Vísir - 15.01.1964, Síða 8
8
VÍSIR
Útgefandi: BlaSaútgáfan VlSIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarénsen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði
í iausasðlu 5 kr. eint. — Slmi 11660 (5 llnur)
Prentsmiðja VIsis. — Edda h.f.
I Framsókn ferst sízt oð tala
TÍMINN hefur stagazt mikið á því, að ekki hafi mun-
að nema hársbreidd, að ríkisstjórnin missti meiri
hluta sinn í síðustu kosningum. Og formaður Fram-
sóknarflokksins gleymdi ekki að minnast á þetta í
áramótahugleiðingu sinni. Sýnt hefur verið fram á, að
engin ríkisstjórn, nema samsteypustjómir þriggja
flokka, eða Sjálfstæðismanna og Framsóknar, hefur
haft meira fylgi á bak við sig en sú, sem nú situr.
Það situr sízt á Framsóknarmönnum að tala um
! þessa hluti. Þegar þeir stjómuðu landinu, höfðu þeir
nauman þingmeirihluta og minnihluta þjóðarinnar að
baki þeirri þingmannatölu. Þess verður ekki minnzt,
að Tíminn eða foringjar Framsóknarflokksins teldu þá
að kjósendahlutföll stjórnarinnar og stjómarandstöð-
' unnar skiptu máli. Þvert á móti barðist Framsókn eins
! og óð væri gegn öllum breytingum á kjördæmaskip-
| uninni. Hún vildi halda í ranglætið eins lengi og unnt
i væri, af því að hún hafði sjálf hag af því. Hún gat
| jafnvel myndað ríkisstjórn með um það bil þriðjung
i kjósenda í landinu á bak við sig, og taldi þetta ekki
| nema sjálfsagt og eðlilegt.
i Og svo eru skýringarnar á því, hvers vegna ríkis-
! stjórnin hélt meirihlutanum: í fyrsta lagi á það að
' vera góðærinu að þakka. Ekki dugði það þó vinstri
, stjórninni. Þegar hún var við völd, og einmitt síðari
| hluta þess tíma, var mesta góðæri, sem komið hafði.
i Eigi að síður tókst henni að leiða þjóðina fram á „hengi
! flugið“ og reisa verðbólguöldu, sem hún réði ekki við.
Góðæri virðist því ekki vera einhlítt. Þeir, sem með
völdin fara, þurfa að kunna að stjórna. Það kunna
Framsóknarmenn ekki, eins og sagan sannar, því að
stjórnarforusta þeirra hefur ævinlega endað með skelf-
ingu.
Þá er það sú ásökun, að ríkisstjórnin hafi fyrir kosn-
ingamar sagt þjóðinni rangt frá ástandi efnahagsmál-
anna. Þetta er vægast sagt ósvífinn áburður. Engin
ríkisstjórn hefur sagt landsmönnum eins afdráttarlaust
og þessi frá gangi málanna. Hún sagði þegar í byrjun,
hvað gera þyrfti og hvað þjóðin þyrfti á sig að leggja
til þess að komast úr þeim ógöngum sem afglöp vinstri
stjórnarinnar höfðu leitt hana út í. Hún varaði ræki-
lega við því, sem ekki mætti gera, ef viðreisnin ætti
að heppnast, og hún hefur æ síðan skýrt hispurslaust
frá ástandinu eins og það hefur verið á hverjum tíma.
Þetta er meira en hægt er að segja um vinstri stjórnina
og aðrar ríkisstjórnir, sem Framsóknarmenn hafa veitt
fomstu.
Ef þær blikur, sem nú eru á lofti, koma einhverjum
á óvart, getur það ekki verið vegna þess, að ríkis-
stjórnin hafi vanrækt þá skyldu sína, að vara þjóðina
við. Hitt er sönnu nær, að ófyrirleitin stjórnarandstaða
eigi þar sökina, og svo auðvitað þeir, sem hafa trúað
henni betur en ríkisstjórninni eða gengið vísvitandi í
lið með skemmdaröflunum.
V1S IR . Miðvikudagur 15. janúar 1964.
III'HII^MI■II^■II■^■■■——■——■ i i miTl ili'—
„Álit mitt ú ráðhúsinu"
Hið fyrirhugaða ráðhús við Tjömina er nú mjög
til umræðu meðal borgarbúa.. Vísir hefir í því til-
efni leitað til nokkurra kunnra Reykvíkinga og
spurt um álit þeirra á nýja ráðhúsinu og sérstak-
lega hvemig þeim þyki arkitektunum hafa tekizt
verk sitt. Fara svörin hér á eftir.
Vilhjálmur Þ. Gíslason komst
þannig að orði:
„Mér finnst þetta myndarlegt
hús og sviphreint. Hinu er ekki
að neita, að það stingur dálítið
I stúf við umhverfið, gamla bæ-
inn, en maður gerir ráð fyrir
að húsin þar muni smám saman
færast þar I þetta nýtlzkulega
form — þó að ég sé fyrir mitt
leyti ekki allt of hrifinn af slíku
formi. Þegar komið er mikið
af slíkum kössum, er hætt við
að heildarmyndin verði nokkuð
einhæf. Ennþá veit maður ekki
hvernig húsið verður að innan,
en það veltur á miklu. Mjög
fallegt verður útsýnið úr hús-
inu. Þar munu menn sjá vítt
yfir Reykjavík, sem er allra
bæja fallegastur. Lengi hefir
verið nauðsyn á slíku húsi hér
I Reykjavlk og gott að nú er að
framkvæmdum komið".
★
Ásmundur Sveinsson mynd-
höggvari sagði:
„Ég hef ekki kynnt mér þetta
nógu vel. Hef bara séð myndir
1 blöðum. Ekkert farinn að
kynna mér skipulagið I heild.
svo að ég hef I rauninni ekki
möguleika á þvl að láta álit
• mitt I ljós. Frumskilyrði þess
að geta gagnrýnt er að hafa
kynnt sér út I æsar málefnið
eða hlutinn, sem um er rætt.
Eitt vil ég samt segja. Gamli
bærinn, þ. e. miðbærinn er okk-
ur gömlu mönnunum kær. Ég
er þeirrar skoðunar að hann
hefði átt að vera okkar „gamli
bær“ áfram. Það er of þröngt
þar hvort eð er til að koma
þar upp eins konar centrumi.
Það á að dreifa úr borginni, en
ekki hrúga öl) upp á litlu svæði.
ekki hrúga öllu upp á litlu svæði
að framtíðarcentrum Reykjavík-
ur verði I námunda við Laugar-
dalinn. Þar eru stórhýsin að
byggjast og allt bendir til að þar
verði miðbær Reykjavíkur.
Ég er hræddur við þrengslin
í gamla bænum. Svo er það
Tjömin. Hún er okkur helgidóm
ur. Ef endilega hefði þurft að
byggja ráðhúsið við Tjörnina,
því þá ekki við suðurenda henn
ar? Ég held að það hefði farið
betur á því.
Nú, um bygginguna út af fyr-
ir sig, eins og ég hef séð hana
dregna upp I blöðum, verð ég
að segja að mér lízt að ýmsu
leyti vel á hana. En sem sagt,
ég verð að vera varkár I dóm-
um á meðan ég hef ekki kynnt
mér málið til hlítar".
★
Ragnar Jónsson forstj. Helga-
fells komst þannig að orði:
„Eins og skýrt kom fram I
Helgafelli, í grein sem við feng-
um Gunnar Thoroddsen þáver-
andi borgarstjóra til þess að
skrifa fyrir okkur, vorum við
Helgafellsmenn þvl eindregið
fylgjandi að ráðhúsið væri byggt
sem næst bæjarstæði Ingólfs.
Sjálfum finnst mér að enginn
annar staður en þessi komi til
greina eftir að mér hafði verið
bent á hann.
Byggingin finnst mér stór-
falleg — fyrsta stórbyggingin af
þeim sem teiknaðar hafa veríð
hér síðari árin, sem ég er reglu-
lega ánægður með".
’ ★
Maria Maack yfirhjúkrunar-
kona sagði:
„Það er ágætt að nú fáum við
loks ráðhús. Ég hefði viljað sjá
það byggt fyrir að minnsta kosti
50 árum síðan. Ég var nokkuð
efins í að staðurinn væri heppi-
legur, en eftir að ég hefi séð
teikningarnar er ég ánægð. Það
kemur ekki til með að skemma
Tjörnina, en hún er alltaf svo
falleg. Aðalatriðið er að það
verði nógu rúmt I kring um ráð-
húsið, þótt ég muni sakna jafn
ágæts húss og Þórshamars.
Reyndar vildi ég á sínum tlma
láta Ioka Austurstræti með ráð-
húsbyggingu og rífa alla kofana
þar I kring. En nú er það of
seint.
Um útlit hússins vil ég segja
þetta: Það er verið að byggja
fyrir 20. öldina og þá er það
hárrétt að reisa nýtlzkulegar
byggingar. Það er verið að
byggja fyrir framtíðina, en ekki
fyrir okkur sem brátt hverfum
af sjónarsviðinu".
★
Birgir ísleifur Gunnarsson hdl.
komst þannig að orði:
„Mín afstaða hefir þegar kom-
ið fram með atkvæði mlnu I
borgarráði, en þar greiddi ég
atkvæði með tillögum þeim,
sem fyrir liggja og almenningur
hefir átt kost á að sjá undan-
fama daga. Auðvitað eru skipt-
ar skoðanir um ráðhúsið. Norð-
urendi Tjarnarinnar virðist þó
vera sá staður, sem flestir.geta
fellt sig við ,enda mun ráðhús-
ið þar verða borgarprýði og
fegra Tjömina og umhverfi
hennar. Um húsið sjálft er það
að segja, að það er einfalt og
stílhreint, en við getum aldrei
við þvl búizt að nú verði byggt
hús I byggingarstíl Alþingishúss
ins og Dómkirkjunnar, enda þau
hús mjög ólik. Ráðhúsið, Al-
þingishúsið og Dómkirkjan
munu I framtíðinni standa sam-
an I góðum félagsskap, þar sem
hvert þeirra húsa verður full-
trúi ólíkra en merkra tlmabila
I sögu landsins".