Vísir - 05.12.1963, Side 5

Vísir - 05.12.1963, Side 5
/ V1SIR . Fimmtudagur 5. desember 1963. VEGALAGAFRUMVARPir: á framlögum tíl vegamála 27 millj. kr. fii gatnagerðar i kaupsföðum og kaupfúnum lagt fram á Alþingi. 'Fjöldi nýmæla er í ffumvarpiriu. Meðal þeirra er gerð vegaáætlunar, ný flokkun vega, sýsluvega- sjóðir eru stórlega efldir, framlög verða tii vega í kaupstöð- um og kauptúnum og allar tekjur ríkissjóðs af benzínskatti, þungaskatti og gúmmigjaldi renna til vegamála, samkvæmt nánari ákvæðum í frumvarpinu en hingað til hefur mestu af þessum tekjum verið varið til almennra þarfa ríkissjóðs. Þá er það einnig nýmæli að hálfu prósenti af tekjum samkv. frumv. verði varið til rannsókna og tilrauna í vega- og gatnagerð. Engin föst fjárveiting hefur verið í þessu skyni í fjárlögum undanfarin ár. Með þessu frumvarpi fæst fastur tekjustofn til framkvæmda í vegamálum, sem á að aukast nokkuð í samræmi við auknar þarfir vaxandi bílakosts og um- ferðar. Fyrrgreindir þrír skattar munu hækka talsvert enda gert ráð fyrir að framlög til vegamála í heiid vaxi um 56% miðað við fjárlagafrumvarp .1964, er nú ligg ur fyrir Alþingi, hækki úr 156.4 milij. kr. í 244.6 millj. miðað við heilt ár Lagt er til að innflutningsgjald af benzíni hækki um 130 aura, verði kr. 2.77 af hverjum lítra. Gúmmígj. mun samkv. frv. hækka úr 6 kr. í 9 kr. af hverju kg. Fyrirhugaðar áðgerðir I vegamálum, samkv. frumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir lagningu steinsteyptra vega á borð við Kefiavíkurveginn. til vegalaga mun flýta HOLLENZKU COKUSDREGLARNIR eru komnir, maríjar breiddir fallegir litir GEYSIR H/F., Teppa- og dregiadeildin og er um 50% hækun að ræða. Þungaskattur af bifreiðum, sem aðallega eru gerðar til fólksflutn inga verður óbreyttur, eða 72 kr. af hverjum 100 kg. af þunga þeirra. Þungaskattur af bifreið- um, sem ganga fyrir öðru elds- neyti en benzíni mun hækka veru lega. Skattur af bifhjóium er á- ætlaður óbreyttur. Heimilað verð ur að leggja á umferðargjald, sem greitt er af bifreið í hvert skipti, sem hún fer um vegi eða brú, en ekki er talið líklegt í grg. frumv. að þessi heimild verði notuð fyrst um sinn þar sem hún borgar sig aðeins á vegum með umferð þúsund bifreiða daglega, að stað- aldri. 27 miiljónir til kaupstaða og kauptúna. Þá er það algjört nýmæli, mjög þýðingarmikið að gert er ráð fyrir að veitt verði sérstakt framlag til vegagerða í kaupstöð- um og kauptúnum, er nemi um 11% af heildartekjum samkvæmt frumvarpinu, eða um 27 millj. kr. Samkv. frumv. hækka framlög til nýrra vega og brúa um 75%, og er það talið nauðsynlegt til að koma vegakerfi landsins í við unandi horf. Framlög til sýslu- vegasjóða munu alls hækka um 146%. Tii nýbyggingar sýsluvega er áætlað að varið verði 10 millj. króna, en 5.4 millj. til viðhalds. Er í grg. frumvarpsins talið að ekki sé verr að sýsluvegum búið en þjóðvegum, samkv. frumv. Vegalaganefnd leggur til að framl. til þjóðvega verði alls um 182 milljónir króna, þar af 75 milljónir til viðhalds þjóðvega. Ef sama fyrirkomulag verður á innheimtu benzínskatts og nú er munu handbærar tekjur lækka um 8 milljónir króna og er þá talið nauðsynlegt að lækka fram- iög til þjóðvega og vega í kaup- stöðum og kauptúnum sem því nemur. Vegaáætlun. Enn eitt höfuðnýmæli er í frum varpinu, sem fjallar um gerð vegá áætlunar. Er gert ráð fyrir að í framtíðinni verði vegafram- kvæmdir unnar eftir fimm ára á- ætlun, sem taki gildi hver af annarri. Skal hver áætlun öðlast gildi, þegar Alþingi hefur sam- þykkt hana, en gert er ráð fyrir endurskoðun áætlunarinnar á þriggja ára fresti. Á þetta að tryggja skipulegri vinnubrögð en verið hafa. Tekin er upp ný flokkun vegá í hraðbrautir A og B, og þjóð- brautir og landsvegi. Lagt er til að nýju lífi verði blásið I sýsluvegakerfið og fjár- framlög til þess, bæði heimafram lag og ríkis hækki og heildarfjár- ráð sjóðanna nær þrefaldist. Hreppavegir verða iagðir niður sem slíkir og verða ýmist sýslu- vegir eða einkavegir. Hingað til hafa þjóðvegir verið slitnir, þar sem þeir komu að mörkum kaupstaða eða kauptúna, og hefur verið til þess ætlazt, að viðkomandi byggðarlag kostaði vegina innan sinna endimarka. Þetta hefur vlða reynzt óréttmæt krafa, t.d. þar sem höfuðbrautir liggja um fámenn kauptún. Eru dæmi þess, að vegir um þéttbýli eru mun verri en.þjóðvegir báð- um megin við. Vegalaganefnd léggur til, að þessu verði breytt. Eiga þjóðvégir nú að teljast gegn- um kaupstaði og kauptún eða inn í slíkar byggðir, svo að eðlilegt samhengi vegakerfisins rofni ekki eða greið leið sé að athafnamið- stöð hvers staðar, ef vegur endar þar. Er lagt til, að árlega verði veitt upphæð til þessara þarfa og 'henni skipt milli kaupstaða og kauptúna eftir íbúafjölda, nema hvað 10% fjárins megi ráðstafa til að flýta sérstökum verkefnum. Þegar byggðarlag hefur lagt þá vegi, sem teljast bjóðvegir innan Framh. á bls. 2 mmHOIl 10VIE CARTOONS Looney Tunes and Merrie Melodies Produced by WARNER BROS. TWEETíE & SYLVESTER bBF DAFFY og margir fleiri. " r 100 fet, svart—hvítt og í litum. Filmur með: 200 feta, Red Skelton, Bob Hope, Errol Flynn. FOKUS.Lækjargötu 6B li&æzmmswau

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.