Vísir - 28.09.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 28.09.1963, Blaðsíða 7
V í SIR . Laugardagur 28. sept. 1963. 7 Útgerð skozka togarans Mil- wood gengur heldur báglega síðan hann slapp úr haldi í Reykjavik. Gerðist það nú fyrir nokkru, að áhöfnin á togaranum gerði upp- reisn gegn skipstjóranum Alex Phimister og neitaði að vinna. Phimister þessi var stýrimaður á togaranum, þegar hann var tekinn hér við land og stýrði honum þegar hann var færður til Reykja- vmur. Veiðiför Milwoods hófst með því, að erfitt ætlaði að reynast að fá fulla áhöfn á hann. Loks tókst þó að manna skipið, en á síðustu stundu, þegar togarinn var að sigla frá bryggju ætluðu tveir menn af áhöfninni að stökkva í land, en skipstjóranum tókst að koma í veg fyrir það með harðýðgi. Siglt var norður fyrir Skotland en þá kom í ljós, að siglingatækin voru biluð og varð skipið að leita hafnar í Stromness til að fá gert við þau. Þá var haldið til vestur- strandar Skotlands og ætlaði skip- stjórinn að hefja veiðar þar, en þegar kasta átti út vörpunni, neituðu nokkrir skipsmenn að vinna, svo að ekkert varð úr veiðum. Þá var haldið að austur- strönd Skotlands og vildi skip- stjórinn nú reyna aftur að veiða, en allt fór á sömu leið og áður, hásetarnir neituðu að vinna. Svo að ekki var um annað að gera en að snúa aftur til hafnar. Á hafn- arbakkanum beið eigandi togarans og ræddi lengi við skipstjórann. Síðan voru þrír hásetar kærðir fyrir óhlýðni og mega þeir búast við. ströngum refsingum. Bændur mótmæla Húseignin að Aragötu 9, sem Háskólinn hefur keypt. Háskólinn kaupir hús til auk- ins lesrýmis fyrir stúdenta Vísi heíir borizt greinargerð frá Gunnari Guðbjartssyni, f. h. stjórnar Stéttarsambands bænda, þar sem mótmælt er úrskurði yfirnefndar á verðlags grundvelli landbúnaðarafurða á þessu hausti og talið að gengið hafi verið gegn rökstuddum til- lögum fulltrúa framleiðenda í 6 manna nefndinni með þeim úr skurði, og hlutur bænda „stór- lega skertur“, eins og komizt er að orði. Stjórn Stéttarsambands- ins lýsir yfir að lagfæringar hafi fengizt á ýmsum liðum verðlags grundvallarins en nefnir síðan l ýmsa liði, er hún telur vanreikn aða í verðlagsgrundvellinum samkvæmt úrskurði yfirnefndar og lýsir sérstaklega óánægju sinni yfir. Þessir liðir eru: 1. Kjarnfóður. Fulltrúar fram- leiðenda lögðu til að sá liður yrði reiknaður á kr. 28.60,00 en meirihluti yfirnefndar úrskurð- aði að sá liður yrði kr. 23.595,00 2. Tilbúinn áburður: Fulltrúar framleiðenda vildu láta reikna þann lið á kr. 22.161,00, en úr- skurðurinn hljóðaði upp á kr. 16.575,00. 3. Viðhald girðinga: Fulltrúar framleiðenda lögðu til kr. 5.529,00, en úrskurðurinn var kr. 3.080,00. 4. Vextir: Framleiðendafulltrú arnir lögðu til að vextir af eigin fé yrðu reiknaðir 7% og vaxta- liðurinn í heild kr. 35.730,00, en yfirnefndin úrskurðaði 6% vexti Nú í sumar festi Háskólinn kaup á húsinu nr. 9 við Ara- götu. Var það í eign ekkju prófessors Isleifs Árnasonar, sem lézt á þessu ári. Kaup Háskólans munu vera gerð með það fyrir augum að nota húsið, a. m. k. einhvern hluta þess sem lesstofu fyrir stúd- enta. Lesrými fyrir Háskólastúd enta hefur a’Ia tíð verið mjög takmarkað í Háskólanum, og hefur það að sjálfsögðu kom- ið sér bagalega, sérstaklega fyrir þá, sem próflestur stunda og þurfa að fá aðgang að bókum Háskólabókasafns ins. Núverandi lesstofa í vest- urálmu Háskólans tekur að- eins um 50 manns og sést hversu óverulegt það rými er, begar haft er í huga að um 800 stúdentar eru innritaðir í Háskólann. Ætlunin er, að innrétta a. m. k. eina hæð hússins að Aragötu 9 á þann hátt, að 50 manns geti lesið þar að stað- aldri. Mun þá fólk það sem les undir próf ganga fyrir. Þá er ætlazt til að lesrými þetta verði eingöngu fyrir laga. og viðskiptafræðinema. og liðinn í heild kr. 31.162,00. 5. Annar reksturskosnaður: í tillögum fulltrúa framleiðenda var þessi liðúar kr. 9.215,00, en var úrskurðaður kr. 7.000,00. Reykjavíkurgeiturá Fáeinar geitur hafa undanfarin • ár verið talsvert vandamái, fyrst á skrifstofum borgarinnar og nú íðast fyrir Barnavinaféiagið Sum- argjöf. Hins vegar leystist vandinn' er Geir Gígja, náttúrufræðingur, ók þær að sér. Geitur þess.a.-, nú 9 talsins, urðu l'yrst eign Barnaspítalasjóðsins Hringsins, sem var arfleiddur að geitunum, af konu einni hér í borg, sem varð vinsæl hjá börn- unum undir nafninu „geita- mamma" því hún leyfði krökkun- um að leika sér við geitur sem hún átti í Austurbænum. Þegar hún andaðist arfleiddi hún Hring- inn að geitunum. Hringurinn gat og þar hafa þær verið þar til í vor ekkert gert við þær og afhenti þær til Reykjavíkurborgar. Á tímabili var ætlunin að lóga dýr- unum en því var mótmælt og var lengi ekki vitað hvað átti við þær að gera. Þær voru hafðar á fóðr- um, til að byrja með, en síðar datt Arngrími heitnum Kristjáns- syni, skólastjóra, að hægt mundi að hafa geiturnar hjá einhverju barnaheimilanna, og voru þær m. a. við Steinhlíð, börnunum til gamans. En alltaf var verið að gefa geitunum eitt og annað, svo að þrjár þeirra drápust úr matar- eitrun. Var þá hætt við að hafa þær hjá barnaheimilinu. Var þeim komið í fóðrun uppi á Kjalarnesi, að þær voru fluttar út í Viðey. Nú í haust þurfi að koma þeim fyrir eða þá farga þeim, þar sem sýnt þótti að ekkert væri hægt fyrir þær sérgreinar að gera. Var þá auglýst eftir einhverjum sem vildi taka þær að sér. Um daginn hringdi Geir Gigja til Sumargjafar og kvaðst vilja taka þær að sér. Verða honum af- hentar geiturnar með þvf skilyrði að þeim verði ekki lógað án vit- undar forráðamanna Sumargjafar eða látnar í hendur einhvers ann- ars aðila til slátrunar. Að öðru Ieyti fær Geir Gigja fulla eignar- heimild yfir geitunum. Hann mun ætla að hafa þær f Naustanesi 840humrar merktir / sumar { haust verða flutt vcrk eftir 10 lenzk tónskáld í 45 minútna 'iætti í hinni sænsku dagskrá innska útvarpsins. Hliðstæðar ’ ínlistardagskrár verða frá hinum ' lorðurlöndunum. Njörður P. Ijarðvík hefir tekið íslenzku dag- krána saman að beiðni finnska út- arpsins. Hann hefir áður átt við- a! við Gunnar Gunnars^on skáld i dagskrá finnska útvarpsins og ■itað nokkrar greinar um íslenzk- ar bókmenntir í finnskt dagblað og vikublað. íslenzku tónverkin hefir Njörð- ur valið í samráði við Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar íslands. — Verkin eru eftir: Sveinbjörn Svein- björnsson, Sigfús Einarsson, Frið- rik Bjarnason, Jón Leifs, Pál ís- ólfsson, Þórarin Jónsson, Jón Þórarinsson, Jón Nordal, Leif Þórarinsson og Þorkel Sigur- björnsson. í sumar hefur veiiizt meiri humar j við ísland en nokkru sinni fyrr og er humarinn nú að verða mikilvæg | ur þáttur f sjávarútveginurp. Er j því mikilvægt að sem beztar upp- j lýsingar fáist um humarinn, hvar hann veiðist, vaxtarhraða hans og aidur, en um slíkt hefur litið verið vitað hingað til, þar sem tilraunir, i sem gerðar hafa verið erlendis 1 með merkingu á humar, hafa lítinn eða engan árangur borið. S. 1. vor tók Fiskideildin upp það nýmæli að merkja leturhumar, eða humar, eins og hann er al- mennt kallaður, Voru merkt tæp- lega 500 stykki á miðunum norður af Eldey og á öðrum venjulegum humarmiðum. I’ sumar, þegar leið- angur var farinn á vegum Fiski- deildarinnar til athugunar á fiski- stofnum meðfram ströndum iands- ins, höfðu Fiskideildinni þegar bor- izt nokkur stykki, sem merkt voru í vor, svo að ákveðið var að merkja 840 stykki í ferðinni umhverfis landið. Leturhumar er krabbadýr og skiptir þvf um skel, þegar hann vex. Skelin er hörð og svo óteigj- anleg, að dýrið getur ekki vaxið nema þegar það skiptir um skel. Fyrst eftir að gamla skelin dettur, er dýrið aðeins þakið mjúkri húð og getur þvi vaxið þangað til kalk safnast í hana og hún verður aftur að harðri skel. Gamla skelin dettur í sundur á mótum bols og hala og er þvf gert ráð fyrir að merkið, sem er fest með ryðfríum stálvír, sem brugðið er utan um humarinn milli bols og hala, verði kyrrt á sínum stað án þess að hindra skelskipti. Þegar humarinn var merktur, var lengdin á höfði og búk mæld og má því við endu heimtu sjá hvað humarinn hefur vaxið, en til frek- ari áréttingar var klippt gat á eina halablöðkuna á öllum humar, sem merktur var s. 1. vor og á nokkr- um hluta, sem mórktur var í sum- ar. Reynsla sem fengizt hefur af öðrum krabbadýrúm hefur sýnt, að götin gróa og fvllast upp þegar dýrið skiptir um skel og hverfa al- veg eftir nokkur hamskipti. Má á þennan hátt oft sjá hve ört dýrið skiptir um skel. Með tilliti til stofnstærðar og framleiðslugetu stofnsins væri það mikill ávinningur fyrir Fiskideild- ina og sjávarútveginn í heild, ef merkingarnar gætu gefið nokkra vísbendingu um vöxt og aldur. göngur og stofnstærð. En slíkt verður ekki nema merkjunum og dýrunum sé skilað til Fiskideildar- innar að Skúlagötu 4 i Reykjavfk

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.