Vísir - 28.09.1963, Blaðsíða 5
í
VlSIR . Laugardagur 28. sept. 1963.
Myndimar voru teknar á stofnfundi Varðbergs á Ákureyri. Stjómin talin frá vinstri: Gunníaugur B. Sveinsson, Gunnar Berg,
Kolbenn Helgason, Magnús Jónsson, Hreinn Þormar og Bragi Hjartarson. Á hinni myndinni sjást stofnendur að Varðbergi á
Akureyri, um 40 talsins.
VARÐBERG STOFNAÐ Á AKUREYRI
Stofnfundur fyrsta Varðbergs-
félagsins utan Reykjavíkur var hald
inn á Akureyri mánudagskvöidið
23. september s. 1. og tóku þátt í
stofnuninni um 40 ungir menn úr
lýðræðisflokkunum þremur.
Fundurinn hófst með því að for-
maður undirbúningsnefndar, Sigurð
ur Jóhannesson, sett; fundinn og
skýrði aðdraganda að stofnun fél-
agsins. Undirbúningsnefnd, sem
kosin var fyrr í sumar af fundi á-
hugamanna var skipuð auk Sigurð
ar þeim Kolbeinj Helgasyni og Jóni
Viðari Guðiaugssyni.
Þá flutti fonmaður Varðbergs í
Reykjavík, Heimir Hannesson, lög-
fræðingur, erindi um starf Varð-
bergs í Reykjavík, tilgang félags-
ins og framtíðarverkefni þess. Fagn
aði hann stofnun félagsins á Akur-
eyri og skýrði frá því að á tíma-
bilinu fram að áramótum sé fyrir-
hugað að stofna Varðbergsfélög á
ekki færri en 7 stöðum utan
Reykjavíkur eða í Vestmannaeyj-
um, Keflavík, Akranesi, Sauðár-
króki, Siglufirði og á Húsavík auk
Akureyrar.
Að loknu erindi Heimis Hannes-
sonar hófust stofnfundarstörf. Mikl
ar umræður urðu og létu menn í
ljós mikinn áhuga og ánægju með
stofnun Varðbergs á Akureyri.
í aðalstjórn voru kosnir: Kol-
beinn Helgason, verzlunarmaður,
Bragi Hjartarson, múrari, Gunnar
Berg, prentsmiðjustjóri, Hreinn
Þormar, ullarfræðingur, Magnús
Jónsson, framkvæmdastjóri og
Gunnlaugur B. Sveinsson, járnsmið
ur. Varastjórn skipa: Jónas Þóris-
son, skrifstofustjóri, Jóhann Sig-
urðsson, rafvirki, Hjörtur Eiríks-
son, ullarfræðingur, Trausti Hall-
grlmsson, verzlunarmaður, Sigur-
óli Sigurðsson, verzl.m. og Sveinn
Jónsson iðnnemi. Endurskoðandi
var kosinn Sigurður Jóhannesson,
Að fundarstörfum loknum voru
sýndar kvikmyndir m. a. frá Berlín
og aðalstöðvum Atlantshafsbanda-
lagsins í París.
Á stjórnarfundi, sem haldinn var
að kvikmyndasýningu lokinni skipti
stjórnin með sér verkum og var
Kolbeinn Helgason kjörinn formað-
ur, en varaformenn þeir Gunnar
Berg og Gunnlaugur B. Sveinsson,
Gjaldkerj Hreinn Þormar, ritari
Magnús Jónsson og meðstjórnandi
Bragi Hjartarson.
Hin nýja stjórn Varðbergs á
Akureyri mun hugsa sér að hefja
ýmiss konar starfsemi á næstunni
og verður nánar skýrt frá því síðar.
Sem kunnugt er, eru um 2 ár
síðan Varðberg I Reykjavík var
stofnað en starfsemi félagsins hef-
ur stöðugt færzt í aukana.
Varðberg vill stuðla að eflingu
skilnings meðal ungs fólks á fs-
landi á gildi lýðræðislegra stjórn-
arhátta svo og auka skilning á mik
ilvægi samstarfs lýðræðisþjóðanna
til verndar friðnum.
Félagið vinnur gegn hvers konar
öfgastefnum og öfgaöflum. Það fjall
ar einungis um utanríkismál, en
tekur ekki afstöðu til innanríkis-
mála.
Herferð —
Fra.nh aí I sfðu
sem Vísir hefur fengið mun bif-
reiðaskoðun hafa gengið heldur
betur í ár en oft undanfarin ár.
Það eru tilmæli lögreglunnar í
Reykjavík til allra þeirra bif-1
reiðaeigenda eða umráðamanna
bifreiða, sem hafa undir hönd-'
um óskoðaðar bifreiðir að þeir
fari þegar I stað með þær til
skoðunar.
Þeir sem sinna ekki þessum
tilmælum lögreglunnar eiga það
á hættu að lögreglan ieiti uppi
bifreiðir þeirra og taki þær úr
umferð þegar i stað og kæri
eigendur þeirra síðan fyrir saka-
dómara. Einnig mega allir þeir,
sem ekki hafa skoðunarmiða
efst í hægra horni framrúðu bif-
reiðarinnar eiga það á hættu
að bifreiðir þeirra verði stöðv-
aðar og þeir krafðir um skoð-
unarvottorð. — Sá háttur er
hafður á hjá bifreiðaeftirlitinu
að miðarnir eru límdir til skipt-
is uppi og niðri hægra megin
á framrúðuna og verða því allir
skoðunarmiðar fyrir árið 1964
límdir niðri. Er þetta m'. a. gert
til þess að auðvelda lögreglunni
að finna óskoðaðár bifreiðir.
Bruni á Seyðisfirði
Um hádegi í gær kom upp
eldur í vörugeymsluhúsi Kaup-
félags Austfirðinga á Seyðisfirði.
Kom eldurinn upp á efstu hæð
hússins, þar sem síldarsöltunar-
stöðin Borgir hefur skrifstofur.
Ekki er vitað af hverju eldurinn
stafaði, en talið líklegt að það
sé út frá olíukyndingu.
Talsverður eldur kom upp í
húsinu og stóð eldur út úr
gluggum og mikill reykur var
þar. Slökkviliðsbíll Seyðisfjarðar
var sendur á staðinn og tók um
klukkustund að ráða niðurlögum
eldsins. Vegna reykkófsins
þurfti að nota reykgrímur við
slökkvistarfið, en aðeins tvær
grímur voru til f staðnum.
Á neðri hæðum hússins eru
birgðageymslur kaupfélagsins
og olíufélagsins. Var unnið að
því að flytja vörur út úr skemm
unum, en samt munu miklar
skemmdir hafa orðið á vörum,
en þarna var allt mögulegt
geymt, matvæli svo sem mjöl-
pokar og margt fleira.
1 anddyri Háskólabíós er nú haldin sýning á nýrri tegund af bílum, sem tekin er að flytjast
til lándsins. Er það bifreið, sem Ford-verksmiðjurnar í Bretlandi framleiða og kallast Cortina
og er hér um að ræða fimm manna bifreið. Hefur Cortipa bifreiðin orðið vinsæl víða um
lönd, t.d. er hún mjög vinsæl á Norðurlöndum. Myndin er af bifreiðasýningunni í Háskólabíói.
Útför systur okkar,
SIGURLAUGAR EINARSDÓTTUR hannyrðakennara,
Hringbraut 75, Reykjavik,
sem andaðist 20. þ. m., fer fram frá Fossvogskirkju mánu-
daginn þann 30. þ.m. kl. 1,30 e. h.
Fyrir hönd okkar systkinanna.
Ólafur Tr. Einarsson.