Vísir - 09.12.1963, Side 1
VÍSIR
Mánudagur 9. desember
BLAÐ II.
Það kostar átak að vera maður
„Hún er skrifuð í fúl-
ustu alvöru, því máttu
trúa“, segir Einar Páls-
son um hina nýju bók
sína ,Spekin og spariföt-
in‘ sem kom út fyrir
nokkrum dögum. „Hún
fjallar um manninn,
þetta kynlega fyrir-
brigði mitt á milli vits-
munaveru og dýrs, þró-
un hans og grimmd. Ég
vil sýna fólki grimmd
mannsins, því að nú er
kominn tími til að gæta
sín. Við verðum að horf-
ast í augu við veruleik-
ann og gera okkur Ijóst,
hvar við stöndum. Það
kostar átak að vera
maður“.
„Ertu svartsýnn á framtíð
mannkynsins?"
„Nei, ég er vongóður og viss
um, að maðurinn heldur áfram
að þroskast. Það hlýtur að koma
að því fyrr eða síðar, að við
vöxum upp Ur þessu millistigi,
sem vi^ stöndum á í dag. Þá
verður t.d. ekki talað lengur
um eign lands og sjávar. Hver
getur líka átt landið? Hver get-
ur átt sjóinn?"
„Hvernig stendur á nafni bók-
arinnar?“
„Það er táknrænt eins og ýmis
legt af innihaldinu. Sparifötin
eru ytra borðið, spekin er kjarn
inn hið innra. Hver kafli fjallar
um það sem mér hefur helzt
dottið í hug á hverjum stað varð
andi þróunarsögu mannsins, og
allt, sem ég skrifa um önnur
Iönd, er með hliðsjón af okkur
íslendingum og sögu Islands.
Ég byggi bókina upp kringum
tvö elztu orð, sem finnast skrif
uð eða reyndar krotuð á steina:
afi og amma. Óneitanlega kemur
margt skrftið f Ijós, ef við rekj
um hugmyndirnar, sem búa að
baki hvers orðs, og leitum að
hinni upprunalegu merkineu"
Náttúrufræði
og þróunarsaga.
„Hvenær fékkstu þennan á-
huga á þróunarsögunni?"
„Strax f skóla. Náttúrufræðin
varð snemma mín uppáhalds-
námsgrein og þróunarsaga
mannsins siík ástríða hjá mér,
að yfir henni hef ég legið a.
m.k, tuttugu ár og lesið, held
ég, svo að segja hvert einasta
rit, sem til er um hana. Mann-
fræði, trúarbragðasaga, sagn-
fræði, hvernig maðurinn þrosk-
ast — þetta urðu smám saman
mfn helztu áhugamál. Eftir
stúdentsprófið fór ég f Háskól-
ann og ætlaði fyrst og fremst
að stúdera menningararf okkar,
og meðan á þvf námi stóð, vökn-
uðu hjá mér margar spurningar,
sem ég hef síðan verið að leita
svara við. f Englandi lagði ég
stund á listfræði, bókmenntir,
menningarsögu og hljóðfræði,
og þá fór mér að skiljast, hvað
bókstafirnir sjálfir eru vafasöm
og óáreiðanleg tákn. Eftir það
byrjaði ég að stúdera kerfis-
bundið allt, sem vitað er um
forsögutfmabil mannsins, sér-
staklega seinustu tfu þúsund ár-
in, og þar sameinuðust áhuga-
málin: náttúrufræðin og þróunar
sagan. Ég bjó rétt hjá náttúru
gripasafninu f Kensington og
dvaldist langtímum saman inn-
an veggja þess, og á British
Museum var ég tíður gestur“.
Leiklist og
leikritagerð.
„En hvað um leiklistina? Þú
gleymir alveg að minnast á
hana".
„Ja, ég var tvö ár í R.A.D.A.
(Royal Academy>. ,of' Dramatic
Árt),’aðáliégá tíl ’áo kynna mér
Ieikstjórn og listsögu. Það er
annars merkilegt, hvað fólk er
ákveðið að telja mig til leik-
arastéttarinnar. Sjálfur hef ég
aldrei kallað mig leikara, og
ég held að ég hafi ekki leik-
ið f meira en átta leikritum
á ævinni, en þrátt fyrir það er
eins og leikaratitillinn sé fastur
við mig",
„Já, en varstu kannske ekki
formaður Leikfélagsins árum
saman, ieikstjóri í mörgum leik-
ritum og aðalleikari f öðrum?
Það er ekki furða, þótt þú sért
dálítið bendlaður við leiklist f
hugum almennings".
Einar ypptir bara öxlum.
Hann hefur miklu meiri áhuga
á þróun mannsins.
„Og hvernig er með leikritið
þitt, sem fékk verðlaun í leikrita
samkeppni Menningarsjóðs?
Verður það ekki sýnt einhvern
tíma?“
„Það efast ég um, enda er ég
ekkert mjög spenntur fyrir því
lengur Þetta var einþáttungur,
kallaður Trillan, skrifaður I
neorealisma. Ég samdi nokkru
síðar annan einþáttung, sem hét
Brunnir Kolskógar, expressionist
fskt leikrit, sem gerist f móðu-
harðindunum 1784. Þessir tveir
einþáttungar eru samloka eins
og til dæmis Separate Tables
eftir Rattigan. Ég bauð Þjóðleik
Samtal við
húsinu þá til sýningar, en fékk
algjöra neitun".
„Eru þetta einu leikritin þín?“
„Nei, ég hef samið fjögur.
Eina leikritið, sem mig langar
veruloga til að sýna núna, er
Krónan og koParinn, satfra um
íslenzkt þjóðlíf, eins og ástand-
ið er f dag. Það gerist f sjón-
varpinu, þegar það er orðið
fimm ára. Ég bauð Þjóðleikhús-
inu það líka, en þeir harðneita
að sýna það“.
„En er ekki hægt að sýna það
annars staðar, t.d. í Iðnó?“
„Nei, gallinn er sá, að öll
þessi leikrit eru miðuð við stórt
svið, einmitt aðstæður Þjóðleik-
hússins. Ef ég skrifa nokkurn
tíma aftur leikrit, ætla ég ekki
að miða við Þjóðleikhúsið; það
virðist útilokað að fá sýnd verk
eftir mig þar“.
„Hefur nokkurt af leikritunum
þínum verið gefið út?“
„Nei, mér myndi aldrei detta
Einar Pálsson
í hug að gefa út leikrit, sem ekki
hefur verið sýnt á sviði. Það er
absúrd að gefa út leikrit, áður
en það er leikið — leikrit eru
ekki skrifuð, heldur endurrituð,
segja Bretar; þ.e.a.s. það leik-
ræna skapast smám saman á æf
ingum, þegar maður slípar og
fágar verkið, þangað til það er
tilbúið til flutnings. Þannig er
búið að fara með þau erlendu
leikrit, sem sýnd eru hér . . .
löngu áður en þau eru þýdd á
íslenzku. í leikritagerð dugir
ekki að kasta höndunum til eins
einasta punkts eða kommu, en
heildarmyndin getur aldrei orð-
ið til á pappírnum, hana verð-
ur maður að prófa sig áfram
með á æfingunum"
Nýjar
kenningar?
„Þú ætlar kannske að skrifa
bækur um þróun mannsins?"
rithöfund og
„Ég er ákveðinn í því, ef ég
lifi, að skrifa bók um uppruna
íslendinga — alveg frá fyrsta
atómi fyrir tvö þúsund milljón
árurn"
„Þú hlýtur að vera með ein-
hverjar nýjar kenningar, ef þú
heldur fram, að við eigum okk-
ur svo langa sögu".
„Ja, að vísu er það fyrst og
fremst þróunarsaga lifsins sjálfs
en seinni hluti bókarinnar verð
ur um það sem unnt er að sann-
prófa með gögnum um uppruna
íslendinga á síðustu tíu þúsund
árunum".
„Þú vilt ekki segja of mikið
um niðurstöður rannsókna þinna
enn sem komið er?“
„Rannsóknir er nokkuð stórt
orð — við skulum heldur segja i
athuganir. Ég býst við, að fyrsta |
bókin mín um þetta efni verði ,
fullbúin eftir eitt eða tvö ár, i
en það er óhemjuverk að flokka '
það, skrásetja og færa í bún-
ing, Til dæmis hef ég reynt að
taka hvert einasta eiginheiti f
Eddunum, rekja það aftur til
þeirrar myndar, sem ég gizka á,
að það hafi haft fyrir tvö þús-
und árum, áður en orðin hljóð-
breyttust yfir í þá íslenzku sem .
við þekkjum í dag, og leita
tengsla þess við önnur trúar- J
brögð og hugsanir. Mannkyns-
sagan er að miklu leyti byggð
á fornleifarannsóknum, en ég
notaði þá aðferð að rekja sjálfa
hugsunina gegnum orðin, hvað •
orðin táknuðu, og hvað byggi ,'
á bak við þessi tákn. Vitanlega ,
voru þetta getgátur, einkum f •
byrjun, en til samanburðar hafði '
ég alltaf hugsunina, og þar sem [
orð og hugsun mættust, fór ég ,
að renna grun í tengsl við aðrar i
hugmyndir og kenningar". i
i
Botnlaust
rannsóknarefni.
„Það hlýtur að vera erfitt að ,
starfa að þessu auk kennslu og
skólastjórnar Málaskólans Mfm-
is“.
„Ég vinn fram á nætur, en
þegar áhuginn er nógur, veitist
allt léttar. Þetta er svo spenn-
andi, að þú getur ekki ímyndað
þér það. Ég hef unnið að þvf
hverja frístund öll þessi ár, og ,
aldrei fer ég svo til útlanda, að
ég athugi ekki einhvern þátt
þess á söfnum og víðar. Ég hef
verið svo heppinn að finna
nokkrar heimildir erlendis um
uppruna íslenzkrar menningar,
sem enginn íslendingur hefur
rannsakað fyrr, mér vitanlega.
Auðvitað er uppruni Islendinga
botnlaust rannsóknarefni, en
það er mesta ánægjan við það“.
„Heldurðu ekki, að þú eigir
eftir að senda frá þér heilan
skólastjóra
hlaða af ritverkum um þetta
mikla áhugamál þitt?“
„Varla verður það nú heill
hlaði, en ég reikna með að
föndra við þetta það sem eftir
er ævinnar, ef Guð lofar. Tíminn
verður að skera úr um það,
hvort ég hef erindi sem erfiði".
- SSB
Einar í vinnuham. (Ljósm, Vfsis, I. M.)