orðum komuna og hina stórkost legu sýningu á ballettunum tveimur. 1 virðingarskyni við Konunglega leikhúsið færði hann síðan framkvæmdastjóra ballettsins og fararstjóra J. L. Petersen lárviðarkrans, sem hann sagði að væri æðsti heið- ursvottur hins íslenzka Þjóðleik húss. Petersen svaraði með stuttri ræðu og minntist starfs ís- lenzkra listamanna við Konung lega leikhúsið á liðnum árum. Kvað hann ballettinn hafa haft mikla ánjægju af því að koma í þessa sýningarför og þakkaði hlýjar kveðjur Þjóðleikhús- stjóra. Hyllti hann og ballett- inn, ásamt sýningargestum, síð an Þjóðleikhús íslands. Ballettinn sýndi á frumsýn- ingunni tvö ólík ballettverk. Hið fyrra var tvíþáttungurinn Skógardísin (Sylfiden) eftir hinn mikla danska ballettmeistara August Bournonville. Síðari ballettinn var Sinfónía í C eftir Balanchine, saminn 1947 við tónlist eftir Bizet. Dans hins danska listafólks heillaði áhorfendur mjög og létu þeir í ljós hrifningu sína með margendurteknu lófataki. Stjörn ur kvöldsins voru ballerinan Mar garethe Schanne og hinn heims i kunni ballettdansari Erik Bruhn, i sem dansaði sem gestur konung „ lega ballettsinsj þessari för, en þau fóru með aðalhlutverkin í ' Skógardísinni. Það er rómantískur leikdans, og fór þar saman skínandi dans og sérlegur látbragðsleikur. Mun-mörgum verða minnisstætt hlutverk sjálfs ballettmeistar- - ans Niels Björn Larsens, sem hafði hlutverk Magde spákonu . á hendi. Sinfónía í C er ballett með j fjórum mismunandi dönsum, án leikþráðs, þar sem tónlistin er allsráðandi. Er það mjög til- | komumikill ballett, sem gefur glögga hugmynd um hve mörg- um góðum dönsurum danski ballettinn hefir á að skipa. Á sýningu ballettsins í kvöld • verður efnisskráin óbreytt, en á morgun og föstudaginn verða sýndir ballettarnir Náttskugginn og Coppelia. Síðustu sýningar ballettsins eru á laugardag og sunnudag. Launakröfur — Frh. af bls. 16: staðreyndir komi fram. Mánaðarlaun háseta með með alyfirvinnutima eru sem hér seg ir: Án 7*4% hækkunar: Tvlvaktaskip: 11.392,84. Þrfvaktaskip: 10.604,27. Samkvæmt samningsuppkasti frá 2. sept., sem fellt var 6. sept. Tvívaktaskip: 12.937,07. Þrívaktaskip: 12.089,36. Samkvæmt núverandi kröfum | (4 af 10 kröfum): Tvívaktaskip: 17.911,40. Þrívaktaskip: 15.261,37. í sambandi við framangreind ar tölur er rétt að geta þess, að aðeins ér reiknað með 4 kröf- um áf 10 í liðnum „Núverandi kröfur". Eins og sést af þessu yfirliti þýða núverandi kröfur Sjó- mannafélagsins 43,92% hækkun miðað við launagreiðslur f júní á þrívaktaskipum en 57,22% á tvívaktaskipum“. Vísir átti tal við Pátur Sig- urðsson, ritara Sjómannafélags Reykjavíkur um þessa yfirlýs- ingu útgerðarfélaganna laust fyrir hádegi í dag. Hann sagði: Ef sjómehn á farskipunum komast upp í þessar tekjur með meðaltals yfirvinnu þá sést bezt á því hve gegndarlaus yfirvinna er á þessum skipum. Ef nokkurs staðar má tala um vinnuþrælk- un þá er það á íslenzka verzlun- arflotanum öðru fremur. Ég hef ekki haft aðstöðu til að kynna mér þessar tölur enn og get þess vegna ekki -rætt þær ýtar- Iega. Hins vegar má benda á að ekki eru teknir þar með neinir af öllum þeim fjölda farmanna sem stöðu sinnar vegna eða sigl inga skipsins eiga ekki kost á neinni yfirv. og búa við fasta kaup sem er miklu lægra en kaup sambærilegra manna f landi. Það sem felst fyrst og fremst í kröfum farmanna er að þeir verði settir á sama bekk og hliðstæðar starfsgreinar f landi. Farmenn telja sig ekki lengur geta unað við að standa við hlið verkamanna við losun úr lestum t.d. að nóttu til f höfnum úti á Iandi fyrir miklu lægri laun en verkamaðurinn hefur. Og þar við bætist að hásetinn, samkv. íslenzkum lögum, verður að skila mörgum mánuðum í reynslutíma. Þrátt fyrir það hef- ur hann í dag lægri laun en ó- faglærður verkamaður. Út af þessum tölum útgerðar- manna verður ekki hjá því kom ist að lokum að leggja fyrir þá eftirfarandi spurningu: Hvað mundi Dagsbrúnarverkamaður hafa í laun fyrir þann vinnu- tfma, er útgerðarmenn leggja til grundvallar þessum tölum. Framúraksfur — Framhald af bls. 1 ing er skráð vegarlengdin sem bannað er að aka framúr en það er f þessu tilfelli 1200 metrar. Vísir spurðist fyrir um það hjá lögreglunni í Kópavogi f morgun í hvaða skyni þessar ráðstafanir væru gerðar og fékk þau svör að þetta væri gert f öryggisskyni til að forða siys- um. Á þessu svæði er ein mesta umferð sem um getur á nokkr- um vegi utan Reykjavíkur, en þétt og mikil byggð beggja vegna vegarins og samskipti mikil meðal íbúannad báðum megin við hann. Þannig eru opinberar stofnanir, skólar, verzlanir o. fl. báðum megin við veginn og stöðugur straum- ur fótgangandi fólks yfir hann jafnt að degi sem á kvöldin. Við framúrakstri herða bifreið ir oft á ferðinni svo að þær fara á stundum fram úr löglegum hraða sem er á þessum vega- kafla 45 km. Af þessu stafar mikil hætta, einkum fyrir fót- gangandi vegfarendur og þess vegna hefur verið gripið til framangreindra öryggisráðstaf- ana. Þar sem gera má ráð fyrir að þessar ráðstafanir verði til að tefja nokkuð umferðina, ekki sízt þegar þungir og hæggengir vöruflutningabílar eru á ferðinni upp brekkurnar, væri að sjálf- sögðu æskilegt að komið væri fyrir annað hvort göngubraut- um yfir akbrautina eða þá undir göngum, Það yrði enn betri öryggisráðstöfun fyrir gangandi fólk og þyrfti heldur ekki að tefja bflaumferðina. Þjófnaður — Frá setningu námskeiðs f starfsfræðsiu í Kennaraskólanum í morgun. Dr. Broddi Jóhannesson ávarpar þátttakendur. Framhald af bls. 16. máli sínu hjá rannsóknarlögregl- unni. I nótt handtók lögreglan annan þjóf, sem hafði rétt áður farið um í fbúðarherbergi við Tryggvagötu og stolið þar peningum. Hann gisti og fangageymsluna það sem eftir var nætur. Loks voru í nótt teknir þrír ungl ingspiltar sem grunaðir voru um að hafa brotið brunaboða á Lauga vegi 40. Þeir neituðu raunar allir að hafa brotið brunaboðann, en rannsókn í máli þeirra er enn ekki lokið. Lagður niður••? Framhald af bls. 16. upp á síðkastið einnig meðal Þjóðvarnarmanma, sem hafa tal ið rétt og sjálfsagt að áfram yrði haldið á þann veg að Al- þýðubandalagið yrði byggt upp sem stjómmálaflokkur“. Um aðstöðu kommúnista f slfkum nýjum flokki segir blað ið, að hann edgi að vera iýð- ræðislega uppbyggður, „þannig að hver og einn hafi aðstöðu til að hafa áhrif á störf hans og stefnu“. Verkamaðurinn segir ennfrem ur að á flokksstjómarfundi Sós falistaflokksins nú í haust verði nánar fjallað um mál þessl og þar muini væntanlega liggja fyr ir niðurstöður af viðræðum við bandamenn Sósíalistaflokksins í Alþýðubandalaginu. „Kynnj þá svo að fara, að veturimn yrði notaður til að stofnsetja og hannesson, skólastjóri, nám- byggja upp nýjan stjómmála- flokk — fjöldaflokk vinstri manna“, segir blaðið að Iokum. Kennarar á starf- fræðslunámskeiði Starfsfræðslunámskeið fyrir kennara var sett f Kennaraskól- anum kl. 10 í morgun. Nám- skeiðið sækja milll 30 og 40 framhaldsskólakennarar víðsveg ar að af landinu. Tilgangurinn með námskeiðinu er að veita kennurunum alhliða yfirlit yfir starfsfræðslu. Námskeiðið mun standa yfir f 11 daga. Helgi Elíasson, fræðslumála- stjóri, setti námskeiðið í morg- un en síðan lýsti Broddi Jó- hannesson, skólastjóri, nám- skeiðinu. Aðalkennarar nám- skeiðsins eru tveir Danir, þeir A. Jörgensen og Kaj Sörensen, En auk þeirra flytja erindi Kristinn Björnsson, sálfræðing- ur, Sveinn Björnsson, fram- kvæmdastjóri og Þórir Einarss. viðskiptafræðingur. Skipulaðar hafa verið kynnis- ferðir fyrir þátttakendur í um tuttugu fyrirtæki og stofnanir, m. a. ísbjörninn, Héðinn, At- vinnudeild Háskólans og Rann- sóknarstofur Fiskifélagsins. r Arekstur — Framhald vt bls. 1. utan húsdyrnar á Bergþórugötu 27. Þegar eigandinn kom út 1 morgun varð hann mikilla skemmda var á bifreiðinni og sýni- legt að ekið hafi verið á hana af miklu afli, m. a. var frambretti hennar mikið beyglað, ljósker brotið og fleiri skemmdir á henni. Málið var kært til rannsóknar- lögreglunnar og skorar hún á við- komandi ökumann, sem árekstrin- um olli, að gefa sig fram við hana og eins þá sem orðið hafi varir við áreksturinn í nótt að láta sig vita hið allra bráðasta. M. a. telur lögreglan að árekstur- inn hafi verið það harður að hár skellur hafi orðið og telúr ekki ó- líklegt að fólk í nærliggjandi hús- um hafi vaknað við hann. Mokafll —< Framhald at bls. 16. Hamravík 1300, Gunnar 1500, Skarðsvík 1300, Sigurður Bjarna- son 1650, Hafrún 1500, Guðmund- ur Þórðarson 1400 Ólafur Bekkur 1100, Sólrún 1600, Haraldur 1150, Skírnir 1100, Gjafar 1000, Sigfús Bergmann 1000, Náttfari 1200, Loftur Baldvinsson 1000, Oddgeir 1500, Margrét 1400, Guðrún Jóns- dóttir 1000, Hilmir II. 1000, Seley 1300, Ásólfur 1000, Ársæll Sigurðs son II. 1000, Rifsnes 1250, Grótta 1250, Ólafur Tryggvason 1200. fyrir bólusótt í nótt voru tveir farþegar úr millilandaflugvél Flugfélags íslands settir í sóttkví í öryggisskyp.i vegna hugsanlegra bólusóttartilfella. Þess ir farþegar voru að koma frá Spáni og veiktist annar þeirra í flugvél- inni á leiðinni frá London til Reykjavíkur. Þegar þetta var Ijóst og jafn- framt að hinn sjúki farþegi taldi möguleika á því að hann væri smit aður af bólusótt voru nauðsynlegar ráðstafanir gerðar af hálfu heil- brigðisráðstafana hér. Læknar fóru út á flugvöll og fluttu báða Spánar farana í sóttkví í borgarsjúkrahús ið, sem þeir verða einangraðir í nokkra daga ennþá. Flugvélin var sótthreinsuð i dag og eins bifreiðin sem flutti Spánarfarana í borgar- sjúkrabifreið í nótt. Vísir átti I morgun tal við Björn Jónsson lækni við borgarlæknis- embættið, og skýrði hann frá því að í nótt og morgun hafi farið fram ítarleg skoðun á Spánarförunum tveim. Að þeirri rannsókn lokinni benti allt til þess að þarna væri ekki um bólusóttartilfelli að ræða, heldur um meinlaus útbrot af öðru tagi. Erfitt væri þó að ganga úr skugga um þetta með öruggri vissu eins og sakir stæðu og annaðhvort yrði að bíða eftir óyggjandi ein- kennum veikinnar eða þá með rækt un sjúkdómsins, en hvorttveggja tekur nokkra daga. Á meðan verða mennirnir báðir hafðir í sóttkví. Um aðra farþega væri það að segja að ekki þætti ástæða til að setja þá í sóttkví að svo komnu máli, en þeim hafi verið gefin fyrir mæli um að láta borgarlæknisem- bættið vita ef þeir fyndu til óþæg- inda næsta hálfan mánuðinn. Björn sagði að lokum að réttara hafi þótt að grípa til ákveðinna ráð stafana, og ganga fremur of langt í þeim efnum, heldur en að ásaka sjálfan sig um aðgerðarleysi á hættustund. Sátu fastir Bílar á leið yfir Möðrudalsöræfi lentu í talsverðum erfiðleikum að- faranótt mánudags og á mánudag vegir ófærir aðfaranótt mánudags. Mikil snjókoma hefur verið þar um slóðir síðan um helgi og urðu vegir cfærir aðfaranótt mánudags. Sat fjöldi vöruflutningabifreiða, á- ætlunarbifreiða og fólksbifreiða fastur unz jarðýta og veghefill höfðu rutt veginn. Þeir sem lengst máttu biða höfðu setið nokkuð á annan sólarhring.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.