Vísir - 06.12.1963, Side 8
8
VISIR
Utgerandi: Blaöaútgðfan VISOL
Ritstjóri: Gunnar G. Schraac.
AöstoSarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrœti S.
Áskriftargjald er 70 krónur ð mánuöi.
I lausasólu 5 kr. eint. — Simf 11660 (5 llnur).
Prentsmiðja Visis. — Edda h.f.
Fé til atvinnuveganna
MEÐ stjórnarfrumvarpinu um að 25% af innstæðum
lánastofnana skuli bundin hjá Seðlabankanum er ætl-
unin að gera bankanum það betur kleift en hingað til
að leysa úr rekstrarfjárþörf atvinnuveganna. Það sem
hér á að gera er að veita hluta af sparifé landsmanna
til forgangsþarfa atvinnuveganna. Verður það gert í
mynd endurkaupa afurðavíxla, bæði landbúnaðar og
sjávarútvegs.
Það er alkunna að báðir þessir undirstöðuatvinnu-
vegir þurfa á miklu og vaxandi fé að halda til starfsemi
sinnar. Gera má ráð fyrir því að bankinn þurfi að
kaupa afurðavíxla landbúnaðarins fyrir um það bil
100 millj. króna hærri upphæð en í fyrra. Til þess
hefði bankinn ekki fé nema slík ráðstöfun sé gerð og
viðskiptabankarnir geta ekki hlaupið þar undir bagga.
Af þessu er ljóst að hin aukna innstæðubinding er
atvinnuvegunum mjög í hag, og þá ekki sízt land-
búnaðinum. Er þessi breyting hin míkilsverðasta fyrir
bændur landsins, sem nú fá aukið lánsfé handa á milli.
Aukning innstæðubindingarinnar hefir einnig önn-
ur þjóðfélagsleg áhrif. Ef fé væri veitt úr Seðlabank-
anum til atvinnuveganna án þess að nokkuð kæmi á
móti hefði það óhjákvæmilega verðbólgu og ofþenslu-
myndun í för með sér. Bindingin hindrar hins vegar
að um slíkt verði að ræða. Ekki þarf að taka það
fram að sízt er nú bætandi við það fjármagn sem í um-
ferð er og þá þenslu sem þegar hefir skapazt. Þess
vegna er þessi leið mjög skynsamleg sem hér hefir
verið farin, og verður ekki með rökum gagnrýnd,
allra sízt af þeim mönnum sem kveðast bera hag at-
vinnuveganna fyrir brjósti.
Bretar og Islendingar
f>AÐ er full ástæða til þess að bjóða forsetahjónin vel-
komin heim úr Bretlandsferð sinni. Sú ferð var öll hin
ágætasta.
Móttökur drottningar, forsætisráðherra og ann-
arra foringja Bretaveldis voru með þeim rausnar- og
vináttubrag, að lengi mun í minnum haft. Orð forseta
íslands voru hvarvetna mikils metin og honum fagn-
að sem góðum gesti bæði í borgarstjórnarhöllum og
háskólum hvar sem hann fór um landið.
Um skeið var uppstytta í vináttu Breta og íslend-
inga. För forsetans er staðfesting á því að þeim kapi-
tula er að fullu og öllu lokið. Jafnframt undirstrika
móttökurnar að Bretar virða og meta hinn einarða
nábúa sinn í norðri. Og til Bretlands munum við ís-
lendingar enn leita um viðskipti, menningu og menntir.
-T
V1 S I R . Föstudagur 6. desember 1963.
Séra Amgrímur Jónsson ásamt konu slnni Guörúnu Hafliðadóttur og tveim börnum þeirra.
Til Reykjavíkur eftir
17 ár í Odda
í Háteigsprestakalli náði kjöri
séra Arngrímur Jónsson prestur
að Odda í Rangárvallasýslu.
Hann Iauk prófi í guðfræði 1946
og vígðist það sama ár prestur
að Odda. Hefur hann því verið
þar prestur s. 1. 17 ár.
Séra Arngrímur er fæddur á
Arnarnesi á Galmaströnd 1923,
sonur Jóns Pálmasonar trésmíða
meistara á Akureyri og Kristin-
ar Ólafsdóttur. Hánn lauk stú-<
dentsprófi frá Menntaskólanum
á Akureyri 1943. Fyrir tveim ár-
um stundaði séra Arngrímur
framhaldsnám 1 guðfræði í Ox-
ford. Hann er kvæntur Guðrúnu
Hafliðadóttur frá Hergilsey á
Breiðafirði, og eiga þau 3 börn.
Hvernig llzt yður á að flytj-
ast til höfuðstaðarins eftir að
hafa verið svo lengi úti á landi?
Það verður ekki bæði sleppt
og haldið. Ég kunni ljómandi
vel við mig í Odda og hefði ekki
verið í kot vísað þó ég hefði
orðið að fara aftur austur. En
mér lízt einnig vel á að takast
á við ný viðfangsefni hér í
Reykjavik, enda þótt erfiðleik-
arnir verði sjálfsagt miklir
fyrst í stað.
Hvernig er aðstaðan til starfs
í Háteigssókn?
Hún er ekki góð, meðan söfn
uðurinn hefur ekki kirkju. En
vegleg kirkja er nú í smíðum
og væntanlega verður þess ekki
langt að bíða að unnt verði að
taka hana I notkun. En á meðan
kirkjan er ekki tilbúin, verður
að messa í Sjómannaskólanum
eins og undanfarið.
Hvernig þótti yður að starfa
að kosningaundirbúningnum?
Það var erfitt starf og ég vil
taka það fram, að ég tel hik-
laust að leggja ætti prestskosn-
ingar niður.
Hvaða rök viljið þér helzt
færa fram fyrir þvi að leggja
prestskosningar niður.
Ég sé ekki, að fremur sé á-
stæða að láta fara fram kosn-
ingar við val á embættismönn-
um þjóðkirkjunnar en við val á
öðrum embættismönnum ríkis-
ins, nema síður væri. Almenn-
ingur þekkir okkur ekkert þeg-
ar við bjóðum okkur fram. Og
það vill verða svo, að ávallt er
hafður í frammi nokkur áróð-
ur, sem teljast verður óviðeig-
andi, þegar verið er að velja
presta þjóðkirkjunnar.
Blöðin taka oft þátt i áróðr-
inum og ég vil nefna sem dæmi,
að ég var eini frambjóðandinn
í nýafstöðnum prestskosningum,
sem tekinn var sérstaklega fyrir
í einu dagblaði bæjarins, þ. e.
í grein í Þjóðviljanum.
Komu úrslitin i Háteigssókn
yður á óvart?
Ekki algerlega. En í rauninni
vissi ég að sjálfsögðu ekkert
um það fyrirfram hvernig kosn-
ingarnar mundu fara.
Hvað viljið þér segja að lok-
um í tilefni af að þér urðuð at-
kvæðahæstur í Háteigssókn?
Ég vil aðeins segja, að það
er ekki nóg að kjósa prest til
starfa, það verður einnig að
styðja við bakiö á honum í starf
inu. Og þess vildi ég óska að
ég hlyti stuðning safnaðarfólks-
ins í væntanlegu starfi minu í
Séra Sigurður Haukur og kona hans frú Kristin
Gamla sóknin 241 — næsta
hús með 270 sóknarbörn
Séra Sigurður Haukur Guð-
jónsson, sem fær veitingu fyrir
Langholtsprestakalli, er 36 ára
gamall Hafnfirðingur. Hann
sagði m. a. í viðtali í gær:
— Mín fyrstu kynni af trú-
málum og sú ákvörðun að ger-
ast prestur urðu í löngum
sjúkrahússlegum mínum, og eft
ir stúdentsprófið 1950 ákvað ég
að innritast í guðfræðideild Há-
skóla Islands. Og þaðan lauk ég
embættisprófi 1955, en IV2 ár
var ég við búskap í Gljúfurholti
i Ölfusi. Á því tímabili varð
mér ljóst, að ég hafði þörf fyrir
að verða prestur. Eftir námið
starfaði ég hjá aðalbókhaldi SÍS
meðan ég beið eftir veitingu á
brauði, og réðst síðan til Háls-
prestakalls í Fnjóskadal og þar
hef ég starfað í 8 ár“.
— Og hvernig líkar yður við
Þingeyinga?
„Mjög vel. Þetta var allt elsku
Framh. á bls. 5.