Vísir - 05.12.1963, Síða 10
10
V í S IR . FimmfciHÍagur 5. desember 1963.
r-^rr-----------
Gosið við eyjar
Framh. af bls. 9.
— Er hugsanlegt að þetta
gos sé úr eirini og sömu eldæð
og Kötiugosin?
— Um það held ég að ekk-
ert verði sagt. Það er vitað að
þarna er víða eldur í jörðu á
breiðu belti, en um sambandið
á milli einstakra gosstöðva, tel
ég að ekki verði fullyrt.
Talið berst að því, hvort hugs
anlegt sé, að neðansjávarelds-
umbrot f smærri stíl kunni að
hafa átt sér stað þarna í
grennd, kannski ekki fyrir ýkja-
löngu, þó að ekki fari' neinar
sögur af. f því sambandi tilfæri
ég frásögn trúverðugs manns í
Eyjum, sem staddur var ásamt
félögum sfnum úti í Álfsey, á
lundatíma, sumarið 1924. Þeir
sátu þar á bergsyllu, tveim til
þrem föðmum fyrir ofan sjávar-
mál og biðu báts úr landi. Vissu
þeir þá ekki af fyrr en
þeir lágu allir í sjó; var þó kyrrt
við þergið, enda ekki neitt öldu-
Iag á þessari skyndilegu yfir-
borðshækkun, heldur eins og
fylling.
I Og enn kann Jón jarðfræðing
ur merkilega sögu, sem rennir
stoðum undir það, að neðan-
sjávarumbrot hafi átt sér stað
þarna, þó að þeim væri ekki
veitt athygli. Maður úr Grinda-
vík hefur bent honum á vikur-
hrönn þar, sem liggur hærra en
stórstraumssjávarmál; kvað
þarna hafa verið mikið vikur-
rek fyrir um það bil tuttugu ár-
um, og vikurkögglarnir svo
stórir, að óhugsanlegt sé að ár
hafi borið þá fram til sjávar
frá eldsumbrotum f jökli —
þeir hlytu að hafa kvarnazt í
vikursand á þeirri leið. Kvaðst
Jón hafa mikinn áhuga á að
rannsaka nánar vikurhrönn
þessa, ef vera mætti að efna-
samsetning hennar segði eitt-
hvað 'til um upprunann.
III. .
Paul S. Bauer, bandariski jarð
eðlisfræðingurinn kveðst fagna
því, að sér skuli hafa veitzt það
fátíða tækifæri að sjá land f
sköpun á þennan hátt — slíkir
stórviðburðir gerist ekki á allra
ævi. Þetta gos kemur líka á
heppilegum tíma fyrir jarðfræð-
inga og aðra slíka vísindamenn,
segir hanni því að einmitt nú
hafa margar þjóðir stofnað til
samvinnu með sér um víðtækar
rannsóknir á jarðskáninni; það
er f eins konar framhaldi af
landfræðilega árinu svokallaða,
og með svipuðu fyrirkomulagi,
og ég tel sjálfsagt, að þeir, Sem
þar hafa ráðin, beini athygli
sinni að því, sem hér er að ger-
ast. Þetta er með afbrigðum
merkilegt, og þessi ferð mín
hefur orðið mér ákaflega lær-
dómsrík. Ég tók þarna um tvö
hundruð Ijósmyndir. Vona að
þær hafi heppnazt. Þar sem ég
er einmitt að kenna skylda hlut
við háskólann um þessar mund
ir, áleit ég það ómaksins vert
að takast þessa ferð á hendur,
að ég mætti sjá með eigin aug-
um hvernig þeir gerast — og
það hef ég svo sannarlega feng
ið að sjá.
— En hvers vegna gernr'
þeir?
- Þar komstu með það. Ég
skal segja þér, að það eitt, sem
jarðeðlisfræðingar eins og ég
hafa umfram aðra vísindamenn
— við getum borið fram vís-
indalegar kenningar, án þess að
við eigum það á hættu að þær
afsannist, eða verði afsannaðar
á meðan maður er á lífi. Er
það kannski ekki þægilegt? Það
er allt annað með geimfræðing-
ana og stjörnufræðingana, því
að við sjáum um alla heima og
geima, getum sent þangað eld-
flaugar og gervihnetti hlaðna
rannsóknartækjum — en enn
sem komið er hefur enginn get
að skyggnzt inn í iður jarðar,
eða getað komið neinum rann-
sóknartækjum þangað,. Með öðr
um orðúm — þetta er megin-
munurinn á því, sem er fyrir
ofan og utan jarðskorpuna og
þvf, sem er undir henni og inn-
an í. Og é-< er á því, að við
ættum kannski að beina at-
hyglinni öllu fremur undir jarð-
skorpuna en út fyrir hana.
— Ertu ekki Iíka að hugsa
um að bora niður úr jarðskorp-
unni hvað úr hverju?
— Meira en að hugsa uin
það. Verkfræðileg tækni, vélc
og allt það, er þegar fyrir hend:
Það stendur einungis á fjárveit
ingu frá þinginu. Staðurjnn, þ; •
sem borað vefður, hrifur áS'v?'"'
ekki verið fylliléga ákveðiir
Sennilegt er að borað verði á
hafi úti, á fimm km. dýpi; það
styttir leiðina, en þar fylgir aft
ur á móti sá böggull skammrifi,
að bora verður frá skipi, og fari
svo, að draga verði borinn upp
í miðjum klíðum, getur það orð
ið nokkrum erfiðleikum bundið
að hitta aftur á holuna. En
þetta kemur allt í hendi, vertu
viss. Viltu sígarettu?
— Þakka þér fyrir.
Paul S. Bauer svipast um eftir
öskubakka, þegar við höfum
kveikt í. — Heyrðu, segir hann,
kannski við komum upp á þilj-
ur. Ég veit af stórmyndarlegum
öskubakka, nokkrar sjómílur
undan ...
Og Bauer prófessor rekur upp
hressilegan hlátur, þegar hann
rís úr sæti sínu og við höldum
upp á þiljur. Þar blasir við aug-
um stórfengleg og ógleymanleg
sjón, beint í suður. Gossúlan,
sem rís hátt við myrkan him-
inn, lýst björtum, þjótandi eld-
glæringum og logaleiftrum ...
Flúgíerðíf,
LONDQN'.^w
' ‘ gistingar,
8 DAGAR '»1 J morgu r. ve'rður,'
k-vöidv.ör'ð'ur. ,
ITD QOOC. k.ynriísfö?ð
ÖOÖO " lCUsíiíj : uir, T'.riridnn !
Bflk .morgunverður. i
kvoiJvóiiiW.
kyn riisférð'ri
um tondon.',.
WR gÆ i| M
VÉLAH
: JGERNING
N.riturvakt. i Reykjavík vikuna
30-7. des, er í Vesturbæjarapóteki
Nætu: og helgidagavarzla i
Hafnarfirði vikuna 30-7. des.:
Kristján Jóhannesson Mjósundi
15, sími 50056.
Neyðarlæknir — sími 11510 —
frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga
Kópavogsapótek er opið alla
virka daga kl. 9,15-8, laugardaga
frá kl. 9,i5-4., helgidaga frá kl.
1-4 e.h. Sími 40101
Slysavarðstofan t HeilsuvernQ.
arstöðinni er opin allan sólar
hringinn. næturlækriir á samp
aí; klukkan 18-8, Sími 21230.
Holtsapótek. Garðsapötek og
Apótek Keflavílcur eru opin alla
virka daga kl. 9-7 laugardaga frá
kl. 9-4 og helgidaga frá kl 1-4
Lögreglan, sími 11166.
Slökkviliðið og sjúkrabifreiðin.
sími 11100
Utvarpið
Fimnitudagur 5. desember.
Fastir liðir eins og venjulega.
13.00 „Á frívaktinni“ sjómanna-
þáttur, (Sigríður Hagalín).
14.40 ,,Við, sem heima sitjum":
Vigdís Jónsd., skólastj. tal-
ar um nokkur vandamál í
sambandi við fæðuval.
15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og
tilk. Tónleikar.
18.00 Fyrir yngstu hlustendurna
(Bergþóra Gústafsdóttir og
. Sigríður Gunnlaugsdóttir).
20.00 Raddir skálda: Bragi Sigur-
jónsson les frumort kvæði,
og Lárus Pálsson les smá-
sögu eftir Einar Kristjáns-
son frá Hermundarfelli.
20.55 Tónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands í Háskóla-
bíói, fyrri hluti. Stjórnandi:
Proinnsías O’Duinn. Ein-
^KmumnimrTTm^,
1 g TT1o£===0 3
AÐALSTRÆTI 8 SÍMAR: 20800 20760 .. í .
Blöðum
flett
Fljót er lækning fyrstu sára.
Finnst þó lengi bris og ör.
Æ sér merki æskutára.
Ævina móta bernskukjör,
þó menn.reynslu efri ára
einatt setji á hærri skör
Örn Arnarson.
„Ég fékk bara 75 kr. fyrir slys-
%> á
rhig milli bankans og Ingólfshvols.
Bíllinn fór eftir endilöngum fót-
leggnum og hefði mulið hann,
hefði ekki verið í honum forn-
mannabein. Ég fór á |LandspítaI-
ann og fékk þar vottorð um þetta
allt sarnan rrieð glans og kostaði
ekki neitt. Fötin mín fóru I tætl-
ur af þessari déskotans fart, sem
var á. bílnum en þessar krónur
nægja mér ekki til að fá ný föt.
Þegar bíll fór á mig fyrir nokkf-
um árum, .þá fékk ég 100 kr. og
er þó allt dýrara nú en þá var.
Og eins ætti það að vera dýrara
nú að keyra á fótleggi manna“.
Oddur Sigurgeirsson af Skag-
anum, 18. nóv. ’34
Hreingerningar ; glugga-
hreinsun. — Fagmaður í
hvc-rju starfi.
Þt ÐUR OG GEIR
Símar 3: 37 og 51875
SÆffggJft
Endurnýjum gömlu
sængurnar. Eigurn
dún- og fiðurheld ver
Æða- og gæsadún-
sængur og kodda fyrir
liggjandi.
Dún- og fiðurhreinsunin
Vatnsstig 3 — Sími 18740
Áður Kirkjutéig 29. :
. . . að vátryggingafélögin' 'K'áfi ‘
í huga að stofna til nýrra trygg-
inga — fyrir bókmenntagagnrýn-
endur — en iðgjöldin eigi jafnvel
að vera hærri en nú gildir um
káskó-tryggingar. . .
Kaffítat
... það er þetta með væntan-
lega fegurðarsamkeppni, við ecum
mikið að r um hana í sauma-
klúbbnum . sumar hafa komið
fram með þá uppástungu að
keppt verði í þyngdarflokkum,
eins og í íþróttunum, þar sem
hver þyngdarflokkur kvenna hafi
sinn sjarma, ekki síður en mis-
munandi aldursflokkár . . . að
vísu getur duftið og mataræðið
dregið nokkuð úr þeim mismun.
en ajdrei til fulls, og auk þess
eru allir þessir kúrar álag oa
sjálfsafneitun, og aldrei að vita
hvað maður hefur gott af þeim
" ___L.ŒBHB5
. . ef fegurðarsamkeppnin yrði
háð í þyngdarflokkum, er ekki að
vit^ nema það kæmist aftur til
vegs og virðingar að vera í þokka
legum holdum, og satt bezt að
segja fer öllu kvenfólki það bet-
ur, að maður tali nú ekki um
hvað það hefur betri áhrif á
hjónabandið en öll þessi berhnútu
tízka . . . /semsagt, þessari hug
mynd er komið hér á framfæri.
Tóbaks■
korn
. . jæja, hún er farin að láta
einhver feikn til sín taka, nýja
ráðskonan . . . hreinlætast ein-
Lver ósköp, ekki vantar það,
þvær upp matarílátin eftir hverja
máltíð og allt það, rétt eins og
konan mín sáluga — þær eru
víst allar haldnar . þessum kvilla
. . . og tvo bolla og einn disk er
hún búin að brjóta, kannski hefur
líka verið brestur í þeim — Laugi
litli fullyrðir það að minnsta
kosti . . . jú, jú, vlst er það mun
ur að hafa kvenmann á heimilinu
— en hræddur er ég um að það
ætli ekki að verða neinn sparnað
ur á kaffinu . . ekki það, að hún
sé neinn kaffisvelgur, stúlkutetr-
ið — en það komu nú bara þrír
í gær, og auðvitað varð að gefa
þeim sopa . . . ég skil það svo
sérp, þó að þeim ókvæntu leiki
- forvitni- á að skoða gripinn, lái
þeim það ekki, nei-nei — en þeg-
ar þeir kvæntu fara nú líka aö
fjölmenna á sýninguna, drekka 3
bolla á meðan þeir eru að glápa
úr sér augun og sitja fram í
myrkur . . þó aldrei nema kven
maðurinn hafi þokkalegar mjaðm
Strætis-
vagnhnað
Hvoft munu læknar hafa
um það skýrslur ritað,
í hvaða mánuði blóðtappinn
skæðastur reynist?
Og er þar um hlutfall
harðkvæntra og ókvæntr'a vitað,
í hvorum flokknum sú
stíflugerð tíðar leynist?
Er desember kannski þeim
kvæntu þar hættulegur?
Að kransæði.- þrengisf æ meir,
sem nær jólum dregur ...
r