Vísir - 28.09.1963, Blaðsíða 9
V í SI R . Laugardagur 28. sept. 1963.
9
HELANDERMALIÐ —
Skriftprov utfört pá maskiu N:r. n+963.6/2
Tangentbord.
Rad 1.
STORA
M-IÐ
Rad 2.
Rad 3.
Rad 4.
2345678
QWERTIUIOP? i
- U
ASDFCHJKL:.
Z X C V B h(5)A A
Lögfræðingur Helanders bisk-
ups, Nils Malmström, hefiu-
ekki linnt látum f vöminni
fyrir skjólstæðing sinn. Hann
hefur gert harða hríð að vitn-
um saksóknarans, gagnrýnt
harðlega málsmeðferð hans og
rannsókn lögreglunnar. Menn
minnast þess er Malmström
tókst að skilja svo við eitt af
aðalvitnum saksóknarans, Eric
Segelberg, höfuðandstæðing
Helanders, að farið var að
gruna hann um að hafa ritað
níðbréfin sjálfur. í síðustu
^ viku gagnrýndi Malmström
harðlega meðferð saksóknarans
á níðbréfum þeim er lögreglan
félrk tii rannsóknar og notuð
voru sem sönnunargögn í máli
Helanders. Varð fionum taisvert
ágengt f þeim efnum.
JLJalmström benti á að sá út-
x dráttur, sem saksóknarinn
hefði gert úr þeim aragrúa
bréfa er hann hafði undir hönd-
um, gæfi ekki rétta mynd af
gildi bréfanna, sem sönnunar-
gögnum. Kvað hann saksóknar-
ann aðallega hafa valið þau
bréf til framlagningar í réttin-
um, sem styrktu málstaðinn
gegn Helander. Meðal þeirra
voru þau sjö bréf er skiptu
mestu máli í dóminum yfir He-
lander árið 1953.
Saksóknarinn, eða fulltrúi
hans, varð að viðurkenna að
Malmström hefði sitthvað til
sfns máls, en bætti því við að
hann hefði ekki fengið tækifæri
til að koma fram með skýring-
ar sínar á þeim reglum sem við
hafðar voru við val bréfanna.
Þess vegna hefði verjandanum
verið í lófa lagið að koma fram
með gagnrýni sína.
Hann kvað útdrátt bréfanna
hafa tvenns konar þýðingu. í
fyrsta lagi væru þau bréf er
bentu á sekt Helanders, bréf
sem bæru einkenni hans og rit-
vélar hans. í öðru lagi væru
bréf er sýndu réttan þver-
skurð af þeim aragrúa bréfa er
lögreglunni bárust. Allir aðilar
eru sammála' um að óþarft
hefði verið að leggja öll bréfin
g fram. Otdrátturinn átti einung-
is að sýna niðurstöður athug-
ana á heildinni. Þessar niður-
stöður kvað Malmström hafa
verið brenglaðar með röngu og
hlutdrægu úrvali.
En fyrir þrem dömum sprakk
sprengja í réttinum. Hingað til
hefur verið talað um hvern
sigurinn á fætur öðrum hjá
Malmström. í þessu tilfelli var
einnig að ræða um sigur hans.
Sá er aðeins munurinn á þess-
um sigri og hinum sigrum lög-
fræðingsins í réttinum hingað
til, að þessi sigur getur haft í
för með sér algjöra sýknu fyrir
Helander.
Tjegar biskupinn var dæmdur
árið 1953 byggðist sá
dómur ekki sízt á framburði
eins færasta letursérfræðings
Svía, Gunnars Sandström, við
tæknideild Rannsóknarlögregl-
unnar í Stokkhólmi. Sam-
kvæmt athugunum hans var um
áberandi galla á stóru M-i í
fjórum af þeim sjö bréfum, sem
aðallega voru lögð til grund-
vallar í rannsókninni. Og þenn-
an galla var einmitt að finna
enn einu sinni f réttarhöldun-
um f þessari viky. Svo bætti
hann við: „Ég hefi aldrei þurft
að taka aftur staðhæfingar
mínar í réttarsal". En augna-
bliki síðar varð hann að gera
það.
Letursérfræðingurinn varð að
viðurkenna að Halda-ritvél He-
sanders væri ekki sú eina, með
umræddum galla, sem til væri
í Svíþjóð, heldur ein af fjölda-
mörgum. Þar með var fram-
burður hans orðinn lftilsvirði,
sem sönnun í málinu.
á stóra M-inu í Halda-ritvél nr.
114963, ritvél sem Helander
biskup hafði undir höndum.
Þessi framburður var þungur
á metunum þegar dómararnir
tóku til meðferðar Iíkurnar fyr-
ir sekt Helanders. Þessi vitnis-
burður var talinn nær jafngilda
fullgildri sönnun fyrir sekt
biskupsins. Framburð sinn end-
urtók hinn sænski letursér-
fræðingur fyrir dómstólum
1959, þegar kannað var hvort
leyfa skyldi endurupptöku máls
ins. Og hann endurtók hann
JLTenn bjuggust við uppgjöri
í réttinum er það vitnaðist
að norski letursérfræðingurinn
major Per Övrebo myndi verða
viðstaddur, við hlið Malm-
ström, meðan hinn sænski
sérfræðingur bæri vitni. — En
majorinn sagði ekki eitt einasta
orð í réttinum. Hann sat aðeins
og ritaði sér til minnis, jafnóð-
um og Sandström bar vitni.
Með athugasemdir majorsins
milli handanna spurði Malm-
ström vitnið nokkurra spurn-
inga og neyddi það til að við-
urkenna að sér hefði skjátlazt.
Og Malmström hafði ekki
aðeins minnisblöð majorsins.
Hann hafði einnig ljósmyndir
frá Haldaverksmiðjunum af let-
urgöllum sem komu fram f
framleiðslu vélanna árið 1946.
Allar ritvélar í flokknum 114
þúsund voru með þessum galla,
þar með einnig ritvél Helanders.
Tjegar Sandström hafði end-
urtekið staðhæfingar sínar
frá 1953 og 1959 sagði Malm-
ström:
— Þér hafið sagt að eftir at-
huganir yðar á Haldaritvélinni
að auk megingallans á stóra M-
inu hafi verið nokkrir aðrir gall-
ar á bókstöfunum m, n, h og u.
Haldið þér fast við þennan fram
burð yðar?
— Já. En í sjálfu sér skipta
gallarnir á litlu stöfunum ekki
svo miklu máli sem gallinn á
stóra M-inu. Á þeim staf varð
ég var við mjög áberandi galla.
Það er sjaldgæft að maður fái
tækifæri til að rannsaka jafn
augljósa galla. Þess vegna lagði
ég sérstaka áherzlu á hann.
— En ef ég segi yður nú, að
það hafi verið framleiðslugalli
frá árinu 1946, þessi galli á
stóra M-inu og að það var ekki
galli, sem kom við notkun Hel-
anders á vélinni?
— Ja, lögfræðingurinn verð-
ur að minnsta kosti að sanna
það, svaraði Ietursérfræðingur-
inn og horfði hvasst á lögfræð-
inginn. í þessu sambandi má
geta þess að letursérfræðingur-
inn hélt þvf fram að gallinn
hefði komið við óvenjulega
mikla notkun á ritvélinni og
benti um leið á þá staðreynd, að
Helander hefði ritað mikið um
Fyrstu Mósebók, ásamt stytt-
ingu á henni, einmitt á þessa
vél. Þannig hefði gallinn orðið
til.
Malmström hélt áfram: Já, ég
hefj sannanirnar hér. Síðan tók
hann upp úr skjalatösku sinni
sex mismunandi myndir og lagði
þær á borðið fyrir framan
sænska letursérfræðinginn, en
sagði síðan:
— Þetta hefi ég fengið frá
Halda-verksmiðjunum. Þetta er
1 Kiktprov.
INZ NXN SNW Ní:NDNC NVNFÍÍRÍITI'I GNBNHNYNUN JTJIÆM AKXNINOUIjJí a
intnxnBnwnendnonvnfnrntn^nbnhnynunjninuáíiknlnonlnö
mznxnsnwnend ncnvnfnrntngnbnhnynunj nmn&nkninonlna
inznxnshiwn.:ndncnvnfnrntwgnbnhnynukjnmnAnkninohlná
J141S16171.il9101n’,n-n\ln»n,nN+N§N=N^N&N N'N/N(N)N?
Ljósmynd af leturprófun, sem Malmström, verjandi Helanders lagði frait í réttarhöldunum I
vikunni, sem sannar, að megingallinn á ritvél Helanders, var verksmi igalii en ekki galli
sem myndaðist við mikla notkun Helanders á vélinni. Þennan galla er því að finna á fjölda
annarra Halda-ritvéia. Bókstafurinn M er tii hægri. Hringurinn er utan um gailann. Sjá má
að það vantar á ytri linu stafsins hægra megin, það stendur út á ytri línunni vinstra megin,
neðst.
sönnun þess að gallinn hafi ver-
ið í öllum flokkum nr. 114 000,
einnig á vél Helanders. Letur-
prófanir verksmiðjunnar eru ó-
tvíræðar sannanir. Hefur letur-
sérfræðingurinn einhverju að
breyta í framburði sínum eftir
þetta?
— Já, eftir þetta verð ég raun
verulega að neyðast til þess,
sagði Sandström og horfði á
myndirnar fyrir framan sig. —
Þetta er augljóslega verksmiðju-
galli, sem ég hef ekki orðið var
við áður. Maðurinn er ekki full-
kominn. — Honum getur skjátl-
azt.
jj7ftir að letursérfræðingurinn
hafði sagt þetta lagði Malm-
ström myndirnar fyrir framan
dómarana, sem athuguðu þær,
en höfðu engar spurningar fram
að færa. Talið er, að norski
majorinn hafi ýmislegt að at-
huga við aðra galla á ritvél
Helanders, en hann kemur fyrir
réttinn fljótlega. Einnig er um
fleiri ritvélar að ræða, og get-
ur framburður majorsins skipt
miklu máli í þeim tilfellum.
Enda þótt verjanda Helanders
hafi með aðstoð hins norska sér
fræðings tekizt að slá vopn úr
hendi ákæruvaldsins er ekki þar
með sagt að gallarnir á ritvél-
unum, sem Helander notaði og
taldir eru hafa komið fram á
níðbréfunum, séu ekki svo marg
ir að gallarnir í heild verði tald-
ir sterkar líkur fyrir sekt hans.
Og þá skiptir stóra M-ið ekki
svo miklu máli.
Síðan þetta er skrifað hefur
Per Övrebo komið fyrir rétt-
inn og staðfest athugasemdir
Malmströms og lagt áherzlu á
að gallinn á stóra M-inu hefði
enga þýðingu þar sem þetta
væri verksmiðjugalli.
☆