Vísir - 11.09.1963, Side 9
VlSIR . Miðvikudagur II. september 1963.
9
Keppti í íþróttum í 40 ár
Það mun ekki algengt
að sextíu ára gamall
maður hafi tvo þriðju
hluti ævi sinnar keppt
í íþróttum á opinberum
vettvangi. Staðreynd er
þó að slíka menn er enn
í dag að hitta á fömum
vegi.
Sá síðasti sem á vegi okkar
varð, var Gísli Sigurðsson lög-
regluþjónn f Hafnarfirði —
maður sem hver íþróttamaður
eða íþróttaunnandi á landinu
hlýtur að kannast við fyrir
framúrskarandi þrautseigju og
þó fyrst og fremst fyrir braut-
ryðjandastarf á sviði íþrótta.
Gísli iigurðsson er ýmislegt
meir en íþróttamaður. Hann er
sveitabarn og náttúruunnandi í
eðli sínu, að atvinnu er hann
lögregluþjónn, en f hjáverkum
hefur hann safnað örnefnum í
Álftaneshreppi hinum gamla, og
eru þau orðin á 4. þúsund tals-
ins. Loks hefur Gfsli skrifað
íþróttasögu Hafnarfjarðar frá
upphafi og safnað til þess gögn-
um og handritum hvaðanæva
að. Er þetta hvorttveggja hin
merkasta heimildasöfnun og
einstök f sinni röð. Lögreglu-
þjðnn hefur Gfsli verið á 4.
tug ára.
Gerðu mikið gott
Það var f tilefni af sextugs-
afmæli Gísla að Vísir leitaði á
fund hans og spurði hvað á
daga hans hafi drifið,
— Það er sitt af hverju,
sagði Gísli, en ef ég á að taka
eitt fram yfir annað, þá er það
viðhorf mitt til íþróttamála og
skerfur minn til þeirra. Lffsvið-
horf mitt hefur mjög snúizt um
þann möndul og ég held —
sagði Gfsli — að íþróttimar
hafi gert mér meira gott en
nokkuð annað sem á daga mfna
hefur drifið.
Það er út frá þessum for-
sendum og þessu lffsviðhorfi
hins sextuga lögregluþjóns að
talið beinist framar öðru að
íþróttaferli hans og áhugamál-
um á því sviði. o
Hvar öðláðist þú þenna
brennandi áhuga á íþróttum,
Gísli?
— 1 heimabyggð minni, Ár-
nessýslu. Ég er fæddur að Sól-
heimum í Hrunamannahréppi
23. júní 1903 og strax sém
stráklinaur hréifst ég af íþrótt-
um og líkamlegu boli manna.
— Varðstu fyrir einhverjum
sérstökum áhrifum í þvf efni?
— Á þeim árum sém ég kom
til vits austur þar var ung-
mennafélagshréyfingin að kóma
til sögunnar, Það fylgd; henni
mikill kraftur og í kjðlíari
hennar sigldi áhugi fyrlr
íbróttum. Sá áhugi var að vísu
að nokkru fvrir hendi áður en
ungmennafélögin voru stofnuð,
ekki sízt meðal héirra sem sótt
hðfðu bændaskólana heim og
lært þar glímur, ýmsa leiki og
fleira.
Lærðu allir
að synda.
Það má ennfremur geta þess
Iofsverða framtaks hreppsbúa
minna að þeir sendu alla ferm-
ingardrengi — rfka sem fátæka
— tll sundnáms.
— Hvert?
— Það var í svokallaða
Grafarbakkalaug, skammt frá
Flúðum. í>ar voru heitar laug-
ar, og með þvf að gera stfflu í
læk fékkst gðð sundlaug. Þang-
að voru fermlngardrengir úr
Hrunamannahreppi sendir hálf-
an mánuð til sundnáms vor
hvert. Þéir bjuggu flestir í
tjöldum og höfðu skrínukost,
en sumir þeirra a. m. k. munu
hafa notið einhverrar aðhlynn-
ingar á nærliggjandi bæjum.
Þetta m. a. varð til þess að
íþróttaáhugi vaknaði í minni
sveit Öðrum sveitum fremur.
Drengimir drukku f sig útðoft-
ið, þeir brunnu f sólinni, þeir
reyndu með sér afl og annan
fræknleik og íþróttamennskan
rann þeim í bíðð. í þvflfku um-
hverfi ólst ég upp.
Gripinn áhuga
og metnaði
— Og þú hefur notið áhrif-
anna?
— Já, Og það var ótalmargt
méira á þessu sviði sém héill-
aði mig. Það voru sumarhátíðlr
á Álíaskéiði, sem þá voru ár-
lega haldnar með keppni i
ýmiskonar íþróttum, er höfðu
sín ákveðnu áhrif. En hitt þó
öllu meira að ég var í átokum
og glfmu við jafnaldra mína.
Það Vakti hjá mér metnað að
vera ekki síakari en þeir, að
reynast jafnoki þeirra — eða
jafnvel eitthvað betur — ef til
átaka kom.
Ég mun hafa verið átta ára
gamall þegar ég fluttist f nýtt
umhverfi. Þetta nýja umhverfi
var Háfnarfjörður og þar hef
ég átt heima f rúma hálfa öld.
Virðingin vannst
með áflogum
— Dofnaði íþróttaáhuginn
ekkert við skiptin á dvalar-
stað?
— öðru nær. Hann jókst!
En kom til af illri nauðsyn.
Strákarnir í Hafnarfirði viður-
kenndu engin aðskotadýr nema
þau gætu sýnt það svart á
hvítu að þau stæðu sízt að
baki þeim innfæddu. Þetta
kostaði mig heljarátök og mikil
áflog þar til ég hafði unnið
virðingu þeirra og aðdáun með
þvf að íeggja flesta jaftialdra
mfna að velli og jafnvel þjarma
eilítið að þeim sem eldri voru.
Eftir það var virðingu minni
borgið og Hafnarfjarðarréttlndi
mín viðurkennd svo ekki varð
um vilzt. Iþróttaáhugi minn Óx
fremur Við þetta heldur en hið
gagnstæða.
Einstæður kennari
— Fékkstu nokkra tilsögn
í fþrðttum?
— Hún var lftil að vfsu, en
nokkur þó. Ég naut tilsagnar f
leikfimi tvö áir meðan ég var
í skðla og eftir það um nokk-
urra ára skeið hjá Bjarna
Bjamasyni, siðar skðlastjóra á
Laugarvatni. Hann var ein-
stæður kennari og persónuleiki
að sama skapi. Við ungu menn-
irnir í Hafnarfirði sem nutum
handleiðslu hans dáðum hann
og geruftt það enn í dag. Hann
var stoð og stytta alls íþrótta-
lífs í Hafnarfirði á þeim árum
og áhrifa frá honum hefur gætt
æ síðan.
—- Hvenær hefst íþróttaferill
þinn fyrir alvöru?
— Ég tél það hafa verið með
árinu 1919. Þá bindast ungir
áhugamenn í Hafnarfirði sam-
tðkum um að stofna knatt-
spyrnufélög — frekar tvö en
eitt. Anhað hét „17. júnl", en
hitt hlaut nafngiftina „Fram-
sókn“ og meðal stofnenda þess
var ég.
Fjögurra stunda gangur
að og frá keppni
Þessi tvö félög settu ákveðið
svlpmót á líf Hafnfirðinga og
það má fullyrða að eftir það
hefur aldrei ofðið neitt lát á
íþróttaáhuga þeirra. Félögin
byggðu samelginlegan Iþrðtta-
völl á Hvaleyrarholti undir
Fuglstapaþúfu og með sam-
starfi þeirra var í rauninni
Iagður grundvöllur að fyrsta
íþróttabandalaginu í Hafnar-
firði.
— Úr þessu byrjar þú að
taka þátt í keppni?
— Já en það var ekki vegna
gétu minnar éða "löngunar til
eigin framaiá.sviði Iþrótta. Það
Váíjpiiklw fremur hitt, að ..njjg
langaði til að sjá Hafnfirðings
einhvers staðar getið á keppnis-
skrá utan heimavettvangs. Mér
kom til hugar að ef ég ryddi
brautina og léti skrá mig til
leiks á opinberum vettvangi
yrði það e.t.v. til þess að vekja
áhuga Hafnfirðinga fyrir iþrðtt-
um og fieiri myndu þá á eftir
koma.
— Var þetta nokkrum vand-
kvæðum bundið?
— í rauninni ekki. Hitt var ann
að mái að aðstaðan var erfið.
Fyrst og fremst vegna þess að
maður kunni ekki néitt, vissi
ekki neitt hvernig maður átti að
haga sér í keppni. Það einasta
var að maður hafi stolizt ti! að
Gísli Sigurðsson
horfa á nokkra Reykvíkinga æfa
sig í íþróttum og reyndi að apa
eftir þeim þegar til keppninnar
kom. Annað var það að maður
varð að ganga frá Hafnarfirði
til kappleiksins í Reykjavík og
þaðan aftur að keppni lokinni til
Hafnarfjarðar. Það var röskur
2ja klst. gangur hvora leið. Um
annað var ekki að ræða.
Helztu keppinautamir
Ég held að fyrsta íþróttamót-
ið sem ég tók þátt I utan Hafn-
arfjarðar, hafi verið á gamla
Melavellinum í Reykjavik árið
1923 eða 24. Ég man ekki hvórt
heldur. En þá stóð íþróttavöllur
inn þar sem fjölbýlishúsin stóru
standa nú við Hringbraut.
— Hverjir voru þá helztir
íþróttakappar Reykvíkinga?
— Ég man eftir Tryggva
Gunnarssyni, Þorgetri frá
Varmadal sem nú er 1 Gufunesi,
helmingnum af Silla og Valda
þ.e. Sigurliða Kristjánssyni, Ós-
valdi Knudsen og ýmsum fleir-
um sem nú eru orðnir nafntog-
aðir menn í bæjarlífi Reykvik-
inga.
— Stóðstu þig vel?
— Eftir efnum og ástæðum.
Verðlaun hlaut ég ekki, en varð
heldur ekki aftastur allra. Ég
keppti f þetta skipti f köstum Og
Framhald ' bls. 13.
listaverk í augum Islendinga. En
það að gera Iandið fegurra og
þá um ieið búsældarlegra er
varla næg réttlæting skógrækt-
inni f augum margra lands-
manna, sem hættir til þess að
spyrja um fjárhagslegt gildi
allra hluta á þessari miklu
mammonsöld. Þeir spyrja um
það hvort skógræktin sé ekki
aðeins fögur draumsjón, sem lít-
ið eigi skylt við veruleikann.
Hvort þeim tfma og því mikla
fé sem þegar er til hennar eytt
væri ekki betur varið í aðra
þarfari hluti eins og verklegar
framkvæmdir, síldarverksmiðj-
ur og félagsheimili. Þar grillir á
hið mikla viðskiptalögmál mann
lífsins. Getur skógræktin nokk
um tíman borið sig? Er í sann-
leika unnt að rækta annað en
yndisaukahríslur á lslandi? Er
hægt að rækta hér nytjaskóg í
þess orðs fyllstu merklngu?
Og það er eðlilegt að þannig
sé spurt. Landið er stórt og
þjóðin lítil, en engu að síður
skortir nú brátt bithaga tii kvik
fjárræktar. Þvf er spurt hvort
skynsamlegt sé að friða landið
til skógræktar, einkum ef það er
gert f stórum stíl.
★
Kað er ekki hægt að gera sér
grein fyrir fjórhagslegu
gildi skógræktar nema vita til
hlítar hver vöxtur viðarins er.
Til þess þarf nákvæmar mæling
ar og þá þeirra tegunda sem
mest eru nytjatrén. Þar er efst
á blaði siberíulerki og svo vili
til að lerki þetta hefir verið
mælt á þriggja ára fresti frá
1952 í Hallormsstaðaskógi. Það
er nógu langur tími til að vaxt-
armælingar gefi Örugga vit-
neskju um gróðrarmátt þessarar
trjátegundar á Islandi. Lerkið,
sem var gróðursett f skóginum
1938 hefir að meðaltali irlega
vaxið á hekttra lands um 6,3
teningsmetra viðar. Almennt er
talið að helmingur þessa irs-
vaxtar trjánna fftrí f skógar-
högg, niðursögun og tll spillis.
En reikna mi með að helmingur
inn nýtist eða írlega 3 tenings-
metrar.
Verðmæti þessa írsvaxtar er
eftir núverðandi verðlagi i trji
viði f landinu kr. 9.400 i ári.
Þettt er hreinn ágóði af skðgin-
um þar sem stofnkostnaður ali
ur við gróðursetningu er þegar
greiddur með sölu girðingar-
staura, sem féllu til við grisjun
skógarins.
Að vísu verður að bíða
nokkra tugi ára frá gróðursetn
ingu áður en slíkur skógur gef-
ur af sér þennan árlega ágóða.
En þegar hann er vaxinn lftur
dæmið þannig út. Af þessu er
ljóst að skógræktin skilar marg
földum hagnaði 6 við land sem
nýtt er tll sauðfjárbeittr og
reynist meira en samkeppnisfær
við grasrækt. Arðurinn af slíkri
skógrækt á spildu á stærð við
meðaltún islenzks bónda yrði
árlega 120—150 þús. krónur.
★
Ag það má líka líta á þetta
dæmi frá öðru sjónarmiði.
— Markmið islenzkrar skóg-
ræktar er að framleiða í land-
inu megnið af þeim viði sem
þjóðin þarfnast. Nú flytur þjóð-
in inn um 120 þús. tenings-
metra af barrviði sem við gæt-
um ágæta vel ræktað i landinu
sjálfu. Verðmæti þess innflutn
ings er hvorki meira né minna
ert 80—100 millj. kr. á ári. Og
eins og Sigurður Blöndal skóg-
arvörður bendir á í ritgerð
sinni, Skógrækt — nýr þáttur
f ræktun landsins, þarf ekki
nema landssvæði sem er fimm
sinnum stærð Þingvallavatns,
til þess að rækta allan þann
við, sem þjóðin þarfnast nú.
Það er tæplega fertugasti hluti
af áætluðu gróðurlendi lands-
ins.
jþær tölur sem ég hefi vitnað
1 hér að framan eru teknar
úr niðurstöðum rannsókna
skógræktarinnar. Skógræktar-
menn eru þeim kunnir, en ég
efast um að leikmenn, eins og
undirritaður, hafi gert sér þær
gjörla ljósar. Mörgum er tamt
að líta á skógræktina sem fal-
legan draum. En hér eru engir
draumórar á ferðinni. Hinn
furðugóði fjárhagslegi grund-
völlur íslenzkrar skógræktar er
staðreynd sém sjá má jarðfasta
í Hallormsstaðarskógi. Sú stað-
reynd sýnir glöggt að í ræktun
landsins er varla til skynsam-
legri fjárfesting en skógrækt.
Með gróðursetningu er verið að
leggja inn á banka framtíðar-
innar, sem borgar hærri vexti
en nokkur annar banki þessa
lands.
Gunnar G, Schram.