Vísir - 17.09.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 17.09.1963, Blaðsíða 7
VÍSIR . Þriðjudagur 17. september 1963. 7 fískherzla Skýrsla Fisklfélagsins um aflann á síðusfu vefrarverfíð Fiskifélag Islands hefur nú sent frá sér skýrslur um afla á síðustu vertíð, tfmabilið 1. janúar til 31. maí. Kemur þar í ljós, að heildar- aflinn varð 335 þúsund móti 309 þúsund tonnum á sama tímabili árið áður. Skiptingin milli bátafisks og tog arafisks varð þannig, að bátafisk- ur varð 304 þúsund tonn, en tog- arafiskur 31 þús. tonn. Árið áður hafði skiptingin verið 291 þúsund tonn af bátafiski en 18 þús. tonn af togarafiski. Seðlabankinn ákveður sektarvexti Að gefnu tilefni vill Seðlabank- inn upplýsa, að bankastjórnin hef- ur ákveðið að breyta þeim vaxta- kjörum, sem bankar og sparisjóðir búa við á viðskiptareikningi við Seðiabankann. Vaxtabreytingin á að stuðla að því að draga úr óhóf- legri aukningu útlána og er enn- fremur gerð til að hvetja banka og sparisjóði til að bæta stöðu sína við Seðlabankann. Umrædd vaxtabreyting tók gildi 10. þ.m. Felst í henni meðal ann- ars, að vaxtakjör af innstæðum á viðskiptareikningum batni, en skuldavextir af óumsömdum yfir- dráttarskuldum á sömu reikning- um hækka í vissum tilfellum úr 14% í 18%. Er hér um að ræða nokkurs konar sektarvexti af skuldum, sem myndast kunna á ó- heimilan hátt, aðallega við ávlsana skipti. /en*ðff/ð Heildarafli þorskfisks og flatfisks var 237 þús. tonn, þar af var mest af þorski, 176 þús. tonn, en af ýsu 23 þús. tonn. Síldaraflinn á þessu tímabili nam 96 þús. tonnum, rækja var 349 tonn og humar 72 tonn. Afli þorskfisks og flatfisks sund- urliðast þannig eftir verkunarað- ferðum og eru i svigum tölurnar frá árinu áður: ísfiskur 17 þús. tonn (15 þús.), frysting 97 þús. (92), herzla 56 þús j (37 þús.), niðursuða 35 tonn (ekk- ert), söltun 59 þús. (74 þús.), mjöl- I vinnsla 12 þús. (11 þús.), innan- i landsneyzla 6 þús. tonn (5,3 þús.). Þessi listi sýnir m. a., að veruleg aukning hefur orðið á fiskherzlu frá því árið áður, en söltun minnk- að samsvarandi. Nokkur aukning hefur orðið á frystingu. sw * Það lítur út fyrir að nemend- ur í bændaskólunum á Hvann- eyri og Hólum verði hátt á níunda tug í vetur. Skóiarnir taka til starfa i byrjun október og er skólinn á Hvanneyri þeg- ar fullsetinn en nokkrir komast enn að á Hó.lurn. Vísir hefur haft samband við skólastjórana og spurt þá frétta. — Aðsókn að skólanum hef- ur verið mjög góð, sagði Guð- mundur Jónsson skólastjóri á Hvanneyri. Verður skólinn alveg fullsetinn í vetur og urð- um við að neita nokkrum um skólavist. Fjöldi nemendanna er við getum tekið er 60 og koma nú í framhaldsdeild. Inntöku- skilyrðin í framhaldsdeildina eru að sjálfsögðu próf úr bænda skólanum, landspróf og svo þurfa nemendur að vera eitt ár í menntaskóla-, hafi þeir ekki stúdentspróf. — Á hvaða aldri eru nem- Frá nefndarfundi. Björgvin Sigurðsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, Bjöm Jónsson' alþm. og Hjalti Kristgeirsson. IGreiðsluþolsnefnd að starfi Nefnd sú sem skipuð var í sumar til þess að kanna greiðslu þol atvinnuveganna er nú i miðj um störfum og em fundir haidn ir nær daglega. Aðilar nefndarinnar eru Vinnu veitendasamtökin og Alþýðu- samband íslands. Formaður nefndarinnar er Bjöm Jónsson alþingismaður, en gert er ráð fyrir að formennskan skiptist þannig að fuiltrúi vinnuveit- enda mun síðar taka við henni. Fyrir skömmu komu tveir nefndarmanna heim frá Noregi þar sem þeir dvöldust og öfluðu gagna um svipaða reynslu Norð manna í þessum efnum. Vom það þeir Þorvaldur Adolfsson framkvæmdastjóri og Hjalti Kristgeirsson hagfræðingur. Nefndin Ieggur allt kapp á að hraða störfum sínum fyrir 15. október, þegar samningar margra verkalýðsfélaga renna út, en sýnt er að störfum henn- ar verður þó engan veginn Iok- ið, þar sem verkefni hennar er svo umfangsmikið. mendur i bændaskólunum endurnir yfirleitt þegar þeir koma í skólann? — Þeir eru yfirleitt 17-18 ára. Flestir þeirra eru bænda- synir en þó nokkrir eru úr Reykjavík. Þeir hafa þá yfir- leitt verið mikið í sveit og hafa jafnvel í hyggju að setjast að í sveit og stunda búskap. — Eru einhverjar breytingar fyrirhugaðar á skólanum? — Nei, fyrirkomulagið verð- ur svipað og verið hefur, ekk- ert fellt niður og engu bætt við. Við höfum í hyggju að byggja hér upp næstu árin. Skólahúsið er orðið gamalt og það fer að verða mikil nauðsyn á nýju húsi. — Ég skrapp utan nú í sumar og kom þá við á nokkrum búnaðarskólum og ræddi þar við framámenn. Virt- ist mér mikill og almennur á- hugi á tekniskri menntun En menn með slíka menntun standa mitt á milli manna með bændaskólamenntun og búnað- Ummæli vegamálasfjóra um olíumölina: að tilraununum áfram Olíumölin hefir verið mjög á dagskrá undan- fama daga í fréttum blaða og útvarps, saman ber Vísi nýlega. Blaðið sneri sér til Sigurðar Jóhannssonar vegamála- stjóra um daginn og ósk aði eftir umsögn hans um þessa nýjung í vega- málum. Vegamálastjóri sagði: „Þær tilraunir, sem gerða; hafa verið hér á landi með olíu- möl á undanförnum árum. sér- staklega á s. 1. ári voru í mjög smáum stíl og gerðar með ófull- komnum tækium. Af bessum til- raunum er of snemmt að draga þær ályktanir, að olíumöl sé framtíðarlausn á vandamálum ís lenzkrar vegagerðar, bótt sjálf- sagt sé að halda bessum tilraun um áfram til þess að fá úr því ’virð. hver-ii'r -'Humöiin hentar við hérlendar aðstæður, og er æskilegt að sem flestir aðilar taki þátt í þeim tilraunum“. arháskólamenntun og gerast þeir oft héraðsráðunautar. Víða hafa verið stofnaðir slíkir skól ar, eða deildir innan búnaðar- skólanna og annars staðar eru þær i úppsiglingu. — Er í ráði að stofna slíkar déiídir eðá skólá hér á Islandi? — Hér á Hvanneyri hefur nú verið starfreekt framhaldsdeild síðan 1947 og hefur hún útskrit að menn sem síðan hafa gegnt störfum héraðsráðunauta og staðið fyrir ýmiss konar tilraun um. Milli 50 og 60 hafa útskrif- azt þaðan. — Hvernig gekk heyskapurinn á Hvanneyri í sumar? — Hann gekk vel og eigum við nægilegt hey til vetrarins. Sömu sögu er að segja af heyskapnum á Hólum. Haukur Jörundsson skólástjóri, sem nú er staddur f Reykjavík, sagði okkur að þar hefði heyjast vel í sumar. Síðast í ágúst var nokkrum lömbum slátrað á Hól um og leit mjög vel út með þau. — Hve margir nemendur verða á Hólum f vetur? — Ég er nú búinn að vera í bænum í viku, en áður en ég fór höfðu 25 sótt um skólavist og þar af ein stúlka. Eru þetta nokkuð fleiri en í fyrra. Skól- inn getur tekið 30 nemendur í því ástandi sem hann er nú, en skólahúsið er orðið gamalt og þörf á að betrumbæta margt. Nokkuð hefur þegar verið end- urbætt, en fjárveitingar eru tak markaðar og því mjög margt eftir að gera. — Hvenær hefst kennsla? — Eldri deildin byrjar 9. okt. en skólinn verður settur þann 15. 1 yngri deild fara þeir sem takmarkaðan undirbún ing hafa en í eldri deild fara þeir, sem ann^ð hvort hafa lok- ið prófi úr yngri deild eða hafa góða undirbúningsmenntun. Þó þurfa þeir að taka nokkur auka fög. Hvor deildin er 6 mánuðir og tekur skólinn þá tvo vetur. Á sumrin er hótelrekstur á Hól- um — það hefur nú reyndar ekkj verið rekið þar hótel sfð- ustu árin. — Verður kennslan með svip- uðu móti og áður? — Já, nema hvað aukin verð ur verkleg kennsla og kennsla varðandi vélar. — Hve gamlir þurfa piltar og stúlkur að vera til að fá inn göngu í skólann? — Það er rniðað við 17 ára aldur en í einstaka tilfellum er hægt að gera undanþágu. Flest- ir piltarnir koma nú í skólann innan við tvítugt. Það eru orðn ar miklar breytingar frá því er ég byrjaði að kenna á Hvann- eyri. Þá var ég 24 ára og um helmingur nemendanna var eldri en ég. — Það tekur nú styttr; tíma víst að vinna sér fyrir skólavistinni. Undirbúningsdeild fyrir tækniskóla á Akureyri Undirbúningsdeild fyrir tækni- skólanám verður i fyrsta sinn á Ak ureyri í vetur, á vegum Iðnskól- ans þar. í Reykjavik starfaði slik deild hjá Vélskólanum s.l. vetur og starfar aftur i vetur. Kennd eru tungumál, og eðlis- fræði en stærðfræði er aðalnám. Próf eftir veturinn gildir sem inn- tökupróf í tækniskóla í Danmörku ef einkunnin er nægilega há, Er þá tækniskólanámið þrjú ár erlend- is. Auk þess þurfa þeir sem vilja fara til náms í Danmörku að hafa lokið iðnsveinaprófi, en til inn- göngu í Noregi aðeins eins' vetr- ar verklegum undirbúning"

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.