Vísir - 15.01.1964, Side 10

Vísir - 15.01.1964, Side 10
fO VIS IR . Miðvikudagur 15. janúar 1964. Bardaginn 1905 Framhald af bls. 7 höndúm hans ...“ Slík ræða fegurðar og ætt- jarðarástar á vörum Hannesar Hafsteins sýnir þessa hetju í björtu ljósi, þegar svo fylgir á eftir orðbragðið úr ísafold: „Af- leiðingin (af símanum) verður sú sjálfsögð og óhjákvæmileg, að fólkið þurrkast burt af land- inu ... Hér yrði ólfft í landinu fyrir álögum, ef ritsímafarganið næði fram að ganga. Fátækling- ar geti í hæsta lagi skreiðzt burt ti! Ameríku í hálfgildings öreiga flutningi. Pað er þeirra eina at- hvarf. En hvað verður til að láta i landsjóðsjötuna, þegar landsbyggðin fer I auðn vegna vesturfara?" Eða orðbragð séra Ólafs frí- kirkjuprests: „Betra sé hverjum ærlegum íslendingi að liggja dauður undir merki Jóns Sig- urðssonar, heldur en sitja full- ur og feitur við ketkatla Hins sameinaða gufuskipaféiags eða Hins stóra norræna ritsímafé- lags". '17'issulega er það auðvelt í síma ~ málinu að fegra Hannes Haf- stein, þegar hægt er að nota ofstækisfullt orðbragð fsafoldar, brigzl hennar um landssölu og svik. En því miður, það er bara ekki nóg, ef höfundur ætlar að skrifa sagnfræðilega bók um stórdeilumál heillar þjóðar. Æs- ingaskrif Björns I fsafold eru vissulega fordæmanleg og hrein- Iega ógeðsleg oft á tíðum, en sagnfræðingurinn má ekki láta þetta orðalag eitt blekkja sig, hann þarf að skyggnast niður í málefnið ekki aðeins frá ann- arri hliðinni, heldur frá báðum hliðum og meta rök andstæð- inganna með sama upphafleg- um skilningi og rök þess, sem hann hefur gerzt hliðhollur. Tjegar við lesum sagnfræðileg- ar bækur reynum við að setja okkur f fótspor söguper- sónanna á þeim tfma, þegar at- burðimir gerðust. Ef ég á að spyrja sjálfan mig, hvar ég hefði staðið f þessari deilu á sínum tíma, býst ég við, að ég hefði fylgt Hannesi í þessu m.a. vegna þess, hve mér virðist að áróður ísafoldar hafi verið svæsinn og hvernig ættjarðarást almennings var misnotuð í honum. En fyrir sagnfræðinginn tjóar það ekki, hann verður að reyna að skýra það og skilja, hvers vegna þessi bardagi geisaði, hvers vegna fjöldi bænda af Suðurlandi tók sig upp um háslátt til að efna til fyrsta mótmælafundar f fs- lenzkum nútímastjómmálum. Það þarf enginn að halda að á- róður Isafoldar hefði getað þyrl að upp slíku moldviðri gegn öllum réttmætum skoðunum. 'Það eru þessi höfuðrök undir niðri á móti sfmanum og raun- ar lfka með símanum sem höf- undi þessarar bókar tekst ekki, eða hann kærir sig ekki um að láta þau koma fram skýrt og einfalt hvor gegn öðru eða ger- ir þeim ekki jafn hátt undir höfði. Það er ekki óeðlilegt, þó sum um íslendingum óaði við því, að gefa hinu erlendal félagi einka Ieyfi til tuttugu ára, þó skelf- ingin við þetta hafi auðvitað verið óþarfiega mikil. Á þess- um tfma hafa Danir einkaleyfi til áætlunarsiglinga til íslands, og við strendurnar, baráttu til að ná verzluninni úr höndum þeirra hefur enn sama og ekk- ert miðað, danskir. kaupmenn hafa barlzt miskunnarlaust gegn fslenzkum verzlunarfélögum og drepið þau hvert á fætur öðru. Cvo verður að gæta þess, að hér stóðu tveir tæknilegir möguleikar hvor gegn öðrum og þau furðutíðindi gerast einmitt um þetta leyti, að loftskeytin verða fyrst til þess í miðjum hita þessarar baráttu til að rjúfa einangrun landsins og flytja þjóðinni risafréttir. Loftskeytin hafa það fram yfir símann, f hugum fólksins, að þau gefa þjóðinni meiri frjálsræði, í fyrstu lotu gefa þau henni t. d. beint samband við England og sfðar e. t. v. við Þýzkaland. Þessi hugsun er að vísu byggð á misskilningi, því að símaþjón- ustan hlaut að vera frjáls. Stuðningsmenn loftskeytanna gátu líka lagt fram kostnaðará- ætlun, sem er að vísu ekki sam- bærileg við ritsímaáætlunina, þar sem íslendingar eiga að hirða tekjur af loftskeytunum en Stóra norræna að taka tekj- urnar af ritsfmanum. Þessi á- ætlun virðist að vísu vera dýr- ari en lagning símans, en er alls engin fjarstæða. J^oks er allt málið látið hvila á tæknilegu áliti Krarups sfmaverkfræðings, sem auðvitað er þó ekki óhlutdrægur enda er álit hans jafn fjarstæðukennt eins og gusurnar úr ísafold, van trú á Ioftskeytin „merkin sem send eru, strik og punktar komi oft þannig fram, að gizka verði á annaðhvort orð, loftáhrif trufli svo að strik breytist í tvo punkta eða punktar hverfi... öruggu sambandi megi ekki bú- ast við, en óvíst hvað ávinnast kunni á næstu árum“. Og þó fylgismenn loftskeyta segi að þau verði „ódýrara og tryggilegrá samband, .gera megj ráð fyrir bilunum á sæsíma og landssíma“, er v'lst lítið mark á þeim takandi móti áliti „sér- fræðinganna". Það þyrfti þó að viðurkenna það, að þeir sem börðust móti símanum áttu sér réttmætt og einlægt baráttumál, þótt það verði aldrei talið geta réttlætt gífuryrðin í ísafold. En þennan baráttugrundvöll virðist mér, að Kristján Albertsson viðurkenni yfirleitt alls ekki og finnst mér það miður farið. Hann nefnir að vfsu þessi rök andstæðinga sím- ans, en oftast f einhverjum önuglyndistón, teins og mennirn- ir og skoðanir þeirra eigi fyrir- fram að vera dæmd af almenn- ingsálitinu. Og svo kemur aðalatriðið ef til vill ekki nógu skýrt fram út úr smáatriðunum, það er lagn- ing landssímans frá Seyðisfirði til Reykjavíkur. Er það ekki þetta sem hafði úrslitaáhrifin bæði hjá Hannesi og landsmönn um, sérstaklega Norðlendingum, að Stóra norræna ætlar að „gefa“ Islendingum 300 þúsund krónur til að leggja landssíma um mikinn hluta landsins. \7ikjum svo að framhaldinu, síminn hefur sigrað, Hannes Hafstein hefur vígt símstöð í Reykjavík og línurnar teygjast út um allar byggðir. Jú, það er víst, að landssíminn hefur sigr- að, en hvað um ritsímann, strenginn yfir hafið, hefur hann sigrað loftskeytin. Því meir sem ég hugleiði þetta, því meir ef- ast ég um það. Verzlun og við- skipti eiga eftir að vaxa svo stórkostlega, að notkun ritsíma- sambandsins við útlönd fer langt fram úr öllum áætlunum og nú er það Stóra norræna, sem hirð- ir gróðann af þessum viðskipt- um, sem aldrei var reiknað með að yrðu nema brot af þessu. Vélhrein- gerning og teppa- hreinsun ÞÖRF. - Sími 20830 Vélahreingern- ing og húsgagna- Vanir og vand virkir menn Fljótleg og rifaleg vinna ÞVEGILLINN Sími 34052. VÉLAHREINGERNING Vanir menn. Þægileg Fljótleg. Vönduð vinna ÞRIF. - Sími 21857. - mtsmmaam Slysavarðstofan Opið allan sólarhringinn. Simi 21230. Nætur- og helgidagslækn- ir í sama síma. Lyfjabúðir Næturvakt í Reykjavík vikuna 11.-18. janúar verður í Vestur- bæjarapóteki. N^etur- og helgidagalæknir i Hafnarfirði frá kl. 17 15. jan. til kl. 8 16. jan: Kristján Jóhannes- son, sími 50056. Útvarpið Miðvikudagur 15. janúar. Fastir liðir eins og venjulega. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Dísa og sagan af Svart- skegg" eftir Kára Tryggva- son, IV. (Þorsteinn Ö. Stephensen). 18.30 Lög leikin á sláttarhljóð- færi. 20.00 Varnaðarorð: Gunnar Jóns son lögregluþjónn talar um bifreiðaakstur að vetrarlagi 20.05 Létt lög: „The Spinners" syngja. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Gunn- laugs saga ormstungu; II. (Helgi Hjörvar). b) íslenzk tónlist: Lög eft- ir Emil Thoroddsen. c) Oskar Ciausen rithöf- undur flytur erindi um TePpa- og húsgagnahreinsunir ! Sími 34698 á daginr. Sími 38211 á kvöldin og um helgar <$>-------------------------------- Seint og um síðir fást þeir til að lækka taxtann, en tvennum sögum fer af því hve auðveld- ir þeir hafi verið í þeim við- skiptum. Hefði ekki hlutur ís- lands þá orðið meiri ef það hefði átt sína loftskeytastöð og hirt sjálft ágóðann. Ég veit það ekki, kannski er sími aldrei neitt gróðafyrirtæki, en þetta hefði höfundur kaflanna um símamálið þurft að rannsaka og reikna út. Og hvað um þær bilanir, sem urðu á sæsímanum, einkum þeg ar fram f sótti, t. d. á fyrri stríðsárunum, eins og langa bil- unin 1916, sem dróst alllengi að Stóra norræna gerði við. Þegar þannig stóð á varð ísland aftur einangrað og sambandslaust við umheiminn. Þá urðu viðbrigðin mikil, engar fréttir af stórfelld- um heimsviðburðum, sem gátu vissulega snert þjóðina mjög. Þá hefði komið sér vel að hafa Ioftskeytastöð á íslandi, það hefði einnig komið sér vel til öryggis, að útbreiða notkun loft- skeyta fyrr á skipaflotanum, enda leið nú ekki á löngu þar til íslendingar reistu sér það sem þeir kölluðu „varaskeifu“ ritsímans. Ioftskeytastöðina á Melunum og stangirnar tvær. Og skömmu síðar hófst loft- skeyta- og útvarpsöld á íslandi. Þorsteinn Thorarensen. Vlálið sjálf, viðg ögum fyrir vkka ir litina Full g "^rviJn hióniit'ta □ □ □ cITAVAL g A.lfhólsvegi 9 □ □ ----------------- D □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ a a a a a a a a a a a a □ n □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ a D □ □ □ □ □ □ □ □ u (5 □ □ ii Bl'óðum fletf En syndin er lævís og lipur og lætur ei standa á sér. Hún situr um elnmana sálir og sigur af hólmi ber. Þú hneigðist að dufli og daðri og drakkst eins og voðalegt svín. Og hvar er nú auðmýkt þíns hjarta og hvar er nú vígsla þfn? Steinn Steinarr Þingálp, eða þingálpsleikur var mjög tíður á gleðisamkomum. Þingálpið var nokkurs konar skrímsli og tilfanzað á þann hátt, að tekin var hornótt fjöl, hálf alin á lengd eða því sem næst, og rúmt kvartil á breidd. Á fjölina ofanverða eru negld tvö geld- sauðarhom . . . og þar fyrir neð- an gerð tvö göt og smellt í gleri og eru það augu ófreskjunnar. Þá eru gerðar nasir og gin mikið á fjölina, og sett í það tunga úr stórgrip ef til er, en f nasirnar eru settar pfpur og í þær skotið kyndlum og kveikt á um leið og skrýmslið skýzt inn í gleðisalinn, er þá sem það spúi eldi út um nasir sér. Staur er rekinn gegnum fjölina, neðan við augun, og er hann hálf önnur alin á lengd, en aftan í hnakka skrýmslisins, er fest brekán eða dýrshúð, og haus- inn, bæði enni og vangar, er vafinn gráum gæruskinnum . . . Ólafur Davíðsson. Eina sneið.. . . . að undanförnu hafa orðið nokkur straumhvörf í bókmennt- um þjóðarinnar, og skal þó strax fram tekið, að þar er ekki fyrst og fremst átt við íslendingasögur hinar nýju — af Pétri Hoffmann og görpum hans — þó að þær bókmenntir geti að vísu komið þar nokkuð við sögu... hér er semsagt um að ræða þá tegund bókmennta, sem málaferli verða af, og þær bókmenntir, sem slík málaferli af sér leiða, þ.e. máls- varnaritunina, sem gerist nú stöð- ugt umfangsmeiri . . . ekki er langt síðan einp af yngri rithöf- undum þjóðarinnar gat egnt svo málafærslumenn nokkra á móti sér, að þeir höfðuðu mál gegn honum — varði hann mál sitt sjálfur, og mun sú vörn efni í meðalbók, þegar öll er til skila komin, og er aldrei að vita nema hún nái metsölu, þegar þar að kemur . . . þá er einn af eldri rithöfundum þjóðarinnar kominn í mál við annan af þeim yngri; hefur sá yngri ritað vörn sér í máli þessu, sem sagt er að sé svo umfangsmikil, að fylla muni nokkur bindi á stærð við sjálfs- ævisögu hins aðilans, og telja all- ir víst, að þar muni um metsölu- bækur að ræða, ef út verði gefnar . . . má helzt af þessu ráða, að rithöfundar vorir hafi fundið þarna opna leið til frægðar og velmegunar - að rjúka f hár sam an, höfða síðan mál hver á ann- an og setjast loks við að semja sóknar- og varnarrit, er veki slíka athygli og umtal sökum gagn- kvæmra skamma og svfvirðinga, að allir vilji kaupa og lesa . . . hver veit nema úr þessu geti svo orðið háþróaðar og listrænar bók- menntir, sem einhvern tíma þyki ekki oflágt metnar á nóbelsverð- laun, og verði þau eftirmæli við komandi rithöfunda, að þar hafi þeir risið hæst að hugmyndaauðgi og snilli, og þar með hafið fs- lenzkar bókmenntir upp úr þeim öldudal lognmollunnar, sem þær virðast sokknar í nú um stundar sakir . . . og um leið hafi þeir tekið upp hið fallna merki þeirra skapmiklu skálda er þjóðin átti áð ur fyrr meir, Egils Skallagríms- sonar, Þormóðar Kolbrúnarskálds og Gunnlaugs Ormstungu — þeirra, sem eigi jóðluðu á hetju skapnum eins og gúmtuggu, held ur sönnuðu hann í verki þar sem barisk var blóðgum sverðum ... kemur jafnvel til álita, hvort eigi skuli hólmgöngur aftur leyfð ar hverjum þeim, sem hnoðað geti saman nokkurn veginn ógöll- uðum atómkveðskap — sé um 6- gallaðan atómkveðskap að ræða, að þeir megi verja sæmd sína í átökum, hver fyrir öðrum, og þá vitanlega selja aðgang að við ureigninni almenningi og hafi þannig af þvf nokkrar tekjur, til uppbótar á skáldastyrkinn ... Strætis vagnshnoð Ástandið í leikhúsunum ei fær talizt gott, annarhvor á sviði snarbrjálaður. Lakast þó hve utansviðs lítinn sér þess vott, að þar leynist nokkur viti borinn maður. siaeŒcziasr assssr ■ > /

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.