Vísir - 14.10.1963, Page 8
8
V í SIR . Máríudagur 14. október 1963.
Utgeíandi: Blaðaútgáfan VÍSIR.
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
ASstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó: Thorarensen.
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskrjftargjald er 70 krónur á mánuði.
1 lausasöiu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Nýtt verkamannasamband
„Alþýðan mun fordæma klofningstilraunina,“
segir Hannibal Valdimarsson forseti ASÍ í viðtali við
Þjóðviljann. Þar er átt við kaupgjaldsráðstefnu lýð-
ræðissinnaðra verklýðsfélaga á laugardaginn. Forset-
inn er greinilega mjög argur vegna þess að forystan í
kjaramálum verkalýðsins hefir verið tekin af hinni
kommúnisku stjórn ASÍ.
En Hannibal talar úr glerhúsi, þegar hann sakar
aðra um klofningstilraun. Kommúnistar í ASÍ eru þess-
ar vikurnar að undirbúa stórkostlegasta klofning verk-
lýðssamtakanna, sem um getur, og greint var frá hér
í blaðinu á laugardaginn. Þeir undirbúa ,nú stofnun
verkamannasambands og er ætlun þeirra að láta það
nýja samband ganga úr ASÍ ef kommúnistar missa
þar völdin á næsta þingi. Þannig hyggjast þeir halda
völdum þótt þeir missi tökin á ASÍ.
Þessi grófa klofningstilraun kommúnista, sem þeir
hafa undirbúið í kyrrþey, byggist á því að þeir hafa
nú innan við 30 atkvæða meirihluta á þingi ASÍ. Nú
koma verzlunarmenn inn í samtökin og þá má heita
fullvíst að meirihluti kommúnista verði úr sögunni.
Það kemur því úr hörðustu átt þegar forseti ASÍ sak-
ar lýðræðissinna um klofningstilraunir, meðan komm-
únistar innan hans eigin samtaka undirbúa slik
myrkraverk. Sæmra væri forseta ASÍ að koma í veg
fyrir að honum verri menn fái greitt samtökum al-
þýðunnar í Iandinu það högg, sem nú er undirbúið.
Enginn bókmenntaáhugi?
í viðtali við brottför sína til ísraels á föstudaginn
lét nóbelsskáldið þess getið, að hér á landi væri eng-
inn bókmenntaáhugi lengur; aðeins stjómmálaáhugi,
„pólitísk neurosa“ eins og hann orðaði það.
Þessi ummæli eru sprottin af því að blöðin hafa
lagt megináherzluna á frásagnir Kiljans af glæpum
Stalins, er þau hafa getið um hina nýju bók hans,
Skáldatími. En nóbelsskáldið þarf ekki að undrast
þótt ummæli hans um Sovét undir Stalin hafi vak-
ið mesta athygli landa hans. Áratugum saman var
hann sá maður, sem mest mærði stjómarfarið í Rúss-
landi undir Stalin og taldi öll hans verk rétt, hvort
sem um var að ræða hreinsanir eða samyrkjubúskap.
Nú þegar Kiljan lýsir því yfir, að að sér og öðmm góð-
um mönnum hafi verið hroðalega logið um alla þessa
hluti, er eðlilegt að það þyki tíðindum sæta með þjóð
hans. Og það er líka eðlilegt að spurt sé: hvaða trygg-
ingu hefir hann og skoðanabræður hans fyrir því að
lengur sé engu skrökvað um ágæti hins sovézka stjórn-
arfars?
Bókmenntaáhugi kemur því máli ekkert við og
allra sízt þarf vort nóbelsskáld að kvarta um það, að
verkum hans hafi ekki verið vel tekið af íslenzkum
lesendum.
Hér sést flugvél af tegundinni Mirage IV, sem franski flugherinn er nú að taka í notkun. Flugvélar
þessar verða búnar kjarnorkusprengjum.
FRAKKLAND
kjarnorkuveldi
/
það leikur nú enginn vafi á
því lengur, að Frakkar eru
orðnir kjarnorkuveldi. Eins og
kunnugt er sprengdu þeir
fyrstu kjarnorkusprengjur sínar
skammt frá bænum Reggane í
Sahara-eyðimörk 1960. Síðan er
vitað til, að þeir hafi fram-
kvæmt sex kjarnorkuvopnatil-
raunir I eyðimörkinni og fleiri
standa nú fyrir dyrum þrátt
fyrir Moskvu-samninginn um
bann við kjarnorkuvopnatil-
raununum,
Og nú einmitt úm þessar
mundir hefuf franskd stjófhin
upplýst, að fjöldaframleiðsla
fari nú fram á litlum kjarn-
orkusprengjum, sem verða bæði
afhentar franska landhernum
og flughernum.
'C'ranski flugherinn er jafn-
framt að fá til þjónustu
fyrstu sprengjuflugvélarnar af
tegundinni Mirage IV, sem
framleiddar eru í Dassault
verksmiðjunum í Bordeaux, en
þær eru taldar f hópi full-
komnustu herflugvéla, sem
nokkru sinni hafa verið smíðað-
ar. Þær geta borið kjarnorku-
sprengjur, sem eru taldar
þrisvar sinnum kraftmeiri en
sprengja sú sem varpað var yf-
ir Hiroshima 1945. Til þess að
komast inn yfir óvinaland, eru
flugvélar þessar mjög hrað-
fleygar og er hávarkshraði
þéirra talinn vera milli 2500 og
3000 kílómetrar á klukkustund.
Frakkar hafa haldið áfram
smíði þessara flugvéla, þó að
Bandaríkjamenn séu komnir á
þá skoðun, að mannaðar flug-
vélar séu orðnar lítilsvirði í
hernaði, þar sem eldflauga-
varnir Rússar séu svo öflugar,
að venjulegar flugvélar fái ekki
staðizt það. Herfræðinefnd At-
lantshafsbandalagsins hefur þó
komizt að þeirri niðurstöðu, að
um 30% af þessum Mirage-
flugvélum myndu komast f
gegnum loftvarnir Rússa.
Franskir sérfræðingar segja, að
það væri nægjanlegt, þó aðeins
20% af flugvélunum kæmust í
gegn. Þær flugvélar, sem kæmu
sprengjum að markinu myndu
valda þvílíku tjóni að Rússar
myndu hugsa sig tvisvar um,
áður en þeir reittu Frakka til
reiði.
'|Y|'irage-flugvélarnar eru mikil
undratæki og sýna fádæma
framfarir í franskri flugvéla-
smfði á sfðustu árum. Að vísu
eru hreyflar hennar af banda-
ríkri gerð, þannig að frönsk
verksmiðja hefur fengið leyfi til
að smfða hreyfla eftir teikning-
um Pratt and Whitney-verk-
smiðjanna bandarísku, en að
öðru leyti er hún að öliu leyti
verk franskra tæknifræðinga.
Það þykir t. d. mjög mikil-
vægt f gerð hennar, að hægt er
að beina blæstri frá þrýsti-
lofthreyflum hennar niður á
við, svo að flugvélin getur haf-
ið sig beint á loft frá mjög litl-
um velli og sama er að segja
um lendingu, að hún þarf ekki
nema mjög takmarkað rými. Er
það talið sérstaklega þýðingar-
mikið f kjarnorkuhernaði, þar
sem koma má flugvélunum fyr-
ir á víð og dreif á litlum flug-
völlum og því væri ekki hægt
að eyða þessum sóknarvopnum
með árásum á stærstu flug-
vellina.
Jjó Frakkar komi sér upp
kjarnorkuflugher, er heldur
ólíklegt, að þeir búist við að
þurfa að takast á (við Rússa f
hernaði. Til þess er stærðar-
munurinn of mikill. En hug-
mynd Frakka er þó, að hafa
þessi vopn sem varnagla, ef á-
hugi Bandarfkjamanna á
samstarfi við Evrópu færi að
dvína á næstunni. Svo gæti
farið á næstu árum segja hinir
frönsku forustumenn, að Banda
ríkjamenn misstu áhugann á að
verja Evrópu, eða að þeir hygð-
ust e.t.v. semja við Rússa um
framtfð álfunnar á kostnað
Vestur-Evrópu þjóða. Er þá
vænlegra fyrir Frakka og aðr-
ar þjóðir Vestur-Evrópu að
geta sjálfir staðið fyrir eigin
vörnum.
IjYJirage-flugvélin og atóm-
sprengjurnar, sem franski
flugherinn er nú að fá til um-
ráða eru fyrstu spor Frakka á
braut kjarnorkuveldis. Þeir
munu virða að vettugi alla
samninga um bann við kjarn-
orkuvopnatilraunum og innan
fárra ára munu þeir hefja til-
raunir austur á Kyrrahafi með
fyrstu vetnissprengjurnar.
Verðlagsráð sjávar-
útvegsins skipað
Engimssr iinarsson kosinn formaður
Ingimar Einarsson.
Sjávarútvegsmálaráðherra hefir
nýlega skipað fulltrúa í Verðlags-
ráð sjávarútvegsins til tveggja
ára, samkvæmt lögum um það frá
1961. 19 aðalmenn eru í ráðinu og
jafnmargir til vara, tilnefndir af
ýmsum stofnunum, samböndum og
félögum fiskkaupenda og fiskselj-
enda. Verðlagsráðið hefir nú kosið
sér stjórn fyrir næsta starfsár og
er Ingimar Einarsson lögfræðing-
ur,formaður.
Aðrir f hinni nýkjörnu stjórn
eru Ólafur Jónsson framkvæmda-
stjóri Sandgerði, Jón Sigurðsson
skrifstofustjóri Reykjavík og Guð-
mundur Kr. Jónsson, framkvæmda
Framh. á bls. 5.