Vísir - 06.12.1963, Page 10

Vísir - 06.12.1963, Page 10
70 V í SIR . Föstudagur 6. desember 1963. Föstudagsgrein — Framhald af bls. 7 byssum. En engin sönnun hefur enn fengizt fyrir þvf, að um samsæri fleiri manna hafi verið að ræða. lVræst er að víkja að hvötum og tilgangi Oswalds með morðinu. Einfaldasta leiðin til iiu rannsaka það er auðvitað að athuga fyrri feril hans, hugsana gang og stjórnmálaskoðanir. Þegar fyrstu fréttirnar bárust um morðið á Kennedy, held ég að viðbrögð allra hafi verið að þeir ímynduðu sér, að negra- hatarar hefðu verið þar að VOÍ^i. En staðreyndirnar töluðu öðru máli. Ferill Oswalds sýndi, að hann hafði verið kommúnisti af þeirri tegund, sem hatast við allt og alla. Hann hafði meira að segja gengið svo langt að setjast að í Rússlandi og óska eftir ríkisborgararétti þar. En sjálfir eru Rússarnir víst ekkert hrifnir af því að fá inn í land sitt kommúnista með glæpa- mannshugarfari og sendu hann því aftur heim eftir þrjú ár. Koma Oswalds aftur til Banda ríkjanna vakti þá nokkra athygli og var það þá, sem sjónvarps- Viðtal var tekið við hann, þar sem hann lýsti þvi yfir, að hann væri ekki kommúnisti, heldur marxisti. 'Átti þetta að þýða að hann væri á Pekinglínunni. Síð an hefur hann starfað í öfga- fullum kommúnistasamtökum og unað sér vel í samfélagi Castro-sinna. Tjannig eru þá helztu stað- " reyndir málsins, en síðan gerist sá einkennilegi atburður, sem Dallas-lögreglan ber sök á og er alger hneisa og svívirða á bandarísku réttarfari. Nætur- klúbbseigandinn Jack Ruby fær aðstöðu til að ganga að hinum handtekna manni og drepa hann svo að segja í höndum lögregl- unnar. Það er þessi atburður, sem fyrst og fremst kemur grun semdum og getgátum af stað. Menn spyrja t. d. hvernig gat Jack Ruby átt svo greiðan að- gang, komizt að Oswald í hönd um lögreglunnar? Þegar farið er að skýra það, er komið að þeirri lögregluspillingu, sem er svo út breidd meðal lögreglunnar viðs vegar I Bandaríkjunum. Jack Ruby var „vinur“ lögreglunnar. Þessa vináttu eignaðist hann með því að bjóða einstökum lög reglumönnum að koma og njóta veitinga I næturklúbbnum og horfa á nektarsýningar stúlkn- anna. Nú munu lögregluþjónarn ir I Dallas ekki framar fá tæki- færi til að njóta hinna höfðing legu veitinga I Carousel Club. Og hvers vegna þurfti Jack Ruby að afla sér vina meðal lögreglunnar? — Vegna þess, að við hliðina á næturklúbbnum rak hann vændi. En vináttan opnaði honum líka dyrnar að kjallara lögreglustöðvarinnar í Dallas. Hví áttu lögreglumenn- irnir að loka hann úti, Jack, sem var vinur þeirra allra? Þeir gátu ekki grunað hann um græsku. Þannig virðist stað- reynd þessa máls vera, en hvik- sögurnar ganga jafnvel svo langt að herma að lögreglan I Dallas hafi staðið að samsær- inu um að myrða Kennedy. Fyr ir slíku er enginn fótur. i~kg svo spurningin um það, ^ hvers vegna Jack Ruby myrti Oswald. Málið er sem fyrr segir I höndum ríkislögregl- unnar, sem hefur neitað að gefa upplýsingar fyrr en rannsókn- inni er lokið. Hugleiðingar um þetta efni verða því flestar get- gátur einar, en þær snúast flest- ar um það, að bak við morðið hafi verið samsæri glæpahrings og það hafi verið hlutverk Jack Rubys að koma I veg fyrir það, að Oswald leysti frá skjóðunni. Þetta eru algerar getgátur, en hitt er vist, að Jack Ruby er skuggaleg persóna, sem hafði samband við undirheimana og var tengdur þeim glæpahring, sem hefur þróazt I verkalýðs- samtökum vörubllstjóra undir hinum illræmda James Hoffa. Það er þvf engin furða þó skýrslna bandarísku ríkislög- reglunnar sé beðið með eftir- væntingu. Þorsteinn Thorarensen. VINNA Bifreiðaeigendur gerið við bílana ykkar sjálfir — við sköpum ykkur aðstöðu til þess. BÍLAÞJÓNUSTAN - KÓPAVOGI Auðbrekku 53 Bílaeigendur — Veitum yður aðstöðu til hreingem inga og viðger8a á bílum yðar. - Einnig þvott og hreinsun. Reynið hagkvæm viðskipti. Bifreiðaþjón- ustan, Súðavogi 9. — Sími 37393. Bifreiðar til sölu Landrover ’63 diesel — Opel Record ’62 og ’63 — Volkswagen ’62 og ’63 á mjög hagstæðu verði. Zimca ’62 mjög góður bíll — Volvo vörubifreið ’61, 5—6 tonna Iítið ekinn. Mikið úrval af öllum tegund- um bifreiða. MATTHÍAS SELUR BÍLANA BÍLLINN Höfðatúni 2 Símar 24540 og 24541. VÉLAHREINGERNING Vanir menn. Vönduð vinna. Þægileg Fljótleg. ÞRIF. - Sími 21857. TePpa- og húsgagnahreinsunin Sími 34696 á daginn Sfmi 38211 á kvöldin og um helgar Vélhrein- gerning og teppa- hreinsun ÞÖRF. - Sími 2083í> Vclahreingern- ng og húsgagna- Vanir og vand- -irkir menn. 'Ijótleg og -ifaleg vinna ÞVEGILLINN Sími 34052. ^FTFfNgERM INC7fFroy FLJOT OCGÖÞ VINNA X f'CL Rq Hreingerningar f ; glugga- hreinsun. — Fagmaður f hverju starfi. ÞC .ÐUR OG GEIR Símar 3. 37 og 51875 SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurnar. Eigum dún- og fiðurheld ver. Æða- og gæsadún- sængur óg kodda fyrir liggjandi. Dún- og fiðurhreinsunin Vatnsstig 3 — Sími 18740 Áður Kirkjuteig 20 Næturvakt ! Reykjavík vikuna 30-7. des. er I Vesturbæjarapóteki Nætur og helgidagavarzla I Hafnarfirði vikuna 30-7. des.: Kristján Jóhannesson Mjósundi 15, sími 50056. Neyðarlæknir — sími 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9,15-8, laugardaga frá kl. 9,15-4., helgidaga frá kl. 1-4 e.h. Sími 40101 Slysavarðstofan i HeiIsuvernO- arstöðinni er opin allan sólar- hringinn, næturlæknir á sama _.au klukkan 18 — 8. Sími 21230. Holtsapótek. Garðsapótek og Apótek Keflavfkur eru opin alla virka daga kl. 9-7 laugardaga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl 1-4 Lögreglan, slmi 11166. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðin. stmi 11100 tJtvarpið Föstudagur 6. desember. Fastir liðir eins og venjulega. 18.00 Merkir erlendir samtfðar- menn: Séra Magnús Guð- mundsson talar um Toyo- hiko Kagawa. 20.00 Efst á baugi (Björgvin Guð mundsson og Tómas Karls- son). 20.30 Einsöngur: Amelita Galli Curci syngur ítalskar óperu aríur. 20.45 Frá Mexíkó, VI. erindi: Staðir, sem við komum á (Magnús Á. Árnason list- málari). 21.10 Frá tónlistarhátíðinni I Salzburg í sumar. 21.30 „Brekkukotsannáll“ eftir Halldór Kiljan Laxness, XI. (Höfundur les). 22.10 Daglegt mál (Árni Böðvars son). 22.15 Erindi: Huglækningar (Árni Óla rithöfundur). 22.35 Næturhljómleikar. 23.25 Dagskrárlok. Blöðum flett Eina kann ek vísu: Ari sat á steini. Aðra kann ek vísu: Ari sat á steini. öll er sem ein sé: Ari sat á steini. Skúli jarl I ræðu. (Flateyjarbók) Við ígerðarbólgu skal leggja við soðna mjólk úr einlitri kú, eða saxa saman ljónslappa og lambs- eða kálfslungu I bækur, eða blaða með hafursblóði, eða gera plástur úr hrútstaði og ediki og leggja við. Þá gera graftarbólgur fljótt út, ef stækur hákarl er lagður við þær. Algengasta ráðið við heimakomu var bakstur úr kúa- mykju eða súru skyri. Ánamaðka bakstur var og ágætur . . . tínd var hrúga af ánamöðkum, látin I smápoka úr sauðsvörtu eða gráu vaðmáli og þetta var svo bundið við bólguna og látið sitja þrjár nætur, en þá átti að brenna pok- anum með möðkunum I að húsa- baki. ísl. þjóðhættir. Strætis- vagnhnoó Þá mundi um færri afglöp að þrefa og þrátta og þjóðlífið . fastara 1 skorðum, ef jólasveinarnir væru ekki nema einn og átta — eins og j. töldust forðum. skáld fyrr á tímum, ef þau mis- notuðu skáldgáfuna, og væri það refsing frá æðri máttarvöldum ... er svo að sjá, sem hin æðri mátt- arvöld „flokksins" hafi dæmt Lax- ness sekan um sömu óhæfu, og ákveðið honum sömu refsingu, og þessu skuli almenningur verða að trúa fyrir meðalgöngu áróðurs- vélar þeirra, hvort eð hann vill eða ekki . . . nú er ekki eins og Laxness hafi sagt skilið við all- an kommúnisma, rétt eins og hann sagði forðum „skilið við alla kaþólsku" — hann á einungis i fremur lítilfjörlegum ágreiningi við flokkspáfana hérna og um veigalítil atriði . . . en fyrst ekki þarf meira til, að þeir dæmi þann ig alla snilld af sínu höfuðséníi og nóbelskáldi, þá gefur nokkurn veginn auga leið, hversu hlutlaus ir hinir „óskeikulu" menningar- postular flokksmáttarvaldanna hafa verið á undanförnum árum í gagnrýni sinni á verk þeirra, er vitað var að voru kommún- ismanum andvígir, og fóru jafn- vel ekki I neina launkofa með and úð sína á öllu, sem til hans tald- ist, og ætti meðferð þeirra postul- anna á Laxness nú að vera öllum almenningi þar nokkur lærdómur . . . kannski þeir eigi líka eftir postularnir, að gera þá „játningu" að Hagalín og Gvöndi Dan sé, þrátt fyrir allt, ekki alls varnað, og veita þeim uppreisn, jafnvel þó að þeim hafi ekki tekizt að myrða þá — hvað virðist aðalskil- yrðið fyrir uppreisn ærunnar f sovét . . . Eina sne/ð Eftir sinfóníuhljómleika: — Ég veit það, að hann er ósköp ungur og sætur, þessi írski . . . en að mínum dómi, þá Iætur hann hljóm sveitina leika alltof sterkt og hátt. Það lá við að við frú Elín yrðum að kallast hvor í eyrað á annarri til að geta talað saman . . . 3 . . . fyrrverandi vopnabræður Laxness halda áfram þeirri iðju sinni, að reyna að lauma því inn hjá almenningi, að hann hafi allt í einu misst gáfuna, líkt og segir I þjóðsögum, að komið hafi fyrir . . . að þetta margumtalaða cg arðsæla hagsmunafé sé yfirleitt með þvi gamla og góða fjármarki afeyrt bæði? lEjanrr

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.