Vísir - 28.09.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 28.09.1963, Blaðsíða 15
V í SIR . Laugardagur 28. sept. 1963. 15 snúa hingað, þegar hann hefði sparað nægilega mikið fé — eða í síðasta lagi þegar hann yrði sextugur. En því miður lézt hann áður en af þessu gæti orð- ið. Philip fékk sér vænan sopa af víni og horfði hugsandi niður í glasið. — En mamma þín? spurði Bar bara. — Hún var amerísk. Ég man mjög óljóst eftir henni, því að ég var aðeins fjögurra ára þegar hún lézt. Ég held að henni hafi ekki geðjazt að flökkulífinu. — Þetta er undarlegt, sagði Barbara. — Að hugsa sér, að við skulum bæði hafa orðið mun aðarlaus sem börn. Ég á næst- um því enga fjölskyldu. Aðeins nokkrar frænkur í ætt mömmu, Ég á víst líka nokkrar frænkur sagði Philip. Þær eru í Conne- eticut. — Við erum vön að skiptast á jólakortum. Þau sátu fyrir framan arininn í litlu stofunni hennar Barböru. Hann hafði lagt handlegginn yfir axlir hennar og Barböru fannst allt vera fullkomið, hún var svo örugg og róleg — og hún var ástfangin: — Ó, Philip, þetta er svo dásamlegt, andvarp aði hún. — Nú skil ég fyrst hve einmana ég hef verið ... Barböru hafði dreymt um við- hafnarmikið kirkjubrúðkaup, brúðarkjól og brúðarmeyjar, en hún lét undan Philip, sem vildi hafa allt eins einfalt og auðið var. — Ef þú endilega villt, getum við að sjálfsögðu haft' það svo- leiðis, sagði hann brosandi, en satt að segja hef ég alltaf óttazt þessi stóru brúðkaup. En ef þér stendur á sama ættum við að hafa það eins einfalt ög við getum. Það getur engu að síður verið hátíðlegt. Og Barbara lét undan. Vígslan fór fram hjá fógetan- um og Joan og David voru svara menn. Á eftir snæddu Philip og Barbara með 10 af beztu vinum Barböru. — Ég vona að þið verðið eins hamingjusöm og við, sagði Joan hálf snöktandi, svo hrærð var hún. Það hafði í upphafi verið á- kveðið að Philip og Barbara færu í brúðkaupsferð strax að lokinni hjónavígslunni, en sú á- kvörðun fór út um þúfur. Philip varð fyrir töfum — það var eitt- hvað viðskiptalegs eðlis, sagði hann Barböru. — Mér þykir þetta afsakanlega leitt, sagði hann og yppti öxlum: — En það er svona að vera upp á aðra kominn . . . — En þeir geta ekki neitað þér um frí á síðustu stundu, sagði Barbara sár og reið. — Ja — a — eins og þú veizt er ég bara ósköp venjuleg undirtylla. » . - i Það vissi hún, en hafði aldrei gert sér grein fyrir hVað það þýddi. Þau höfðu aldrei rætt um stöðu Philips, en nú var það Barbara, sem lagði fram tillögu: — Philip minn, auðvitað er hægt að gera eitthvað. Ég á við eitthvað, sem getur breytt stöðu þinni innan fyrirtækisins. Ef um er að ræða peninga, þá veiztu . . — Elsku Barbara mín, við skulum ekki ræða um peninga, sagði Philip særður. — Við verðum einhvern tíma að gera það, Philip. Þú verður að gera þér ljóst að það særir mig mjög að þú skulir alls ekki vilja ræða þesi mál. — Það er alls ekki ætlunin. Ég get bara ekki tekið við neinu af þér handa sjálfum mér. Þú verður að skilja það og virða það. — Auðvitað Philip — en brúð- kaupsferðin — hún varðar einn- ig mig — ekki satt. Getum við ekki keypt þig inn í fyrirtækið? Ég vil ekki særa þig en pening- arnir mínir geta alveg eins legið í fyrirtæki þínu eins og í hverju öðru. Bara þrjátíu eða fjörutíu þúsund pund. Og svo myndi ég fá tvöfaldan hagnað af þeim — bæði vextina og svo ef til vill dálítið meira hjá þér. Hún varð að telja hann á að kynna sér möguleika á að leggja peninga í fyrirtækið. Hún varð að telja hann á það — það var var undarlegt að hugsa til þess eftir á. Nokkrum dögum síðar (Bar- bara furðaði sig ekkert á hve skamman tíma það tók) hafði verið gengið svo frá öllu, að Philip gat lagt þrjátíu þúsund pund í fyrirtækið Person Well- ers. Philip lét þetta líta út sem mikinn greiða og sagðist myndi vera mjög þakklátur, ef hann mætti sjálfur ganga frá málun- um. Strax daginn eftir fór Bar- bara til lögfræðings síns, Lind- ley Treadgold, og bað hann um að leggja þrjátíu þúsund pund inn á sérstakan reikning á nafni Philips. — Hvers vegna það?, spurði Lindley undrandi. -— Við ætlum að leggja þá í fyrirtækið, sem Philip vinnur hjá, Person Wellers. — Þetta er nú býsna þá fjár- upphæð, sagði Lindley hikandi. — Heldurðu að það sé einhver áhætta að gera þetta? — Nei, það held ég ekki. Fyrir tækið er að vísu nýlega stofnað, en að baki þess standa traustir menn og traust fjármagn, svo að ég held, að það sé engin hætta á ferðum. — Þakka þé rfyrir, sagði Bar- bara. Ég veit alls ekkprt um fyrirtækið, eða livað Phiiip gerir þ*ár. ... *. — Ég ekki heldur, sagði Lind- ley. — Ég held að Philip sé að- stoðarforstjóri eða eitthvað þess háttar. Á ég að ltynna mér málin nánar, áður en þú leggur pen- inga í fyrirtækið? — Nei, það er alveg óþarfi. Ég treysti því að Philip viti hvað hann talar um. Og í öllu falli á að leggja peningana inn á reikn- ing hans. En auðvitað gæti verið gott að vita dálítið nánar . . . — 'Já, þá er víst bezt að ég athugi þetta. Var það þá ekkert annað? Máttu vera að því að borða hádegisverð með mér? — Nei, ég verð að ganga frá málunum í sambandi við bifreiða fyrirtækið. — Jú annars, erfða skráin. Það er víst bezt að við göngum frá henni strax. Ég ætla að biðja þig um að breyta erfða skránni þannig að Philip verði einkaerfingi minn. Sendu mér hana til'undirskriftar eins fljótt og hægt er. Það getur allt mögu legt komið fyrir. Hlutur Danny verður að sjálfsögðu óbreyttur. Barböru tókst einnig að fá Philip til að taka við Dailmer- bílnum, sem hún keypti nokkr- um dögum eftir brúðkaupið. Bíll inn hans Philips var mjög lítill — allt of lítill fyrir brúðkaups- ferðina. — Þú hlýtur að skilja að þetta er mér að kenna, sagði Barbara. — Ef ég væri ekki svona hrædd við að fljúga hefði þetta ekki verið neitt vandamál. En eftir að foreldrar mínir fórust . . . og að fara í brúðkaupsferð í járn- brautarlest er satt að segja ekki sérlega skemmtilegt. Og eitt enn, stóru ferðatöskurnar mínar komast alls ekki í litla bílinn þinn. Philip lét undan, nauðugur. Fjórtán dögum síðar en áætlað hafði verið var lagt upp í brúð- kaupsferðina. Klukkan var aðeins hálf sex — þau ætluðu að ná í fyrstu lest yfir Ermasund til að koma tímanlega til Parísar. Barbara ætlaði að verja deginum til að fá sér ný föt og hafði pantað tíma hjá Balmain. Philip vissi um góðan veitingastað, þar sem þau snæddu kvöldverð á eftir. Síðan var farið á næturklúbb og að lokum heim á hótelið, þar sem þau eyddu fyrstu raunveru legu brúðkaupsnóttinni .... Nokkrum dögum eftir að Bar- bara og Philip lögðu upp hitti Lindley Treadgold góðan vin, sem hann vissi að átti viðskipti við fyrirtæki Philips Person Well ers. Lindley notaði tækifærið og spurði vininn: — Heyrðu mig, hvesnig er það æiginlega með fýrifBeliið' Persdn WSléifS? — Ég held að það gangi ágæt- lega. Hvers vegna spyrðu? — Ég spyr vegna eins skjól- stæðings míns. Ég spurðist fyrir um fyrirtækið og fékk mjög svo viðunandi svör. Ég hélt kannski að þú, sem þekkir fyrirtækið .. . — Vinurinn rankaði allt í einu við sér: — Segðu mér eitt. Þekkir þú ekki ungu stúlkuna Barböru Kent, sem nýlega erfði mikla fjárupphæð? Hún giftist svo Purvis — — Standa spurningar þínar kannski í sambandi við þetta mál? Hún er skjólstæðing- ur þinn, er ekki svo? Nú, jæja, það er ef til vill ekki svo und- arlegt — ég hefði kannski gert hið sama, hefði ég verið í spor- um Purvis . . . — Fyrirgefðu, en ég skil ekki alveg------hvað er með Purvis? spurði Lindley. — Vissirðu það ekki? Hann hætti að vinna hjá Pearson Wel- lers þegar hann kvæntist. WHICHEVEK. OP US yOUÍt G07S AN7 7EVILS UK.E BEST, NKKOvWlLLLlVE. <THE OTHER WILL FtE! j STOPWE7U,TARZAN!. N0B07y CAN 7RINK. ^5^7 THAT ARROW 70IS0N AN7 Distr. by Úuited Fcnture S.vndlcnte, Iikl Þessi töfrabrögð þín með stein ana eru tóm svik, segir Medu við Nikko, núna skulum við sjá hvor okkar má sír\ meira. Ég er hér með Dedo eitur, sem við skulum báðir drekka. Sá sem lifir, er meiri töframaður. Sá okkar sem guðunum líkar vel við, mun lifa, hinn mun deyja. Tarzan, í guð- anna bænum reyndu að fá Medu til að hætta við þetta, segir Joe Wildcat, það getur enginn maður druk’kið þetta eitur og lifað það af. Taktu ofan grímuna Nikko, svo að við getum horfzt í augu meðan við drekkum. Og kjóstu svo þá skál sem þú vilt drekka úr. ATRICK, NIK.K.O, WITH YOUR LITTLE STOWES’. ASAIN I CHALLENGE YOU! X H.AVE HEEE STRONS, NEW-MA7E 'P£PO'?0\S0\i. WE WILL 7KINK. IT, TOSETHER—ÁN7 SEE WHO UVESf &ILU Euiott JoHíJ CsiARPO ‘44 10-16-630^ RAISE yOUK 'OS/A' MASK, NIKKO, SO WE CAN LOOK EACH OTHER IN THE EYES AS WE 7RINK—S£B WHO LIVES AN7 WHO 7IES1. CHOOSE YOUK G0UR7 OF 'PEPO' 70IS0N! SSuc! Ég ætla að sjá, hvernig svona kjóll myndi klæða stúlkuna mína. PQssningarsandur ,Heimkeyrður pússningarsandur og vikursandur, sigtaöur aða ósigtaður. við húsdyrnar eða kominn upp á hvaða hæð sem er, eftir óskum kaupenda. SANDSALAN við Elliðavog s.f. Simj 32500. SÆHGUR Endurnýjum gömlu sængurnar. Eigum dún- og fiðurheld ver. Dún- og gæsadún- sængur og kodda fyrir liggjandi. Dún- og fiðurhreinsunin Vatnsstíg 3 — Sími 14968 Taunus stadion ’59, ’60. Ford Zodiack ‘57. Volvo stadiori ‘55. Skoda stadion ’58. Skoda 440 ‘58. Willys jeep ’55 og ‘52 með Egilshúsi. Austin Gipsy ‘63 benzínvél nýklæddur. Rússajeppi ‘59 ekinn 60 þ. Sendiferðabílar með og án stöðvarleyfa. 6 manna fólksbílar í úrvali. Bifreiðar við hvers manns hæfi. — Ódýrcr þykkar drengjapeysur HAGKAUP Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.