Vísir - 14.09.1963, Qupperneq 6
”■6
V1SIR . Laugardagur 14. september 1963.
útlönd í morgun útlönd i.mörgun utiönd i morgim útlönd 'í morgun
Lyndon Johnson, varaforseti Bandaríkjanna, ásamt John Lyng, forsætisráðherra Norðmanna (í miðju) og
sendiherra Norðmanna í Bandaríkjunum (t. v.).
Rússarnir ráku Kínverjana heim
Peking (NTB). klukkustundir, en var síðan sagt
Enn einu sinni hafa sovézkir toilverðir Ieitað gaumgæfilega í fögg- að þeir fengju ekki að fara inn í
um kfnverkra námsmanna á leið til Sovétríkjanna og fundiö „hættu- Sovétríkin og beðnir um að hafa
leg“ áróðursrit, sem gerð voru upptæk, en Iíínverjunum skipað að S'S á brott. Hervörður fylgdi þeim ;
snúa heim. Þetta gerðist nú í vikunni, segir í síðustu fréttum. yfir landamærin.___
Fréttastofan Nýja Kína sagði, að j ræða liðsforingja er verið höfðu á
tollverðirnir hefðu lagt hald á ým- herskóla í Sovétríkjunum og ætl-
islegt prentað mál, sem Kínverjarn- uðu þangað aftur eftir sumarleyfi
ir höfðu meðferðis. Hér er um að (í Kína. Þeim var haldið í tvær
Denningskýrslan
afhent á mánudag
Hifler æthði að
rænss páfanum
Vín (NTB).
Kaþólska fréttastofan í Aust-
urríki hefur sagt að hún hafi
eftir áreiðanlegum heimildum,
að Hitler hafi ætlað sér að
flytja Pius 12. frá Vatikaninu í
Róm, annað hvort til Wartburg
eða Liechtenstein. Að sögn á
Hitler að hafa gefið hermönnum
sínum í Róm skipun um að
flytja páfann, en þegar málið
hafi verið betur athugað, var
komizt að þeirri niðurstöðu, að
slíkt væri ekki framkvæmanlegt
af pólitískum ástæðum.
London (NTB)
Harold Macmilian, forseetisráð-
herra Breta, fær í hendur skýrslu
Denning lávarðar um öryggismál
varðandi Profumo-hneykslið, á
mánudaginn. Á þriðjudag mun
han.n gefa Harold Wilson, leiðtoga
stjómarandstöðunnar, kost á að
sjá skýrsluna.
Forsætisráðherrann mun þá taka
afstöðu til að hve miklu leyti
skýrslan verður birt. Það getur
reynzt óhjákvæmilegt að leggja
málið I heild fyrir rikisstjórnina.
Vera kann að neðri málstofan
verði kölluð saman til aukafundar
til að ákveða um birtingu skýrsl-
unnar. Einn af aðstoðarmönnum
Denning iávarðar hefur sagt að
skýrslan sé milii 50 — 60 þús. orð.
Skýrslan er öll handskrifuð af lá-
varðinum, en hún verður vélrituð
áður en forsætisráðherrann fær
hana í hendur.
Veitingarekstur
í nemendasal Iönskólans I Reykjavík er laus
til umsóknar.
Upplýsingar verða gefnar í skrifstofu skól-
ans til 20. þ. m.
Skólastjóri.
ir Könnunarkeppni fyrir Olympíu-
leikana fer fram í næsta mán-
uði. Sjötíu og sjö þátttakendur
verða og héfur_ verið sérstakleg^
boðið 47 íþröttamöhhurti;- -Hér
um að ræða fíesta beztú íþróttá-
menn heimsins. Meðal þeirra, sem
þegið hafa boð til keppninnar, eru (
stangarstökkvarinn John Pennel og
sleggjukastarinn Harold Connolly
frá Bandaríkjunum. Leikirnir verða
frá 12.— 15. október.
Þórarinn —
Framhald at bls. 1
leysi nútímans. Hann sagðist
hafa hugsað um þetta í mörg
ár. Skólameistari minntist
fyrstu kennaraára sinna, þegar
sveitapiltar komu í kaupstað
til að menntast; þá fjarlægðust
þeir upprunann. Seinna gerðust
þeir embættismenn í kaupstað
og þá setti að þeim óverukennd,
þeir fyndu, hvað þetta væri til-
búið og ósatt líf, sem þeir lifðu.
Þeir fengju sektarvitund yfir að
hafa hlaupizt á brott af hólmi
forfeðranna. „Ég á orðið ein-
hvern veginn ekkert föðurland",
segir Stephan G. Sumir þessara
manna flýðu í starfið af ýktri
alúð, sem yfirbót, aðrir væru
tómlátir, þeim fyndist allt hé-
gómi, og þá væri oft skammt
til flöskunnar, og enn fremur
væru þeir, sem fylltust þótta
og embættishroka.
Skólameistari hugleiddi þetta
og taldi meinsemdina vera rót-
Ieysi. Þá vitnaði hann I franska
skáldkonu og heimspeking, Sim-
one Weil, sem dó um þrítugt
í London á styrjaldarárunum
(sem hafði fundið sannleikann
réttlæti og fegurð í forngrfskri
hugsun og kristinni trú). I bók
einni eftir hana (sem sumir
jafna við Hugsanir Pascals að
snilli) talar skáldkonan um þarf
ir sálarinnar, sem hún telur
jafn mikilvægar mannfólki og
þarfir líkamans; a) regla (skír-
skotar til brár eftir samræmi,
en þá þrá bera allir í brjósti b)
frelsi (til að velja og hafna með
eðlilegum takmörkunum en sam
vizkan kemur í veg fyrir að fara
yfir mörkin c) hlýðni (þörfin á
að viðurkenna eitthvað (ofar
, okkur .sjálfum — slíkt stækkar
mann d) ábyrgð (hún lætur okk
ur finna, að við erum eitthvað.
Ábyrgðarlaus maður er ekki
neitt.
Ekkert er mikilvægara þjóðfé
lagi en flestir ber; ábyrgð. e)
jöfnuður (mikilvægt atriði, flest
störf eru jafnnauðsynleg. ,,Ef til
vill ætti forstjóri, sem brygðist
í starfi, að vera sendisveinn fyr
irtækisins f) refsing (helzt sú,
sem er vegur til upphafningar) g)
sæmd (sem felist í að vera sem
mestur þjónustumaður við þjóð
félagið) h) skoðanafrelsi (har
vararWeil við hættunní af flokk
um og félögum og ennfrem-
ur rithöfundum. Listin sé ekki
ofar lífinu, hún eigi aðeins að
þjóna því til að göfga i) öryggi®
hæfileg áhætta örvar og stælir-
En með öryggi nútímans sé leit
að á óheilbrigðan hátt 8?
spennu óvissunnar j) einkaeí»»
(færir staðfestu að eiga hús,
ir rótfestu. Hins vegar missa
sumir frelsiskenndina við það-
Camus, franskur rithöfundur,
kunni bezt við sig á gistihúsi.
„Stundum finnst mér þjóðin
haldin húsæði“, sagði skóla-
meistari. k) sameign (t. d. að
vera meðeigendur í því, sem
ríkið á (Háskóla íslands, svo
dæmi sé nefnt). I) sannleiksþörf
— „þörf sannleikans er í nán-
um tengslum við lífsþrána" („nð
lifa er að taka þátt í og kynn-
ast veruleikanum") ...
Skólameistari vék að uppeldi-
Nauðsynlegast: hæfileg verkefni
og kyrrð, en slíkt hefðu sveitim
ar veitt. Of margir foreldrar 1
kaupstað, aldir upp í sveit,
ætla börnum sínum útigangs-
uppeldi, sem er of áhættusamt
í borg og kaupstað.
í lok ræðunnar sagði meistari:
„Ef til viil myndi það bezt
hjálpa, ef við gætum aftur öðl-
ast hina einföldu vissu, sem of
mörgum hefur glatazt í mold-
viðri þeirra afstæðu sanninda,
sem verið hafa eitt auðkenni
þessarar margslungnu aidar. Ef
til vill er það trúarsiðferðið
eitt, sem er þess megnugt að
haida manninum svo í skefjum,
að honum nýtist af nýunnu
frelsi. Ef til viil verða ræturn-
ar því aðeins traustar, að við
eigum iíka vængi til að fljúga
á vit himinsins“.
'.V.V.W.V.V.V.W.'.V.V/A'.*:
I -X
Ekki stórmannlegt
1 gær flaug íslenzka landsliðið
í knattspyrnu utan til Englands
og síðdegis í dag keppir það við
brezka landsliðið.
Mörg orð hafa verið rituð um
leik liðsins við Bretana s.l. laug-
ardag og þau ekki öll fögur.
En það er ekki stórmannlegt að
lasta þann, sem illa gengur og
draga fjöður yfir það að sömu
menn hafa oft áður gert vel á
knattspyrnuvellinum. Það var
alltaf vitað að Englendingar
myndu koma með betra lið en
okkar piltar eru, og koma þar til
mörg augljós atriði, sem ég fer
ekki út í að nefna hér. En ó-
heppnin var mikil í upphafi
leiks og það lamaði Islenzka
Iiðið, svo útkoman var mun
verri en sanngjarnt hefði verið.
Fleiri hafa tapað
Það er út í hött að ásaka
knattspyrnuforystuna fyrir
hvernig fór, eins og sum blöð
hafa gert og talað um að „ís-
lendingarnir hafi farið í fýlu“.
Allir þeir, sem eitthvað fylgjast
með knattspymu, vita, að á leik
vellinum getur allt komið fyrir,
sérstaklega þegar við mun sterk
ara lið er að etja. Því til árétt-
ingar skal ég að gamni nefna
nokkur dæmi um það hvernig
jafnvel sterk knattspyrnulið
hafa tapað — og það með mikl-
um markamun. Og urðu þau þó
ekki fyrir jafn heiftarlegum á-
sökunum og sjá mátti I sumum
blöðum um knattspyrnumenn-
ina okkar.
Afdrif Norðmanna
Um síðustu helgi léku Evrópu
meistaramir Tottenham Hot-
spurs leik í Bretlandi við klúbb
sem aðeins er talinn miðlungs-
góður. Hvað skeði? Tottenham
tapaði leiknum með 7:2, þótt
allir hefðu talið að þetta bezta
lið Bretlands hefði átt að vera
öruggt með sigur.
Fyrir skömmu kepptu Norð-
menn í Olympíukeppninni við
Pólverja. Úrslitin urðu þau að
Pólverjar sigmðu með 9:0. Og
loks má minna á það, að þegar
danska landsliðið kom heim af
.....
w.v,
.V.W.'
'.W,
Olympíuleikjunum 1960 með
önnur verðlaun í knattspyrnu,
silfrið, kepptu þeir við Svía.
Öllum að óvörum unnu Svíar
hina dönsku olympíumeistara
með 6:0.
Hvað er meðaltalið?
Þannig geta úrslitin orðið víð-
ar en á Laugardalsvellinum.
Þess vegna er það skoðun mín
að I stað þess að einblína á þau
úrslit, sé miklu sanngjarnara að
taka meðaltalið af síðustu 10
landsleikjum sem Islendingar
hafa tekið þátt í. Þar kemur í
ljós að íslenzka landsliðið hefir
sett 11 mörk en andstæðingam-
ir samtals 26 mörk. Að meðal-
tali hafa því andstæðingarnir
1 y2 mark yfir I hverjum leik.
Það eru úrslit sem margar hinar
stærri og reyndari knattspyrnu-
þjóðir myndu gera sig hæst-
ánægðar með.
í dag stendur keppnin í Lon-
don. Við skulum vona að okkar
piltar standi sig vel, hvort sem
þeir vinna leikinn eða ekki. En
hvernig sem fer þá er hollt að
hafa það I huga að fleiri lands-
lið en það íslenzka hafa tapað
með miklum markamun.
Kári.
■.W.VAV.V.V.V.V.W.V.**1
■■’imiciwmmxmwmssism