Vísir - 14.10.1963, Page 1
f
53. árg. — Mánudagur 14. október 1963. — 227. tbl.
Tekinn í landhelgi
mei dufíi vörpunni
Varðskipið Óðinn kom með tog-
arann Geir til Reykjavfkur í m'org
un. Geir hafði verið að veiðum út
af Garðskaga, en svo óheppilega
vildi til að togarinn fékk tundur-
dufl í vörpuna. Um leið og togar-
inn var að toga inn vörpuna kom
varðskipið að togaranum og sam-
kvæmt mælingum varðskipsins
reyndist Geir 1,5 sjóm. innan við
fiskveiðimörkin. Réttarhöld hefjast
í dag kl. 2 e.h.
Blaðið fékk þær upplýsingar hjá
Pétri Sigurðssyni, forstj. Landhelg-
isgæzlunnar í morgun, að um mið-
nætti í nótt hafði varðskipið komið
að togaranum Geir, þar sem hann
var að veiðum út af Garðskaga.
Um leið og varðskipið kom að tog-
aranum, var hann að draga inn
vörpuna og var tundurdufl f
henni. Samkv. mælingum reyndist
Geir vera um 1,5 sjóm. fyrir innan
fiskveiðimörkin.
í afmælishófi Páls ísólfssonar
j Forsætisráðherra Ólafur Thors óskar Páli ísólfssyni til hamingju á 70 ára afmælinu f fagnáði f Ráðherra-
j bústaðnum á laugardaginn. Þar voru fjölmargir vinir dr. Páls og Sigrúnar konu hans samankomnir til þess
! að heiðra tónskáldið. Frásögn og myndir úr fagnaðinum birtast á bls. 3.
Flóra veldur stormi um allt land
í morgun bar hvirfilvindinn Flóru upp að íslandsströndum, og þó
dregið sé nú mjög af pilsvargi þessum, svo að hún er aðeins orðin
sem djúp lægð, veldur hún samt miklum stormi hér á Iandi.
Veðurhæðin fór vaxandi f morgun. Um kl. 8 var hún víða 7 vind-
stig, en þegar nálgaðist hádegi var hún t. d. komin upp f 11 vind-
stig á Stórhöfða.
Ekki var vitað til að neitt slys eða skemmdir hefðu orðið, en memt
voru t. d. órólegir í Reykjavikurhöfn, þar sem tugir skipa af öllum
stærðum liggja. Alit flug stöðvaðist og víða var illstætt á götum úti
í Reykjavík.
Hvirfilvindurinn Flóra, sem
skildi eftir sviðna jörð á ýmsum
eyjum á Karíbahafi, þar sem yfir
6000 manns létu lífið af völd
um hennar, hefir verið að náig-
ast ísland seinustu daga, og var
hvasst um allt vestanvert landið
af hans völdum árdegis. Jón
Eyþórsson veðurfræðingur sagði
Vísi í morgun, að um tíma hefði
verið vafasamt hvort Flóra færi
sunnanhalt eða vestanhalt við
landið, en hún væri nú fyrir
vestan það. Dró Jón upp veður
kort laust eftir kl. 9 í morgun
og sýnir það að lægðarmiðjan
er á Grænlandshafi. Á-veðurskip
inu Alfa, sem þar er, hefði loft
vog faiiið í morgun um 13,5
millibara seinustu 3 klst. og er
það óvenjulega mikið. Veður-
kortið sýnir, að lægðin er á
hraðri hreyfingu norður á bóg-
inn.
K1..9 í morgun var SA hvass
viðri og 9 vindstig í Vestmanna
eyjum og hvassviðri yfirleitt við
suðvesturströndina og allt á
Vestfirði, en logn og fagurt veð
ur á Norðurlandi og Norðaustur
landi vlða. Horfur eru, að vindur
Framh. á bls. 5.
Uppdrátturinn sýnir, hvernig Iægðarsvæðið nálgast ísland. — Neðri
mynd sýnir Blakk, þar sem verið er að bjarga honum við Ægisgarð.
Bloðið í dog
Bls. 3 í fagnaði meistara
Páls.
— 8 Frakkland
%
kjarnorkuveldi.
— 9 Erfitt að fá iðnaðar-
menn. — Grein um
byggingaerfiðleikana
......................................................................................................................................................................................................................................................................................................... • ■ ■ • - ■