Vísir - 25.10.1963, Qupperneq 7
V1SIR . Föstudagur 25. október 1963.
'T'il eru þeir sagnfræðingar og
þjóðfélagsfræðingar, sem halda
því fram að einstaklingar og til-
viljanir ráði litlu um gang heims-
málanna. Menn tala um þróun og
halda því fram, að alls staðar séu
sterkari öfl að verki, sem togist
á og hringrás tímans. Má vel vera,
að margt sé til í þessu þegar litið
er yfir langar aldir.
Og þó verður tilviljunin aldrei
strikuð út. Á öllum öldúm hefur
hún komið fram og haft mikil
áhrif. Tökum t. d. þegar Alex-
ander mikli hafði náð að .sameina
mestan hluta menningarheims-
erfitt að greina hvað er tilviljun,
jafnvel má halda því fram, að hún
sé liður f þróun.
Hvað t. d. með hvirfilvindinn
óskaplega, sem kallaður var Flóra.
Var það tilviljun að þessi mesti
hvirfilbylur aldarinnar stefndi för
beint að Kúbu og staðnæmdist
yfir eyjunni í fimm daga og hefur
haft svo geigvænleg áhrif f ríki
Castros, að þær raddir eru nú
farnar að heyrast, að Krúsjeff
muni gefast upp á að moka gjafa-
peningum í þann botnlausa pytt.
Munu ekki sumir kirkjunnar
menn halda' því fram, að sá storm-
Jjað hafa orðið miklar breyt-
ingar f brezkum stjórnmálum
síðasta árið. Fyrir einu ári stóðu
tveir frægir og glæsilegir menn í
forustu aðalstjórnmálaflokkanna,
Macmillan fyrir íhaldsflokknum
og Gaitskell fyrir Verkamanna-
flokknum. Síðan féll Gaitskell
snögglega frá og í stað hans var
kjörinn til forustu Harold Wilson,
sem hafði verið foringi vinstri
arms flokksins og andstæður
Gaitskell. Síðan hefur Wilson þó
færzt til hægri og er eftir ný-
staðið flokksþing talinn mjög lík-
ur Gaitskell f skoðunum.
ið sett aðeins fáeinum mánuðum
áður en til þess kæmi að velja
þyrfti nýjan forsætisráðherra.
Ctjórnarskipti hafa einnig orðið
í Þýzkalandi og gerðist þar,
það sem enginn hefði búizt við
fyrir einu ári, að Adenauer af-
henti Erhard völdin baráttu eða
umtölulaust. Það var meira að
segja annað að heyra á gamla
manninum, þegar flokkur hans á-
kvað fyrir nokkrum mánuðum, að
Erhard skyldi taka við. Þá barð-
ist Adenauer gegn Erhard og
lýsti því yfir í heyranda hljóði á
flokksþingi, að hann vantreysti
þessu gúmmíljóni, sem væri ekki
stjórnmálamaður að eðlisfari, að
taka við forustu flokksins. Bjugg-
ust flestir við að þegar nálgaðist
nr*i ©i ® • x
1 ílvilianir eða...
ins, hvílík geigvænleg áhrif and-
lát hans á ungum aldri hafði.
Þannig mætti rekja söguna fram
á örlagaríka tilviljanaatburði síð-
ustu heimsstyrjaldar.
Æ,
Tjað er engu líkara en við lifum
nú á sérstökúm tilviljanatím-
um, svo margir óvæntir atburðir
hafa verið að gerast á síðasta ár-
inu eða svo, að víðs vegar blasa
við líkur á margháttuðum breyt-
ingum. En stundum er jafnvel
ur hafi fremur verið refsivöndur
máttarvaldanna en tilviljun. Eða
hvað um hinn geigvænlega upp-
skerubrést í Sovétríkjunum, sem
verður þess valdandi að Rússar
verða samningaliprari, er hann
ekki tilviljun? Að vísu segja marg
ir, að hann sé aðeins síðasta stig-
ið f óheillavænlegri þróun land-
búnaðarins í Sovétríkjunum.
Fyrir nokkru gerðist það svo,
að Macmillan varð að láta af for-
ustu vegna veikinda. Ef til vill
voru veikindin í og með afleiðing
annars óvænts atburðar, Profumo
málsins og síðan er Home lávarð-
ur skipaður forsætisráðherra. Það
hefði þó ekki verið kleift nema
vegna þess að lögum um lávarðs-
tign var breytt á árinu fyrir þrá-
beiðni þingmanns úr Verkamanna-
flokknum, sem vildi ekki gerast
aðalsmaður. Var það ekki tilvilj-
un, að þessi lög skyldu hafa ver-
I ■_■_■_!
í Hvar slysahætfan
er mest
|! Það er alkunna, að slysahætt-
j>: an á vegum úti er mest þar sem
■: vegirnir eru beztir og minnst
þar sem þeir eru slæmir yfir-
/ ferðar. Það er af því að þar fara
J. ökumennirnir hægt og gætilega
:■ — eiga ekki annars úrkosta. Á
■: breiðum vegum og góðum láta
,• þeir gamminn hins vegar geysa
J* og það svo mjög, að áður en
varir er farartækið komið á því
V líka ferð, að ökumaðurinn hef-
■; ur ekki lengur vald yfir því,
íj hvað lítið sem út af bregður.
Það er undir þeim kringumstæð
J. um sem slysin verða, sum mjög
j! alvarleg, enda hraðinn oft gíf-
■: urlegur.
■f Nú myndi ýmsum þykja það
jjl næstum útilokað að slys gæti
■: orðið á fslenzkum vegum ef til-
•: gáta þessi eða kenning sé rétt.
Vegirnir séu hér svo vondir, að
J" engin leið sé önnur en aka hægt
j! og gætilega.
J. Það er líka tilfellið, að um-
»: ferðarslys eru ekki tiltakanlega
■J mörg úti á vegum landsbyggð-
■J arinnar. Þau eru flest í Reykja-
vík, á steyptu götunum eða
J. þeim malbikuðu, því þar sleppa
■: ökumennh-nir fram af sér beizl-
■J inu og fara hraðar en skyldi.
;! Nýr hættuvegur
■: En nú er að opnast hættule;-
■: ur vegur úti á landsbyggðinn-
:■ — utan Reykjavíkur og utan
% kaupstaðanna. Hann er hættu-
Iegur at því að hann er góður
og hægt að fara hratt eftir hon-
um.
Þetta er Keflavíkurvegurinn
nýi.
Það hefur þegar ásannazt, að
enda þótt vegur þessi hafi ekki
aldrinum fyrir að fara, hafa
samt orðið á honum alvarleg
slys og mikil.
Það hefur líka komið í Ijós,
þau fáu skiptin, sem vegalög-
regla hefur farið suður á Kefla- ,
víkurveginn í eftirlitsferð, að þá
hafa margir ekið þar hraðar en
góðu hófi gegnir og lög Ieyfa.
Lögreglan hefur stöðvað þessa
menn og kært þá.
Þessar fáu línur eiga að vera
aðvörunarorð til ökumanna, að
fara að öllu með gát, flýta sér
hægt og hugsa meir um líf og
limu sín eigin sem annarra, held
ur en þjösnast áfram upp á líf
og dauða í kapphlaupi við nokkr
ar mínútur — oftast mínútuf,
sem verða þeim ekki til neins
gagns.
Ökumennirnir, sem geysast á-
fram með ólöglegum hraða.
hvar og hvenær sem þeir geta
komið því við, skulu líka hafa
það hugfast, að þeir komast fyrr
eða síðar undir smásjá lögregl
unnar, og er þá verr farið en
heima setið. Það er ekki aðeins
að þeir fá sekt — hún skiptir i
fæstum tilfellum máli — heldur
hafa þeir með framferði sínu
vakið grun lögreglunnar um ó-
hlutvandan og ólöghlýðinn öku
níðing og að fyrir bragðið eru
á honum hafðar strangari gætur
í framtíðinni en ella.
Sprengingar i
þéttbýHnu
Ég heyrði getið um það fyrir
fáum dögum, að við grjót- eða
grunnsprengingu á Skólavörðu-
holti hafi grjót og mulningur
Veytzt nokkurn spöl frá sprengi-
stað, án þess þó að hafa valdið
slysi á fólki eða spjöllum á
mannvirkjum.
Þetta athæfi var að sjálfsögðu
kært og aðili sá sem ábyrgð bar
á sprengingunni, áminntur um
að gæta betur að öryggisútbún-
aði, svo að slíkt athæfi endur-
tæki sig ekki.
Ég minnist á þetta hér vegna
þess að það er ekki svo ýkja
langt síðan að einmitt á Skóla-
vörðuholtinu kom svipap atvik
fyrir ekki alls fyrir löngu, og
þá miklu alvarlegra en nú. Þá
flaug grjóthríðin langar leiðir
og skall niður á nærliggjandi
húsþökum og götum í grennd-
inni. Að ekki varð stórslys á
fólki í það sinn, er eingöngu
að þakka þeirri hundaheppni, að
fólk var ekki á gangi á þessú
svæði þegar sprengingin varð.
Þessi tvö atvik á sama eða
svipuðum stað og með tiltölu-
lega stuttu millibili, benda til
þess að surnir verkstjórar hafi -
ekki næga ábyrgðartilfinningu
til að bera. Þeir kasta höndum
til verka, sem geta valdið lim-
lestingum og tjóni ef illa tekst
til. Slíkt er ófyrirgefanlegt með
ölln og þar þó miklu fremur
sem sprengt er inni í miðri borg
og umferð allt í kring. Kára II
i n ■ a .b r-
!_■_■_■_■ n i
tíma valdaskiptanna, myndi hann
finna einhver ráð til að draga þau
á langinn.
En þegar að því kom veitti
hann enga mótspyrnu. Fyrir þessu
liggur sennilega önnur orsök. Það
er hið svokallaða Spiegelmál, sem
var I því fólgið, að fyrrverandi
landvarnaráðherra Þýzkalands,
Franz Josef Strauss beitti ólögleg-
um aðgerðum til að láta handtaka
ritstjóra þýzka vikuritsins Der
Spiegel og aðra starfsmenn þess.
Afleiðingin af því varð að Aden-
auer var neyddur til að víkja
Strauss 'úr stjórninni. i‘l ítJÚ r
En við brottför Strauss ,hvarf á
braut helzti keppinautur Erhards
um embættið, en Adenauer hafði
Iegið á því laginu, að etja þeim
Strauss og Erhard hvorur.a gegn
öðrum til þess, að halda völdun-
um þeim mun lengur sjálfnr. Með
því að víkja Strauss úr forustu
hafði hann þannig slegið vopnið
úr eigin hendi. Það má segja að
Spiegel-málið hafi verið tilviljun
I þýzkum stjórnmálum en þó hafði
það lengi verið að gerjast í sí-
vaxandi fjandskap milli Strauss
og hins nefnda vikurits.
J Bandaríkjunum virðist nú ljóst,
að mikil umskipti séu orðin
innan annars hinna stóru stjórn-
málaflokka. Rockefeller, sem áður
var bjartasta von Republikana-
flokksins sem frambjóðandi í
næstu forsetakosningum, er nú
talinn úr leik og einmitt þar virð-
ist tilviljunin ráða. Hann skildi á
síðasta ári við konu sína og
kvæntist annarri. Þessi atburður
virðist ætla að hafa geysileg á-
hrif á bandarísk stjórnmál. Eftir
hann kemur Rockefeller ekki til
greina, en hann var áður talinn
eini maðurinn, sem gæti ef til
vill fellt Kennedy. I stað hans
sækir nú fram á sviðið annar
stjórnmálamaður, Barry Goldwat-
er, vinsæll innan Republikana-
flokksins og talinn hæfileikamað-
ur að öðru leyti en því, að mjög
ólíklegt er talið, að hann geti
gert sér nokkrar vonir um að fella
Kennedy.
A tburðirnir í Norður-Afríku, þar
sem stjórnir Alsír og Mar-
okko eru komnar í hár saman og
bardagar hafnir á landamærunum
koma líka mjög á óvart, þótt ekki
sé hægt að segja að um neina
tilviljun sé að ræða. Það hefur
viljað fara svo í hinum nýju Af-
♦
7~
Má ég fá eitt brauð með?
ríkuríkjum, að þjóðirnar hafa ekki
borið gæfu til að njóta þess lýð-
ræðisskipulags, sem nýlenduherr-
arnir eftirlétu þeim. Víða hafa
völdin safnazt f hendur eins
manns, sem síðan hefur beitt þeim
til að buga og berja niður alla
mótspyrnu. Oft hafa þeir síðan
beint áhuganum I útþenslu og
landvinningastefnu. í hóp þessara
einræðisherra hefur nú bætzt Ben
Bella, forustumaðurinn í Alsfr, og
þykja aðgerðir hans á stundum
all harkalegar.
Margir kynnu að hafa ætlað, að
það væri því Ben Bella, sem átti
upptökin að þessum árekstrum á
landamærum Alsír og Marokko,
en svo virðist þó ekki. Hér virð-
ist það fremur hafa verið konung-
ungur Marokko, sem ætlaði að
nota tækifærið, þegar uppreisn
hafði brotizt út f Alsír, til að
hremma héruð, sem Marokko-
menn telja sér.
En mikið er breytt f sambúð
þéssara þjóða síðan Serkir háðu
sitt frelsisstríð og nutu til þess
margháttaðrar aðstoðar Máranna
frænda sinna.
./Íé
•
^einu sviði hefur fátt markvert
eða óvænt gerzt síðasta árið.
Það hefur óvenjulega lítið verið
á seyði á sviði geimferða og tungl
skota. Virðist margt benda til
þess, að farið, sé að draga úr
keppninni á því sviði. Fyrir
nokkru ákvað Bandaríkjaþing
jafnvel að lækka fjárveitingu til
tunglflugs og talið er að Rússar
kæri sig ekki um að halda þvi
kapphlaupi áfram. Þeim liggur nú
meira á að baka brauð ofan í
svanga maga.
Þorsteinn Thorarensen.
!*Ð