Vísir - 28.09.1963, Blaðsíða 4
VlSIR .
snmmiSB
Laugardagur 28. sept. 1963.
Takið nú fram prjónana
klúbb. Leistann má prjóna eins
og á venjulegum ullarleistum,
en þegar ofar dregur getur hver
og ein tekið úr eða aukið í
eftir því sem með þarf. Einfald-
ast er að sjálfsögðu að prjóna
til skiptis slétt og brugðið, en
þær sem treysta sér til ættu að
reyna við mynstur því að þá
verða sokkarnir óneitanlega
skrautlegri.
Nú er veturinn að koma f
allri sinni dýrð. Esjan er orðin
hvít og á margnaara, þegar við
vöknum, er klakaskán á poll-
um. Það er kalt að koma út —
en fylgjum við tízkunni, ættum
við ekki að þurfa að óttast háls-
bólgu eða kvef, þótt hitastigið
fari nokkuð niður fyrir núll-
punkt.
Síðastliðinn vetur var svo
kaldur í Evrópu, að þegar tízku-
kóngamir fóru að hugsa um
vetrartízkuna 1963—1964 var
þeim efst í huga að gera hana
þannig, að konum yrði ekki kalt,
hvemig sem viðraði. Þvi voru
teiknaðir og saumaðir pelsar og
loðhúfur, þykkar kápur með loð
krögum, þykk pils, prjónaðar
peysur með háum og hlýjum
krögum og það sem meira var
— það voru prjónaðar húfur
og ullarsokkar.
Hér á Islandi höfum við hing-
eða hekla húfur. Og eins og
sokkamir líkjast sokkunum,
sem við áttum þegar við vorum
litlar, eiga húfurnar að líkjast
húfunum, sem við áttum þegar
við vorum litiar. Þær eiga að
hylja hárið að mestu, ná vel
niður fyrir eyrun og helzt að
vera hnepptar undir hökuna. Að
því búnu þarf engin að óttast
kuldann.
og prjónið ykkur sokka
að til notað flestar þessara fiíka
að undanteknum sokkunpm —
þeir tilheyrðu hér áður fyrr
bernskunni. — Hér er átt við
heimaprjónaða háa sokka.
Tízkukóngarnir í París klæddu
sýningarstúlkur síriar í þykka
prjónasokka, alla vega lita og
alla vega mynstraða og stúlkun-
um fannst sokkarnir dásamlegir
og þóttust færar í flestan sjó.
Sokkarnir eru nú að færast norð
ur, hafa þegar haldið innreið
sfna f Danmörku — og verið
vel fagnað — og nú er kominn
tími til að þeir sæki ísland
heim.
Þið skulið því fá ykkur gott
garn og prjóna (gjaman grófa)
og hefjast handa í næsta sauma-
i’ i i'iBiii .iBrrno'f nnisiL jiö.
Nú, nú, þegar sokkarnir eru
tilbúnir er sjálfsagt eitthvað
gam afgangs og þá segja þeir
í Parls að úr því eigi að prjóna
P.s. Vettlingar úr sama garni
fullkomna búninginn. Og við
þetta allt saman má að sjálf-
sögðu ekki nota háhælaða skó.
.V.,.V.VAV.V.V.V.V.V.V.".V.V.,.V.V.V.V.W.V<V.,.V.,.V.,.V1*.V.V.V.V.V.,.,.V.V,V.V
Tízka skólastúlkunnar
Eftir helgina byrja skólarnir
og skólastúlkurnar em vafa-
Iaust farnar að hyggja að þeim
fötum, sem þær ætla aðallega
að klæðast í skólanum í vetur.
Og nú getum við glatt þær með
því að þeir stóru í Parfs hafa
„búið til“ tízku handa þeim.
Þessi tízka nær ekki eingöngu
til skólastúlkna, heldur til allra
ungra stúlkna.
Hún hljóðar eitthvað á þessa
leið:
Pilsið (eða skokkurinn, því að
skokkar alls konar eru nú mjög
í tízku) á að vera þægilegt, úr
hentugu efni, flanneli, kamelull
eða tweed. Peysurnar helzt
heimaprjónaðar, sömuleiðis húf-
umar og sokkarnir. Þeir segja
að stúlkurnar eigi að ganga í
sportsokkum (prjónuðum) fram
eftir haustinu, en hér er þegar
orðið svo kalt, að um slíkt er
ekki að ræða.
Skórnir eiga ekki að vera
þannig að stúlkurnar þurfi
hreint og beint að klifra upp
á hælana — þeir eiga að vera
lághælaðir og þægilegir.
Töskumar eiga gjarnan að
vera litlar hliðartöskur, svo litl
ar að þær líti ekki út fyrir að
undan augnmálningu eða öðru
,,make-up“ allt frá því er hún
fer á fætur, heldur á hún að-
eins að nota létt krem eða
,,make-up“ og dálítið púður
framan á nefbroddinn. — Því
eðlilegra, þeim mun betra.
Varaliturinn á helzt ekki að
sjást, aðeins að gefa vörunum
fallegan blæ.
beint frá PARIS
rúma nema helminginn af því
sem þær þurfa að rúma. En —
það gerir ekkert til, því að nú
eiga stúlkur ekki að hafa með-
ferðis nema lítinn hluta þeirra
snyrtivara, sem töskurnar hafa
hingað til þurft að rúma:
Nú á unga stúlkan ekki að
líta út fyrir að vera að sligast
Það má helzt ekki túpera hár-
ið og því síður lakkað það.
Hárið á að vera mjög stutt, en
sé það of Iingert eða þunnt til
að það fari vel á það að vera
hálfsítt og gjarnan bundið í
„tagl“ eða „tfkarspena".
Neglumar mega ekki líkjast
eldrauðum klóm, heldur eiga
þær að vera hæfilega langar og
lakkaðar með glæru lakki —
eða engu lakki.
Séu peysurnar ekki háar í
hálsinn setur lítill flibbakragi
eða skemmtilega bundinn klútur
fallegan svip á hálsmálið.1
Franskar stúlkur hafa sam-
þykkt þessa tízku og segja, að
hún sé sú bezta, sem komið hef-
ur í mörg ár. Þær voru orðnar
þreyttar á því að reyna að líkj-
ast tízkusýningarstúlkunum og
„stæla“ þeirra „make-up“ hár-
greiðslu og göngulag — enda
var oft langt frá því að það
færi þeim vel.
Nú fá ungu stúlkurnar — líka
á íslandi — tækifæri til að
vera frjálslegar og eðlilegar eins
og ungum stúlkum ber að vera
— en fylgja þó Parísartízkunni.