Vísir - 25.10.1963, Page 8

Vísir - 25.10.1963, Page 8
8 V í SIR . Föstudagur 25. október 1963. VISIR Utgeíandi: Blaðaútgáfan VISIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schrarr.. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn ö. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. 1 iausasólu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Athafnir en ekki orð Stjómarandstaðan vill láta samþykkja mikið frum- varp á þingi um „örari hagvöxt og meiri framleiðni- aukningu“. Bætist þá ný Egilsstaðasamþykkt í hóp- inn. Mergur málsins er nefnilega sá, að það er ekki ein- hlítt að samþykkja fallega orðaðar tillögur á þingi, ef ráðin skortir algjörlega til þess að gera þær að veru- leika. Það stoðar harla lítið að rabba um nauðsyn auk- ins hagvaxtar, en neita um leið að gera þær ráðstaf- anir, sem nauðsynlegar em heilbrigðum efnahag og jafnvægi í þjóðarbúskapnum. En þannig er allur ferill Framsóknar síðustu misserin. Sú staðreynd verður að grópast í vitund þjóðarinn- ar, að launin fá ekki hækkað meir en aukinni þjóðar- framleiðslu nemur. Allt það sem er þar framyfir magn- ar einungis eld verðbólgunnar og kollsteypir efna- hagnum. I Eramkvæmdaáætluninni er gert ráð: fyrir því að þjóðarframleiðslan aukist um 4% á ári. Það gefiíir til kynna hverjar launabreytingar mega verða, ef þær eiga að reynast raunhæfar kjarabætur. Hitt er svo annað mál, að mjög auknum kjarabótum má ná eftir mörgum öðrum leiðum en beinum launahækkunum, svo sem vinnuhagræðingu, ákvæðisvinnu og vísindalegri vinnu brögðum. Þá leið hafa nágrannaþjóðir okkar farið og þá leið verðum við einnig að ganga, ef tryggja á mann- sæmandi framtíðarlífskjör launþega í landinu. Sjónvarp og kvikmyndir jjndarlegar orðahnippingar hefur mátt sjá að undan- fömu í dagblöðunum um kvikmyndahúsin og sjón- varpið. Eitt dagblaðanna þóttist vita að 5000 sjónvörp væm í Reykjavík, og ylli það 20% minni aðsókn að kvikmyndahúsunum. Þetta var auðvitað algjörlega úr lausu lofti gripið. Viðtækjaverzlunin upplýsir að ekki hafi verið flutt inn nema rúmlega 1300 sjónvörp í allt. Eins og getið var hér um í blaðinu á laugardaginn, jókst aðsóknin að kvikmyndahúsunum lítið eitt 1962, eftir því sem Menningarsjóðsgjaldið sýnir. Var þó sjón- varpið komið í fullan gang í fyrra. Sönnu nær er að hér ráði nokkru hin mikla atvinna sem verið hefur í landinu og einnig hitt, að kvikmyndahúsin hafa ekki alltaf úrvalsmyndir á boðstólum. Aftur á móti mun harðna verulega á dalnum hjá kvikmyndahúsunum þegar íslenzka sjónvarpið tekur til starfa. Það er reynsla annarra þjóða. En erlendis hefur víða þó aðeins verið um nokkurt erfiðleikatíma- bil að ræða. Síðan hafa kvikmyndahúsin fengið aukna aðsókn aftur. En forsenda þess er auðvitað sú, að þau sýni nýjar myndir og góðar myndir, en ekki gamalt rusl. skattsins á bammargar fjöl- skyldur, gamalmenni og ör- yrkja. 2. Boðin voru út ríkisskuldabréf að upphæð 100 millj. d. kr. Var nafnverð bréfanna allt niður í 10 kr. danskar til þess að lág- launafólk gæti eignazt bréf. 3. Gerðar voru ýmsar ráðstaf- anir til þess að draga úr bygg- ingarframkvæmdum og var við það miðað, að nýbyggingar yrðu 15% minn; en árið áður. Ný- bygingar á vegum ríkisins og bæjarféiaga voru stöðvaðar. 4. Leyfð var ákveðin hækkun húsaleigu. 5. Ráðgert var að 9% söluskatt urinn gilti fjárhagsárið 1963 — 1964 og áætlað að skatturinn gæfi á því tímabili að sér 900 millj. d. kr. Skyldi þeim tekj- um varið, ef aðstæður leyfðu, til lækkunar skatta, hækkunar tryggingabóta o. fl. Þessar viðtæku dönsku efna- hagsráðstafanir höfðu góð á- hrif. Það dró mjög verulega úr þenslunni og þegar s.l. sumar taldi danska stjórnin ástandið hafa lagazt svo mjög, að unnt væri að lækka vexti um og var það gert. Er nú jafnvei búizt við þvf, að vextimir verði lækkaðir eitthvað meira. Jjegar danska þingið kom sam- an í upphafi þessa mánað- ar sagði Jens Otto Kragh, for- sætisráðherra, að ástandið í efnahagsm'álunum væri nú allt annað og betra en fyrir ári. Boðaði forsætisráðherrann, að takmarkanir á byggingafram- kvæmdum yrðu nú afumdar smátt og smátt en samhliða yrðu gerðar ráðstafanir til þess að auka sparifjármyndun svo að hinar auknu byggingafram- kvæmdir leiddu ekki til þenslu á ný. Kvað ráðherrann m.a. ætlunina að koma á skyldu sparnaði til þess að auðvelda íbúðabyggingarnar. Það er vissulega fróðlegt fyr- ir okkur íslendinga að fylgjast með því, hvernig Danir haga stefnu sinni í efnahagsmálum. Þeir eru óhræddir við að gera ráðstafanir til að draga úr þenslu og verðbólgu. Þegar þensia er mikil í efnahagslífi þeirra draga þeir úr henni en þegar jafnvægi hefur skapazt á ný, slaka þeir aftur á. Jens Otto Kragh, forsætisráðherra. TJndanfarið hafa verið miklar deilur í Danmörku um einn þátt þeirra víðtæku efnahags- ráðstafana, er danska rikis- stjórnin gerði á s.l. ári og fyrri hluta þessa árs í því skyni að binda enda á hinn mikla greiðsluhalla á viðskiptum Dana við útlönd. Verðbólguþróun var orðin mikil í landinu og eftir- spurn eftir vörum og gjaldeyri mun meirj en svaraði til fram- leiðslu og útílutnings. Til þess áð stöðva þá þróun gcrði danska stjórnin harðar ráðstaf- anir, er skyldu draga úr eftir- spuminni og skapa jafnvægi í þjóðarbúskap Dana. Ráðstafanir dönsku stjórnar- innar þóttu harðar og til þess að verkalýðshreyfingin ætti betra með að sætta sig við þær, lét stjórnin setja lög um bann við öllum verðhækkunum á ákveðnu tímabili. Tóku þau lög gildi 16. marz s.l. og skyldi vera bráðabirgðaráðstöfun, er gilti í ákveðinn tíma. Er danska þingið kom saman í byrjun októ ber, reis mikil deila milli stjórn arflokkanna um það, hvort lög- in um verðhækkunarbannið skyldu gilda áfram eða ekki. Vildi viðskiptamálaráðherra, Baunsgaard, úr fiokki radikala, að lögin yrðu numin úr gildi í þessum mánuði en forsætisráð- herrann, Kragh vildi, að lögin yrðu látin gilda áfram enn um sinn. Lá við stjórnarslitum vegna deilu þessarar en til þess að forða stjórninni frá falli, varð Kragh að fallast á kröfu viðskiptamálaráðherrans um af- nám iaganna og áttu þau að falla úr gildi 21. okt. s.l. J sambandi við þessar miklu deilu í Danmörku er fróð- legt að rifja upp I hverju hinar víðtæku efnahagsráðstafanir Dana voru fólgnar, ekki sízt vegna þess, að þeir áttu þá við svipuð vandamál að stríða í efnahagsmálum og Islendingar eiga við að etja í dag. TJ'allinn á vöru- og þjónustu- greiðslum hafði numið 400 milljónum d. kr. 1961 og gjald- eyrisforði landsins minnkaði um , 220 millj, d. kr. það ár. Og hin áhagstæða þróun í viðskiptum landsins við útlönd hafði haldið áfram á fyrra helmingi ársins 1962 fram að þeim tíma, er efna hagsráðstafanimar vom gerðar. Hafði gjaldeyrisstaðan enn versnað um 180 millj. d. kr. á fyrstu mánuðum ársins. Taldi danska efnahagsstofnunin (Det Ökonomiske Sekratariat) mikla hættu á ferðum vegna mikilla launahækkana, óhagstæðrar út- komu í fjármálum rlkisins og mikilla byggingaframkvæmda. Ráðstafanir Dana í efnahags- málunum voru samþykktar í byrjun júnf 1962 og náðist um þær samkomulag milli 4 flokka, jafnaðarmanna, vinstri flokks- ins, íhaldsflokksins og radikala flokksins. Voru ráðstafanir þess ar yfirleitt nefndar heildarlausn in (helhedslösningen) í Dan- mörku. HeL.u atrið; þeirra voru þessi: 1. Lagður var á 9% söluskatt- ur f smásölu frá 1. ágúst 1962. Var áætlað að skatturinn mundi nema 500 millj. d. kr. 1962 — 1963. Skyldi þeirri upphæð var- ið til þess að minnka skuldir ríkisins við þjóðbankann. Nokkr ar brýnustu -nauðsynjar voru undanþegnar skattinum. Og tryggingabætur voru hækkaðar til þess að draga úr áhrifum Þcgar Danir drógu úr þenslunni Þörf nýs kirkjugaris Senn iíður að því að Reykja- víkurborg afli sér svæðis undir nýjan kirkjugarð. Lóð Fossvogs kirkjugarðs er nú á þrotum og þörf á nýjum kirkjugarði fyrir borgina, í næsta nágrenni henn- ar. Á síðasta borgarstjórarfundi kom málið til umræðu en borg aryfirvöldin hafa að undanförnu haft það til athugunar. Hefir verið um ýmsa staði rætt bæði í borgarlandinu og næstu sveit- arfélögum. Til greina hefir kom ið staður undir hinn nýja kirkju garð í námunda við hinn nýja golfvöll í Vatnsendalandi. Hins vegar er málið enn á byrjunarstigi og engin ákvörðun hefir enn verið tekin um staðar- val af borgaryfirvölduum, þött umræður og athuganir séu þeg- ar komnar af stað. C3

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.