Vísir - 15.01.1964, Side 11

Vísir - 15.01.1964, Side 11
V í S IR . Miðvikudagur 15. janúar 1964. harða biskupinn i Skálholti Jón Ámason; fyrsti hlut- inn nefnist: Faðir biskups- ins. d) Haraldur Hannesson hagfræðingur flytur þátt af Skerflóðsmóra, tekinn úr handritum Jóns Pálssonar bankagjaldkera. 21.45 lslenzkt mál (Jón Aðal- steinn Jónsson cand mag.). 22.10 Lög unga fólksins (Guðný Aðalsteinsdóttir). 23.00 Bridgeþáttur (Stefán Guð- johnsen). 23.25 Dagskrárlok. Sjónvarpið Miðvikudagur 15. janúar. 16.30 Captain Kangaroo 17.30 The Price Is Right 18.00 Sea Hunt 18.30 Encyclopedia Britannica 19.00 AFRTS News 19.15 Wings To The U.S.A. 20.00 The Untouchables 21.00 The Dick Van Dyke Show 21.30 The U. S. Steel Hour 22.30 The Bob Newhart Show 23.00 ARFTS Final Edition News 23.15 The Tonight Show Árnað heilla % % STJÖRNUSPÁ Spáin jildir fyrir fimmtudag- inn 16. janúar. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þú kannt að vera sá eini, sem raunverulega getur gert nokkuð til að koma málunum áleiðis. Viðskiptaleg atriði gætu haft slæm áhrif á vináttubönd þín í kvöld. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Það er talsvert margt, sem stend Ur í vegi þínum núna og þyrfti að yfirstíga sem fyrst. Ástandið mun haldast óbreytt að mestu í dag. Tvíburamir, 22. maí til 21. júní: Auðsýndu vizku og fast- heldni í samskiptum þínum við tengdafólk þitt og aðra þá, sem kunna að vera í andstöðu við skoðanir þínar. Fólk hefur til- hneigingu til að vera ergilegt og snefsið í dag. Krabbinn, 22. júni til 23. júlí: Þú þarft að kenna ástvinum þínum meiri sparsemi og for- sjálni, þegar þeir gerast of að- gangsharðir í kröfum sínum gagnvart þér. Fortölur kynnu að koma að góðu haldi. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Komdu verkunum sjálfur í fram kvæmd með eigin hendi, ef slíkt gæti orðið til þess að vernda friðinn heima fyrir og á vinnu- stað. Tilhneiging þín til yfirráða og stjórnsemi gæti mætt mót- spyrnu þessa dagana. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Manni getur oft skjátlazt, og þá er hyggilegast að bera fyrirætl- anir sínar undir þá, sem yfir 'SC Í'j meiri reynslu ráða. Láttu ekki flækja þér í vandræði annars fólks. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Láttu stjórnast af forsjálninni til þess að skirrast þær deilur, sem aðrir hafa nú tilhneigingu til að flækja þér í. Gættu eigna þinna, þegar þú ert á almanna- færi. Drekirm, 24. okt. til 22. nóv.: Enn virðast ýmsar dökkar blik ur á lofti, þar sem þú býrð. Þér mundi reynast vel að halda ætt- ingjum og nágrönnum utan þeirra orðahnippinga, sem þú kannt að verða flæktur 1. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Tilgangur þinn kann að vera í réttum anda, en gættu þess, að hann sé ekki undir á- hrifum blekkingarinnar. Komdu öllum óleystum vandamálum í viðunandi horf. Steingeitin, 22. des. til 20, jan.: Þú ert ekki of ánægður með gang vissra mála. Reyndu að horfa á hina sólbrenndu hlið lífsins og notaðu þér aðstæðurn ar þér til framdráttar. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú hefur nú betri skiln- ing á þeim hindrunum, sem þú átt enn við að etja. Það er lykillinn að iausn vandamáls- ins. ■/' Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Haltu áfram leitinni að vænlegum aðferðum til að koma lífi þínu inn á uppbyggilegri brautir. Hugleiddu framtíðina í kvöld. Rikarður er hreinn og klár og hinn bezti dreingur. Þín skal minst f þúsund ár og þúsund sinnum leingur. Þ. H. S. Kjarval. Söfnin Listasafn Einars Jónssonar er opið á sunnudögum og miðviku- dögum frá kl. 1,30 tii 3,30. Gengið Á myndinni sjást brúðhjónin ungfrú Inga Þorkelsdóttir og Jó- hannes Ellertsson vélvirki. Þau voru gefin saman í hjónaband, 4. janúar af sr. Jóni Thorarensen. Heimili þeirra er að Víðimel 19. (Ljósm. Stúdíó Gests, Laufás- vegi 18). £ 120.28 120.58 U.S. dollar 42.95 43.06 Kanadadollar 39.80 39.91 Dönsk kr. 622.29 623.89 Nýtt f. mark 1.335.72 1.339.14 Norsk kr. 601.35 602.49 Fr. franki 876.40 878.64 Belg. franki 86.16 86.38 Gyllini 1.193.68 1.196.74 Svissn. franki 993.97 996.52 Tékkn. kr. 596.40 598.00 Líra (1000) 69.08 69.26 V-þýzkt m. 1.078.74 1.081.50 BELLA Ymislegt Jólabréf Þorsteins Kjarval. 29. des. 1963. Svo sem heimsfrægt er orðið, er Þorsteinn Kjarval, „fjallaleó" einn hinn frumlegasti og gunn- reifasti gleðskaparmaður sem sögur fara af. T. d. var það eitt sinn að Þor- steinn kom af fjörðum vestur eft ir langa fjarveru. Varð þá svo mikill fagnaðarfundur milli þeirra ástvinanna Þorsteins og undirrit- aðs að þeir ruku saman f vanga- dans hér á vinnustofu minni Grundarstfg 15, t.v. þegar inn er komið og varð af hin mesta hrifn ing og gleði meðal áhorfenda. Þar um kvað undirritaður núna f dag: Þorsteinn Kjarval þóknast mér, þiggðu heiðurskransinn. Alheimsfoldar frægð þér ber, fyrir vangadansinn. Ríkarður Jónsson. Til Rfkarðs Jónssonar myndskera Reykjavík. Nýárskveðja 1964. fS7ð ©Pfé (OPIimKfN Auðvitað gef ég mér tíma til að lesa. Ég var nú til dæmis að enda við að lesa sjónvarpsdag- skrána. R I P K I R Ég er búin að fá nóg af því að bíða alltaf í land!, hugsar Sable með sér um leið og hún skiptir um föt. 1 þetta skipti ætla ég að COMc ON, RIP. W BUT NOT . rr'STOONICEA ] TO BE PAY TO BE /TREACHEROUS. INTELLECTUAL.. vera með í ævintýrinu. Um borð í Sirocco, er Rip önnum kafinn við að þýða skeyti Bugs. Hmm, ekkert nema eðlilegt skeyti enn- þá, en sum þeirra eru ekki alltof gáfuleg. í sama bili er tekið í handlegg hans. Komdu nú Rip, segir Júlía, þetta er alltof falleg- ur dagur til þess að sitja og lesa í bók. □ □ G □ D C c c c D □ (3 □ □ □ □ □ □ □ □ D D Q □ □ □ □ Q D D D D n ... D D □ D □ □ D D n D D D D D D D O D D D D D U D D D U O ti D D D D D D D a Q D D □ n a n □ □ □ □ □ D □ □ □ C □ □ a □ □ Q D D D D D D D D D a D a □ a il □ o □ hi D □ D D 3 D D D O D D D D O D D O O G D D D D Q D D D O □ D Q D □ S Q C D 3 O D FRÆGT FÓLK Maður nokkur var fyrir skömmu dreginn fyrir rétt I New York, og ákærður fyrir að hafa kíkt á skráargöt í mörgum húsum f einu hverfi borgarlimar. Hann var ákærð ur fyrir að vera .Peeping Tom‘ sem þykir ákaflega ógeðsleg iðja. Maðurinn var sármóðg- aður, og harðneitaði sakargift- um. — Ég er að hugsa um að flytja í hverfið, sagði hann, og ég vildi bara vera viss um að nágrannar mínir vœru sið- prútt og heiðarlegt fólk. -K Maitre Maurice Garcon, sem er meðlimur frönsku akadem- funnar, og frægiu- lögfræðing ur, sagði nýlega frá því, að hann hefði heyrt tvo grun- samlega náunga vera að tala saman fyrir utan glugga skart gripaverzlunar. Sjáðu þetta dásamlega arm- band, sagði annar þeirra, hvað heldur þú að það kosti? — Oo ég veit ekki, svaraði hinn. Ætli það sé ekki undir dómaranum komið. ■ >f Þegar ieikrit Tennesse WiIIl ams, „The milk train does not stop here anymore", sem í fs- lenzkri þýðingu yrði eitthvað á þessa ieið: „Mjólkuriestin stoppar elcki lengur héma“, var sett á svið á Broadway í fyrra, voru gagnrýnendur sam mála um að það væri ekki mjög gott. Tennesse var ekki á því að gefast upp, og skrlf- aði Ieikritið upp aftur. Fyrir skömmu var það svo sýnt í sínum nýja búningi, og dóm- amir um það voru samhljóða: Jafnvel verra. * Maður nokkur sem varð vitni að árekstri milli tveggja bfia í Kalamazoo í Michigan fyrir skömmu, skildi ekkert f því af hverju báðir ökumenn imir stukku út úr bílunum og hiupu sinn í hvora áttina. Lög reglan gat heldur ekki skilið þetta, fyrr en hún komst að þvf að báðum bílunum hafði verið stolið. * Það er stundum dýrt að vera talinn til fína fólksins. Á golf- brautum Ameríku, er það nú orðin venja, það er að segja ef golfleikarinn vili teljast mað ur með mönnum, að gefa að- stoðarmanninum sem nemur 250.000 ísl. krónum, fyrir' hvem mikilvægan sigur sem vinnst.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.