Vísir - 05.12.1963, Page 16
I
Jónsson
lótinn
ísak Jónsson skólastjóri Iézt s.l.
þriðjudagskvöld í Landsspítalan-
um. Hann var einn af brautryðjend
um bamafræðslunnar hér á landi
og meðal kunnustu og fram-
kvæmdasömustu skólamanna sinn-
ar samtíðar.
Isak var 65 ára gamall, fæddur
í Gilsárteigi í Eiðaþinghá sonur
hjónanna Jóns Þorsteinssonar
hreppstjóra í Loðmundarfirði og
Ragnheiðar S. Isaksdóttur. Isak
Jónsson lauk búfræðiprófi frá
Frabih. á bls. 6.
Verzlanir í Reykjavík eru óðum að fá á sig jólasvip, og með hverjum deginum, sem líður, aukast jólaskreytingamar að miklum mun.
Þessi mynd var tekin í morgun fyrir utan verzlunina Kjörgarð á Laugavegi, en þar hafa tvö falleg jólatré verið sett fyrir utan aðaldyr
verzlunarinnar.
Mikill jólaundirbúningur
Það má orðið sjá að jólin eru
að nálgast. I glugga verzlana
borgarinnar eru komnar jóla-
skreytingar, sala jólakorta og
jóladagatala er hafin og líf er
að færast í minjagripaverzlan-
irnar. Svo að ekki sé nú talað
um allar jólabækurnar, sem nú
flæða yfir landsmenn, en þær
em kafli út af fyrir sig.
Hjá fyrirtækjum þeim, sem
sjá um framleiðslu og dreifingu
á „jólavörunum" svokölluðu er
víða unnið dag og nótt til að
unnt verði að ljúka öllu því, er
ljúka þarf fyrir jólin. Vísir
hringdi í morgun í nokkra aðila
sem framleiða eða flytja inn vör
ur, sem koma til með að setja
jólablæ á islenzk heimili, og
spurði þá frétta.
Er þá fyrst að nefna jólatrén
en innflutningur á þeim er þeg-
ar hafinn. Eru trén, sem fara
eiga út á landsbyggðina komin
til landsins en þau sem fara
eiga til Reykvikinga eru vænt-
anleg á næstunni. Flutt verða
inn rúmlega 10 þús. jólatré og
um 30 tonn af greinum. I
Reykjavík mun sala jólatrjáa
væntanlega hefjast laust fyrir
miðjan desembermánuð.
Jólaávexti er nú tæplega hægt
að tala um lengur, því að ávext
ir eru markaðinum allt árið
um kring. Heldur mun þó vera
flutt inn meira af ávöxtum fyrir
Framh. á bls. 6.
Enn er ó vissa um framtíBar-
Heita vatnið og
við Bretland
Isak
Isak Jónsson
Fimmtudagur 5. (Jesember 1963.
rafmagn hækkar
Á næstunni munu hitaveitu-
gjöldin hækka um 12% hér í
borginni og rafmagnið til heim
ilisnota um 5.83%. Verður til-
laga um þessa hækkun rædd á
borgarstjórnarfundi í dag, en
hún er borin fram i sambandi
við fjárhagsáætiun borgarinnar,
sem þá vérður til 1. umræðu.
Með óbreyttu hitaveituverði er
gert ráð fyrir því að greiðslu-
Sigurbjörn
ókæríur
halli yrði hjá Hitaveitunni um
6 millj. 844 þús. kr. Hækkun-
inni á heita vatninu er ætlað að
mæta þessum halla. Kostar þá
teningsmeterinn kr. 5.50.
Reiknað er með að tæpra 11
millj. kr. halli hefði orðið á Raf-
magnsveitu Reykjavfkur 1964 ef
gjaldskrá hennar hefði ekki vér
ið breytt. Er rafmagnið hækkað
til þess að jafna þennan halla.
Greiðsluhallinn sem verða
mundi bæði hjá hitaveitunni og
Rafmagnsveitunni á næsta ári
stafar af hækkuðum launum
starfsmanna, auknum tilkostn-
aði o. fl.
Heilsufar
gott
Vísir átti i morgun tal af borg
arlækni og innti hann frétta
af heilsufari í borginni.
Sagði hann að heilsufar manna
mætti teljast gott og væru eng
ir umferðarsjúkdómar á ferðinni
eins og stendur. Ðreifð tilfelii
væru af barnasjúkdómum. Eins
og ávallt á þessum tíma árs er
nokkuð um kvef og hálsbólgu
en ekki mun það vera meira en
venjulegt er. Þess ber að geta
að borgarlækni berast engar
skýrslur um þá smákvilla, sem
fólk Ieitar ekki til læknis með.
Lítill árangur varð í gær af við-
ræðunum um aðgöngu að fiskimið-
um, en hins vegar er aukin bjart-
sýni rikjandi um jákvæðan árang-
ur af ráðstefnunni varðandi ráð-
stafanir til verndar fiskstofninum. ,
Ekki er talið líklegt, að rætt I
verði frekar um aðgöngu að fiski-
miðum, en ef til vill nokkru frek-
ar um aukið frjálsræði á sviði fisk
verzlunar og dreifingar.
Peter Thomas aðstoðarutanríkis-
ráðherra Bretlands, sagði í gær, að
Framh. á bls 6.
Ennisvegur fær
í þessum mánuði
Unnið er ennþá af fullum krafti I Vísir hafði fregnað að bifreiðir
í veginum fyrir Ólafsvíkurenni og væru byrjaðar að fara hinn ný-
vonazt eftir að leiðin opn gerða veg, en vegamálastjóri bar
ist seint í þessum mánuði. ' Framh ð ols u
Flokksstjórnarfundur Sósíalistuflokksíns hefst ó morgun:
Hætta á klofningi hjá kommánistum
Saksóknari rikisins hefur ákært
Sigurbjörn Eiríksson, veitingamann
fyrir ávísanasvik og tvo fyrrver-
andi gjaldkeri Landbankans
fyrir misnotkun á aðstöðu og brot
í starfi, með því að greiða út |um-
ræddar ávísanir sem Sigurbjörn gaf
út. Var búið að gefa þeim og öðrum
gjaldkerum fyrirmæli um að greiða
ekki ávísanir á stórar upphæðir,
gefnar út á aðra banka án leyfis
bankastjórnarinnar.
Ákæra saksóknara hefur verið
send Sakadómi Reykjavíkur.
Flokksstjórnarfundur Sósial-
istaflokksins á að hefjast á
morgun en honum hefur hvað
eftir annað verið frestað undan
farið vegna mikilla átaka í röð
um kommúnista. Er búizt við,
að til tíðinda dragi á flokks-
stjórnarfundinum en þar á að
ræða um framtíðarskipulag Sósi
alistaflokksins og Alþýðubanda-
Iagsins.
Tveir af foringjum kommún-
ista, þeir Bjöm Jónsson á Akur
eyri og Karl Guðjónsson, hinn
fallni frambjóðandi i síðustu
kosningum, hafa undanfarið
barizt skelegglega fyrir því, að
flokksstjórnarfundurinn verði
upphaf að stofnun nýs flokks.
Vilja þeir að annað hvort verði
Alþýðubandalagið gert að flokki
og Sosialistaflokkurinn iagður
niður eða enn einu sinni fundið
nýtt nafn á fyrirtækið, ef
það gæti greitt fyrir samningum
við Þjóðvarnarmenn, sem ætlun
in er að draga inn í fyrirtækið.
Lúðvík Jósefsson hefur verið
tvístígandi í málinu en talið er,
að hann verði með þeim armin-
um á flokksstjórnarfundinum,
sem sterkari verður. Þeir Einar
Olgeirsson og Brynjólfur Bjarna
son berjast hatrammlega gegn
ráðagerðum Björns og Karls og
njóta þeir þar stuðnings ýmissa
harðra Moskvu-kommúnista.
Vafalaust mun koma fram til-
laga á flokksstjómarfundinum
um að fresta þessu einu sinni
enn, Mun því verða borið við,
að nú séu mikil átök í launa-
máium og þvi ekki heppilegur
tími til uppgjörs í herbúðum
kommúnista. Má vera, að launa
málin verði flokki kommúnista
til bjargar að þessu sinni og
ekki komi til uppgjörs. Allt er
þó i óvissu um það mál.