Vísir - 24.12.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 24.12.1963, Blaðsíða 9
VlSIR . Þriöjudagur 24. desember 1963. 9 FRÚ BJARNVEIG BJARNADOTTIR í\ SEGIR FRÁ KYNNUM SINUM AF ÁSGRIMI JÓNSSYNI * Frú Bjamveig Bjamadóttir situr í mggustól og horfir hugsandi út 1 bláinn. Ég var aS biðja hana að segja mér eitthvaö um frænda sinn, Ás- grím Jónsson. Og hvað á hún að velja til frásagnar? Minn- ingamar em eflaust margar, en kannske ekki hægt að segja nema fáar þeirra f orð- um. „Það var ákaflega þroskandi að umgangast mikinn listamann „Þær voru eitir Asgrim, Jón Stefánsson og Gunnlaug Blðn- dal. Það var árið 1928. Næst eignaðist ég Scheving, síðan Þorvald Skúlason — ég meina myndir eftir þá! — en mest safnaði ég alltaf af Ásgrími“. „Hvernig eru fyrstu minning- ar yðar um hann?“ „Þær eru bundnar við Húsa- fell. Þar var Ásgrfmur á hverju sumri, 20 — 30 sumur, og þaðan eru margar af hans fegurstu myndum. Húsfellingar em mtkl- ir vinir mínir, Og ég fór þangað í sumarfrí svo að segja á hverju sumri. Eitt herbergið á Húsa- felli heitir Ásgrímsherbergi, og í þvf bjó aldrei neinn nema Frú Bjamveig og málverk Ásgríms af henni (Ljósm. Vísis, B.G.) var hann' komimn hringinn, því að fyrsta myndin, sem hann málaði sem drengur, var einnig af Heklu. En sú mynd hefur þvf miður ekki varðveitzt". Fyrsta listasafnið utan Reykjavíkur „Hvemig er með málverka- gjöfina yðar til Árnessýslu — er búið að koma myndunum fyrir?“ „Þær vom sóttar f vikunni sem leið, annars hafa þær verið geymdar í Þjóðminjasafninu, síðan sýningin var á þeim í Bogasalnum". „Hvað voru þær margar?“ „41 alls, þar af 17 myndir eftir Ásgrím. Mér fannst ekki nema sanngjarnt, að eitthvað af myndunum færi til sveitunga hans, af því að gjöf hans til þjóðarinnar er hér f Reykjavík, og ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að góða myndlist ætti að kynna og staðsetja víðs vegar um byggðir landsins. Þessi gjöf mfn og sona minna verður fyrsta málverkasafnið utan höfuðborgarinnar, og ég vona, að fleiri eigi eftir að rfsa Minningar um málara eins og Ásgrím", byrjar hún að lokum. „Hann kenndi mér að sjá allt mögulegt, sem ég hafði aldrei áður veitt eftirtekt — liti og form f náttúrunni, ljós- brigði, jafnvel steinamir urðu fullir af lífi, þegar hann sýndi mér þá. Hann hafði næma skynjun, bæði sjón og heym. Hann var hugfanginn af tónlist og spilaði sjálfur á harmónfum og píanó. Þegar hann fór um Iandið til að mála, tók hann ævinlega með sér ferðagrammó- fón; það var eins sjálfsagður hlutur og litir og penslar". „Hvenær kynntuzt þér hon- um fyrst?“ „Það var laust fyrir 1930, sem ég kynntist honum fyrst að nokkru ráði. Ásgrfmur var ekki allra, eins og sagt er — hann var seintekinn og átti fáa vini en trausta. Hann var dá- samlegur vinur, þegar hann gaf vináttu sfna á annað borð“. „Hvemig voruð þið skyld?" „Móðir mfn og Ásgrfmur era systrabörn. Það er mfkið list- fengi í ættinni og einkennilega margir listamenn fæddir fyrir austan fja.ll. Einar Jónsson og Ásgrfmur voru frændur og vin- ir, og nýlega frétti ég, að Nfna Tryggvadóttir væri frænka Ás- grírns". Sálin borin út af heimilinu „Fáizt þér ekkert við list sjálf?" „Nei, góða mín, ég er hrædd um ekki; ég föndra hvorki við liti né garn. En ég hef mikið yndi af fögrum hlutum, einkum þó myndlist, enda hef ég safnað málverkum f ein 30—40 ár“. „Og nú eruð þér nýbúin að gefa þau flest?“ „Ja, mér fannst eins og sálin væji borin út af heimilinu, þeg- ar þau hurfu af veggjunum. En eitthvað er þó eftir, eins og þér sjáið, og hér eru þessi und- ursamlegu veggteppi, sem móð- ir mfn, Guðlaug Hannesdóttir, fræntta Ásgríms, hefur saumað. Þau fylla vel í eyðurnar". „Hvað vora fyrstu myndirn- ar, sem þér eignuðuzt?" hann. Og fleira er kennt við hann þar: t.d. heitir skógivaxin brekka við imdurfagra berg- vatnsá Ásgrímsbrekka. Þar sat lbtamaðurinn marga stundina og málaði. Hann sóttist mjög eftir að mála veðrabrigði, og sama mötfvið varð aldrei eins, þó að hann tæki það fyrir aftur og aftur". Ferðaðist með Ásgrími um landið „Gátuð þér ekki fylgzt vel með vinnubrögðum hans, þegar hann málaði?" Ustamaðurinn úti í náttúrunni „Nei, honum var illa við að láta horfa á sig, meðan hann vann. Ef fólk kom að, hætti hann undir eins og beið, þangað til það var farið aftur. Ég býst reyndar við, að ég hefði mátt horfa á hann, en ég gerði aldrei tilraun til þess, heldur fór ann- að á meðan til að trufla ekki“. „Ferðuðuzt þér með honum um landið?“ „Já, oft m.a. norður á iand f Svarfaðardalinn, sem Ásgrím- ur hafði miklar mætur á, austur á Hérað o.fl. Og oft til Þing- valla f september og október. Þá tfndi ég venjulega ber, með- an Ásgrfmur málaði. Honum þótti gott að hafa mig með sér, því að hann var asthmaveikur og lasburða á efri árum og gat fengið kast, hvenær sem var, og þá var betra fyrir hann að vera ekki einn. Ég minnist einnar ferðar okkar til Þing- valla f skúraveðri. Það var einmitt að stytta upp, þegar við komum austur, og einkennileg ský yfir Súlum. Þetta var í september, og ég fór að tína ber, en Ásgrímur bjó sig undir að mála. Þá kom allt í einu úrhellisrigning, og ég sé, að frændi minn fer að tvístíga af óþolinmæði. Eftir klukkutfma geng ég til hans, og hann segir snöggt: ,Þetta þýðir ekki — við skulum halda heim‘. Ás- grfmur var alltaf orðfár. En þegar við komum upp úr Al- mannagjá, var ekki rigning lengur, og ljósbrotin yfir Hengl- inum voru ógleymanlega fögur. Þá segi ég við Ásgrfm: ,Væri ekki rétt að lykta svolítið af loftinu?’ Og hann fer út og málar eina af dásámlegustu myndunum, sem nú era í safn- inu“. Frá Hteklu til Heklu „Og nú veitið þér Ásgrfms- safni forstöðu?" „Já, þess krafðist hann ein- dregið í erfðaskrá sinni, er hann gaf þjóðinni verk sfn; hann var búinn að ganga frá öllu, áður en hann dó árið 1958, þá 82 ára gamall. Við er- um þrjú í safnnefndinni: Guð- laug Jónsdóttir hjúkrunarkona, sem er jafnskyld Ásgrími og ég, Jón, bróðir hans, sá ágæti málari, og ég. Auðvitað er hús- ið alltof lítið, til þess að hægt sé að sýna þar nándar nærri öll verkin f einu, en við skiptum um þrisvar á ári og sýnum um 40 hverju sinni. 1 gjafabréfi Ásgrfms er skýrt tekið fram, að myndir hans skuli varðveitt- ar og sýndar í húsi hans, þar til byggt verður nýtt listasafn yfir fslenzk listaverk og mynd- um hans veitt þar gott rúm, en persónulega fyndist mér mjög ánægjulegt, ef heimili Ásgrfms fengi jafnvel þá að standa á- fram óhreyft, eins og hann skiidi við það, og vera sýnt þannig. Vinnustofuna mætti setja í það horf, sem hún var, meðan hann notaði hana, og sýna þar ófullgerð listaverk hans — ég held, að ungir mál- arar gætu margt lært af þvf að sjá vinnubrögð Ásgríms, sem var brautryðjandi í ís- lenzkri nútfmamyndlist og fyrsti hérlendi málarinn, sem gerði listina að ævistarfi sínu eingöngu". „Hvenær málaði Ásgrímur sína seinustu m>md?“ „Seinustu útimyndina sína gerði hann í september 1957. Kveðja hans til íslenzkrar nátt- úru var mynd af Heklu, og þá upp. Ég hef alltaf talið mig hálfgerðan Árnesing, enda er móðir mfn fædd á Skipum, og ég á marga ættingja fyrir aust- an. Ég hef þá trú, að Ámes- ingar muni búa vel að þessu safni og leyfa því að njóta sín í ákjósanlegu umhverfi". „Hvar á að koma því fyrir?" „Á Selfossi í nýrri byggingu. Það er þegar búið að fullgera tvær hæðir: sú neðri er bóka- safn, en á efri hæðinni verður byggðasafn, og af því verður tekinn salur fyrir málverkin. Að vfsu er hann alltof lítill — hann nægir rétt fyrir vatnslita- myndirnar einar — en mér hefur verið tjáð, að teikningin af húsinu sé þannig, að mjög auðvelt sé að byggja við það, og ég vona, að úr því verði síðar“. „Saknið þér ekki þessara mynda, sem þér hafið verið að safna svona lengi?“ „Ja, hvað skal segja, maður | er að fullorðnast, og ég hef sjálf haft ákaflega mikla gleði af þessum listaverkum og lang- ar til að láta aðra njóta þeirra með mér. Það hefur aldrei hvarflað að mér að meta þau til fjár; mér finnst þau upp yfir slfkt hafin, en mér þætti mjög vænt um að vita, að hið sanna gildi þeirra yrði metið að verðleikum af sveitungum Ás- gríms og öðrum, sem heim- sækja safnið á Selfossi“. Eitt litkort á ári „Hvernig er með jólakortaút- gáfu safnsins — verður henni haldið áfram?" „Já, það vona ég. Við gefum 1 aðeins út eitt litkort á ári, því 1 að okkur langar að vanda til þess eins og mögulegt er, og svona útgáfa er geysidýr. Ég vinn alveg ein að þessu, svo að kostnaður verði sem minnstur, en ágóðinn fer allur til að hreinsa og gera við myndir Ás- gríms, sem við Jón, bróðir hans, fundum í kjallara hússins eftir hans dag. Geymslan var ekki nógu góð, og það er afar dýrt að gera við málverk, en Framhaid á bls 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.